Morgunblaðið - 11.08.1990, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGCST 1990
Á frælista GÍ hefur jafnan verið nokkurt úrval af chrysanthem-
um. Á síðasta lista var t.d. chrys. cultorum, þ.e. rósakragi, sem er
á meðfylgjandi mynd.
BISKUPSBRA
Chrysanthemum coccineum/cultorum
Blóm vikunnar
Umsjón: Ágústa Björnsdóttir
• Þáttur nr. 177
Biskupsbráin er ágætt garðblóm
af körfublómaætt, en af þeirri ætt
eru margar ljómandi fallegar garð-
plöntur. Hún er fjölært harðgert
skrautblóm, laufið fjaðurskipt, létt
og fínlegt. Hún ber blóm sín um
hásumar á ógreindum stöngli með
einu blómi á enda hvers stönguls.
Sum afbrigði eru með einfalda
körfu og gulan hvirfíl, önnur eru
ofkrýnd. Litir eru hvítir, bleikir eða
rauðir. Þetta er falleg planta, létt
og glöð og blómsæl, um það bil
60-70 sm há og þarf að binda
hana upp þegar hún er í blóma.
Góð til afskurðar. Biskupsbrá er
auðvelt að koma til af fræi, sem
spírar á því sem næst 20 dögum
en einnig má fjölga henni með
skiptingu að vori til. Jurtin þarf
vel framræstan jarðveg og fellur
vel að fá dálítið kalk. Hún vill
ekki þunga leirkennda mold og
einkum á það illa við hana að vera
á þeim stað þar sem jarðvegurinn
verður vatnsósa á vetrum. Gott er
að láta hana í svolítið upphækkað
beð, það hindrar of mikla vetrar-
bleytu við rætumar. Á blómgun-
artímanum þarf hún aftur á móti
að hafa nóg vatn og vökvun til
þess að njóta sín. Best líður henni
á sólríkum stað í garðinum, hún
þrífst sem sagt best ef hún er sólar-
megin í lífinu.
Upprunalega er biskupsbrá
komin frá Kákasus. Þar og í Arm-
eníu og Norður-Persíu (Iran) vex
hún villt í háíjöllum. Gegnum
margra ára ræktun og úrval hafa
komið fram þau stórblóma afbrigði
sem nú eru vinsæl og ræktuð í
görðum víðs vegar um heim. Bisk-
upsbráin blómstrar ágætlega hér
á landi, bæði einföldu og ofkrýndu
afbrigðin, en þau síðarnefndu eru
tæplega eins dugleg og hin og eru
ívið lágvaxnari. Litirnir eru hreinir
og fagrir og hún er auðræktuð.
-Gott er að gefa henni áburð á
haustin.
Biskupsbráin hefur enn fleira til
síns ágætis en skrautið og
skemmtilegheitin. Löngu áður en
jurtin varð alþekkt garðblóm var
hún í heimkynnum sínum ómetan-
leg nytjajurt. Blómin voru þurrkuð,
mulin og notuð í duft til útrýming-
ar á skordýrum. í blómunum er
sem sé efni sem banvænt er fjölda
skordýrategunda. Þetta efni heitir
pyrethrum og er eitt elsta og ör-
uggasta skordýraeitur sem fæst
úr jurtum. Um þessa hlið jurtarinn-
ar mætti segja athyglisverða sögu
sem er of Iöng til þess að birta á
þessum vettvangi. Fræðiheiti Bisk-
upsbrárinnar var til skamms
tímapyrethrum roseum en nú orðið
er hún jafnan nefnd chrysanthem-
um coccineum.
Og hvað sem um þessa nytsemi
jurtarinnar má segja gleður hún
augað með fegurð sinni þegar
marglit körfublóm brosa við sól á
sumardögum. Ýmis nafngreind
afbrigði eru í ræktun, t.d. Eileen
Robinson, Scharlet Glow, Mrs.
Bateman Brown o.m.fl. Annars eru
blandaðir litir af fræi oftast á boð-
stólum. Biskupsbráin marglaunar
þá alúð sem lögð er við ræktun
hennar.
Signrlaug Árnadóttir, Hraun-
koti
r
m fr
▼ i tlt r a nrmtn
111 v uiyuu StflÍÍ
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðs-
þjónusta kl. 11 árdegis. Organ-
leikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmund-
ur Þorsteinsson.
ÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigur-
björnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Organisti Guðni Þ.
Guðmundsson. Sr. Pálmi Matt-
híasson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.
Ferming og altarisganga. Fermd
verður Arna Sif Jónsdóttir, Holta-
gerði 84, Kópavogi. Dómkórinn
syngur, organleikari Marteinn
Hunger Friðriksson. Sr. Hjalti
Guðmundsson. Ferðalag eldri
borgara í Dómkirkjusókn verður
farin miðvikudag 15. ágúst kl.
13.00 frá Dómkirkjunni. Sóknar-
nefnd.
VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14.
Sérstök bátsferð verður fyrir
kirkjugesti frá Sundahöfn kl.
13.30. Sr. Hjalti Guðmundsson.
ELLIHEIMILIÐ Grund: Guös-
þjónusta kl. 10. Sr. Kristinn
Ágúst Friðfinnsson.
FELLA- og Hólakirkja: Guðs-
þjónusta kl. 20.30. Prestur Guð-
mundur Karl Ágústsson. Organ-
isti Ragnar Ingi Aðalsteinsson.
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11.
Organisti Árni Arinbjarnarson.
Sr. Halldór S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón-
usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Jón Bjarman.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.
Ferming. Fermdur verður Hjalti
Sigurjón Andrason, Hjallabrekku
14, Kópavogi. Sr. Tómas Sveins-
son. Kvöldbænir og fyrirbænir
eru í kirkjunni á miðvikudögum
kl. 18. Prestarnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Þorbergur Krist-
jánsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja
Guðbrands biskups. Guðsþjón-
usta kl. 11. PrédikunJóna Hrönn
Bolladóttir stud. theol. Altaris-
þjónusta sr. Sigurður Haukur
Guðjónsson. Organisti Jón Stef-
ánsson. Kaffi eftir stundina.
Sóknarnefndin.
LAUGARNESKIRKJA: í dag,
laugardag: Messa í Hátúni 10b,
9. hæð kl. 11. Minni á guðsþjón-
ustuna í Áskirkju sunnudag.
Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Messa kl. 11.
Fermd verður Barbara Ösp Óm-
arsdóttir, Njálsgötu 67,
Reykjavík. Orgel- og kórstjórn
Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur
Óskar Ólafsson. Miðvikudag:
Guðspjall dagsins: Lúkas 16:
Hinn rangláti ráðsmaður.
Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr.
Guðmundur Óskar Ólafsson.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Messa kl. 11. Stig Petrone frá
Livets ord í Uppsölum prédikar.
Sr. GuðmundurÖrn Ragnarsson.
SAFNKIRKJAN, Árbæ: Guðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Kristinn
Ágúst Friðfinnsson.
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Lág-
messa kl. 8.30, stundum lesin á
ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág-
messa kl. 14. Rúmhelga daga
lágmessa kl. 18 nema á laugar-
dögum þá kl. 14. Á laugardögum
kl. 20 er ensk messa.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há-
messa kl. 11. Rúmhelga daga
lágmessa kl. 18, nema á fimmtu-
dögum þá kl. 19.30.
KFUM & KFUK: Kristniboðssam-
koma í kristniboðssalnum, Háa-
leitisbraut 58, kl. 20.30. Ræðu-
maður Jónas Þórisson fram-
kvæmdastjóri Hjálparstofunar
kirkjunnar.
HVITASUNNUKIRKJAN Fúa-
delfía: Safnaðarsamkoma kl. 11.
Ræðumaður Indriði Kristjánsson.
Barnagæsla. Almenn samkoma
kl. 20. Barnagæsla.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Helgun-
arsamkoma kl. 11. Útisamkoma
á Lækjartorgi. Hjálpræðissam-
koma kl. 20.30. Óskar Óskarsson
ásamt 23 manna æskulýðskór
frá Noregi sér um samkomuna.
Hópurinn verður í Keflavíkur-
kirkju sunnudagskvöld kl. 20.30.
GARÐAKIRKJA: Messa kl. 11.
Fermd verður Kristín Ósk Arn-
órsdóttir, Ölduslóð 9, Hafnar-
firði. Organisti Kjartan Sigurjóns-
son. Söngur: Svala Nielsen. Sr.
Bragi Friðriksson.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Hámessa kl. 10.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Guðs-
Hver er rettur
hinna heilbrig’ðu?
eftir Marjöttu
Isberg
Hér um daginn var ég að hlusta
á fréttaskýringaþátt í ríkisútvarp-
inu, en hann fjallaði um s.k. Sæ-
brautarmál, þ.e. hvort áfram megi
starfrækja vistheimili einhverfra
unglinga í Kjarvalshúsinu á Sel-
tjarnarnesi. Þegar leið á þáttinn
undraðist ég æ meir. Hlutdrægni
umsjónarmanns^ þáttarins duldist
nefnilega ekki. í allri umfjöllun var
gert lítið úr þeim atburðum sem
átt höfðu sér stað við Sæbraut og
sem íbúar götunnar höfðu kvartað
yfir. Athyglisvert var, að aldrei var
haft beint viðtal við fólk sem er á
móti staðsetningu heimilisins, en
oftlega talað við fólk sem er með
henni eða telur enga vankanta á
því að hafa slíkt heimili í íbúða-
hverfi. Niðurlag þáttarins voru orð
fulltrúa viðkomandi ráðuneytis, og
voru þau eitthvað á þessa leið: „Ég
vona, að farsæl lausn fínnist á þessu
máli og að heimilið megi starfa
áfram við Sæbraut.“
Eftir að hafa hlustað á þennan
þátt fylltist ég meðaumkun með
íbúum Sæbrautar, þó að ég þekki
engan þeirra né viti deili á þeim.
En af skrifum þeirra hafði ég þó
skilið, að návist við þessa einhverfu
unglinga hafði tekið töluvert á
taugar þeirra, þó höfðu þeir hingað
til eygt einhveija von um breyt-
ingu. Nú var hins vegar sýnt, að
mál þeirra var tapað, þar sem bæði
ráðuneytið og öflugasti fjölmiðill
landsins höfðu farið að berja á þeim,
auk þess vaska liðs hugsjóna-
manna, sem styður forstöðumann
Sæbrautarheimilisins í baráttu
hennar fyrir velferð vistmanna þess.
Nú vill svo til, að ég kynnti mér
lítillega mál einhverfra barna og
þjónusta kl. 11. Kaffi á könnunni
í safnaðarheimilinu að lokinni
messu. Sr. Einar Eyjólfsson.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Fermd verða: Omar
Þór Ögmundsson, Rakel Björk
Ögmundsdóttir og Róbert Svan-
ur Ögmundsson, Hörðuvöllum
4, Hafnarfirði. Sr. Sigurður Helgi
Guðmundsson.
KAPELLAN, St. Jósefsspítala:
Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga
daga lágmessa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
kl. 8.
YTRI-Njarðvíkurkirkja: Guðs-
þjónusta kl. 9.30. Kór Keflavíkur-
kirkju syngur. Organisti Örn
Falkner. Ath. breyttan messu-
tíma. Sr. Ólafur Oddur Jónsson.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Messa.
Altarisganga kl. 11. Kór Keflavík-
urkirkju syngur. Organisti Örn
Falkner. Sóknarprestur.
KAÞÓLSKA kapellan, Hafnarg.
71, Keflavík: Messa kl. 16 sunnu-
daga.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa
kl. 14. Sr. Bragi Friðriksson pró-
fastur setur Jónu Kristínu Þor-
valdsdóttur inn í embætti sókn-
arprests. Messukaffi að lokinni
athöfn. Sóknarnefndin.
ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14. Organleikari Einar
Sigurðsson. Sóknarprestur.
BRAUTARHOLTSKIRKJA, Kjal-
arnesi: Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
Gunnar Kristjánsson.
REYNIVALLAKIRKJA í Kjós:
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Gunnar
Kristjánsson.
AKRANESKIRKJA: Fermingar-
guðsþjónusta kl. 11. Fermd verð-
ur Rakel Sif Kristjánsdóttir,
Garðabraut 22. Organisti Jón Ól.
Sigurðsson. Mánudag kl. 18.30
fyrirbænaguðsþjónusta. Beðið
fyrir sjúkum. Sr. Björn Jónsson.
BORGARNESPRESTAKALL:
Guðsþjónusta í Borgarneskirkju
kl. 11. í Álftatungukirkju er guðs-
þjónusta kl. 16. Sóknarprestur.
Marjatta ísberg
„Eftir að hafa hlustað
á þennan þátt fylltist
ég meðaumkun með
íbúum Sæbrautar.“
unglinga í vetur, þar sem ég hugð-
ist sækja um sumarvinnu á þessu
margumrædda heimili. Til að vera
betur í stakk búin talaði ég m.a.
við nokkra einstaklinga sem hafa
starfað á slíkum heimilum, bæði
hér heima og erlendis. Einn við-
mælenda minna sagði orðrétt:
„Starfsmenn eru barðir bæði and-
lega og líkamlega." Ekki hefi ég
ástæðu til að rengja orð þessa
ágæta manns, sem hefur um árabil
unnið af ósérplægni að málefnum
einhverfra, og vinnur enn — af
hugsjónaástæðum. Einkennilegt þó,
að enginn þeirra, sem hafa óskað
íbúum Sæbrautar til hamingju með
heimilið, hefur haft hálft orð um
slíkt. Þvert á móti: Atburðum Sæ-
brautar er lýst sem lítilfjörlegum
atvikum og vistmenn sagðir vera
harla meinlausir, nema ef vera
skyldi sjálfum sér. Jafnframt er,
beint eða óbeint, látið í það skína,
að hin raunverulega ástæða kæru-
bréfa sé ótti íbúa Sæbrautar við
verðfall eigna þeirra.
Það getur vel verið, að íbúar
Sæbrautar hafí áhyggjur af verð-
falli eigna sinna og við skulum ekki
gera lítið úr því. En þær áhyggjur
draga ekki úr mikilvægi þess, að
einnig íbúar Sæbrautar fái að njóta
þess forna réttar, sem jafnvel hin
elstu norrænu lög tryggja mönnum:
Heimilis- og helgidagafriðar. Sem
sálfræðingur ætti forstöðumaður
Sæbrautarheimilisins einnig að vita,
að jafnvel einn einstakur, ógnvekj-
andi atburður getur valdið geð-
heilsu manna lang-, ef ekki ævar-
andi tjóni. Sérstaklega eru börn
viðkvæm, og atburðir sem þau skilja
ekki, skapa í þeim öryggisleysi.
Engar skýringar fullorðinna eða
sérfræðinga nægja til að leysa þau
úr viðjum þess.
Ég ber mikla virðingu fyrir þes-
um hópi hugsjónamanna, sem berj-
ast fyrir rétti fatlaðra og vinnur
illa launað eða ólaunað starf í þágu
þeirra. En þeir mega ekki blindast
svo af hugsjónum sínum, að þeir
sjái engin önnur sjónarmið nema
sín eigin. Við höfum engan rétt til
að traðka á hinum heilbrigðu um
leið og við beijum, fyrir velferð
hinna sjúku.
Því spyr ég: Hver er réttur hinna
heilbrigðu í þessu máli? Tekur eng-
inn málstað þeirra?
Höfundur er ffl. mag.