Morgunblaðið - 04.08.1990, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1990
4,5% LAUNAHÆKKUN BHMR TEKIN TIL BAKA MEÐ BRAÐABIRGÐALOGUM
Viðbrögð BHMR við bráðabirgðalögunum:
Telja lögin brjóta gegn stjóm-
arskránni og munu leita til dómstóla
Á ÞRIÐJA hundrað manns sótti félagsfund sem
BHMR boðaði til í gær að birtum bráðabirgðalög-
um til að afnema 4,5% launahækkun til félaga í
BHMR. Fram kom á fundinum að forsvarsmenn
BHMR telja bráðabirgðalögin bijóta gegn þremur
greinum stjórnarskrárinnar og að sögn Páls Hall-
dórssonar formanns BHMR, telja samtökin sér
skylt að bera stjórnskipulegt lögmæti bráðabirgða-
laganna undir dómstóla. Páll fullyrðir að þegar
hafí nokkrir félagsmenn BHMR sagt störfum
sínum lausum í kjölfar setningar bráðabirgðarlag-
anna. Fram kom í máli Birgis Björns Siguijónsson-
ar hagfræðings BHMR á fundinum að alþjóða-
vinnumálstofnunin hafí sent BHMR fyrirspurn um
samskipti félagsins við ríkisvaldið undanfarið og
hafa forsvarsmenn BHMR til skoðunar hvort leita
beri álits vinnumálastofnunarinnar á vinnubrögð-
um ríkisstjórnarinnar í málinu.
Birgir Björn Sigurjónsson, hagfræðingur BHMR og Páll Halldórs-
son, formaður BHMR, fylgjast með félagsmönnum kynna sér bráða-
birgðalögin á fundi samtakanna í gær.
PÁLL HALLDÓRSSON
FORMAÐUR BHMR:
Grípum til
þeirra aðgerða
sem ríkisvald-
inu koma verst
Aðildarfélög
BHMR íhuga nú
til hvaða aðgerða
samtökin muni
grípa í framhaldi
af setningu bráða-
birgðalaganna og
að sögn Páls Hall-
dórssonar kemur
til greina að hvetja
til fjöldauppsagna. „Við munum
grípa til þeirra aðgerða sem við
teljum að komi ríkisvaldinu verst,“
sagði hann í samtali við Morgun-
blaðið. Eitt aðildarfélaga BHMR,
Félag íslenskra náttúrufræðinga
hefur þegar boðað til félagsfundar
klukkan 10 á þriðjudagsmorgun og
er fyrirhugað að hann standi allan
þriðjudaginn. „Við ætlumst ekki til
að þið verðið í vinnunni á þriðju-
dag, sagði Auður Antonsdóttir, for-
maður FÍN við félagsmenn sína á
fundinum í gær.
„Þessi lagasetning er hluti af
miklu stærra máli sem varðar'miklu
meira en BHMR og launafólk. Þetta
varðar í raun og veru réttarríkið í
landinu,“ sagði Páll Halldórsson
formaður BHMR í samtali við
Morgunblaðið. „Við teljum að líta
megi þannig á að stjómarskrá
landsins hafi verið brotin í að
minnsta kosti þremur greinum og
auðvitað verður að kanna það fyrir
réttum dómstólum. í fyrsta lagi
teljum við að með því að setja lög
á dóm, sem gengið hefur í æðsta
dómstigi sem um það fjallar, Fé-
lagsdómi, hafi framkvæmdavaldið
gripið fram fyrir hendurnar á dóms-
valdinu og þannig brotið gegn 2.
grein stjómarskrárinnar um þrígre-
iningu ríkisvaldsins. í öðra lagi telj-
um við að heimild til útgáfu bráða-
birgðalaga, skv. 28. grein stjómar-
skrárinnar, hafi ekki verið fyrir
hendi vegna þess að það sem þarna
er um fjallað hafí ekki verið óþekkt
eða nýtt ástand. Bæði samningur-
inn og febrúarsamningarnir voru
þekktir meðan þing sat og þetta
mál kom til umræðu í þinginu án
þess að það sæi ástæðu til þess að
taka á því. Loks teljum við að eign-
arréttarákvæði 67. greinar stjóm-
arskrárinnar hafi verið brotin. Það
var búið að dæma okkur ákveðna
hækkun en hún tekin til baka með
bráðabirgðalögum, það er eigna-
upptaka. Á þessi stjórnarskráratriði
verður að reyna, við teljum það
skyldu okkar að leggja málið fyrir
dómstólana og þá komast þessir
menn kannski í söguna sem fýrstu
ráðherramir sem dregnir verða fyr-
ir Landsdóm."
Páll sagði einnig að í gerningi
ríkisstjórnarinnar fælist almenn
aðför að samningsrétti og samn-
ingsöryggi í landinu. í ræðu sinni
á félagsfundinum sagði hann: „Við
stöndum frammi fyrir þeirri stað-
reynd að ef við gerum samnig sem
viðsemjandanum þykir á einhvern
hátt erfitt að standa við þá hikar
hann ekki við að beita lagasetninga-
valdinu til að sleppa undan samn-
ingnum. Það er sem sé ekki um að
ræða eiginlega samninga heldur er
búinn til gerningur sem gengur út
á það að eftir honum skuli farið svo
lengi sem það kemur ekki við hags-
muni viðsemjandans. Það skiptir
okkur miklu máli hvaða lærdóm við
getum dregið af þessu máli um
vinnuveitanda okkar og viðsemj-
anda. Vinnuveitanda sem gerir
samning sem hann kallar sjálfur
tímamótagjörning en treður síðan
á þegar hann á að fara að skipta
einhveiju máli. Það verður hvert
eitt okkar að taka til athugunar
hvort þetta sé vinnuveitandi sem
hægt sé að ráða sig í vinnu hjá.“
Páll Halldórsson fór hörðum orð-
um um þátt VSÍ og ASÍ í aðdrag-
anda bráðabirgðalaganna. „Vinnu-
veitendur hafa allt frá því í vetur
verið að tala um að þjóða ASI sömu
hækkanir og við fengjum í trausti
þess að þurfa aldrei að standa við
það. Þeir vissu að þeir þyrftu aldrei
að standa við þau tilboð sem þeir
voru að gera. Síðasta tilboðið var
heldur ekki fyrst og fremst sent
ASÍ heldur var það sent inn á fund
í ríkisstjóminni til að þeir gætu
byijað að fjalla um þessi bráða-
birgðalög sín. Það var klárt mál að
allur formáli þessara laga var búinn
til upp úr leikriti svokallaðra aðila
vinnumarkaðarins en það virðist
orðin sameiginleg stefna þeirra að
ekkert ógurlegra geti gerst hér á
landi en það að kaupgjald hækki.
Það hefði einhvem tíma þótt mikil
tíðinda ef ASÍ dygði það eitt að
gera kröfu um kauphækkun og þá
væri hún komin á silfurfati. Því
miður er því ekki svo farið, hér er
einfaldlega um ómerkilegan skolla-
leik að ræða.“
ÁSMUNDUR STEF-
ÁNSSON, FORSETIAL-
ÞÝÐUSAMBANDS ÍS-
LANDS:
Harma að til
lagasetningar
skuli hafa komið
„Ég vil byija á
að segja að ég
harma það að til
lagasetningar
skuli hafa komið
og það er rétt að
taka fram að við
höfum á engu
stigi þessa máls
beðið um laga-
setningu. Við töldum miklu
skipta að komast hjá henni,“
sagði Ásmundur Stefánsson, for-
seti Alþýðusambands Islands,
aðspurður um setningu bráða-
birgðalaga á launahækkun
BHMR.
„Við ræddum við BHMR í janúar
um að þeir tækju sinn samning til
endurskoðunar og við ræddum við
fulltrúa BHMR tvisvar í síðustu
viku. Það hefur komið skýrt fram
í þeim samtölum að BHMR hefur
ekki verið reiðubúið að víkja frá
þeirri kröfu sinni að hækka meira
en láglaunafólkið innan Alþýðu-
sambandsins og því fór sem fór.
Það er óhjákvæmilegt að minna á
að ríkisstjórnin bjó til þetta vanda-
mál með samningi sínum við BHMR
og þeim ákvæðum um víxlhækkan-
ir sem í honum fólust og þess vegna
hlaut það að vera á ábyrgð ríkis-
stjórnarinnar að taka á vandamál-
inUj“ sagði hann ennfremur.
Ásmundur sagði að lagasetningin
skerti í engu efni samninga ASI
við vinnuveitendur frá því í febrú-
ar, þó þeir kæmu í veg fyrir 4t5%
hækkun til ASÍ-félaga sem hefði
orðið ef ekki hefði verið gripið inn
í varðandi hækkunina til BHMR.
„Forsendurnar til að framfylgja
þjóðarsáttinni eru enn til staðar og
það er auðvitað það verkefni sem
allir verða að sameinast um. Ef
samstaðan helst þá er hægt að ná
markmiðum þjóðarsáttarinnar. Mér
sýnist það hafa komið mjög skýrt
fram hjá fólki undanfarna daga
hversu mikla áherslu það leggur á
að það gerist. Fólk hefur fundið
skýrt hve miklu máli skiptir að
dregið hefur úr verðbólgunni og
vextirnir lækkað,“ sagði Asmundur
Stefánsson.
ÁLYKTUN FRÁ
KVENNALISTANUM
Vinnubrögðin
bera vott um
siðblindu
ÞINGFLOKKUR Kvennalistans
hefur sent frá sér ályktun vegna
bráðabirgðalaga ríkisstjórnar-
innar, þar sem setning þeirra er
harðlega gagnrýnd. Segir meðal
annars, að vinnubrögð ríkis-
stjórnarinnar séu forkastanleg
og beri vott um siðblindu.
I ályktun þingflokksins segir, að
í bráðabirgðalögunum felist í raun
afnám réttar alls launafólks til að
semja um laun sín, því ríkisstjómin
hafí sýnt að hún sé tilbúin að beita
lagasetningu til að þvinga fram vilja
sinn.
Gagnrýndur er þáttur forystu-
manna ASI og BSRB og sagt, að
þeir hafi tekið undir þann áróður,
að laun almennings séu meginvald-
ur verðbólgu og að þeir berjist nú
jafnvel harðar gegn öðru launafólki
en atvinnurekendum.
Sagt er að þetta séu alvarleg
tíðindi fyrir almenning í landinu og
spurt, á hvaða leið það samfélag
sé, þar sem stjórnvöld, atvinnurek-
endur og stærstu samtök launþega
sameinist um að svipta hluta 'launa-
fólks samningsrétti.
Að lokum segir í ályktun Kvenna-
listans: „Vinnubrögð ríkisstjómar-
innar eru forkastanleg og bera vott
um siðblindu. Ríkisstjórn, sem setur
lög á eigin gerðir, er ekki hæf til
að stjórna landinu og á að segja
af sér.“
ÖGMUNDUR JÓNAS-
SON, FORMAÐUR
BSRB
Leysa á kjara-
deilur með sam-
komulagi
ÖGMUNDUR
Jónasson, for-
maður Banda-
lags starfsmanna
ríkis og bæja seg-
ir að deila BHMR
og ríkisins hafí
verið komin í
hnút vegna
víxlverkunará-
kvæða í kjara-
samningum og
þann hnút hafí þurft að leysa.
Hins vegar væri afstaða BSRB
sú, að deilur vegna kjarasamn-
inga ætti að leysa með samkomu-
Iagi.
I fréttatilkynningu frá BSRB
segir, að bandalagið hafi lagt
áherslu á, að í einu og öllu yrði
staðið við kjarasamninga þess og
að ekki væri ásættanlegt fyrir fé-
lagsmenn BSRB að félagsmenn
annarra samtaka fengju sjálfkrafa
allar hækkanir sem BSRB semdi
um, en sætu síðan einir að hækkun-
um sér til handa.
Þá segir, að ljóst sé að kæmu
víxlhækkunarákvæði kjarasamn-
inga til framkvæmda, brystu verð-
lagsforsendur samninganna og þar
með sú kaupmáttartrygging, sem
kjarasamningur BSRB byggði á.
Af þeim sökum hefði BSRB lagt
áherslu á að víxlverkunarhnúturinn
yrði leystur með samkomulagi.
Ögmundur Jónasson segist
harma, að slíkt samkomulag hafí
ekki tekist og BSRB lýsti ábyrgð á
hendur þeim, sem það hefðu átt að
gera. Grundvallarafstaða BSRB
væri sú, að leysa ætti deilur vegna
kjarasamninga með samkomulagi
og allir ættu að axla ábyrgðina, sem
því fylgdi.
GUÐMUNDUR
ÁGÚSTSSON, BORG-
ARAFLOKKI:
Hefðum viljað
ganga lengra
GUÐMUNDUR
Ágústsson, for-
maður þing-
flokks Borgara-
flokksins, segir
að Borgara-
flokksmenn sætti
sig við niður-
stöðu ríkisstjórn-
arinnar varðandi
bráðabirgðalögin, en hefðu talið
æskilegra, að gengið yrði lengra
til að tryggja þjóðarsáttina, og
komið hefði verið í veg fyrir
hækkanir til þeirra hópa, sem
enn ættu eftir að semja.
„Hugmyndir okkar Borgara-
flokksmanna voru á þá leið, að fyrst
verið var að setja bráðabirgðalög á
annað borð, væri eðlilegt að þau
næðu til allra hópa og þjóðarsáttin
yrði tryggð þannig. Það hefði skap-
að meiri festu. Við hefðum viljað
ganga lengra en gert var, en sætt-
um okkur þó við niðurstöðu ríkis-
stjórnarinnar," segir Guðmundur
Ágústsson.
Guðmundur segist hafa talið það
sýndarmennsku, að þeir hópar
héldu samningsrétti, sem enn ættu
eftir að gera samninga. „Það er
ljóst, að við núverandi aðstæður er
samningsréttur þeirra mjög tak-
markaður og þess vegna töldum við
að betra væri að stíga skrefið til
fulls,“ segir hann.
JÓHANNA SIGURÐAR-
DÓTTIR FÉLAGS-
MÁLARÁÐHERRA
Réttlætanlegt
sem neyðarúr-
ræði
Það er algjört
neyðarúrræði að
selja lög á kjara-
samninga. En
þetta var eina
leiðin til að verja
þjóðarsáttina eft-
ir að fyrir lá
ákvörðun vinnu-
veitenda um að
4,5% launahækkun BHMR yrði
látin ganga yfír allan launamark-
aðinn,“ sagði Jóhanna Sigurðar-
dóttir félagsmálaráðherra.
„Þegar ákvörðun vinnuveitenda
lá fyrif var Ijóst að verðbólga og
verðlag myndi fara úr böndunum,
greiðslubyrði lána ijúka upp og að
þessi kauphækkun yrði umsvifa-
laust tekin af fólki og það standa
verr eftir. Vegna alls þessa tel ég
að setning bráðabirgðalaga hafi
verið réttlætanleg sem neyðarúr-
ræði,“ sagði Jóhanna.