Morgunblaðið - 29.07.1990, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.07.1990, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR/INIMLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JULI Golf á Akureyri: Grein í bandarísku stórblaði kveikir mikinn áhuga Verðum að fylgja þessu eftir, segir David Barnwell golfkennari „ÖLL sú ókeypis auglýsing sem Arctic Open-mótið og golfvöllur- inn á Akureyri hefiir hlotið nær út yfir öll skynsemismörk. Það væri slæmt að nota ekki tækifærið og meðbyrinn sem þetta veitir okkur,“ segir David Barnwell golfkennari við Golfklúbb Akur- eyrar. Undanfarna daga hefur hann svarað fjölmörgum fyrirspurn- um Qölmiðla í Bandaríkjunum um Arctic Open-mótið og golfíðkun á Akureyri. Það sem kveikti þennan áhuga er forsíðugrein í dag- blaðinu The Wa.ll Street Journal sem gefið er út í milljónum ein- taka í Evrópu og Bandaríkjunum. Greinin birtist í blaðinu 9. júlí síðastliðinn undir fyrirsögn- inni: „Arctic Open-mótið leggur margar gildrur á leið þína. Góðu fréttirnar eru þær að þú getur leikið alla nóttina, hafðu með þér vettlinga." í greininni er fjallað ítarlega, í nokkuð gamansömum tón, um Arctic Open-mótið sem fram fór í bytjun júní. Blaðamaðurinn fylgist með nokkrum keppendum og við- brögðum þeirra við rysjóttri veðr- áttu, þoku og vosbúð á vellinum. Lýsingin á golfvellinum á Jaðri er þegar á heildina er litið jákvæð. Höfundur greinarinnar leitast við að draga fram spaugilegu hliðina á því að spila við erfiðar aðstæður á norðurhjara veraldar og viðmæ- lendur hans segjast allir skemmta sér hið besta. Skömmu eftir birtingu greinar- innar í Wall Street Journal fóru bandarískar útvarpsstöðvar að hringja til Golfklúbbs Akureyrar, þar sem David Barnwell varð fyr- ir svörum. Hann kveðst hafa verið á beinni línu í síðustu viku við CBS- útvarpsstöðina sem sendir út um gervöll Bandaríkin. Viðtalið stóð í einar 10 míútur. Sama dag átti hann um 15 mínútna viðtal í beinni útsendingu við útvarpsstöð í Bost- on. Þá hefur útvarpsstöð í Ohio- fylki og í San Diego beðið um upplýsingar með viðtal í huga. David getur einnig um skrif blaðamanns dagblaðsins Daily Telegi'aph sem kynnti sér nýverið aðstæður á Jaðri, en þau munu birtast í dagblöðum og tímaritum um alla Evrópu. „Við getum einfaldlega ekki lát- ið svona tækifæri renna okkur úr greipum. Undanfarið hafa öll stærstu golftímarit í heimi helgað Arctic Open grein og kynningin í Bandaríkjunum er orðin mikil,“ segir David. Hann kveðst telja að allt skipulag mótsins næsta vor þurfi að liggja fyrir í október. Ekkert megi til spara að fylgja eftir þeirri kynningu sem þegar er fengin. „Við höfum alla möguleika til þess að stórauka straum ferða- manna hingað til að spila golf. Það munu allir njóta góðs af því, ekki aðeins golfklúbburinn heldur einnig ferðamannaþjónusta á Ak- ureyri,“ segir David Barnwell. Italskt herskip íheimsókn ítalska herskipið San Giorgio er væntanlegt hingað til lands laugardaginn 4. ágúst. Hingað kemur skip- ið frá Bordeaux í Frakklandi og þann 10. ágúst heldur það áleiðis til Quebeck í Kanada. Um 400 sjóliðar eru um borð í San Giorgio, sem mun leggj- ast að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn. Almenningi gefst kostur á að skoða skipið á meðan það hefur viðdvöl hér. Norræna húsið: Fyrirlestur um Carlsberg- verksmiðjumar og sjóðinn UM ÞESSAR mundir er staddur hér á landi dr. Kristof Glamann, forstjóri Carlsbergsjóðsins og stjórnarformaður Carlsbergverksmiðj- anna. Hann er hingað kominn í boði forseta Islands, forsætisráð- herra, Háskóla íslands og Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. og mun m.a. kynna sér rannsóknir þær á Mývatni og Þingvalla- vatni, sem unnið hefur verið að sl. 20 ár undir stjórn dr. Péturs M. Jónassonar, prófessors við Kaupmannahafharháskóla. Glamann fiytur fyrirlestur um Carlsbergverksmiðjunar og Carlsbergsjóðinn í Norræna húsinu á sunnudag kl. 16. Carlsberg-sjóðurinn á og rekur Carlsbergverksmiðjurnar og er ágóða af rekstri þeirra varið til að styrkja ýmiss konar vísindastarf- semi og listir. Oft hefur verið veitt- ur styrkur til íslenskra vísindaverk- Sex menn berjast um fslandsmeistaratítilmn segir Úlfar Jónsson íslandsmeistari í golfi „ÉG HELD að baráttan um ís- landsmeistaratitilinn í ár verði á milli sex manna, mín, Sigur- jóns Arnarsonar, Ragnars Ól- afssonar, Sigurðar Sigurðsson- ar, Tryggva Traustasonar og Sveins Sigurbergssonar,“ sagði Úlfar Jónsson, Islandsmeistari í golfi, í samtali við Morgun- blaðið. Keppni í meistaraflokki á íslandsmótinu í golfi hefst á Akureyri næstkomandi mið- Úlfar Jónsson íslandsmeistari í golfi. Morgunblaðið/KGA vikudag. Úlfar varð í öðru sæti á Norðurlandamótinu i golfí, sem haldið var í Ósló um síðast- liðna helgi. * Ulfar Jónsson varð Islands- meistari 1986, ’87 og ’89 en árið 1988 varð Sigurður Sigurðs- son íslandsmeistari. Úlfar er í golfklúbbnum Keili og hefur verið með einkatíma í golfi hjá klúbb- num í sumar. Úlfar sagði að íslandsmeistara- mótið á Akureyri legðist ágætlega í sig, þar sem hann væri búinn að æfa mjög vel að undanförnu. Úlfar hefur verið að læra mark- aðsfræði við University of Louis- iana í Bandaríkjunum undanfarin þijú ár og keppt með golfliði skólans öll árin. Hann sagði að þetta lið væri eitt af tíu bestu háskólaliðunum í Bandaríkjunum og hörð barátta væri um að kom- ast í liðið. „Eftir að hafa verið erlendis síðastliðin þtjú ár er mun auðveldara fyrir mig að spila er- lendis en hér, þar sem aðstæður hér eru allt aðrar en eriendis," sagði Úlfar. Hann sagði að vonandi yrði gott veður á íslandsmótinu á Akureyri, þannig að hægt yrði að leika gott golf á mótinu. „Það hefur oft verið slæmt veður á ís- landsmótunum en þá hefur golfið viljað gleymast og þetta hefur verið barátta um að sleppa lifandi út úrþessu,“ sagði Úifar Jónsson. efna, nú síðast til útgáfu dansk- í slenskrar orðabókar sem mun koma út á árinu 1992, en fyrsti styrkur sem veittur var úr sjóðnum var veittur Birni M. Ólsen, þáver- andi menntaskólakennara, til orða- söfnunar í orðabók. Árið 1910 fékk Sigfús Blöndal styrk til að vinna að dansk-íslenskri orðabók sinni. Steindór Steindórsson, fyrrver- andi skólameistari, hefur kynnt sér ýtarlega samskipti íslendinga og Carlsberg í áranna rás og skrifað um þau ritgerð, sem enn er ekki komin út. Að sögn Steindórs voru árlegar og rausnarlegar styrkveit- ingar til Islandsrannsókna veittar úr Carlsbergsjóðnum frá 1883 og fram til 1918. Allar náttúrufræði- rannsóknir á íslandi á þessum árum voru styrktar af Carlsberg, þar á meðal rannsóknir náttúrufræðinga á borð við Þorvald Thoroddsen, Helga Jónsson, Helga Péturs og Guðmund Bárðarson. Jarðfræðikort Thoroddsens var gefið út af Carls- berg árið 1900. Danir, sem rann- sökuðu og skrifuðu um ísland, fengu einnig styrki úr sjóðnum. Carlsbergsjóðurinn gaf út ritsafn um íslenska grasafræði, The Bot- any of Iceland, í fimm bindum, og skrifuðu meðal annarra Þorvaldur Thoroddsen, Helgi Jónsson og Steindórsson í það. Þetta ritsafn er undirstöðurit um íslenzka grasa- fræði. Undanfarin ár hefur sjóðurinn styrkt útgáfu um íslenzka dýra- fræði, The Zoology of Iceland. Pét- ur Jónasson hefup einnig fengið styrki til rannsókna á Mývatni og Þingvallavatni. Carlsbergsjóður veitti áratugum saman styrki til Finns Jónssonar prófessors og útgáfu hans á ritum á borð við Den norsk-islandske skjaldedigtning, bókmenntasögu hans á dönsku og útgáfu á Lexikon poeticum. Jón Helgason prófessor naut einnig velvildar sjóðsins, og að sögn Steindórs Steindórssonar styrkti sjóðurinn ýmsar rannsóknir á íslenskri málfræði, sögu og forn- leifum, meðal annars rannsóknir Daniels Bruun. „Framlag Carls- bergsjóðsins til íslenskra náttúru- vísinda og mál- og sagnfræðivísinda er algerlega ómetanlegt,“ sagði Steindór. Kristof Glaman var prófessor í hagsögu við Kaupmannahafnarhá- skóla. Hann hefur skrifað margar bækur um atvinnulíf og iðnað í Danmörku, m.a. tvær bækur um Carlsberg-samsteypuna. Fyrirlesturinn hefst klukkan 16, sunnudaginn 29. júlí. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Fjármála- og umhverfísmálaráðuneyti: Jón Gunnar Ottósson ráðinn til sérverkeína JÓN Gunnar Ottósson, fyrrum forstöðumaður að Mógilsá, hefiir verið ráðinn til að vinna sérstök verkefhi fyrir fjármálaráðuneytið og umhverfismálaráðuneytið. Hefur Jón Gunnar störf 1. ágúst. Að sögn Marðar Árnasonar, upplýsingafulltrúa ljármála- ráðunejdisins, mun Jón Gunnar, ásamt starfsmönnum ráðuney- tanna, fyrst og fremst hafa það að verkefni að athuga þá þætti umhverfismála sem snerta starfs- svið fjármálaráðuneytisins. Nefndi hann sem dæmi hugsaniegar framtíðarbreytingar á útgjalda- kerfi ríkisins og skattlagningu, umhverfisskatta, áhrif umhverfis- verndarsjónarmiða á fjárlaga- stefnu og athugun á þeim hug- myndum og breytingum sem ættu sér nú stað erlendis á þessu sviði með tilliti til íslenskra aðstæðna. Er von á reglulegum áfangaskýrsl- um frá þeim sem þetta verkefni vinna. Þar sem um aðkeypt verkefni er að ræða verður Jón Gunnar ekki á launaskrá hjá ráðuneytun- um og þarf því ekki stöðuheimild fyrir þessari ráðningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.