Morgunblaðið - 29.07.1990, Síða 40
MILULANDAFLUC
Opnum kl.8:00 alla daga
FLUGLEIDIR
FORGANGSPOSTUR
UPPL YSINGASIMI 63 71 90
MORGUNBLAÐip, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJA VlK
TELEX 2127, PÓSTFAX 601811, POSTHÓLF 1655 / AKUREYIll: HAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 29. JULI
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
Útsvar:
Reykvíkingar fá
endurgreiðslu
um mánaðamót
Utsvarsgreiðendur munu nú um mánaðamótin flestir hverjir fá
annaðhvort endurgreiðslu vegna ofgreiðslu á útsvari eða tilkynningu
um eftirstöðvar sem verði að greiða. Astæðan fyrir þessu er sú að
af hálfu Gjaldheimtunnar er innheimt ein útsvarsprósenta, 6,94%,
yfír allt landið en sveitarfélög geta hins vegar ákveðið útsvarspró-
sentu sem er hærri eða lægri, þó hæst 7,5%.
Jstærsta sveitarfélagi landsins,
Reykjavík, er útsvarsprósentan
6,7% og verður því mismunurinn
0,24%, endurgreiddur um mánaða-
mótin. Má taka sem dæmi að launa-
maður í Reykjavík sem hafði eina
milljón króna í árstekjur gi’eiddi af
þeim 69.400 krónur í útsvar en á
BHMR:
.Samninga-
neftidin
hittist í dag
Samninganefhd BHMR verður
væntanlega kölluð saman í dag
til að Qalla um tilboð ríkisstjórn-
arinnar um breytingu á kjara-
samningi, að sögn Birgis Björns
Sigurjónssonar, framkvæmda-
stjóra samtakanna.
Fjármálaráðherra lagði tilboðið
fram á föstudag, og gaf frest
til 31. júlí til að fullreyna hvort
•íamningar næðust. Birgir Björn
Sigutjónsson framkvæmdastjóri
BHMR sagði að ef nú stæðu yfir
samningaviðræður, væri það skyida
BHMR að leggja fram gagntilboð.
Hins vegar væri þetta sérstætt
samningsumhverfi, þar sem við-
semjandinn hótaði bráðabirgðalög-
um.
einungis að greiða 67.000. Hann
fær því mismuninn, 2.400 krónur,
endurgreiddan nú um mánaðamót-
in.
Utsvarsgreiðandi með sömu tekj-
ur á Akureyri, þar sem útsvar er
7,2%, verður hins vegar að greiða
sveitarfélaginu mismuninn á
69.400 og 72.000 krónum. Þessi
mismunur, 2.600 krónur, dreifist
niður á fimm gjalddaga eins og
aðrar eftirstöðvar.
Sem dæmi af öðrum sveitarfélög-
um má nefna að útsvar í Kópavogi
er 6,7%, Seltjarnarnesi 7%,
Garðabæ 7%, Hafnarfirði 6,7%,
Mosfellsbæ 7%, Akranesi 7,2%,
ísafirði 6,7%, Siglufirði 7,5%, Sauð-
árkróki 7,5%, Húsavík 7,5%, Nes-
kaupstað 7,5%, Egilsstöðum 7,5%,
Selfossi 7,1% og Vestmannaeyjum
6,7%.
Morgunblaðið/RAX
Við flotbryggjuna
Sölusamtök lagmetis:
Kavíarúlflulningiir
hefúr aukist um 60%
SÖLUSAMTÖK lagmetis seldu
lagmeti fyrir 526 milljónir króna
fyrstu sex mánuðina í ár, eða
9,1% hærra heildarverð en á
sama tíma í fyrra. Sölusamtökin
seldu hins vegar svipað heildar-
magn fyrri helming þessa árs og
á sama tíma í fyrra, að sögn
Aður óþekktur vörupening-
ur finnst í Kaupmannahöfii
Frá Sindra Freyssyni, Kaupniannahöfn.
AÐUR óþekktur íslenskur
vörupeningur hefur fundist í
Kaupmannahöfn. Danskur
safnari, Jerry Meyer, rakst á
peninginn í myntverslun og bar
kennsl á hann sem einstæðan
og áður óþekktan kjörgrip í
íslenskri myntsögu. Þetta er 50
aura peningur, sem verslun N.
Christian Grams á Þingeyri gaf
út árið 1902. Peningurinn er í
þokkalegu ástandi en virðist
hafa verið notaður mikið.
*
Omögulegt er að geta sér til
um verðgildi peningsins, en
vörupeningar voru einkagjaldmið-
ill á ofanverðri 19. öld og eru
afar fágætir í dag, þó má hafa
til hliðsjónar að tíu eyringur úr
sömu seríu og fimmtíu eyringur-
inn sem nú fannst, var seldur hjá
dönsku uppboðsfyrírtæki fyrir
tæpum tíu árum á tíu þúsund
danskar krónur, en það verð má
tvöfalda á núgildandi verðlagi.
Peningurinn sem er fimmtíu
eyringur var sleginn skömmu áður
en vörupeningar voru bannaðir á
Islandi, en notkun þeirra þótti
bijóta í bága við þáverandi efna-
hagskerfi. Vitað var um sláttu
verslunar Grams á tíu eyringi og
tuttugu og fimm eyringi og talið
líklegt að krónupeningur og
tveggja krónu peningur hafi verið
slegnir, þó slíkir hafi ekki komið
í dagsljósið.
En um tilvist fimmtíu eyrings-
ins var ekkert vitað og hefur fund-
ur þessi því bæði sögulegt gildi
og minjalegt. Fundurinn glæðir
einnig vonir manna um að fleiri
glataðir dýrgripir íslendinga geti
fundist.
Sjá bls. 32 A: Ekki einstakur
í sinni röð, einungis einstak-
ur.
Garðars Sverrissonar fram-
kvæmdastjóra samtakanna. „Út-
flutningur á kavíar hefúr hins
vegar aukist um 60% á milli þess-
ara tímabila en útflutningur á
rækju hefúr heldur minnkað,"
sagði Garðar.
Garðar Sverr-
isson sagði
að rækja væri
um 40% af út-
flutningi Sölu-
samtaka lagmet-
is, kavíar um
20%, ýmsar síldarafurðir um 35%
og lifur 4%. Langmest af rækjunni
væri selt til Þýskalands en kavíar-
inn fyrst og fremst til Frakklands
og síldarafurðirnar aðallega til Sov-
étríkjanna og Bandaríkjanna.
Garðar sagði að Sölusamtökin
hefðu selt mjög svipað hlutfall á
hvern markað fyrir sig á þessu ári
og á fyrri hluta síðastliðins árs.
„Þýskaland hefur þó komið heldur
sterkara út en í fyrra. Nokkur
þeirra þýsku fyrirtækja, sem
hættu að skipt.a við okkur vegna
livalveiðanna, hafa keypt vörur af
okkur í ár, til dæmis Aldi norður
en við áætlum að selja því fyrirtæki
vörur fyrir um 240 milljónir króna
í ár. Við höfum hins vegar ekki náð
aftur viðskiptum við Aldi suður,
sem var stærsti viðskiptavinur okk-
ar í Þýskalandi og keypti vörur af
okkur fyrir rúmar 300 milljónir
krónaá ári á núvirði," sagði Garðar.
Búrfell:
Hjálparfell
skýlir hest-
húsinu
Selfossi.
SKAMMT ofan við Hjálparfoss í
Þjórsárdal hafa verið settir upp
moldarhólar til að koma í veg fyr-
ir að nýtt hesthús sjáist af pallin-
um þar seni bílum er lagt við
Hjálparfoss.
Það er ekki svo að hesthúsið sé
neitt feimnismál heldur þótti
skemma myndina af Hjálparfossi að
sæist glitta í hesthúsið milli hraun-
hólanna en Náttúruverndarráð gerði
á sínum tíma athugasemdir vegna
þessa. Strax á hæðinni fyrir ofan
fossinn blasir þetta glæsilega hest-
hús við.
Landsvirkjun- byggir hesthúsið
sem ætlað er starfsmönnum við Búr-
fell. Um leið og krafan kom fram
um að hólarnir yrðu settir upp og
þeir urðu að veruleika voru starfs-
menn við Búrfell ekki seinir á sér
að finna nafn á þá og nefndu Hjálpar-
fell.
Sig. Jóns.
Unnið að lestun Saltnessins í
Sundahöíh á fostudag.
Saltnesið til Ástralíu:
Siglir fyr-
ir Góðrar-
vonarhöfða
KAUPSKIPIÐ Saltnes, sem er í
eigu Nesskipa, er nú að leggja
upp í langferð. Skipið mun meðal
annars sigla fyrst íslenskra kaup-
skipa fyrir Góðrarvonarhöfða,
syðsta odda Afríku, á leið sinni
til Astralíu.
Skipið flytur fyrst vikur tii Nor-
egs, en þar verður það hlaðið
efni sem nefnist Nepheline, og er
meðal annars notað til postulíns-
framleiðslu. Frá Noregi siglir Salt-
nesið sem leið liggur fyrir Afríku,
með viðkomu í Las Palmas á Kan-
aríeyjum, síðan beint í austur, og
mun í lok september eða upphafi
október ná áfangastað sem er borg-
in Adelaide á suðurströnd Astralíu.
Már Gunnarsson flutningastjóri
Nesskip sagði í samtali við Morgun-
blaðið að álitamál hefði verið hvort
sigla skyldi gegnum Súes-skurðinn
eða fyrir Afríku. „Leiðin fyrir Afríku
er um 80 sjómílum lengri, en á
móti koma há siglingagjöld í Súes,“
sagði Már. Ferðina fer Saltnes í
umboði fyrirtækisins Elkem.