Morgunblaðið - 29.07.1990, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JULl
11
mæli um verkefni sem er lagt fýrir
þá. Þeir kunni ekki að leita í heim-
ildum og viti ekki hvað við sé átt
þegar þeim er sagt að breyta sögn
úr nútíð í þátíð. „Það er vandamál
hjá kennurum að þurfa einlægt að
vera að útskýra þessi grundvallar-
atriði,“ sagði Guðni. En hvernig
stendur á þessu. Áslaug Brynjólfs-
dóttir, segist vera á því að það sé
ekki lögð nægilega mikil áhersla á
að kenna kennurum að kenna að
lesa. „Lesturinn er undirstaðan,
grunnurinn sem allt byggir á. Sé
hann ekki fyrir hendi fer auðvitað
annað eftir því,“ sagði hún. Guðni
segir að könnun Arthurs Mortens,
kennara sýni að 10% nemenda eigi
í lestrarerfiðleikum og þeim fjölgi
jafnt og þétt. Átt er við að nemend-
ur nái ekki hraða en fyrst og
fremst skortir þá skilning á inni-
haldi textans. „Við trúðum að við
værum að kenna bömum að lesa.
En það hefur einhver misbrestur
orðið á því. Það er ekki lesið nægi-
Skilgreining á
læsi:
að geta lesið
texta, skilið
hann og sagt frá
lega í skólunum. Það er ekki lesið
nóg fyrir börnin heima. Þau fá ekki
þá örvun sem getur skipt sköpum,"
sagði Guðni.
Lestrarörðugleikar bama em
ekki alltaf hyskni eða afskiptaleysi
heimilis eða skóla. Þeir geta stafað
af líkamlegum ástæðum þegar
ákveðnar skynbrautir sem þurfa að
vera í lagi svo að lestur náist hafa
ekki þroskast. Þetta tengist hreyfi-
og jafnvægisskyni og samhæfíng
handa og augna er ekki í því hlut-
falli sem þarf. Þetta getur einnig
verið meðfætt án þess að einstakl-
ingurinn sé treggreindur eða seinn.
„Þetta er hárfínn mekanismi og
má ekki mikið út af að bera til að
af hljótist ýmsir örðugleikar," sagði
Áslaug.
Þeim sem ég leitaði til við saman-
tekt þessarar greinar bar ásamt um
að samstarf heimila og skóla þyrfti
að vera langtum meira. Allir héldu
að vilji væri fyrir hendi, en kannski
væri misbrestur á að samráð væri
haft. Áslaug sagði að foreldrar yrðu
að fá að vita ef eitthvað væri að.
Það þyrfti að gera námsáætlun og
setja foreldrana inn í málið. „ Það
verður aldrei nógsamlega lögð
áhersla á gildi samvinnu kennara
og heimila." Áslaug sagði einnig
að sér fyndist að áður hefði líka
verið meiri rækt lögð við börnin.
Nú væru allir úti að vinna og hefðu
takmarkaðan tíma. „Skólinn hefur
ekki lagað sig að breyttu þjóðfé-
lagi,“ sagði hún. „Skóladagurinn
hefur ekki lengst og er enn of sund-
urslitinn."
Guðni Olgeirsson sagði að próf í
sinni fyrri mynd hefðu einfaldlega
verið aflögð 1977. Á grunnskóla-
stigi væri heimanám lítið sem ekk-
ert en nokkuð á valdi kennara og
skóla. Á honum var að skilja að
um það mætti deila en margir virð-
ast kvíðnir ef svo fer fram sem
horfir og börn eru Iátin göslast upp
grunnskólakerfið án þess að hafa
undirstöðukunnáttu og skilning.
En í framhaldi af því vakna aðr-
ar hugsanir. Ef heimalærdómur er
lítill sem enginn, hvað varð þá um
þann hluta námsins sem fólst í
þeirri vinnu áður en þessu nýja
skipan kom til sögunnar. Af hverju
má ekki setja börnum fyrir nú um
stundir nema í refsingarskyni? Af
hverju komast börn milli bekkja án
þess að hafa náð því námsefni sem
var á skólaárinu? Er það rétt stefna
að hafa hvergi neinar bremsur,
engin próf?
Áslaug Brynjólfsdóttir sagði að-
spurð að henni fyndist sú stefna
að hafa ekki próf nema samkvæmt
ákvörðun stjórnenda hvers skóla
fyrir sig, ekki hafa skilað því sem
líkast til var stefnt að þegar fyrir-
komulaginu var breytt. Hún sagði
að verkefni sem væru lögð fyrir
nemendur sýna getu þeirra og væru
þau því hálfgildings próf. Hún sagð-
ist einnig hafa sínar efasemdir um
að bekkjablöndun væri rétt. Hugs-
unin hefði sjálfsagt verið góð og
gild en það hefði komið í ljós að
þessi mikli jöfnuður — þ.e. að hafa
saman í bekk einkum frá 7-9 ára,
börn á ýmsum þroska- og getustig-
um — hefði orðið til að draga kapp
og dug úr góðum nemendum og
þeir slakari græddu ekki heldur á
því. Meðalnemendur væru líklega
þeir sem færu best út úr blöndun-
inni.
Áslaug og Guðni tóku bæði fram
að þýðingarmest af öllu væri að
örva börnin á yngri árum. „Ef
Fyrirstaðan er
engin í grunn-
skólanum — það
er f ræðilegur
möguleiki að
nemandi sé 10
ár í skóla án
þess að taka
próf.
menn lesa ekki stirðna þeir í því
eins og öðru. Þá verður erfiðara
að hafa sig í að ráðast í að lesa
bók og ef börn minnka lestur dreg-
ur úr getu þeirra til að tjá sig og
áður en við er litið eru þessir ein-
staklingar komnir í hættulegan
vítahring.“
Guðni segir að honum finnist það
miður að fyrir tiltölulega fáum
árum var það allt að því ljóður á
ráði barns ef það var orðið læst við
upphaf skólagöngu. „Það er í raun
og vera niðurlægjandi að taka á
móti læsum bömum og ætla að
fara að kenna þeim A eða 0. Kenn-
arar eigi að taka á móti hverju
barni sem einsaklingi og sinna því
eftir þroska þess og getu. Mér
finnst það afleitt hvað skólaárið er
stutt. Fyrir yngri krakkana skiptir
þetta langa hlé oft sköpum, þau eru
í þann veginn að ná valdi á lestrin-
um. Ef ekki kemur til örvun og
hvatning heimilisins yfír sumarið
ryðgar kunnáttan og sjálfstraustið
bíður hnekki."
Þegar hér var komið sögu í upp-
lýsingasöfnun minni, skýrslulestri
og fleiru fannst mér eftirfarandi
blasa við: Börn þurfa ekki að læra
heima, þau komast fyrirstöðu-
laust milli bekkja, tæknilega séð
geta börn verið tíu ár í skóla án
þess að þau taki nokkurn tíma
próf. Og mér blöskraði ef rétt væri.
Ég talaði því við einn reyndan
kennara og nokkra foreldra grunn-
skólanemenda til að heyra álit
þeirra. Þá varð ég þess raunar vís-
ari að þetta stóðst ekki. Rétt er að
engin fyrirstaða er milli bekkja í
grunnskólanum. Enginn fellur nú
orðið þrátt fyrir vondan náms-
árangur. En heimanám, skyndipróf,
miðsvetrarpróf og vorpróf með ein-
kunnagjöf er enn við lýði. En því
aðeins að til komi frumkvæði skóla-
stjóra og kennara í skólunum. Þóra
K. Jónsdóttir, kennari í Hagaskóla
í 25 ár sagði að ýmsum skólamönn-
um þættu þau í Hagaskóla gamal-
Lestri má lílya við íþróttir. Öll getum við sparkað bolta en leiknin kemur með mikilli þjálfun.
krakkar með meðal greind og eðli-
legan þroska fá örvun frá heimili,
skóla og umhverfí á aldrinum 9-12
ára þarf mjög lítið til að þau dembi
sér í að lesa af feiknakappi allar
mögulegar bækur, oft góðar bæk-
ur,“ sagði Guðni. Hann sagði að
stundum væri versnandi árangur
rakinn til þess að börnin væru á
kafi í íþróttum eða hefðu svo mörg
áhugamál. En það væri fjarri ein-
hlítt. Sannleikurinn væri sá að
kraftmiklir krakkar sem hefðu
mörg áhugamál væru oft öðrum
færari á bóklega sviðinu. Áslaug
Brynjólfsdóttir var í samtali okkar
sammála þessu, enda væri öll hreyf-
ing og líkamsæfing holl og ýtti
undir þann líkamlega þroska sem
hjálpaði bömum til að takast á við
annan lærdóm.
„Við skulum horfast í augu við
það að stöðugur áróður og örvun
er nauðsynlegur þáttur,“ sagði
Guðni. „Sjónvarps- og myndbanda-
neysla hefur haft mjög mikil áhrif.
Krakkarnir sækja í einfaldari af-
þreyingu en áður. Samt segjast þau
fá meira út úr því að lesa góða
bók. En eitt leiðir af öðru og ef
dags og afturúrstefnuleg af því þar
væri haldið í að setja nemendum
fyrir, hafa próf og gefa einkunnir.
„Stíllinn er að fletja allt út, “ sagði
hún. „Skólamálastefnan er einhver
moðgrautur og við finnum afger-
andi mun á námsgetu barna sem
Er sett fyrir
heima eða ekki?
koma í 7. bekk nú eða fyrir nokkr-
um árum. Það er ekki undanþekning
að þau séu illa læs, skilji ekki al-
geng orð, geti ekki komið hugsun-
um sínum á framfæri. Það liggur
við að mér þyki sem börn með les-
blindu eða aðrar sérþarfir séu að
sumu leyti betur sett, þau fá sér-
kennslu þó á henni séu kvótar.
Börn sem ekki eru dæmdir sér-