Morgunblaðið - 29.07.1990, Síða 33

Morgunblaðið - 29.07.1990, Síða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ Millisvæðamótið í Manila: Jóhann fór of seint í ffang Skák Margeir Pétursson ÚRSLITIN á inillisvæðamótinu í skák í Manila urðu ekki sérlega óvænt, sigrinum deildu tveir stigahæstu keppendurnir, nýj- ustu sovézku stjörnurnar, Boris Gelfand og Vassily Ivanchuk. Það er nokkuð ljóst að næstu árin munu þeir verða írainarlega í baráttunni um heimsmejstara- titilinn. Árangri okkar Islend- inga í mótinu háðu rnjög hinar framandlegu aðstæður á Filipps- eyjum, sem okkur tókst aldrei fyllilega að aðlagast. Raunar má segja að stærstu mis- tök okkar hafi verið gerð hér heima, við ætluðum okkur ekki nægan tíma til aðlögunar og sá tími styttist enn er flugi okkar frá London til Hong Kong seinkaði um heilan dag. Við vorum því með síðustu keppendum sem mættu til leiks, en ef vel hefði átt að vera hefðum við þurft að mæta fyrstir. í upphafi fengum við báðir að gjalda fyrir þetta, Jóhann þó sýnu verr, því hann lagðist einn- ig í flensu og lá við að hann yrði að hætta keppni. Mér tókst að rétta úr kútnum og komast upp í miðjan hóp keppenda, en tapaði í sjöundu umferð fyrir Anand, sem þá var að heija för sína á toppinn. Eftir að hafa gert jafntefli saman í áttundu umferð vorum við báðir með aðeins þrjá og hálfan vinning. Þá var komið að mér að fá kveisu og ég tapaði tveimur ömurlegum skákum í röð, en hresstist nokkuð í lok mótsins og komst upp fyrir ýmsa kunna skákmenn sem urðu enn verr úti. Það gerðust hins veg- ar undur og stórmerki með Jóhann, hann komst í sinn rétta ham og vann hverja skákina á fætur ann- arri. Á meðal fórnarlamba hahs var Norðmaðurinn Agdestein, sem Jó- hann vann í annað skiptið í röð. Fyrir síðustu umferð átti hann jafn- vel fræðilegan möguleika á að kom- ast áfram, en þegar upp var staðið kom í ljós að sigur yfir Georgiev hefði aðeins dugað honum til að verða fyrsti varamaður í áskorenda- einvígjunum. Það er hins vegar ljóst að hefði Jóhann farið heldur fyrr í gang hefði hann nokkuð örugglega orðið í hópi ellefu efstu. Aðbúnaður keppenda var góður og þótt teflt væri í körfuboltahöll að viðstöddum fjölda áhorfenda vöndust aðstæðurnar þokkalega. Við Campomanes og skipuleggjend- ur mótsins er því ekki að sakast. Filippseyingar eru afskaplega gest- risnir og alúðlegir þrátt fyrir þá miklu erfiðleika sem þeir búa við og ógleymanleg reynsla að sækja þá heim. Úrslit mótsins: 1.-2. Gelfand og Ivanchuk (báðir Sovétríkjunum) 9 v. af 13 möguleg- um. 3.-4. Anand (Indlandi) og Short (Englandi) 8'A v. 5.-11. Sax (Ungveijalandi), Korc- hnoi (Sviss), Húbner (V- Þýzkal- andi), Nikolic (Júgóslavíu), Judasin, Dolmatov og Dreev (Sovétríkjun- um) 8 v. 12.-20. M. Gurevich (Sovétr.), Damljanovic (Júgóslavíu), Georgiev (Búlgaríu), Ljubojevic (Júgóslavíu), Ehlvest og Khalifman (Sovétr.), Seirawan (Bandaríkjunum), Shirov (Sovétr.) og Jóhann Hjartarson 7 'U v. 21.-28. DeFirmian (Bandar.), Rec- hlis (ísrael), Stohl (Tékkósl.), Ad- ams (Englandi), Dzindzindhashvili (Bandar.), Ftacnik (Tékkósl.) og Gulko (Bandar.) 7 v. 29.-39. Lautier (Frakklandi), Lputj- an (Sovétr.), Illescas (Spáni), Ivanovic (Júgóslavíu), Torre (Filippseyjum), Agdestein (Noregi), Indverjinn Anand kom mest á óvart í Manila. Marin (Rúmeníu), Tal (Sovétr.), Miles (Bandar.), Sunye Neto (Bras- ilíu) og A. Sokolov (Sovétr.) 6 'A v. 40.-47. Popovic og Cabrilo (Júgó- slavíu), Spraggett (Kanada), Zap- ata (Kólumbíu), Ye (Kína), Lobron (V-Þýzkalandi), Rachels (Bandar.) og Margeir Pétursson 6 v. 48.-53. Portisch (Ungverjalandi), Rogers (Ástralíu), Vaganjan (Sov- étr.), Kamsky (Bandar.), Lin (Kína) og Smyslov (Sovétr.) 5'A 54.-57. Chandler (Englandi), Mas- carinas (Filippseyjum), Arencibia (Kúbu), Van Riemsdijk (Brasilíu) 5 v. 58.-59. E1 Taher (Túnis) og Juares (Kólumbíu) 4 v. 60.-62. Piasetski (Kanada), Hmadi (Túnis) og Afifi (Egyptalandi) 3 'A v. Tveir hættu keppni eftir sjö um- ferðir vegna veikinda, Sovétmaður- inn Salov sem þá hafði hlotið 3 'A v. og Indveijinn Thipsay með 1 v. Skáklistin er upprunnin í Indl- andi. Indveijar eru næstfjölmenn- asta þjóð í heimi og að sögn mjög greindir að upplagi. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að vegur þeirra í skákinni fari vaxandi og hinn tvítugi Anand er geysilega mikið efni. Ilann varð heimsmeist- ari unglinga á Filippseyjum árið 1987 og bjó reyndar um tíma á eyjunum. Það má því segja að hann hafi verið á heimavelli í Manila. Hann er frægur fyrir að tefla mjög hratt og yfirleitt nægir honum að nota klukkutíma á alla skákina. í eftirfarandi skák úr næstsíðustu umferð gaf hann andstæðingi sínum engan frið eftir linkulega taflmennsku hans í byijuninni. Hvítl: Anand, Indlandi. Svart: M. Gurevich. Sovétr. Frönsk vörn I. e4 - e6 2. d4 - d5 3. e5 - c5 4. c3 - Rc6 5. Rf3 - Bd7 6. Be2 — Rge7 7. Ra3 — cxd4 8. cxd4 — Rf5 9. Rc2 - Rb4 Þetta bendir til þess að svartur sé mjög sáttur við jafntefli í skák- inni. Nú fara í hönd uppskipti á drottningum og tveimur léttum mönnum. Gallinn er sá að svartur skiptir upp á röngum biskupi, í frönsku vörninni er það hvítreita- biskupinn sem hann þarf að losna við. Nú fær hvítur fijálsa stöðu. 10. Rxb4 - Bxb4+ 11. Bd2 - Da5 12. a3 - Bxd2+ 13. Dxd2 - Dxd2+ 14. Kxd2 - K 15. Hacl - Re7 16. b4 - Kd8 17. Bd3 - Hc8 18. Hxc8h— Rxc8 19. g4 — h6 20. Rh4 - Re7 21. f4 - a6? Nú ætlar svartur að leysa vanda- mál hvítreitabiskupsins, en það er of tímafrekt og frumkvæði hvíts á kóngsvæng fær byr undir báða vængi. Anand nýtir sér það mjög glæsilega, endataflið er mjög lipur- lega teflt af hans hálfu, hver þru- man rekur aðra. Hér var rétti tíminn til að leika 21. — fxe5 22. dxe5 — g5 23. fxg5 — hxg5 24. Rf3 — Hg8, þótt möguleikar hvíts séu eitthvað betri. Svartur má hins vegar ekki leyfa sér að leika 22. — Hf8 23. f5! - exf5 24. gxf5 - " Bxf5 25. Bxf5 - Rxf5 26. Hfl - g6 27. Rxg6 — Hg8 28. Rf4, sem er mjög óþægilegt fyrir hann. 22. HD - Bb5 23. 15! - h5 Svartur hefur líklega treyst á að þessi leikur myndi bjarga málum á kóngsvængnum, en nú kemur mjög öflug flétta: 24. Rg6! — Rxg6 25. exl6! — gxf6 26. fxg6 - Ke7 27. g5! - f5 28. Bxb5 - axb5 29. Hcl! - Kd6 30. Ke3 - Hg8? Síðasta von svarts var fólgin í 30. — e5, þótt hvítur ætti að vinna eftir 31. Hc5 - f4+ 32. Kf3 - Ha8 33. gl - Hxa3+ 34. Kg2 - Ha2+ 35. Kh3 — Ha8 36. Hxb5 og hvítur fær frípeð á b-línunni 31. Kf4 - b6 32. Hc3 - Hxg6 33. Hh3 - Kg8 34. Hxh5 - Hc8 * 35. g6 - Hc4 36. Hg5 - Hxd4+ 37. Ke3—He4+ 38. Kf2 og svartur gafst upp. Þessi ósigur hafði mjög slæm áhrif á Gurevich sem tapaði mjög illa í síðustu umferðinni fyrir Short og verður að bíta í það súra epli að vera fyrsti varamaður í áskor- endakeppninni. GRATT GAMAIM EINS og áður hefur verið vikið hér að var það til skamms tíma eitt helsta dundur austur-þýskra borgara að segja gamansögur afhinum ástkæra leiðtoga Erich Honecker. Sú iðja hefur nú að mestu lagst niður. Það kemur þó ekki að sök. Eftir því sem blaða- menn og rannsóknarnefndir austur- og vestur-þýskra stjórnvalda kafa dýpra ofan í hvernig ástandið var í raun undir forystu Honec- kers kemur svo margt furðulegt í ljós að það jafiiast á við bestu gamansögur. Frá Síeingrími Sigurgeirssyni í TRIEI annig hefur verið upplýst að í öllum útibúum hinnar ill- ræmdu leynilögreglu (Stasi) — sem voru æði mörg — voru menn ávallt til reiðu ef svo myndi vilja til að hinn ástkæri leiðtogi liti inn í skyndiheimsókn. Voru í hveiju umdæmi til staðar lúxuslímósínur inní bílskúr til að Honecker gæti ferðast um á þægilegan hátt. Leiðtoginn virðist hins vegar ekki hafa verið mikið á ferðinni því að flestar þessar límósínur stóðu ónotaðar árum saman. Willi Stoph, fyrrum forsætis- ráðherra Austur-Þýskalands, var stoltur eigandi dýpsta einka- brunns landsins. Á hálfsmánaðar fresti lét hann fara fram rann- sóknir á vatninu í brunninum (sem var við glæsivillu forsætisráðher- rans). Var Stoph mjög í mun að vatn það sem hann lagði sér til munns væri hreint og tært og án nokkurra aðskotaefna sem gætu stefnt heilsu hans í voða. Þannig var brunnurinn dýpkaður í hvert skipti sem í vatninu fannst t.d. nítrat eða leifar af skordýraeitri. Reikningurinn var sendur til Stasi-ráðuneytisins. Eftir því sem á leið reyndist það austur-þýskum stjórnvöldum æ erfiðara verkefni að fá þegna sína til að hylla leiðtoga landsins er þeir komu fram opinberlega. Það var þó fljótlega fundin lausn á því vandamáli. Kona ein hefur nú viðurkennt að hafa verið á launum við það að fagna Erich Honecker í hvert skipti sem hann kom fram. Hafði hún bifreið til ráðstöfunar (og bílstjóra) sem ók henni á milli fundarstaða. Þegar Honecker hafði lokið máli sínu á einum fundi þurfti konan að flýta sér á næsta stað til þess að vera þar til reiðu (ávallt í gervi „vérka- konu“) þegar leiðtoginn kæmi. Eitt eftirsóttasta verkefni starfsmanna Stasi var að hafa umsjón með þeim matvælum sem seld voru í hverfum æðri manna Austur-Þýskalands. Forystusveit landsins vildi ekkert slor og voru í þeirra verslunum því nánast ein- vörðungu vestræn matvæli á boð- stólum. Forystusveitin var hins vegar einnig vör um sig og þurftu því starfsmenn Stasi ávallt að „rannsaka" hluta af matvæla- sendingunum sem yfirmenn Kommúnistaflokksins áttu að nærast á. Hefur nú komið í ljós að einungis lítill hluti þeirra mat- væla, sem fara áttu til rannsókn- anna, var í raun rannsakaður. Stærsti hlutinn endaði á matar- borðum fjölskyldna Stasi-manna. w w il i Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.