Morgunblaðið - 29.07.1990, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JULI
Erum vió læs?
Eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur
HVAÐ er að vera læs?
Að sönnu getur skil-
greining verið teygjan-
leg. I fyrsta lagi er sá
læs sem getur stautað
sig fram úr texta; í öðru
lagi er sá læs sem getur
stautað sig fram úr
texta og skilið það sem
hann les. En sú skii-
greining sem flestir
hallast að nú er að sá
sé læs sem getur staut-
að sig fram úr texta,
skilið það sem hann les
og sagt öðrum hvað
hann las.
Hafið er átak gegn
ólæsi eins og all-
rækilega hefur
verið kynnt. Þess
hefur orðið vart að
mörgum þykir sér-
kennilegt að ís-
lendingar skuli
tala um að hér í landi sé ólæsi —
var ekki ólæsi útrýmt á síðustu öld
eða hvað? Göngum við ekki í skóla
í átta eða tíu ár hið skemmsta?
Hvemig fær það staðist að hérlend-
is sé sennilega tíundi hver maður
illa læs eða torlæs. Að hjá hinni
vel upplýstu bókaþjóð sé að finna
torlæsi eða dulið ólæsi meðal ung-
menna og fullorðins fólks. Að ungt
fólk sem hefur verið í skóla þennan
tíma geti a.ð vísu stautað og skrifað
nafnið sitt, en ekki nýtt sér texta
sem það les nema í afar takmörkuð-
um mæli, svo sem leiðbeiningar og
á í basli með að lesa sjónvarps-
texta. Ungt fólk hefur ekki sama
áhuga á bóklestri og fyrir tíu árum,
myndmiðlar og teiknimyndasögur
ríða húsum í uppeldi bama og valda
því meðal annars hversu takmark-
aða þjálfun böm og ungmenni fá í
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fram eflir öllum aldri lesa börn og unglingar nær einvörðungu myndabækur með litlum texta.
að lesa texta og færa sér hann í
not, og eiga því oft örðugt með að
tjá sig á ským og eðlilegu máli.
Það fer því ekki milli .mála að á
mótunarskeiði og fram eftir ungl-
ingsámm þurfa börn stöðuga og
markvissa örvun af heimilum og
skóla, einkum ef vottar fyrir lestrar-
tregðu.
„Það gildir hið sama um lestur
og íþróttir, “ sagði Guðni Olgeirsson,
námsstjóri í menntamálaráðuneyt-
inu, einn þeirra sem hefur umsjón
með lestrarátakinu. „Við getum
flest sparkað fótbolta en leikni
náum við ekki nema með stöðugri
þjálfun. Sama á við um lestur og
skilning á texta. Og það er sannað
að mjög hefur dregið úr bóklestri
hérlendis og lestrarefni meðal ungs
fólks er mjög oft myndasögur með
afleitum texta og þetta efni er ekki
til J)ess fallið að þjálfa og þroska."
I könnun Þorbjamar Broddason-
ar á bóklestri og fleira sem var birt
sl. vetur renna niðurstöður stoðum
undir þetta. Þar kemur fram að
börn í 4.-9. bekk grunnskóla evddu
að meðaltali 10 klukkustundum í
að horfa á sjónvarp árið 1968. Árið
1979 eyddu þeir 13 klukkustundum
fyrir framan sjónvarp, en árið 1988
hvorki meira né_ minna en 27
klukkustundum. í fyrstu skiptin
sem þessi könnun var gerð segir
Þorbjöm að þátttakendur hafi verið
úr 5-8 skólum en í síðasta skiptið,
þ.e. 1988 var aðeins farið í einn
skóla og ekki tekið úrtak heldur
leitað til allra nemenda í 4.-9.bekk.
Það verður að teljast ótrúlegt að
frávik milli skóla séu veruleg þó
engu sé slegið föstu um það.
I þessum könnunum var einnig
leitað upplýsinga um bóklestur
þessa aldurshóps. Niðurstöðurnar
eru lyginni líkastar:
Árið 1988 höfðu nemendur að-
eins lesið 2,7 bækur mánuðinn á
undan (skólabækur frátaldar) mið-
að við 4,1 árið 1968 og 7,2 árið
1979. Sömuleiðis var fengið hlut-
fall þeirra sem lásu enga bók
næsta mánuð á undann og reyndist
það vera 21 prósent nemendanna.
Sams konar hlutfall var 11% árið
1968 og hefur þvf aukist fjöldi
þeirra sem heldur sér einhverra
hluta vegna ekki í þjálfun eða hefur
ekki áhuga á neinum lestri. Ekki
Kemur það heim
og samanaðtí-
undi hver íslend-
ingur sé ólæs?
var spurt um iðni við lestur skóla-
bóka. Þegar eftir því var leitað
hversu margir hefðu lesið 10 bækur
eða fleiri reyndust þeir aðeins 5%
miðað við 10% tuttugu árum áður.
Þessar tölur einar og sér segja
býsna skuggalega sögu og hljóta
að gefa til kynna að það er ærin
ástæða til að taka rösklega til hönd-
unum.
Guðni Olgeirsson sagði að ekki
væru til tæmandi upplýsingar um
ólæsi hérlendis nú, en trúlega væri
það svipað og í iðnríkjum Vestur-
landa, þ.e. tíundi hver maður. Ás-
laug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri
tók undir þá skoðun. Guðni benti á
að menn hefðu ekki gert sér grein
fyrir duldu ólæsi í þróuðu löndunum
fyrr en með tölvubyltingu og breytt-
um atvinnuháttum í kringum 1970,
og það hefði komið óþyrmilega á
óvart þar eð menn hefðu talið
ólæsi heyra til undantekninga. Þá
var þegar tekið til við að rannsaka
þetta í Bandaríkjunum, Bretlandi,
Frakklandi og síðan víðar. „Þá upp-
götvaðist ólæsi eða torlæsi í veru-
legum mæli. Þegar menn áttu að
fara inn í ný störf, meðal annars í
tölvuvinnslu réðu þeir ekki við starf-
ið. Þeir þekktu stafi og kunnu að
skrifa nafn sitt og kannski eilítið
meira. En þeir gátu ekki ráðið við
nýja og stundum flóknari vinnu
vegna toriæsis. Menn skildu ekki
leiðbeiningar sem fylgdu nýjum
vinnutækjum og í ljós kom að þörf
var róttækra endurmenntunarað-
gerða fyrir stóra hópa manna sem
höfðu verið á vinnumarkaði árum
saman. Þessar athuganir leiddu til
að menn urðu að hugsa þetta alveg
upp á nýtt. Og það veitir ekki af
því hér heldur. Hvað sem líður full-
yrðingum í OECD-skýrslu frá 1987
að hér hafi menn verið læsir frá
því á 12.öld.“
Hérlendis er óhætt að segja að
98% þekki stafina og geti skrifað
einfaldar setningar. En ótrúlega
margir hafa einkenni torlæsis eða
dulins ólæsis (functional illiteracy).
Á næstu árum má gera ráð fyrir
að fullorðinsólæsi verði kannað ítar-
legar að sögn Guðná Olgeirssonar.
En snúum okkur að börnum og
unglingum. Allstór hópur kemst á
ári hverju gegnum grunnskólakerf-
ið með lestrarkunnáttu langt fyrir
neðan meðallag. ítrekað skal að hér
er ekki átt við nemendur sem eru
taldir tregir í hefðbundnum skiln-
ingi. Guðni segir að þessir grunn-
skólanemar skilji samt ekki fyrir-