Morgunblaðið - 04.08.1990, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1990
Skemmtíför verslunarmaiuia
eftir Pétur Pétursson
Þótt segja megi að íslenskir
verslunarmenn hafi látið talsvert
að sér kveða á liðinni öld er það
þó fyrst og fremst að fenginni
heimastjóm, sem þeim fjölgar svo
að unnt sé að tala um innlenda
stétt verslunarmanna. Þá blómg-
ast í Reykjavík allmargar verslan-
ir sem innlendir menn ráða, þótt
þær skreyti sig margar hveijar
með erlendum nöfnum, svo sem
Edinborg og Liverpool. Á fyrsta
áratugi aldarinnar var vinnudagur
langur og „virkir dagar“ fleiri en
nú. Fátt var um frístundir, en erf-
iði ærið. Þó kom það fyrir að hús-
bændur og hjú, kaupmenn og
verslunarþjónar ákváðu að gera
sér dagamun. Svo var t.d. þegar
Th. Thorsteinsson, einn kunnasti
kaupmaður Reykjavíkurkaupstað-
ar, söðlaði hesta sína og bauð fjöl-
mennu starfsliði með sér í
skemmtiför í nágrenni bæjarins.
Einar Bjömsson verslunarstjóri
situr á skjóttum fák næstur telp-
unni.
Hann naut ungur tilsagnar Jóns
Þórarinssonar, skólastjóra í Flens-
borg. Lagði einkum stund á ensku
og dönsku. Sótti seinna kvöldskóla
í Lækjargötu 4. Það varð síðar
Verslunarskóli. Réðst til Th.
Thorst. 1903 og vann þar til árs-
ins 1910 er hann hóf störf hjá
Verslun Bjöms Kristjánssonar.
Þar vann hann til ársins 1936.
Sonur hans Sigurður vann þar
einnig lengi. Einar tók öflugan
þátt í starfí VR og einnig í stúk-
unni „Einingunni". Bragðaði aldr-
ei áfengi, en þurfti þó starfs síns
vegna að afgreiða það í verslun-
inni. Einar var prúður, kyrrlátur,
vandvirkur og reglusamur, sómi
stéttar sinnar, að sögn Helga
Helgasonar verslunarsljóra og
hvers manns hugljúfí.
Siguijón Pétursson var kapps-
fullur maður og kom víða við sögu.
Frægur var hann af íþróttaafrek-
um sínum, glímu, nýárssundi og
skautahlaupi. Minnisstæð verður
för með Siguijóni að Álafossi. Þar
sýndi hann fjárvmtmganefnd Al-
þingis verksmiðju sína og leysti
nefndarmenn út með gjöfum. Bað
greinarhöfund að hljóðrita ræður
og ávörp. Er Siguijón hafði afhent
Jóni Pálmasyni, forseta sameinaðs
þings, værðarvoð bað hann óvin-
sælasta mann þjóðarinnar að gefa
sig fram. Elís Ó. Guðmundsson
skömmtunarstjóri oggekk á ræðu-
pall. Siguijón greip værðarvoð og
kvaðst ætla að gefa honum. Ætti
hann að sveipa sig voðinni og veij-
ast þannig höggum og slögum frá
þjóðinni meðan hann gegndi emb-
ætti skömmtunarstjóra. Var gerð-
ur góður rómur að máli Siguijóns.
Fánadagurinn á Álafossi verður
ætíð minnisstæður þeim er sótti
þær samkomur. Árni Tryggvason
gamanlei.kari söng Álafossbrag
eftir Ásgeir Jónsson jámsmið:
Þama inni var glaðværð og glaumur,
gieðin Ijómaði af sérhverri brá.
Ungar meyjar sem dýrlegur draumur
voru að dansa þar gólfínu 1“
Siguijón stjómaði samkomum
af skömngsskap og hvatti óspart
til inngöngu á danspallinn. Svo
veitti hann afslátt af aðgangseyri
ef aðsóknin dvínaði. Kallaði þá:
Næsti hálftími þijúkorter.
Gott var að bryðja hjá honum
steinarúsínur í „Grænu matstof-
unni“ í Hveragerði. Þá bauð hann
Áladropa.
Th. Thorsteinsson, eigandi
verslunarinnar Liverpool, ólst upp
í Danmörku og gætti þess í tali.
hans. Hann var lengi einn um-
svifamesti athafnamaður í verslun
og útgerð. Varð meðeigandi
tengdaföður síns Geirs Zoéga en
stundaði síðar togaraútgerð. Th.
Th. eins og hann var kallaður átti
fjölda gæðinga og góðhesta. Kom
þáð í hlut bræðranna Siguijóns
og Einars Péturssonar að sjá um
þá. Aldraðir' Reykvíkingar, t.d.
Guido Bemhöft og Ottó Ólafsson
muna þá tíð er Th. Th. gekk
bísperrtur á stéttinni framan við
verslun sína og dampaði sígar, eða
stóð á tröppunum. Sendi hann
gjarnan til R.P. Leví sem hafði
úrvalsvindla. Ottó seldi bíó„pró-
grömm“ á Hótel íslandi, en þar
var Nýja Bíó til húsa. Þangað kom
Th. Th. og keypti „program“ og
bijóstsykur „Kongen af Dan-
mark“. Lá þá jafnan skildingur í
lófa Ottós, afgangur af andvirði,
sem Th. Th. gaf ungum sveini sem
var ötull í starfi.
Geir Thorsteinsson, sonur Th.
Th., var ungur og áhugasamur
félagi föður síns og nafni „gamla
Geirs“ afa síns. Hann var hægri
hönd föður síns. Ungu stúlkurnar
litu Geir hým auga. Hann kvænt-
ist einni hinni fegurstu í hópi
þeirra. Varð tengdasonur Hannes-
ar Hafsteins, ráðherra, kvæntist
Sigríði Hafstein, þau vora foreldr-
ar Kristjönu Millu Thorsteinsson.
Guðrún Hafliðadóttir var dóttir
Hafliða Guðmundssonar, verslun-
armanns og Friðrikku Knudsen.
Hún var móðursystir Haraldar Á.
Sigurðssonar gamanleikara. Sagt
var að piltamir gerðu sér erindi í
verslunina til þess að virða Guð-
rúnu fyrir sér. Hún þótti einkar
fríð ... Guðrún vann um áratuga-
skeið í Vörahúsinu hjá frænda
sínum Áma kaupmanni Ámasyni.
Guðrún Árnadóttir var dóttir
Árna Nikulássonar, sem einna
fyrstur setti á stofn rakarastofu í
Reykjavík. Guðrún var einstök í
afgreiðslu að sögn þeirra er til
þekktu. Er til þess tekið hve „gott
lag hún hafði á kúnnum“ eins og
einn viðmælandi orðaði það. Hún
var annáluð fyrir lipurð. Karl-
mönnum þótti gott að njóta til-
sagnar hennar við fatakaup. Hún
gladdi feitlagna menn með því að
segja við þá vingjarnlega: „Þér
erað nú svo þrekinn," þá þandist
út brjóstkassmn af karlmennsku-
hug og þori. íþróttaandinn gagn-
tók viðskiptamanninn, sem keypti
frakkann eða flíkina á stundinni
og skundaði hæstánægður úr búð-
inni. Sölumannshæfíleikar og
meðfædd kurteisi og ljúfmennska
var það veganesti sem entist Guð-
rúnu alla tíð. Hún starfaði um
áratuga skeið í herradeild Harald-
ar Ámasonar. Guðrún Árnadóttir
var amma Þórs Whiteheads próf-
essors.
Dórothea Siguijónsdóttir var
ein fímm sýstra, dætra Siguijóns
kennara Jónssonar á Brunnastöð-
um á V atnsleysuströndog Sesselju
ljósmóður, konu hans, Ólafsdóttur.
Flestar tengdust þær systur
verslun í Reykjavík með einum eða
öðram hætti. Ólöf, kona Helga
Hallgrímssonar er rak hljóðfæra-
verslun, Anna, kona Óskars Láras-
sonar, skókaupmanns og Þuríður,
er rak hannyrðaverslun í Banka-
stræti.
Margrét Dórothea situr næst
Guðrúnu Ámadóttur. Hún þótti
einkar lipur og ljúf í afgreiðslu-
starfi. Vann um margra ára skeið
í verslun Th. Th. Hún lést 1925
en 1926 fæddist Önnu systur
hennar dóttir er hlaut nöfn henn-
ar, Dórothea Margrét. Er hún
dóttir Óskars Lárassonar, kaup-
manns.
Knud Pagh, verslunarstjóri frá
Kaupmannahöfn, er héri i kunn-
ingjahópi kominn að hyggja að
verslunarsambandi og tengslum
við fyrirtækið.
Árni Árnason verslunarmaður
kenndur við Bakka heldur fast í
tauminn á hesti sínum, er hverfur
að mestu að baki reiðskjóta Paghs.
Magnús Kjaran var Tómasson
en tók sér ættamafnið Kjaran.
Hann var kunnur íþróttamaður og
ungmennafélagi af lífi og sál.
Magnús glímdi, hljóp á skautum,
rann á skíðum, hljóp í spretti.
Bijóst hans þakið af verðlauna-
peningum og bikar á hverri hillu
í hýbýlum hans. Hann var bókaút-
gefandi og bókasafnari. Alþingis-
hátíðinni á Þingvöllum árið 1930
stjórnaði hann sem framkvæmda-
stjóri af slíkum skörangsskap og
myndarbrag að lengi mun í minn-
um haft. Það var fjöldasamkoma,
sem öllum verður minnisstæð.
Tjaldborgin sem þá reis á Þingvöll-
um. Manngrúinn á Lögbergi. Lög-
sögumenn og goðar klæddir lit-
klæðum. Að því mikla starfi vann
Magnús ásamt vinum sínum og
samstarfsmönnum úr Ungmenna-
félögum og hópi verslunarmanna.
Magnús varð seinna eigandi
Liverpool og flutti þá verslunina í
Mjólkurfélagshúsið Hafnarstræti
5.
„Liverpool var ein fallegasta
matvörubúðin í bænum. Af-
greiðsla með ólíkindum, sérstakur
blær, lipur og þægilegur,“ sagði
Guido Bemhöft er hann minntist
fyrri daga, þegar Magnús Kjaran
stóð innanbúðar í kjallaranum á
Vesturgötu 3.
Jón Eyvindsson verslunarstjóri
naut eingöngu barnaskólamennt-
Pétur Pétursson.
Þegar íslenskir versl-
unarmenn loka búðum
sínum á árlegiim
frídegi og „hætta að
höndla“ afþvítilefni
er vert að minnast fyrri
tíðar og hyggja að þeim
er „settu svip á bæinn“.
treyst manna best til farsællar
úrlausnar. Byijaði sem sendisve-
inn í Merkisteini, réðst síðar til
Valgarðs Breiðfjörðs, en gekk í
þjónustu Th. Th. árið 1898. Jón
bjó á Stýrimannsstíg 9. Þar stund-
aði hann smíðar og garðyrkju.
Vann ötullega að málefnum
Fríkirkjusafnaðarins og Verslun-
armannafélags Reykjavíkur. Árið
1930 gekk hann í félag við son
sinn ísleif Jónsson og ráku þeir
saman Byggingavöraverslun
ísleifs Jónssonar í Aðalstræti. Jón
var vinsæll maður og vel látinn.
Hveragerði;
Sýnir vatnslita-
myndir í Eden
SIGRÍÐUR Rósinkransdóttir sýnir
vatnslitamyndir í Eden í Hvera-
gerði, dagana 8.-19. ágúst.
Sigríður er fædd að Snæfjöllum,
Snæfjallaströnd. Þetta er þriðja
einkasýning Sigríðar en auk þess
hefur hún tekið þátt í nokkrum sam-
sýningum í Keflavík, Sandgerði og
Danmörku. Sigríður hefur stundað
nám í Baðstofunni í Keflavík frá ’74.
aðalkennari hefur verið
Árið 1909.
unar en var þó trúað fyrir margs- • Hennar
konar vandasömum störfum og Eiríkur Smith.
Henrik C.J. Biering kaupmaður
var kominn af einni elstu og þekkt-
ustu kaupmannsætt Reykjavíkur.
Bierings-ættin bundin Knudsens-
ætt og Hölters-ætt traustum bönd-
um. Bíó-Petersen og Bernburg í
kallfæri um ættartengsl. Rótgrón-
ir Reykvíkingar. Eftir áratuga-
starf í þjónustu annarra stofnaði
Biering verslun sína á Laugavegi
og rak hana um langt skeið uns
sonur hans tók við starfsrækslu
allt fram á síðasta ár.
Henrik Biering unni gróðri og
garðyrkju. Vegfarendur sem áttu
leið um Sóleyjargötu muna hann
löngum að starfí í garði sem var
bæjarprýði. Bæjarbúar ættu að
gefa því gaum að þeir eiga dansk-
ættuðum verslunarmönnum marg-
an fagran gróðurreit að þakka.
Blómjurtir og garðagróður var
þeim lífsnauðsyn, jafnframt dag-
legu brauði.
Einar Pétursson, bróðir Sigur-
jóns á Álafossi komst á spjöld sög-
unnar aðeins fáum áram eftir að
mynd þessi var tekin. Jón Helga-
son biskup segir frá því í Árbókum
Reykjavíkur er uppi varð fótur og
fít í Reykjavík hinn 12. júní 1913.
Foringi danska varðskipsins Is-
lands Falk lét taka heimatilbúið
flagg, blátt með hvítum krossi, af
semmtibáti, er var á sveimi í
grandaleysi kring um varðskipið.
Leit á það sem lítilsvirðingu við
danska fánann. Efnt var til úti-
fundar fyrir framan Stjórnarráðs-
húsið. Þessi atburður varð til þess
að konungsúrskurður var birtur
um íslenskan sérfána. Unnur Pét-
ursdóttir, kona Einars, sagði frá
því að Rothe sjóliðsforingi, sá sem
fánann tók af Einari, hafi alllöngu
síðar komið til þeirra hjóna þar
sem þau stigu dans í samkvæmi
í Reykjavík, ávarpað Einar og
sagt: „Það er okkur að þakka báð-
um, að íslendingar fengu sinn eig-
in fána.“
Einar varð verslunarfélagi Ólafs
Gíslasonar stórkaupmanns í fyrir-
tækinu Ólafur Gíslason & Co.
Reinhold Andersen, klæðskera-
meistari, var sænskur maður. Kom
hingað til lands fyrir tilstuðlan
Löves klæðskera, en réðst síðar
til starfa hjá Th. Th. í Liverpool.
Seinna setti Reinhold Anderson á
stofn eigið fyrirtæki. Margur aldr-
aður Reykvíkingur man enn stúd-
entshúfumar sem hann saumaði
af list og prýði er hann rak eigið
verkstæði.
Óli Coghill var sonur Johns
Coghill sauðakaupmannsins
breska þess sem kom með gullið
og greiddi bændum út í hönd, svo
þeir gætu menntað syni sína, sem
frægt var. En gamli Coghill vildi
líka eiga vingott við stúlkurnar í
sveitinni og því var það að honum
var kenndur fjöldi bama. Vareink-
um talið að norðanlands, í grennd
við Hrútafjörð, (vel til fundið)
væri fjöldi rauðhærðra barna sem
minntu ískyggilega á Coghill.
Ganga af þessu ýmsar sögur er
Coghill varðist viðurkenningu á
faðemi og kvað sig alsaklausan,
en varð þó að játa „ef Guðríður
væri helv .... hún Gudda,“ eins og
haft var eftir honum.
Óli Coghill, sonur Johns og
Sigríðar Einarsdóttur frá Mjóafirði
var starfsmaður Th. Th. og fór
með í þessa skemmtiför.
Höfundur er fyrrvernndi þulur
Ríkisútvnrpsis.
Sigríður Rósinkransdótt.ir