Morgunblaðið - 29.07.1990, Qupperneq 16
ÞEGAR ÞETTA er ritað sit ég í nýtískulegum
skrifstofustól og slæ textann inn á tölvu.
Lyklaborðið er á skrifborði, sem er fremur
hátt, en stóllinn kemst ekki hærra en hann er
stilltur nú. Skjárinn er í 32 cm fjarlægð frá
mér. Það er fremur hlýtt í veðri og loftið er
þungt.
Hér er ekki loftræsting og ég get ekki
opnað gluggann, því þá fýkur skjalasafnið út
í veður og vind.
Menn hugsa kannski ekki oft um
skrifstofuhúsnæði sem heiluspillandi, en sem
ég rita þetta tek ég samt áhættu. Ég sit vitlaust
í stólnum og reyni þannig meira á bakið en
mér er hollt. Vegna þess hvaó lyklaborðið er
hátt en stóllinn lágur þarf ég að vera með
handleggina kreppta og eyk þannig líkur á
vöðvabólgu í öxlum og úlnliðum. Loftleysið
veldur aðallega pirringi en gæti valdið mér
óþægindum í öndunarfærum og jafnvel ýtt
undir ofnæmi. Að síðustu er meira en
hugsanlegt að skjárinn auki líkurnar á því aó
ég fái hvítblæði eða heilakrabba. Ég get þó
þakkað fyrir kynferði mitt — vanfær kona
gæti orðió fyrir fósturskaða eða fósturláti.
Kannski maður fái sér vinnu í
kjarnorkuveri. Þar eru mun minni líkur á
atvinnusjúkdómum.
■a lestir telja íslensku
þjóðina vafalaust
afskaplega heil-
brigða og geta með-
al annars vísað til
B™™*® þess að hvergi ná
menn hærri aldri en
I hér. Hér deyr enginn úr
| hor og hörgulsjúkdómar
| eru óþekktir. Oryggi á
I vinnustöðum er víðast hvar
1 viðunandi og vinnuslys
| fremur fátíð. Hluta þess
I má reyndar rekja til þess
I hversu lítill hluti vinnu-
I færra manna er nú í erfíð-
I isvinnu, en þeim mun fleiri
I sestir í öryggi skrifstof-
1 unnar. Eða er hún svo ör-
1 ugg? Það mun fátítt að
I menn verði fyrir meirihátt-
I ar skakkaföllum á kont-
f§ órnum — missi fingur í rit-
| vélarfalsjnum eða því um
1 líkt — en samt fjölgar
i kvörtunum skrifstofu-
1 starfsmanna ár frá ári,
1 þrátt fyrir að fæstir leggist
I í bælið vegna óþæginda,
1 sem rakin eru til heilsu-
i spillandi umhverfis. Æ
| meir er kvartað undan
g kvillum eins og vöðva-
| bólgu, sinaskeiðabólgu,
stöðugri hæsi og fleiru og
I fleiru. Við nánari athugun
jj kemur í ljós að venjulegt
Í skrifstofuhúsnæði getur
verið mun hættulegra en
íj margur hygði.
Á sama tíma og lækn-
ingar finnast við æ fleiri alvarlegum
sjúkdómum, fjölgar „veigaminni"
tilfellum. Fólk virðist næmara fyrir
kvefí og „almennum slappleika" en
fyrr. Aðrir vekja athygli á að heil
kynslóð kvenna hafí komið inn á
vinnumarkaðinn þegar velgengni
Viðreisnarstjórnarinnar skilaði sé
m.a. í aukinni skrifstofuvinnu, en
einhæfni skrifstofustarfa hafi skilað
sér í vöðvabólgu, bakveiki og öðru
álíka. Nuddarar taka undir þetta og
segja fæsta viðskiptavini sína vera
í erfiðisvinnu.
Aðrir benda á, að nú séu „reyk-
lausu kynslóðirnar" að hverfa af
vinnumarkaðnum (og jafnvel til
feðra sinna) og því hækki hlutfall
reykingafólks, sem aftur er hættara
við öllum tegundum krankleika en
þeim, sem ekki reykja.
En kynnu ekki að vera fleiri
ástæður fyrir hrakandi heilsu?
Hugum að eftirfarandi:
■ Rannsóknir benda til þess að
tölvuskjáir kunni að vera mun hætt-
ulegri en fram að þessu hefur verið
talið.
■ Algeng efni í málningu og hús-
búnaði geta valdið ofnæmi.
■ Loftræstibúnaður skrifstofuhús-
næðis getur hæglega reynst gróðr-
arstía sýkla.
■ Þrátt fyrir að framleiðsla skrif-
stofuhúsgagna sé orðinn sérstakur
iðnaður er röng seta við vinnuna enn
ótrúlega algeng.
■ Skrifstofufólks hérlendis þjáist
æ meir af vöðvabólgu og hafa
nuddarar og vöðvahnykkjar ekki
undan.
Það er algengt viðkvæði þegar
rætt er um varasöm efni, að þau
geti ekki verið svo hættuleg fyrst
„þeir“ (þá yfirleitt átt við vísinda-
menn eða hið opinbera) hafi ekki
varað við þeim.
Blý, kvikasilfur, asbest, radíum,
kolaryk, beryllíum, benzól, DDT,
PCB, og díoxín.
011 ofangreind efni eiga það sam-
eiginlegt að vera hættuleg heilsu
manna — bæði framleiðenda og
neytenda. Þau eiga það jafnframt
sameiginlegt að yfirvöld jafnt sem
atvinnurekendur sýndu ótrúlega
værukærð gagnvart þeim og í sum-
um tilvikum höfðu hundruð þúsunda
fallið — jafnvel í aidaraðir — af
völdum þeirra áður en nokkuð var
að gert. Hin sorglega staðreynd er
nefnilega sú, að hið opinbera hefur
ekki staðið sig neitt frábærlega í
neytendavernd.
Grímur Sæmundsen hefur sér-
hæft sig í heilbrigðisþjónustu við
fyrirtæki og segir hann pott víða
vera brotinn í vinnuvemd á skrifstof-
um. „ Það er ótrúlega mikið um
ýmis heilbrigðisvandamál á vinnu-
stöðum þar sem ekki er ástæða til
þess að ætla að vinnuumhverfíð sé
eða eigi að vera heilsuspillandi. Að
mestu leyti má skipta þessum vanda
í tvennt. Annars vegar eru ýmis
vandamál, sem rakin eru til loftræst-
ingar, og hins vegar ýmsir kvillar
svo sem vöðvabólgur, bakverkir og
augnþreyta.“
Alltíhimnalagi
Grímur segir að mikil fákunnátta