Morgunblaðið - 04.08.1990, Síða 35

Morgunblaðið - 04.08.1990, Síða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1990 felk í fréttum Unnið að gróðursetningu. SOKN Vel heppnuð sumarferð Lagt var af stað í árlega sumar- ferð starfsmannafélagsins Sóknar á Vestfirði 11. júní. Þann dag var haldið til Stykkishólms þar sem ferðafólkið gisti meðal annars hjá Verkalýðsfélagi Stykk- ishólms. Morguninn eftir var haldið með nýju feijunni að Bijánslæk. Ferðafólkið var almennt mjög ánægt með feijuna. Frá Bijáns- læk var haldið að Látrabjargi með viðkomu í byggðasafninu að Hnjóti á leiðinni til baka. Kvöld- verður var snæddur á Patreks- firði. Þaðan var farið í Selárdal en seint um nótt var komið í nátt- stað að Núpi í Dýrafirði. Næsta dag var hópurinn drifinn í að taka þátt í landgræðsluátak- inu og var plantað tæplega 2.000 tijáplöntum í reit við hliðina á Skrúð á Núpi. Þarna rís Sóknar- skógur. Frá Núpi var svo haldið til ísa- ijarðar og Bolungarvíkur og ýms- ir staðir skoðaðir. Vegna þoku var ekki farið á Bolaíjall, sumum létti, þvi vegurinn var afar blautur. Gist va,r í Menntaskólanum á ísafirði. Snemma næsta dag var ferð- inni haldið áfram í góðu veðri um Vestfirði og áð í Djúpmannabúð þar sem ein Sóknarkona stendur fyrir rekstrinum og tók hún vel á móti hópnum. Þaðan var svo hald- ið með ýmsum smáhléum að lokagististað að Laugarhóli í Bjarnarfirði þar sem heimakonur tóku á móti hópnum með mat og gistingu. Á sunnudagsmorguninn var svo haldið heim á leið með viðkomu í Staðarkirkju í Steingrímsfirði, á Hólmavík og stuttri íjöruferð. Ferðalangarnir komu til Reykjvík- ur um klukkan 18.30 ferðalúnir en ánægðir. Veður var gott alla dagana og hafði það sitt að segja. Morgunblaðið/PPJ Jack Nicklaus gefur hér eiginhandaráritun á golfhanska handa aðdá- enda, Guðmundi Ingimarssyni flugvirkja, sem var staddur á Reykjavíkurflugvelli þegar kappinn var í þann mund að stíga um borð í flugvél sína. HEIMSFRÆGÐ Nicklaus áritar golfhanska Hinn kunni bandaríski golfieik- ari Jack Nicklaus dvaldi sem kunnugt er hérlendis fyrir skömmu ásamt Ijölskyldu sinni við laxveiðarí Norðurá í Borgarfirði. lack Nicklaus, eða „gullni björn- inn“ eins og hann hefur oft verið nefndur af íþróttafréttamönnum, hefur lengi verið fremsti snillingui' í sinni grein og dáður af golfá- hugamönnum hér á landi sem er- lendis fyrir leikni sína. Við brottför Nicklaus frá Reykjavík biðu tveir áhugasamir íslenskir golfiðkendur og aðdáend- ur kappans. Vildu þeir fá að beija hann eigin augum og helst fá eig- inhandaráritun til að setja í albúmið innan um myndir og minj- ar frá golfmótum. Annar þeirra, Guðmundur Ingimarsson flug- virki, hafði með sér forláta golf- hanska sem hann vonaðist til að fá Jack Nicklaus til að árita. Þegar Nicklaus birtist tók hann vel á móti þessum aðdáendum. Varð hann að óskum þeirra og voru það því tveir glaðir golf- áhugamenn sem horfðu á flugvél Jack Nicklaus heija sig til flugs frá Reykjavíkurfluvelli. SÚLARGLUGGAFILMUR Svarta Gila bílafilman loksins komin aftur. ÍS3R0T KAPLAHRAUNI 5, SÍMI 653090 SKEMMTIFERÐ Flogið yfir Sólheima Flugtak bauð 39 vistmönnum á Sólheimum í Grímsnesi í flug á miðviku- daginn í tilefni 60 ára afmælis heimilisins. Myndin er tekin þegar flog ið er yfir Sólheima. Göngugarpurinn Reynir Pétur ásamt kærustunni sinni, Hanný. COSPER Það er slúðrað með að þau séu leynilega trúlofuð. Opið alla verzlunarmannahelgina Meirihóttar veisla fyrir alla fjölskylduna VEITINGAHALLARVEISLAN FRÁ KR. 690,- ÞRÍRÉTTUÐ, GÓMSÆT OG GIRNILEG Kjarabötaveisja Veitingahallarinnar heldur áfram með enn fjölbreyttari og girnijegri matseóli alia föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Fjölskyldan fær úrvalsmat á frábæru verói. HSKRÉTTiR Fiskgratín hússins ...kr. 790 Djúpstaikt ýsuflök m/hrisgr jónum oo karrý ...kr. 690 Pönnusteíktur skötuseiur m/íjómadionsósu ...kr. 980 Smjörsteikt silungsflök . m/iœkium og oláðlauk ,...kr. 860 Pörmusteikt heilngtiski m/hvítviítssösu .. ki. 940 Fjölbreyttn barnarettir á 1 i'ægu verði. S KJÖIKEíllS Kálfasmtzel m/fjómasvepposósu kr. 1.190 Gnsahryggsasneiðat m/eplum'og smeionasósu........kr. 1.390 KVÖLÖVERMSRÉTTUR Glóðorsteikt íombolæri m/bökuðum kartófiuin og bemaisespsu kr. 1.190 Kaffihlaðborðið á sunnudögum er girnilegra og fjölbreyttara en nokkru sinni fyrr með hnallþórum og brauðtertum. Kaffihlaðborð sem seint gleymist. VeitinijQhallQrveisia fyrir oíla fjöiskyídursa er Ijúf og ódýr tilbœyting. Húsi verslunarinnar - símar: 33272-30400

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.