Morgunblaðið - 04.08.1990, Side 1
48 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
175. tbl. 78. árg.
LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1990
Prentsmiðja Mprgunblaðsins
Alþýskum
kosningum
verði flýtt
Austur-Berlín. Reuter.
LOTHAR de Maiziere, forsætis-.
ráðherra Austur-Þýskalands, til-
kynnti í gær þá ósk sína að sam-
eining þýsku ríkjanna og sameig-
inlegar kosningar yrðu í október,
tveimur mánuðum fyrr en fyrir-
hugað hafði verið. Þetta yrði
gert til að koma í veg fyrir al-
gjört efnahagslegt hrun í
Austur-Þýskalandi. Helmut Kohl,
kanslari Vestur-Þýskalands, lýsti
í gær yfir stuðningi við tillögu
de Maizieres.
Austur-þýskir jafnaðarmenn,
sem mynda samsteypustjórn með
kristilegum demókrötum í Austur-
Þýskalandi, sögðu að ekki hefði
verið haft samráð við þá og Sovét-
menn bentu á að hugmyndin um
að flýta kosningnum truflaði sam-
einingaráætlanir því sameining
gæti ekki orðið fyrr en eftir að ráð-
stefna um öryggi og samvinnu í
Evrópu (RÖSE) hefði verið haldin
í nóvember. Fyrirhugað er að þar
verði ákveðið endanlega hvernig
ijórveldin, Sovétríkin, Bretland,
Frakkland og Bandaríkin, skili af
sér fullveldi V-Þýskalands.
De Maiziere sagði að kosningarn-
ar ættu að fara fram 14. október,
sama dag og kosningar til að endur-
vekja fimm austur-þýsk sambands-
ríki verða haldnar. Jafnaðarmenn
eru mótfallnir því að flýta sameip-
ingu en það myndi hins vegar koma
sér vel fyrir kristilega demókrata,
sem leiða ríkisstjórnina í Bonn,
vegna þess að því lengur sem sam-
einingin dregst því verri verður
efnahagur Austur-Þjóðvetja og
kostnaður vestur-þýskra skatt-
greiðenda við sameininguna kemur
betur í ljós. Við þessu hefur Oskar
Lafontaine, formaður flokks jafnað-
armanna í Vestur-Þýskalandi og
helsti keppinautur Kohls um kansl-
araembættið, ítrekað varað.
Gro Harlem
Brundtland:
Engin áform
um embætti
aðalritara SÞ
Ósló. Frá Hclge Sörensen, fréttaritara
Morgunblaðsins.
GRO Harlem Brundtland, leið-
togi Verkamannaflokksins og
fyrrum forsætisráðherra Nor-
egs, segir í samtali við Arbeider-
bladet ekkert hæft í háværum
orðrómi um að hún sækist eftir
að verða næsti aðalritari Samein-
uðu þjóðanna.
Embætti aðalritara Sameinuðu
þjóðanna losnar eftir eitt og hálft
ár. Eru vangaveltur þegar hafnar
um eftirmann Perez de Cuellars.
Þykir mörgum að Gro Harlem
Brundtland komi til álita í embætt-
ið og spilli ekki fyrir henni, að hún
sé kona og hafi auk þess.látið að
sér kveða í umhverfismálum á al-
þjóðavettvangi.
Baker og Shevardnadze fordæma írak í sögulegri yfírlýsingu:
• • •
æ? ■rv-ir-. f a •'•*'***
v- ■ -• “ •'
•••■ . "■v'k'V " >-■ >«**<** ••
t
W íí. /17
1 1 *
■ i,
m
V. ,V
SHw
1
Undir Langjökli
Morgunblaðið/Einar Falur
Irakar segjast ætla að kalla
herlið sitt heim frá Kúvæt
Útiloka þó að kúvæska furstaflölskyldan komist aftur til valda
Washington. New York. Moskvu. Nikósíu. Reuter.
STJÓRNVÖLD í írak tilkynntu í gærkvöldi að íraski herinn
yrði kallaður heim á morgun, sunnudag, „nema eitthvað ger-
ist sem ógni öryggi Kúvæt og íraks“. Talsmaður íraskra
stjórnvalda útilokaði hins végar að furstafjölskyldan kæmist
aftur til valda í Kúvæt. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna sendu í gær frá sér sameiginlega yfírlýs-
ingu þar sem innrás íraka í Kúvæt er fordæmd og öll ríki
heims hvött til þess að stöðva vopnaflutninga til íraks. Enn-
fremur er skorað á íraka að draga herlið sitt þegar í stað
burt úr Kúvæt. Boðað hefur verið til leiðtogafundar nokk-
urra arabaríkja í Jedda í Saudi-Arabíu á morgun. Saddam
Hussein, forseti íraks, ætlar að sitja fundinn en aðstoðarmað-
ur furstans af Kúvæt segir útilokað að furstinn hitti Hussein
fyrr en íraski herinn sé farinn heim.
Sameiginleg áskorun sú sem
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, og Edúard She-
vardnadze, sovéskur starfsbróðir
hans, samþykktu í gær í Moskvu
er einstæð í samskiptum ríkjanna.
Risaveldin tóku þar höndum saman
og skoruðu á heimsbyggðina að
stöðva vopnasölu til íraks. Það kom
fram í máli Shevardnadze að Irak-
ar hefðu fullvissað Sovétmenn um
að þeir myndu kalla herlið sitt heim
frá Kúvæt innan skamms.
George Bush Bandaríkjaforseti,
sem fordæmt hefur innrásina í
Kúvæt, sagði í gær að það væri
óþolandi ef írakar réðust inn í fleiri
lönd. Bush átti í gær langt samtal
símleiðis við Fahd konúng Saudi-
Arabíu. Að því loknu sagðist forset-
inn vilja veita Saudi-Aröbum „alla
hugsanlega aðstoð“ sem þeir færu
fram á. Bæði BretarogBandaríkja-
menn hafa tilkynnt að sendur verði
liðsauki til flota þeirra á Persaflóa.
Mohamet al-Mashat, sendiherra
íraks í Bandaríkjunum, sagði það
fjarstæðu í gær að ríki sitt ætlaði
að ráðast á Saudi-Arabíu í fram-
haldi af innrásinni í Kúvæt. Hann
mótmælti einnig fréttum um lið-
safnað íraka við landamæri Saudi-
Reuter
Kona frá Kúvæt, búsett í Lon-
don, heidur grátandi á mynd af
forsætisráðherra landsins,
Slieikh Saad al-Abdullah al
Sabah. Talið er að hann sé enn
í Kúvæt og haldi uppi andófi
gegn hernámsliðinu.
Arabíu. Gei-vihnattamyndir banda-
ríska varnarmálaráðuneytisins
sýna að íraskir hermenn eru í 8-15
km fjarlægð frá landamærunum.
Rætt hefur verið um að vestræn
ríki fari fram á það við Tyrki og
Saudi-Araba að þeir stöðvi flutning
íraskrar olíu um lönd sín. Eins eru
miklar bollaleggingar innan Sam-
einuðu þjóðanna um víðtækar efna-
hagsþvinganir í garð Iraka ef þeir
draga lið sitt ekki frá Kúvæt. 14
ríki af 21 í Arababandalaginu hafa
samþykkt ályktun þar sem skorað
er á Iraka að kalla lið sitt heim.
Innrásin hafði þau áhrif að olía
hækkaði mikið í verði og hefur hún
ekki verið dýrari í fjögur ár. í gær
seldist fatið af norðursjávarolíu á
tæpa 26 dali í New York.
Síðdegis í gær bárust þær frétt-
ir frá Kúvæt að einhverjir úr fursta-
íjölskyldunni stæðu fyrir andófi
gegn innrásarhernum. Að sögn
mannréttindasamtakanna Am-
nesty International notar Hussein
Íraksforseti tækifærið nú þegar
hann hefur herlið í Kúvæt til að
jafna um pólitíska andstæðinga
sína sem þangað hafa flúið. Ekkert
hefur enn heyrst um hverjir sitja í
leppstjórn íraka í Kúvæt. Ennfrem-
ur hafa menn velt fyrir sér afdrifum
14 Bandaríkjamanna sem ekkert
hefur spurst til eftir innrásina en
þeir unnu hjá olíufyrirtæki í Kúvæt-
borg.
Sjá fréttir á bis. 21.