Morgunblaðið - 29.07.1990, Side 1

Morgunblaðið - 29.07.1990, Side 1
96 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 170. tbl. 78. árg. SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS Gorbatsjov vill samkomulag um einingu Sovétríkjanna: Forsetar Eystrasaltsríkjamia liaiiia nýjum Sovétsáttmála Moskvu. Reuter. FORSETAR Eystrasaltsríkjanna hafa tilkynnt að þeir muni ekki taka þátt í gerð nýs einingarsáttmála Sovétríkjanna. Þar með hafa þeir hafnað þeirri leið til að halda Sovétríkjunum saman sem Míkhaíl Gorbatsjov forseti kynnti fyrr í vikunni. Eystrasaltsráðið, samráðsvettvangur Eystrasaltslandanna sem nýlega var endurvak- inn, hefur nú ákveðið að auka þess í stað samstarf við Sovétlýðveldið Rússland þar sem Borís Jeltsín er í forsæti. Eitt erfiðasta verkefni Gorbatsjovs er að koma í veg fyrir að Sovétríkin gliðni í sundur. Eystrasaltsríkin hafa gengið lengst í sjálfstæðisátt en ijölmörg önnur lýðveldi Sovétríkjanna hafa lýst yfir fullveldi, nú síðast Hvíta-Rússland. í vikunni kynnti Grígoríj Revenko, náinn aðstoðarmaður Gorbatsjovs, þann möguleika að lýðveldi Sovétríkjanna kæmu sér saman um nýjan einingarsáttmála fyrir áramót. Hann yrði reistur á nýjum grunni þar sem kveðið væri á um aukið sjálfstæði lýðveldanna frá Moskvuvaldinu. Gorbatsjov sagði þó sjálfur að nauðsynlegt væri að varnarmál, gjaldeyr- ismál, orkumál og samgöngur m.a. yrðu áfram i höndum miðstjórnarvaldsins. Þessu hefur Eystrasaltsráðið hafnað. Vytautas Landsbergis, forseti Litháens, Anatolijs Gorbunovs, forseti Lettlands, og Arnold Ruutel, forseti Eistlands, eiga fundi nú um helgina í sumardvalarstaðnum Jur- mala í Lettlandi. Á föstudag áttu þeir við- ræður við Borís Jeltsín, forseta Rússlands, þar sem samþykkt var að hefja þegar í stað viðræður um aukið samstarf á sviði efna- hags- og stjórnmála. Gert er ráð fyrir að gerð samninga milli Rússlands og hvers Eystrasaltslandanna um sig ljúki á sex til átta vikum. í gær gaf Eystrasaltsráðið svo út yfirlýs- ingu um tengslin við Moskvustjórnina. „Full- trúar Eystrasaltsríkjanna þriggja tóku ekki þátt í að semja einingarsáttmála Sovétríkj- anna og telja sér ekki fært að gera það í framtíðinni," sagði í yfirlýsingu þeirra. Þar segir ennfremur að Samskipti landanna þriggja við Sovétríkin eigi að vera á grund- velli samninga sem gerðir voru fyrir 1940. Þá voru löndin sjálfstæð en voru innlimuð í Sovétríkin í kjölfar leynisamnings Stalíns og Hitlers. Forsetarnir krefjast þess að Sov- étstjórnin semji við öll löndin þijú í einu um aðskilnað þeirra. Gorbatsjov hefur hingað til hafnað þeirri hugmynd að ræða við full- trúa Eystrasaltsríkjanna sameiginlega. Hann hefur léð máls á viðræðum við Litháa eina og sér og varð það til þess að aðflutn- ingsbanni Sovétstjórnarinnar gagnvart Lit- háen var aflétt fyrr í sumar. Ekki er vitað hvenær þær viðræður heijast en Litháar sögðust myndu fresta framkvæmd sjálf- stæðisyfirlýsingar sinnar um 100 daga eftir að viðræðurnar hæfust. Perlan séð úrloftbelg Morgunblaðið/RAX Trinidad og Tobago: Herinn berst við uppreisnarmenn Port of Spain. Reuter. HERMENN á Trinidad og Tobago börðust í gær við hóp öfgasinnaðra múslhna, sem sagðir eru hafa tengsl við Líbýu. Uppreisn- armennirnir höfðu ráðist inn á þing lands- ins á föstudagskvöld. Tóku þeir forsætis- ráðherrann A.N.R. Robinson og ríkis- stjórnina alla höndum. Leiðtogi uppreisn- armanna sagði að ríkisstjórnin bæri ábyrgð á spillingu og alls kyns úrkynjun. Að sögn fréttastofúnnar CANA hefur oft komið til átaka milli múslímahópsins og lögreglu undanfarin fímm ár. Trinidad og Tobago eru tvær eyjar undan strönd Venezúela. Um 40% íbúanna eru af afrísk- um uppruna, 40% eru Indveijar og aðrir af mismunandi þjóðerni. Ríkið er hluti af breska samveldinu og hafa íbúarnir, sem eru 1,3 milljónir talsins, einkum tekjur af olíusölu. Roseanne vek- ur hneykslun Sígarettuskortur í Sovétríkjunum Moskvu. Reuter. SKORTUR er orðinn á flestu í Sovétríkjun- um, m.a. sígarettum. Þjóðernisátökin í Kákasuslöndunum valda því að verksmiðja í Armeníu, er framleiddi nær öll sígar- ettumunnstykki fyrir landið, starfar ekki með fúllum afköstum. Helstu ástæðurnar fyrir sígarettuskortinum eru þó hinar hefðbundnu í sovéskum framleiðslufyrir- tækjum; úreltar vélar og óstjórn. Gjaldeyr- isskortur veldur því að erfítt er að bæta úr vandanum með innflutningi. Mörgum tóbaksverslunum í höfuðborginni Moskvu hefur verið lokað vegna vöruskorts og neytendur bíða langþreyttir í biðröð við þær fáu sem eitthvað hafa á boðstólum. I.os Angeles. Reuter. FRAMKOMA gaman- leikkonunnar þétt- vöxnu Roseanne Barr á hornaboltaleik sl. fostudag hefúr vakið mikla hneykslun í Bandaríkjunum. Roseanne var fengin til að syngja þjóðsöng Bandaríkjanna á leik San Diego Padres og Cincinnatti Reds í Los Angeles. Var söngurinn rammfalskur og bauluðu áhorfendur óspart. Roseanne brást við með því að grípa um klof sér líkt og hornaboltaleikarar gera gjarna til að láta í ljós óánægju. George Bush Banda- ríkjaforseti var einn þeirra sem gagn- rýndu aðfarir leikkonunnar en hún svar- aði fyrir sig á blaðamannafúndi með því að skora á forsetann að gera betur! 10 Erum við &Aðbúnaöur á vinnustöðum SKRIFSTOFAN PESTARBÆLI? 16 INEWYORK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.