Morgunblaðið - 29.07.1990, Side 14

Morgunblaðið - 29.07.1990, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ Sameining JEMEMianna múur enúanieg ínnmúet „EF GUÐ lofar mun sá dagur renna upp að við sameinumst brseðrum okkar í suðri, Þegar Jtú kemur næst verður Jemen eitt ríki. Inshallah það verði svo,“ Á einhverjum slíkum orðum lauk flest- um mínum samtölum við Norður-Jemena þegar ég var þar í tæpan mánuð fyrir fímm árum. Allir sögðu að Jemenar litu á sig sem eina þjóð. Það væri sök ósveigjanlegra kommúnista í suðri að enn væri Jemen skipt land. Margt heftir gerst síðan. Litlu munaði fyrir þremur árum að enn brytust út blóðug átök milli þeirra. En samt var sameiningarhugmyndinni ekki hafnað, henni var ýtt til hliðar um stund. Og þann 22. mai sl. var kunngjört í Sanaa, höfuðborg Norður-Jemens, að Jemenríkin tvö væru nú eitt ríki og yrði unnið að því fram í nóvember að ganga frá ýmsum „praktískum“ atriðum og skyldi öllu lokið þann 30. nóvember. eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur ú þegar er gjaldmiðill þeirra jafn rétthár í báð- um löndunum og skipan æðstu ráðamanna hefur verið ákveðin, en margir óttuðust að eining næðist ekki og allt rynni út í sandinn. Akveðið var að Saleh, forseti Norður-Jemens, ^rði forseti í nýja ríkinu, Beidh, fram- kvæmdastjóri Sósíalistaflokksins í suðri, varaforseti og forsætisráð- herra verður A1 Attas, fyrv. forseti Suður-Jemens. í þriggja manna ráð- herraráði verða tveir úr norðurhlut- anum, þ.e. fyrrv. forsætisráðherra og fyrrv. varaforseti, og einn að sunnan, aðstoðarframkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins. í ríkisstjórn sitja 39 ráðherrar, þar af 17 frá suður- hlutanum. Sameinað verður Jemen fjölmenn- asta ríki Arabíuskagans með á fimmtándu milljón íbúa, þar af um tveir þriðju í norðurhlutanum. Til samanburðar má geta þess að í Saudi-Arabíu eru íbúar um um 12,5 milljónir. En það er ekki aðeins fjöl- mennast heldur mun státa af stjórn- arskrá sem er fijálslyndari öðrum á þessu svæði. Þó svo að mikið vald verði í höndum nýskipaðrar fimm manna forsætisnefndar verður stjórnmálaflokkum leyft að starfa og í fyrstu frjálsu kosningum í Norð- ur-Jemen í fyrra var ágæt þátttaka. Stefnt er að því að málfrelsi og rit- frelsi verði ekki aðeins í orði og svo virðist sem arabísku lýðræði, sem er ekki beinlínis lýðræði á vestrænan mælikvarða, sé hafnað. Nú er ekki nýlunda að arabaríki ákveði að ganga til samvinnu eða hugsi sér jafnvel að ganga í eina sæng. Þau arabaríki eru væntanlega hinum færri sem einhvern tímann hafa ekki gert tilraun í þessa átt. Einatt hafa leiðtogar gefið fjálgar yfirlýsingar um styrk þessa nýja ríkj- asambands. En síðan hefur allt farið í hund og kött áður en við er litið og oft verr farið en heima setið. í fljótu bragði minnist ég þess ekki að samruni þessarar gjörðar hafl nokkurn tímann lánast ef frá eru talin Sameinuðu arabísku fursta- dæmin. Stjórnmálasérfræðingar um málefni þessa heimshluta segja að flest bendi til að samruni Jemenríkj- anna geti tekist en ekki má gleyma að þau hafa þá sérstöðu að íbúarnir hafa lengst af litið á sig sem eina þjóð hvað sem allri skiptingu hefur íiðið og svo hinu, að til blóðugra átaka hefur oft komið milli Suður- og Norður-Jemens. Saleh forseti í Norður-Jemen verður einnig forseti landsins sameinaðs. Beidh úr suðri verður varafor- seti. Ég var mánuð í Norður Jemen fyrir 4-5 árum og mér sögðu margir að oftast hefði þetta komið til vegna yfirgangs og illsku kommúnískra valdhafa í Aden. Umræður enduðu jafnan á því að ég var fullvissuð um að alþýða manna í báðum löndunum liti svo á að Jemenar væru allir bræð- ur og ein þjóð hvar í landinu sem þeir byggju. Menn sögðust trúa því statt og stöðugt að sá dagur kæmi að ríkin yrðu eitt, annað fengi ekki staðist vegna sameiginlegrar arf- leifðar. Þó að stjórnvöld í Sanaa og Aden hafi reynt eftir megni að hindra flutninga milli landshlutanna hafa þeir alltaf verið töluverðir. Meðan hinir grimmu imamir réðu í norðri flúðu menn unnvörpum til suðurhlut- ans. Eftir að marxistastjórn tók við Sanaa verður höfuðborg sameinaðs Jemens. Aden í suðrinu. Borgarstræti og umhverfí er fallegt en arabískt yfir- bragð hefur Aden ekki. í Aden flýðu margir Suður-Jemenar norður og sömuleiðis fóru ýmsir þeir til fyrri heimkynna sem höfðu skelfst grimmd imamsins í Sanaa. Einnig fór fólk með leynd á milli til að vitja ættingja og fjölskyldna sem það hafði orðið viðskila við. Suður-Jemen hefur um árabil ver- ið eina raunverulega fylgiland Sov- étríkjanna í arabaheiminum og marxistastjórnin sem var við völd í Aden, höfuðborg landsins, hefur haldið kverkataki á þjóðinni. Fram- farir hafa verið þar hægar, landið hefur verið nánast lokað útlending- um að undanskildum þeim sem hafa verið við sérstök verkefni á vegum stórfyrirtækja, svo sem við bygging- arframkvæmdir og eitthvað varðandi kennslu í fiskveiðum. Miklum erfið- leikum hefur verið bundið fyrir ferða- menn í Norður-Jemen að fá leyfi til að fara til suðurhlutans. Þó hefur það verið opinber stefna ríkisstjóma Jemenríkjanna um árabil að samein- ast og viðræður hafa verið í gangi alltaf öðru hveiju þó að árangur hafí ekki orðið markverður lengi vel. Stundum hefur slitnað upp úr þeim viðræðum með brauki og bramli og í Norður-Jemen heyrði ég hvíslað um að Saudar ættu þar oft beina eða óbeina sök. Þeir sæju sér hag í að ástandið breyttist ekki og hefðu beyg af sameinuðu Jemen. Saudar hafa lýst stuðningi við sam- eininguna nú en margir Jemenar tortryggja orð þeirra. Það sem réð úrslitum að skriður komst á sameiningarmálin var vitan- lega þróun mála í ríkjum Austur-Evr- ópu, þar sem kommúnistastjórnir hafa verið að falla hver um aðra þvera.Ýmislegt bendir til að stjómin í Aden virðist að sumu leyti hafa gripið tækifærið tveim höndum. Hreinsað var til í röðum háttsettra ráðamanna og að því búnu var efnt til funda forseta landanna og að löngum og ströngum fundum loknum var 30,nóvember ákveðinn som hinn formlegi sameiningardagur og þang- að til yrði unnið af kappj að að koma öllu í rétt horf svo að sameiningin væri ekki gerð af fljótfæmi og til- finningahita. Jemenríkin eru þau fátækustu á skaganum. Verulegar líkur eru á að olíuvinnsla sem er að komast á skrið í norðurhlutanum muni verða til að bæta hag landsins sameinaðs. Síð- ustu áratugi hafa aðaltekjur Norður- Jemens komið frá Jemenum sem vinna utan lands og senda laun sín heim og Saudar hafa einnig mokað fjármunum til norðurhlutans. Nánast ekkert hefur verið framleitt í landinu, kaffirækt sem rekur upphaf til borgarinnar Mokha við strönd Rauðahafsins er aflögð, nokkur land- búnaðarframleiðsla er fyrir innan- landsmarkað og fiskveiðar í Ho- deidah en að þessu töldu er fram- leiðslan lítil sem engin. Olía er nú unnin í landinu en unnið var að rann- sóknum lengi og fór hún leynt því ráðamenn töldu óráðlegt að vekja vonir með mönnum fyrr en í ljós kæmi hvort þarna væri umtalsverð .auðlind. Stjórnvöld óttuðust að Jem- enar erlendis mundu flykkjast heim á ný, löngu áður en það væri tíma- bært. Jemen verður aldrei olíuríki í sama mæli og Kuwait og Saudi- Arabía en í norðurhlutanum eru nú unnin 200 þúsund olíuföt á dag en langtum minna í suðri eða milli 10 og 12 þúsund. Norður-Jemen er einn- ig að öðru leyti auðugra land en suðurhlutinn. Þar er víða akuryrkju- land og gróður og almennir landkost- ir meiri og fjölskrúðugri en annars staðar í Arabíu. Með aðstoð erlendis frá má þó gera ráð fyrir að stórauka fiskveiðar í Indlandshafi. Eftir byltinguna í Norður-Jemen 1962 þegar ætt imamsins grimma var loks steypt tók Jemen að þoka sér til nútímans eftir að hafa verið lokað umheimi í aldir. Þjóðfélagið var frumstætt og vanþróað en þar hafa orðið ýmsar framfarir til betra mannlífs og meðal annars reynt að skipuleggja heilsugæslu, ýta undir menntun og bæta samgöngur. Sanaa er með elstu borgum ver- aldar og fyrir nokkrum árum tók UNESCO að sér að gera við og end- urbæta margar fornar byggingar, einkum í eldri hluta borgarinnar sem eru illa farnar en þykja sérstaklega fagrar. Sanaa er einhver sérstæðasta og myndrænasta borg sem ég hef nokkru sinni heimsótt. Þar hefur verið gætt gamalla hefða í bygging- arlist, engin háhýsi sem tekur að nefna og öll hús reist í gömlum stfl. Þau eru byggð úr grófum ljósum múrsteini, gluggar litlir og útflúr við glugga og þök. Sanaa er gerólík öll- um borgum í arabalöndum sem ég hef komið í, mætti helst segja að hún og gamla borgin í Jerúsalem, innan múranna, ættu sameiginleg byggingareinkenni. Þó þykir mér Sanaa fallegri en hún er einnig langt- um hrörlegri. Skipting Jemenríkjanna varð er Bretar og ráðamenn Ottóman-veldis- ins gerðu með sér samning á 19. öld. Tyrkir kröfðust yfirráða yfir öll- um Arabíuskaganum en Bretar sem höfðu mikla þörf fyrir góða höfn á sjóleiðinni milli Egyptalands og Ind- lands settu það skilyrði að þeir réðu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.