Morgunblaðið - 04.08.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.08.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. AGUST 1990 3 Humartrollið bætt Morgunblaoiö/li(j Við humarveiðar er álag á trollið oftast meira en á öðrum veiðum og því margar „kríulappirnar“, sem þarf að taka ásamt meiri viðgerðum. Hornfirðingar eru þekktir fyrir humarveiðarnar og er sjón sem þessi því algeng þar meðan á vertíð stendur. „Steinn Steinarr sagði einu sinni að við lifðum á erfiðum tímum. Núna held ég megi segja að við lifum á ótrúlegum tímum,“ sagði Hannes Hólmsteinn Gissurarson, lektor í stjórnmálafræðum við Há- skóla íslands, í samtali við Morgunblaðið. Hann er á leið til Miinchen- ar og Moskvu þar sem hann mun halda fyrirlestra um framtíð Austur-Evrópu.„Eg hefði haldið að það væri eins líklegt að ég héldi fyrirlestur í Moskvu og Drakúla greifi yrði bankasljóri Blóðbank- ans,“ bætti Hannes Hólmsteinn við. Ferðamenn aldrei fleiri NÚ STEFNIR í að þetta ár verði metár hvað varðar fjölda útlend- inga, sem ferðast hingað á vegum íslenskra ferðaskrifstofa. Hildur Jónsdóttir hjá Samvinnuferðum-Landsýn sagði að erlendir ferðamenn á vegum ferðaskrifstofunnar hefðu verið um 8.400 talsins í íyrra en þeir yrðu trúlega um 10 þúsund í ár. Bryndís Ivarsdóttir hjá Úrvali- Útsýn sagði að rúmlega 6 þúsund útlendingar hefðu komið hingað á vegum ferðaskrifstofunnar í fyrra og þeir yrðu enn fleiri í ár. ið en flest þeirra hefðu verið þýsk. Þá héfði Úrval-Útsýn verið með stór- Auður Birgisdóttir hjá Ferðaskrif- stofu íslands sagði að erlendum ferðamenn, sem komið hefðu á veg- um ferðaskrifstofunnar fyrstu sjö mánuðina í ár, væru örugglega orðn- ir fleiri en á sama tíma í fyrra og frönskum og ítölskum ferðamönnum hefði fjölgað mest. „Ráðstefnuhald hefur verið stór þáttur í okkar starf- semi og við verðum til dæmis með 1.200 manna norræna lögfræðingar- áðstefnu í þessum mánuði,“ sagði Auður. Hildur Jónsdóttir hjá Samvinnu- ferðum-Landsýn sagði að rúmlega 130 þúsund ferðamenn hefðu komið hingað í fyrra og búist væri við að þeir yrðu töluvert fleiri í ár. „Margra ára markaðssókn er að skila sér. Það er fullbókað í allar ferðir hjá okkur og við höfum orðið að bæta við aukaferðum. Við höfum fengið mikið af ferðamönnum frá Þýskalandi, Austurríki, Ítalíu og Svíþjóð og verið til dæmis með jap- anska hópa. Mesta aukningin hjá okkur hefur verið í tiltölulega dýrum ferðum, þar sem gist er á sumarhót- elum og fæði er innifalið og góð þátttaka hefur verið í reiðhjólaferð- um um landið.“ Hildur sagði að ferðum skemmti- ferðaskipa hingað hefði ijölgað mik- Reykjavíkurmaraþon,“ sagði Bryndís. Hún sagði að nú væri nánast eng- inn dáuður tími hjá Úrvali-Útsýn. „Það hefur verið gífurleg aukning hjá okkur í funda- og fyrirtækjaferð- um, aðallega frá Svíþjóð, og við erum með mikið af slíkum ferðum frá sept- ember og fram í maí,“ sagði Bryndís. Hannes sagðist myndu ræða hugmyndir um sameiningu Evrópu á fundi Mont Pelerin samtakanna í Múnchen 7. september. Meðal annarra fyrirlesara á þeim fundi má nefna James M. Buchanan, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði 1986, Otto von Habsburg, rithöf- und, Vaclav Klaus, fjármálaráð- herra Tékkóslavakíu, og breska hagfræðinginn Paul Johnsson. Þremur dögum síðar, eða 10. september, sagðist Hannes fjalla um á fundi Atlas Economic Rese- arch Foundation í Moskvu, hvort til sé leið milli kapítalisma og sósíal- isma. Hannes sagðist myndu leiða rök að því að Austur-Evrópuþjóð- irnar verði að velja kapítalisma, selja ríkisfyrirtæki, koma upp traustum gjaldmiðli og stunda fijálsa verslun, að þjóðirnar verði að taka stökkið að fullu en stað- næmast ekki á miðri leið. Fundurinn er einkum ætlaður fólki frá Austur-Evrópu sem er að setja á laggirnar rannsóknarstofnanir í efnahags- og stjórnmálum. Að sögn Hannesar munu nokkrir sovéskir ráðamenn sitja fundinn í Moskvu og nefndi hann sérstakelga Borís Jeltsín, forseta Rússlands. Að Bjarmalandsförinni lokinni býst Hannes við að koma til Svíþjóð- ar en þar er að koma út bók eftir hann um íslensk stjórnmál og efna- hagsmál. Enn reynt að fljúga með svanina í dag REYNT verður að fara með svan- ina þrjá, sem senda á til Fær- eyja, þangað í dag. Þoka í Fær- eyjum hamlaði flugi þangað á þriðjudag og miðvikudag og þeg- ar loks var flogið til Færeyja á fimmtudag reyndist ekki vera pláss fyrir þá í vélinni. Stefnt er að því að fljúga með svanina í dag, en þegar til Færeyja er komið verða þeir sendir beint til Mikladals á Kalsey. Þar verða þeir í sóttkví um tíma áður en þeir geta hitt svanadísirnar sem voru upphaf- lega ástæðan fyrir ferð þeirra. ar ráðstefnur hér, sem Þjóðveijar og Norðurlandabúar hefðu aðallega sótt. Bryndís ívarsdóttir hjá Úrvali- Útsýn sagði að á þeirra vegum hefði ferðamönnum frá Frakklandi og Vestur-Þýskalandi fjölgað mest og ástæðan væri hugsanlega sú að gengisþróunin hefði verið þeim hag- stæð að undanförnu. „Það er gríðar- leg aukning í tjaldferðum og sérferð- um, þar sem allt er innifalið. Hins vegar virðist vera minna um að menn ferðist hér á eigin vegum en áður. Það hefur áhrif á ferðamanna- vertíðina hér að vetur í Evrópu hafa verið mildir undanfarin ár og þar eru búnir að vera miklir hitar í sum- ar.“ Bryndís sagði að þá hefði mikið verið fjallað um ísland síðastliðið ár, til dæmis vegna hvalveiða okkar. „Hins vegar fáum við nú færri Bandaríkjamenn en áður og ferða- skrifstofur í Bandaríkjunum segja að nánast allir bandarískir ferða- menn fari nú til Austur-Evrópu. Við höfum aftur á móti fengið fyrsta hópinn frá Austuí-Evrópu, sem var um 30 manna hópur frá Ungveijal- andi, og hingað koma Rússar í Búðardalur: * Urvinnsla eykst hjá Afurðastöðinni Búðardal. RÚMLEGA tíu milljóna króna hagnaður varð af rekstri Afurðastöðvar- innar í Búðardal hf. á síðasta ári en það var fyrsta heila rekstrarár félagsins. Heildarvelta var 170 milljónir kr. Afurðastöðin hf. var stofnuð í september 1988 til þess að reka slát- ur- og kjötfrystihús, kjötvinnslu og verslun með kjötafurðir bænda í Dalasýslu. Félagið keypti fasteignir af Kaupfélagi Hvammsfjarðar en þegar félagið var stofnað var ljóst að kaupfélagið myndi ekki slátra sauðfé haustið 1988. Vaxandi þáttur í starfsemi fyrirtækisins er úrvinnsla sláturafurða, það er sögun og úrbein- ing fyrir Afurðasölu Sambandsins. Er það ánægjuleg þróun að úrvinnsl- an fari í vaxandi mæli fram heima í héraði. Afurðastöðin í Búðardal hf. er al- menningshlutafélag. Hlutafé er tæp 21 milljón kr. og eru hluthafar á annað hundrað, einstaklingar, félög og fyrirtæki. Stærstu hluthafarnir eru Félag sláturleyfishafa, sveitarfé- lög í Dalasýslu og þrotabú Kaupfé- lags Hvammsijarðar. I stjórn Afurðastöðvarinnar eru Svavar Jensson, Sveinn Gestsson, Halldór Þórðarson, Baldur Friðfinns- son og Úlfar Reynisson. Fram- kvæmdastjóri er Ólafur Sveinsson. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði níu manns en í sláturtíð á haustin um hundrað. Kristjana [0¥£tmWfifetí> AÐALSIMI INNVAL: AUGLÝSINGADEILD 69 11 11 BLAÐAAFGREIÐSLA 69 1122 PRENTMYNDAGERÐ Hannes Hólmsteinn heldur fyrirlestur í Sovétrflgunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.