Morgunblaðið - 11.08.1990, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990
Framfærslukostnað-
ur námsmanna mun
hærri en námslánin
- samkvæmt framfærslukönmm Hagstofunnar
NIÐURSTpÐUR könnunar á framfærslukostnaði námsmanna, sem
Hagstofa íslands hefur gert fyrir stjórn Lánasjóðs íslenskra náms-
manna, benda til þess, að framfærslugrunnur námslána sé að jafn-
aði mun lægri en framfærslukostnaðurinn. Samkvæmt könnuninni
er framfærslukostnaður einstaklings í leiguhúsnæði 85.756 kr. á
mánuði, en á þeim tíma sem könnunin var framkvæmd fékk hann
48.832 kr. i námslán.
Framfærslukönnunin var fram-
kvæmd á fyrstu þremur mánuðum
þessa árs. Leitað var til 609 náms-
manna hér á landi og þeir beðnir
að gera grein fyrir útgjöldum sínum
vegna matarkaupa, húsnæðiskostn-
aðar, lyfja og læknisþjónustu,
reksturs bifreiðar og annars ferða-
kostnaðar, skólakostnaðar og fleiri
þátta.
Niðurstöður könnunarinnar hafa
nú verið kynntar fyrir stjórn Lána-
Kennir eróbikk
í Leníngrad
„Mér líst vel á þetta ferðalag
og hlakka til að sjá hvað Rússar
eru komnir langt í eróbikk," sagði
Ágúst Hallvarðsson, eróbikk-
kennari hjá líkamsræktarstöð
World Class í samtali við Morgun-
blaðið. Hann er á förum til
Leníngrad þar sem hann leiðbein-
ir sovéskum almenningi og verð-
andi kennurum í íþróttinni í stöð
sem World Class hyggst opna í
borginni.
„Þetta hófst með því að ég fór
að kenna í World Class í Stokk-
hólmi,“ sagði Ágúst. „Mér var boðið
að ferðast um og kenna sem ég hef
gert undanfarið hálft ár á Norður-
löndunum, Möltu, í Þýskalandi og í
Bandaríkjunum.
í Leningrad mun Ágúst kenna í
nýrri World Class-stöð og velja kenn-
ara. Einnig mun hann ásamt banda-
rískum þjálfara stefna að því að
sett verði heimsmet í íþróttinni.
„Við ætlum að safna saman um
20.000 manns og fá þá með okkur
í eróbikk, trúlega á einhverjum leik-
vangi í Leníngrad."
Flugleiðir:
sjóðs íslenskra námsmanna. í þeim
kemur meðal annars fram, að fram-
færslukostnaður einstaklings, sem
býr í foreldrahúsum sé að meðal-
tali 67.100 kr. á mánuði. Á þeim
tíma, sem könnunin fór fram, fékk
sá einstaklingur 34.182 kr. í náms-
lán á mánuði.
Útgjöld einstaklings í leiguhús-
næði eða eigin húsnæði voru sam-
kvæmt könnuninni 85.356 kr., en
námslán 48.832 kr. Framfærslu-
kostnaður einstaklings með 1 barn
var 126.069 kr. á mánuði, en náms-
lán 73.248 kr. Kostnaður náms-
manna í bamlausri sambúð var
122.160 kr., en námslán 97.664 kr.
Kostnaður námsmanna í sambúð
með 1 barn var 144.828 kr., en
námslán 109.872 kr. Kostnaður
námsmanna í sambúð með fleira
en 1 barn var að meðaltali 174.881
kr., en námslán 97.664 kr., að við-
bættum 12.208 kr. fyrir hvert barn.
Viktor B. Kjartansson, fulltrúi
Stúdentaráðs Háskóla íslands í
stjórn Lánasjóðsins, segir að þessi
könnun sé gamalt baráttumál
námsmanna. Hún staðfesti það mat
þeirra, að sá framfærslugrunnur,
sem námslánin séu byggð á, sé í
miklu ósamræmi við raunverulegan
framfærslukostnað námsmanna. Til
dæmis sé nú gert ráð fyrir því í
grunninum, að húsnæðiskostnaður
sé um 8 þúsund krónur, en könnun-
in sýni, að hann sé í raun um 20
þúsund krónur að meðaltali.
Viktor segir að stjórn Lánasjóðs-
ins eigi eftir að taka afstöðu til
niðurstaðna framfærslukönnunar-
innar. Námsmenn trúi ekki öðru en
að tekið verði tillit til þeirra, enda
hafi könnunin verið framkvæmd af
óháðum og ábyrgum aðila.
Nýta sér forkaupsrétt á
tveimur Boeing-vélum
FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að
nýta sér forkaupsrétt á tveimur
Boeing-vélum sem fyrirtækið
hefur pantað. Vélarnar sem um
er rætt eru Boeing 737-400 og
Boeing 757-200. Þær verða til-
búnar til afgreiðslu um mánaða-
mótin mars og apríl 1991.
Að sögn Einars Sigurðssonat,
blaðafulltrúa Flugleiða, eru vél-
arnar tvær hluti af samningi sem
félagið gerði um kaup á sjö vélum
en aðeins á eftir að afgreiða þess-
ar tvær. Hann sagðist búast við
að önnur færi í notkun hjá fyrir-
tækinu næsta vor en hin yrði leigð
út þangaði til þörf yrði fyrir hana.
Vélamar koma frá Boeing-verk-
smiðjunum í Seattle.
Hlaupið til styrktar
Krabbameinsfélaginu
Rúlla vörubílsdekki 21 kílómetra
JAMES Martin og vinnufélagar
hans hjá Sólningu hafa ákveðið
að efna til áheitahlaups í tengsl-
um við Reykjavíkurmaraþonið
19. ágúst.
Hlaupið fer fram með þeim
hætti að James rúllar á undan sér
stóru vörubílsdekki hálfa mara-
þonleið (21 km) og gefst fólki
kostur á að heita ákveðinni upp-
hæð á hvem kílómetra sem hann
hleypur. Hægt er að koma áheit-
um á framfæri með því að hringja
á útsölustaði Sólningar eða skrá
sig á söfnunarlista sem þar liggja
frammi. Einnig er hægt að koma
áheitum á framfæri við Krabba-
meinsfélag íslands á skrifstofu-
tíma. Þá verða tveir söfnunar-
kassar við rásmarkið þann
nítjánda.
Að lokum má geta þess að fram
að hlaupinu verður hægt að fylgj-
ast með hádegisæfingum James.
Hann hleypur frá Sólningu, niður
Smiðjuveg að götuljósunum, upp
Reykjanesbraut, framhjá Staldr-
inu og Glym, upp Nýbýlaveg og
aftur niður Smiðjuveginn.
Ágóði af áheitahlaupinu rennur
til rannsóknarstarfsemi Krabba-
meinsfélags íslands.
Yjr j * • a Morgunblaðið/Sverrir
Kennta pijonana
í húsi Rauða Kross íslands við Tjarnargötu var í
gær haldinn hrísgijónadagur. Þar komu til barna,
sem verið hafa á námskeiði á vegum Rauða kross-
ins, jafnaldrar þeirra af víetnömskum uppruna sem
veittu þeim tilsögn í því hvernig á að bera sig að
við að borða með pijónum.
Samband íslenskra sveitarfélaga:
Kjöri framkvæmdasljóra
frestað vegna ágreinings
STJÓRN Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallaði á stjórnarfundi
á föstudaginn um umsóknir um starf framkvæmdastjóra sambands-
ins. Vegna ágreinings stjórnarmanna var ákvörðun frestað en búist
er við að á stjórnarfundi þann 30. ágúst næstkomandi verði gengið
frá ráðningu í stöðuna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stend-
ur valið einkum milli þeirra Húnboga Þorsteinssonar, skrifstofu-
stjóra í félagsmálaráðuneytinu og Lárusar Jónssonar, framkvæmda-
stjóra og fyrrverandi alþingismanns.
Umsóknarfrestur um starf fram- Karlsson fyrrum oddviti á Hellu og
kvæmdastjóra rann út þann 26. varafulltrúinn, Jón Þorgilsson fyrr-
júlí síðastliðinn og barst 21 um-
sókn. Stefnt var að því að ákvörðun
um ráðningu lægi fyrir eftir stjórn-
arfundinn á föstudaginn, en að sögn
Sigurgeirs Sigurðssonar, formanns
sambandsins, var endanlegri af-
greiðslu málsins frestað til fundar,
sem fram á að fara þann 30. ágúst.
í stjóm Sambands íslenskra
sveitarfélaga sitja 9 menn. Þeir eru
nú Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg-
arfulltrúi og Jón G. Tómasson borg-
arritari fyrir hönd Reykjavíkur, af
Vesturlandi Ingibjörg Pálmadóttir,
bæjarfulltrúi á Akranesi, af Vest-
fjörðum Eiríkur Finnur Greipsson,
oddviti á Flateyri, úr Norðurlands-
kjördæmi vestra Þórður Skúlason,
sveitarstjóri á Hvammstanga, úr
Norðurlandskjördæmi eystra Freyr
Ófeigsson, fyrmm bæjarfulltrúi á
Akureyri, af Austurlandi Þorvaldur
Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðis-
fírði og úr Reykjaneskjöröæmi, Sig-
urgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á
Seltjamarnesi.
Þannig háttar til, að bæði aðal-
fulltrúi Sunnlendinga í stjóm Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, Ölvir
Morgunblaðið/Einar Falur
James Martin á æfingu.
um svéitarstjóri á Hellu, hafa látið
af störfum í sveitarstjórn, þannig
að samkvæmt lögum sambandsins
hafa þeir ekki lengur umboð til
setu í stjóminni.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins styðja fjórir af þeim átta
stjórnarmönnum, sem hafa atkvæð-
isrétt, Láras Jónsson, fram-
kvæmdastjóra Félags rækju- og
hörpudiskframleiðenda og fyrrver-
andi alþingismann, og fjórir Hún-
boga Þorsteinsson, skrifstofustjóra
í félagsmálaráðuneytinu. Nýtur
Lárus stuðnings sjálfstæðismanna,
en Húnbogi framsóknarmanna, al-
þýðuflokks- og alþýðubandalags-
Engin loforð um veiði
innan landhelginnar
- segir sjávarútvegsráðherra um
loðnukaup Færeyinga af EB
„ÞAÐ liggja engin loforð frá
islenzkum stjórnvöldum fyrir um
það, að þeir, sem kaupi loðnu-
kvóta af þriðja aðila svo sem EB,
fái leyfi til að veiða hann innan
landhelgi okkar. Því geta Færey-
ingar ekki gengið út frá því sem
vísu, að þeir geti veitt þau 40.000
tonn, sem þeir keyptu af banda-
iaginu, á Islandsmiðum," segir
Halldór Asgrímsson.
Grænlendingar ráða yfir 66.000
tonnum af þeim loðnukvóta, sem
þegar hefur verið úthlutað úr sam-
eiginlegum löðnustofni íslands,
Grænlands og Noregs. Samkvæmt
samkomulagi landanna, er hveiju
þéirra um sig heimilt að taka sinn
hlut innan lögsögu hinna. Græn-
lendingar hafa nú selt allan kvóta
sinn, 13.000 tonn beint til Færey-
inga, 6.500 tonn til Noregs og 6.500
tonn til Bolungarvíkur og er enginn
vafí talinn leika á því, að þennan
afla verður viðkomandi aðilum
heimilt að taka á íslandsmiðum.
Loks seldu Grænlendingar EB
40.000 tonn, sem aftur framseldi
Færeyingum það magn. íslenzkir
útgerðarmenn telja líklegt að Fær-
eyingar ætli sér að taka þennan
afla innan lögsögu okkar og hafa
farið fram á það við sjávarútvegs-
ráðuneytið að komið verði í veg
fyrir þau áform.
Halldór segir, að þetta mál verði
tekið upp á fundi sjávarútvegsráð-
herra Norðurlandanna á Borgund-
arhólmi í næstu viku. Að loknum
viðræðum við fulltrúa Grænlend-
inga og Færeyinga þar, megi búast
við einhverri niðurstöðu í málinu.
Skákmótið í Gausdal:
Hannes Hlífar með stór-
meistaraáfanga í augsýn
HANNES Hlifar Stefánsson hef-
ur hlotið sex vinninga af sjö
mögulegum og er einn í öðru
sæti alþjóðlega skákmótsins í
Gausdal í Noregi þegar tvær
umferðir eru eftir. Hannesi næg-
ir einn vinningur úr umferðunum
tveimur til að tryggja sér áfanga
að stórmeistaratitli.
í sjöundu umferð, sem tefld var
í gær, vann Hannes Sovétmanninn
Jurtasjev. í dag tefiir hann við efsta
mann mótsins, gríska stórmeistar-
ann Kotronias, og hefur Hannes
líklega svart. Grikkinn sigraði landa
sinn Kourkounanakis í gær og hef-
ur hlotið 6 /í vinning. Kourkounan-
akis er svo í þriðja sæti með 5 'k
vinning en nokkur fjöldi skákmanna
hefur hlotið 5 vinninga. Hinn ís-
lendingurinn, sem teflir í Gausdal,
Arnþór Einarsson, hefur hlotið fjóra
vinninga eftir sjö umferðir.