Morgunblaðið - 29.07.1990, Page 8

Morgunblaðið - 29.07.1990, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ T TT \ er sunnudagur 29. júlí, sem er 210. dagur árs- 1 JLÍxxijrins 1990. Sjöundi sd. eftir Trínitatis. Árdegis- flóð í Reykjavík kl. 11.25 og síðdegisflóð kl. 23.43. Sólarupp- rás í Reykjavík kl. 4.23 ogsólarlagkl. 22.42. Myrkur kl. 24.20. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.34 og tunglið er í suðri kl. 19.18. (Almanak Háskóla íslands.) Ekki getið þér drukkið bikar Drottins og bikar illra anda. Ekki getið þér tekið þátt í borðhaldi Drottins og borðhaldi illra anda. (1. Kor. 10,21.) ÁRNAÐ HEILLA GEFIN hafa verið saman í hjónaband í Hallgríms- kirkju Klara Óskarsdóttir, Bjargi við Skólavörðustíg og Sixten Lindström frá Uppsala í Svíþjóð. Heim- ili þeirra er í Sollefteá- Sundsvall. Þar eru þau bæði starfandi hljóð- færaleikarar. GEFIN hafa verið saman í hjónaband í Dómkirkjunni Hafdís Jóna Gunnarsdótt- ir og Snorri Magnússon lögreglu- þjónn. Heimili þeirra er á Kirkjubraut 1, Seltjamarnesi. Sr. Þórir Stephensen gaf brúðhjónin saman. ára afmæli. í dag, 29. júlí, er 75 ára Sigurð- ur Sigurmundsson fræði- maður i Hvítárholti í Hrunamannahreppi, Arn. Hann er að heiman. KROSSGATAN LÁRÉTT: - 1 öflug, 5 gremjast, 8 Asíulands, 9 hug-. hreysta, 11 spilið, 14 hár, 15 töngum, 16 depils, 17 ótti, 19 svelgurinn, 21 starf, 22 versin, 25 megna, 26 tunna, 27 sefi. LÓÐRÉTT: - 2 spils, 3 stirðleika, 4 malla, 5 lista- manni, 6 kærleikur, 7 askur, 9 tilviljun, 10 kvænast, 12 glataðar, 13 suðaði, 18 hræ- fugl, 20 frumefni, 21 greinir, 23 sjór, 24 tveir eins. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: - 1 spott, 5 hamla, 8 ærnar, 9 klára, 11 gifta, 14 ugg, 15 párað, 16 alæta, 17 saur, 19 nána, 21 mó, 22 augljós, 25 góð, 26 áar, 27 Týs. LOÐRÉTT: - 2 pól, 3 tær, 4 trauða, 5 haggar, 6 Ari, 7 lát, 9 kappnóg, 10 átrúnað, 12 fræðast, 13 Ararats, 18 ugla, 20 au, 21 mó, 23 gá, 24 jr. FRÉTTIR/ MANNAMÓT í Háskólaalmanakinu segir að í dag, 29. júlí, byrji hey- annir. I dag er miðsumar. Um það segir m.a. í Stjörnufr./Rímfræði: „Sam- kvæmt forníslensku tímatali telst miðsumar bera upp á sunnudag í 14. viku sumars. I sumaraukaárum sunnudag í 15. viku sumars. (Svo er nú, hann hófst á fimmtudaginn var.) Síðan segir m.a.: Nafnið vísar til þess að um þetta leyti er venjulega hlýjasti tími árs- ins. Heyannamánuður telst byrja með miðsumarsdegi, en hefur áður fyrr verið notað í víðari merkingu um fyrri hluta heyannamánaðar eða jafnvel allan mánuðinn. Um eitt skeið var miðsumar (mið- sumarsdagur) talið 14. fimmtudag í sumri í öllum árum.“ í dag er Ólafsmessa, hin fyrri. Messa til minningar um Ólaf helga Noregskon- ung. Er messan í dag,_ 29. júlí, taljn dánardagur Ólafs 1030. Ólafsmessa hin síðari er 3. ágúst. Þann dag árið 1031 voru bein konungsins tekin upp, segir í Stjörnufr./Rímfr. (Ólafur Bjarki Ág.) Mörg gömlu húsanna í Flatey á Breiðafirði hafa á undanförnum árum verið gerð upp og er eins og að ganga inn í leikmynd í kvikmynd að koma í Voginn í Flatey. í sum- ar verður unnið af hálfu Minjaverndar við að gera upp Pakkhúsið og Samkomuhúsið sem eru lengst til vinstri á myndinni. Vorsalir, Vogur og Asgarður eru fyrir miðri mynd en í baksýn er Bentshús meðal annarra húsa. NESKIRKJA. Á þriðjudags- morguninn kemur er „mömmumorgunn" í Nes- kirkju. Er þá opið hús fyrir mæður og börn þein'a kl. 10-12. FÉL. eldri borgara. í dag er opið hús í Goðheimum við Sigtún kl. 14. Frjáls spila- mennska og tafl. Dansað kl. 20. Nú verður lokað í Goð- heimum frá 2. ágúst til 2. sept. vegna sumarleyfa. Á vegum félagsins er ráðgerð fjögurra daga skemmtiferð sem á að heíjast 18. ágúst nk. Verður þá ekið austur að Kirkjubæjarklaustri, um Syðri-Fjallabaksleið um Mælifellssand. Þar verður gist. Frá Klaustri verða farn- ar dagsferðir í Lakagíga, í Skaftafellæ og að Breiða- merkurlóni. Fararstjóri verð- ur Pétur H. Ólafsson. Heim aftur verður farið Nyrðri Fjallabak, um Eldgjá og Þjórsárdal. í skrifstofu Fél. eldri borgara eru veittar nán- ari uppl. MOSFELLSSVEIT. Um næstu helgi, 4. ágúst, rennur út umsóknarfrestur um lyf- söluleyfi Mosfellsapóteks, Þverholti 3 í Mosfellsbæ. Hinn nýi apótekari á að taka við rekstrinum 1. sept. nk. Það er heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið sem aug- lýsir lyfsöluleyfið í Lögbirt- ingi en forseti veitir það. LÆKNAR. í tilk. frá heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu í Lögbirtingi seg- ir frá eftirtöldum læknum sem ráðuneytið hefur veitt leyfi til að stunda almennar lækningar hériendis: cand. med. et chir. Sigurbirni Birgissyni, cand. med. et chir. Sturlu Arinbjarnar- syni, cand. med. et chir. Hauki Hjaltasyni, cand. med. et chir. Gunnari Guð- mundssyni, cand. med. et chir. Karli K. Andersen, cand. med. et chir. Karli Logasyni, cand. med. et chir. Önnu Kjartansdóttur og cand. med. et chir. Ingi- björgu Hinriksdóttur. VIÐEYJARFERÐ. í dag verður farin gönguferð um Viðey, austureyna, í fylgd staðarhaldarans í eyjunni, sr. Þóris Stephensen. Skoðuð verður prentsýning og sýning á þeim gripum sem fundist hafa við þær fomminjarann- sóknir sem þar standa yfír. Þær verða líka kynntar. Gangan hefst við Viðeyjar- stofu kl. 16.15. FUGLALÍFIÐ við Tjörnina blómstrar. Enn eru endurnar, kafendur og stokkendur, að leiða ungana sína nýskriðna úr eggi út á Tjörnina. Mjög er nú liðið á útungunartíma- bil andanna. NÝR ræðismaður. Utanrík- isráðuneytið tilk. í Lögbirt- ingablaðinu að opnuð hafi verið ræðismannsskrifstofa í Costa Rica. Ræðismaðurinn heitir Ricardo Castro Calvo. Heimilisfang skrifstofunnar í höfuðborginni er:' Carballo, Chavarria, Castro & Caballo, Apartado 6997-1000, San José. HÉRAÐSLÆKNAR. í tilk. frá heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu í Lögbirt- Þessir krakkar héldu hlutaveltu til ágóða fyrir Hjálpar- sjóð Rauða kross íslands og söfnuðu til hans 1.850 kr. Þau heita: Hrafnhildur, Pálmi Viðar, Ásta Sóllilja og Kristín Baldursdóttir. ingablaðinu segir að Jóhann Ág. Sigurðsson Iæknir hafi verið skipaður héraðslæknir í Reykjaneshéraði. Þá hafi ráðuneytið einnig sett Ólaf H. Oddsson lækni til að vera héraðslæknir í Norðurlands- héraði eystra frá 1. júlí til 31. desember næstkomandi. VOPNAFJÖRÐUR. Í sömu tilk. ráðuneytisins segir að Jens Magnússon heilsu- gæslulæknir á Vopnafirði hafi fengið lausn frá störfum þar eystra að eigin ósk og muni hann hætta störfum 10. september nk. REYKJAVÍKURlögreglan. Hinn 11. næsta mánaðar rennur út umsóknarfrestur um stöður við embætti lög- reglustjórans í Reykjavík og hann augl. í Lögbirtingablað- inu. Um er að ræða eina lög- reglufulltrúastöðu, tvær stöð- ur varðstjóra í lögreglunni og eina aðstoðarvarðstjórastöðu og tvær stöður rannsóknar- lögreglumanna. HAFNARFJÖRÐUR. Und- anfarið hefur verið til sýnis í afgr. bæjarverkfræðings Hafnarfjarðar uppdráttur að nýju deiliskipulagi þar í bæn- um, íbúðabyggingum þar sem heitir norðuröxl Fjárhús- holts. Það er í landi Setbergs og gert ráð fyrir rúmlega 100 íbúðum í þéttri byggð fjölbýl- is-, einbýlis- og raðhúsa. Kalla þeir eftir athugasemd- um í Lögbirtingi bæjarstjór- inn o g skipulagsstjóri ríkisins. Hugsanlegum athugasemd- um á að skila á bæjarstjóra- skrifstofuna fyrir 10. ágúst, en fram að þeim tíma er til- löguuppdrátturinn til sýnis. SKIPIN_____________ REYKJAVÍKURHÖFN: í gær kom danska olíuskipið Eleo Mærsk, sem er með stærri olíuskipum sem hingað koma. í dag fer togarinn Jón Baldvinsson til veiða. Á mánudag eru væntanlegir Laxfoss og Skógafoss, báðir að utan. HAFNARFJARÐAR- HÖFN: í dag eru væntan- legir .að utan Haukur og Valur. Jarl fer á ströndina og togarinn Margrét EA heldur til veiða. Á morgun eru væntanlegir af ströndinni Ljósafoss og Hofsjökull. MORGUNBLAÐIÐ FYRIR 50 ÁRUM Ákveðið hefúr verið að nýja Tjarnarbrúin verði steinsteypt ftill götu- breidd 7 'h m og gang- stétt beggja vegna. Gamla trébrúin er svo mjó að þar geta bílar ekki mæst, en umferð er mikil um hana. Smíði nýju brúarinnar á að verða lokið á þessu ári. ORÐABÓKIN Grið - Ég hef orðið þess var, að menn eru farnir að nota no. grið, sem er upphaflega hk. í ft. þau griðin, í kk. et. griður. í DV 6. júlí sl. mátti lesa þetta í leiðara, sem einn ritstjóranna skrifaði: „Eng- inn griður var gefinn til endurreisnar fyrirtækisins." Þessi stutta umsögn gefur mér tilefni til smáhugleið- inga hér í horninu. í fyrr- greindri málsgrein hefði samkv. uppruna og venju farið betur á að segja og skrifa: Engin grið voru gef- in til endurreisnar fyrirtæk- isins. Ég held flestir segi líka enn: „Honum voru eng- in grið sýnd. Nokkur önnur hk.orð eru einungis höfð í ft. Má þar nefna orð eins Griður og býsn, hjón, jól, laun og not. Þá er t.d. sagt: mikil býsn, mikil kiun, mikil not, þau hjónin o.s.frv. í OM er dæmi um no. griður í kk., en-merkt sem sjaldgæft ojð. Þá kemur griður fyrir í ísl. orðsifjabók, en höf. tekur fram, að það sé staðbundið orð. Grun hef ég um, að höfundar téðra bóka hafi beinlínis sótt dæmi sín í seðlasafn OH. En þar er aðeins eitt dæmi og komið úr mæltu máli austan af fjörðum. Öll önnur dæmi í OH eru úr prentuðum ritum og í hk.ft. nema eitt frá síðustu öld, sem er kvk. Því er rétt að halda sig við forna beygingu og gefa þar engin grið. - JAJ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.