Morgunblaðið - 18.07.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.07.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1990 17 Sovéskir lögreglumenn leiða 17 ára gamlan flugræningja, Dímítríj Semenov, út úr þotu Aeroflot-flugfélagsins í Moskvu í gær. Svíar neituðu Semenov um pólitískt hæli og framseldu hann Sovétmönn- um. Semenov neyddi flugmenn sovéskrar þotu í innanlandsflugi til að fljúga til Stokkhólms 9. júní sl. Viðræður EFTA og EB: Niðurskurður á fyrir- vörum EFTA boðaður Brussel. Frá Knstófer Má Kristmssyni, fréttantara Morgunblaðsins. AÐILDARRÍKI Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) vinna að því að fækka mjög fyrirvörum sínum í samningaviðræðunum við fiilltrúa Evrópubandalagsins (EB). Þetta kom fram í gær hjá Jean Pascal Delamuraz, ráðherra í Sviss og núverandi forseta EFTA ráðsins á fúndi með blaðamönnum í Brussel. Ráðherrann ræddi í gær við fúll- trúa lramkvæmdasljórnar EB um gang samningsviðræðna EFTA við bandalagið um evrópska efiiahagssvæðið (EES). Svisslendingar tóku við forsæti i EFTA af Svíum um síðustu mánaðamót. Stjórnarnefnd EFTA í samninga- viðræðunum við EB fundar nú í \ Brussel. Verður m.a. reynt að ná samkomulagi um að skera niður þá fyrirvara sem EFTA-ríkin hafa sett fram í undirbúningsviðræðum sínum við EB. Delamuraz sagði að EFTA-ríkin myndu einskorða sig við fyrirvara sem vörðuðu yfirgnæf- andi þjóðarhagsmuni. íslendingar hafa lagt áherslu á fyrirvara vegna vinnumarkaðarins og fiskveiða og fiskvinnslu. Fyrirvarar Islendinga geta þess vegna talist tveir, þótt þeir snerti fjölda laga og reglugerða sem gilda eiga um EES. Samkvæmt heimildum í Brussel er talið senni- legt að önnur EFTA-ríki setji fyrir- vara sína fram á svipaðan hátt og íslendingar. Fram til þessa hafa verið lagðir fram listar yfir undan- þágur frá lögum og reglum. Hafa listarnir vaxið embættismönnum EB í augum. Delamuraz sagði að þrátt fyrir fækkun og einföldun fyrirvaranna væri ljóst að erfitt yrði að finna viðunandi lausn fyrir báða aðila í ágreiningsmálum. Dela- muraz lýsti þeirri ósk sinni að ljúka mætti samningaviðræðum við EB fyrir lok þessa árs. Samkvæmt heimildum innan framkvæmda- stjórnar EB er þess vænst að samn- ingur EB og EFTA verði tilbúinn til undirritunar haustið 1991. í gær var opnað nýtt aðsetur EFTA í Brussel, svokallað EFTA-hús skammt frá höfuðstöðvum EB. Nýja húsnæðið leysir úr brýnni þörf EFTA fyrir skrifstofu og fundaað- stöðu vegna stóraukinna umsvifa bandalagsins í Brussel. UTSALA - UTSALA Alltai % ofslóttur HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.