Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 25 AUGLYSINGAR Álftanes - blaðberar Blaðbera vantar í Bjarnastaðavör, Hákotsvör o.fl. Upplýsingar í síma 652880. Kennarar Kennnara vantar að Heppuskóla Höfn. Aðal- kennslugrein. enska í 8.-10. bekk. Gott húsnæði og hlunnindi í boði. Upplýsing- ar í síma 97-81321. Skólastjóri. Bækur - ritföng Starfsmann vantar til afgreiðslu- og skrif- stofustarfa. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 10. ágúst nk. merktar: „I - 4142“. Atvinnuskáti Skátafélagið Kópar óskar eftir að ráða starfs- mann til þess að leysa ýmiss verkefni fyrir stjórn félagsins og aðstoða foringja við starf- ið. Til greina kemur að ráða í fullt starf eða hlutastarf. Umsækjendur þurfa að vera 20 ára eða eldri og hafa reynslu af skátaforingja- störfum. Ráðning er til 4ra mánaða til reynslu frá 15. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Guðjón Jónsson í síma 686688 á daginn og 43494 á kvöldin. Fjölbreytt starf Rösk manneskja óskast strax til ritara- og umsýslustarfa hjá fyrirtæki, sem fæst við útgáfustarfsemi og upplýsingamiðlun. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. sem fyrst merktar: „J - 4139“ ÉxS Tollstjórinn í Reykjavík auglýsir Hjá tollgæslunni í Reykjavík eru lausar til um- sóknar nokkrarstöðurtollvarða. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-30 ára og hafa stúd- entspróf eða sambærilega menntun. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 1990. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Frekari upplýsingar veitir aðaldeildarstjóri tollgæslunnar í Reykjavík í síma 600338. Umsóknum skal skila á eyðuböðum, sem fást á skrifstofu tollstjórans í Reykjavík, Tryggvagötu 19. Tollstjórinn íReykjavík, 15.júlí 1990. Ritari - fasteignasala Fasteignasala óskar eftir að ráða ritara tii starfa. Um er að ræða hálfsdagsstarf fyrst um sinn, en um heilsdagsstarf verður að ræða síðar meir. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um fyrri störf leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir fimmtudaginn 2. ágúst merktar: „B - 3190“. Kennari Grunnskólann á Hellissandi vantar yngri barnakennara í fulla stöðu. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 93-66766. „Au pair“- USA Stúlka óskast til Suður-Kaliforníu til að gæta tveggja barna, stelpu 2ja ára og stráks 31A> árs. Skilyrði að viðkomandi sé 18 ára. Upplýsingar gefur Sigga í síma 28563 eða 53366 frá kl. 8.00-16.00. Skólastjóra-kennara vantar við Grunnskóla Hríseyjar. Almenn kennsla. Upplýsingar í símum 96-61772, 61709 og 61737. Einnig eru gefnar upplýsingar á Fræðsluskrifstofu Norðurlands. Tölvunarfræðingur með Masters gráðu og mikla starfsreynslu óskar eftir starfi. Tilboð sendist auglýsngadeild Mbl merkt: „Tölv-1707“ fyrir 4. ágúst. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Hvammstanga óskar eftir hjúkr- unarfræðingi til starfa sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Gott húsnæði í boði. Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma 95-12329. Fóstra eða starfsmaður óskast að leikskólanum Kátakoti, Kjalarnesi, í 65% stöðu. Upplýsingar í síma 666035. Verkamenn óskast í múrviðgerðir. Upplýsingar veittar milli kl. 8-11 næst- komandi mánudag og þriðjudag. Verkhf., sími 686475. Byggingarþjónustan. Hallveigarstig 1. Framtíðarstarf Byggingaþjónustan, sem er upplýsingaþjón- usta á sviði húsnæðis- og byggingamála, óskar að ráða starfsmann til framtíðarstarfa. Um er að ræða fjölbreytt skrifstofu- og af- greiðslustörf. Við leitum að traustri manneskju með vélrit- unarkunnáttu, gott vald á íslensku máli og góða almenna þekkingu. Fyrirhugað er að ráða í fullt starf frá kl. 10.00-18.00 daglega, en þó kemur til greina 60-70% starf e.h. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir með nauðsynlegum upplýsingum sendist til Byggingaþjónustunnar, pósthölf 1191, 121 Reykjavík, fyrir 2. ágúst nk. Skrifstofustarf Stúlka óskast til starfa við gerð innflutnings- skjala, verðútreikninga og fleira. Nokkur kunnátta í meðferð tölvu nauðsynleg. Umsókn ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf leggist inn á auglýs- ingadeild Mbl. fyrir 2. ágúst merkt: „Skrifstofustarf-9186“. Sveitarstjóri Staða sveitarstjóra Þórshafnarhrepps er laus til umsóknar. Upplýsingar hjá sveitarstjóra í síma 96-81275 (hs. 96-81221) eða oddvita í síma 96-81111 (hs. 96-81139). Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 1990. Sveitarstjórinn á Þórshöfn. „Au-pair“- Frakkland Stúlka 17 til 18 ára óskast á smáeyju við Frakk- landsstrendur í nokkra mánuði til að líta með tveimur börnum (6 og 12 ára), ásamt smá húshjálp. Skrifleg umsókn sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 10. ágúst merkt: „A - 9181". Verkstjórar Verkstjóra vantar í frystingu við frystihús á Ólafsfirði. Einnig vantar verkstjóra í saltfisk- vinnslu. Nánari upplýsingar gefa Þorsteinn Ásgeirsson í síma 96-62268 og Gunnar Þór Magnússon í símum 96-62205 eða 96-62139. Kennarar Kennara vantar að Ketilsstaðaskóla í Mýr- dal. Spennandi starf fyrir þá, sem vilja nýta sér sérstöðu kennslu í dreifbýli. Nánari upplýsingar hjá skólastjóra, Kolbrúnu Hjörleifsdóttur, í símum 98-71286 og 91- 656252 og hjá skólanefndarformanni, Guð- mundi Elíassyni, í síma 98-71230. Staða deildarstjóra á röntgendeild Krabbameinsfélagsins er laus til umsóknar. Um er að ræða fuilt starf röntgentæknis og er umsóknarfrestur til 1. september nk. Umsóknir sendist til skrifstofustjóra leitar- sviðs, Rakelar Kristjánsdóttur, Krabbameins- félagi íslands, Skógarhlíð 8, Reykjavík. Sölu- og markaðsfulltrúar Skrifstofuvélar Sund hf. óska eftir að ráða fólk til starfa í söludeild við sölu- og markaðs- setningu á: ★ Ljósritunarvélum. ★ Hugbúnaði. ★ Rekstrarvörum. Um er að ræða sjálfstæð og krefjandi störf. Við leitum að duglegu og áreiðanlegu fólki með reynslu/þekkingu á sölustörfum. Upplýsingar ekki gefnar í síma, en umsókn- um skal skila til auglýsingadeildar Mbl. merktar „S-8375". t- SKRIFSTOFUVELAR sund hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.