Morgunblaðið - 11.08.1990, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. AGUST 1990
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannssonj
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Ovissa í
austurviðskiptum
Mikil óvissa ríkir nú í heims-
viðskiptum. Ástæðan er
tvíþætt. Annars vegar hafa
markaðir ekki lagað sig að
breytingunum sem eru að verða
í Sovétríkjunum og fyrrum fylg-
iríkjum þeirra, hins vegar er
ástandið við Persaflóa þannig
að olíuverð^ getur rokið upp úr
öllu valdi. Áhrifa þessara svipt-
inga gætir þegar hér á landi.
Undanfarið hafa borist fréttir
um að Sovétmenn standi ekki í
skilum við íslenska útflytjendur.
Óskilvísi af þessu tagi er síður
en svo bundin við Islendinga
eina. Hún setur æ meiri svip á
viðskipti við Sovétríkin. Stjórn-
völd í Moskvu eru tekin til við
að skipa lánardrottnum sínum
í forgangsröð og mismuna selj-
endum. Þannig var frá því
skýrt, að Sovétmenn ætluðu að
nota gull og gimsteina til
greiðslu á korni. Skortur á
brauði hefur gert vart við sig í
Sovétríkjunum og Kremlverjar
vita sem er, að þeir halda ekki
völdunum lengi, ef ekki er einu
sinni unnt að kaupa brauð í ríki
þeirra.
Breytingarnar í Austur-Evr-
ópu hafa meðal annars leitt til
þess, að verð á kísiljárni hefur
lækkað. Af þessum sökum
stendur rekstur Islenska járn:
blendifélagsins nú í járnum. í
Morgunblaðsfrétt í gær kemur
fram, að mjög mikið af ódýru
kísiljárni hafi borist frá Austur-
Evrópu, einkum Austur-Þýska-
landi, Póllandi og Sovétríkjun-
um. Þessar þjóðir eru reiðubún-
ar að selja framleiðslu sína á
mjög lágu verði svo framarlega
sem þær fá greiðslu í gjald-
gengri mynt. Innbyrðis viðskipti
kommúnistaríkjanna voru allt
annars eðlis en venjuleg heims-
viðskipti og gjaldmiðlar þeirra
eru einskis virði, þegar þeim er
hætt. Nú þurfa þau gjaldeyri
hvað sem hann kostar og eru
tilbúin til að láta gamla gervi-
verðið gilda gagnvart öðrum
þjóðum svo framarlega sem þær
greiða í skiptanlegum gjaldeyri.
Sovétríkin og fyrrum fylgiríki
þeirra geta ekki haldið lengi
áfram að selja kísiljárn eða ann-
an varning langt undir kostnað-
arverði. Agi markaðarins neyðir
þau til þess að endurskipuleggja
rekstur sinn og laga hann að
því sem gerist annars staðar eða
hætta starfseminni. Þessar
þjóðir búa allar við orkuskort
og þar að auki falskt orkuverð.
Þær standa nú frammi fyrir
verðsprengingu í olíuverði, bæði
vegna atburðanna við Persaflóa
og ákvarðana Sovétmanna um
að láta heimsmarkaðsverð gilda
gagnvart fyrrum fylgirikjum
sínum. Enginn veit á þessari
stundu, hvernig brugðist verður
við þessum gífurlega orku-
vanda.
Við íslendingar hljótum að
fylgjast náið með því hver fram-
vindan verður í efnahagslífi
gömlu kommúnistaríkjanna.
Þau eru greinilega í senn keppi-
nautar okkar og markaður fyrir
íslenskar vörur. íslenskir aðilar
hafa nú þegar stofnað til sam-
vinnu við fyrirtæki, til dæmis í
Ungveijalandi, um að virkja
jarðvarma til orkuvinnslu. Aðil-
ar sem hafa haft áhuga á reisa
hér stóriðjufyrirtæki kunna að
sjá ný tækifæri skapast í
Áustur-Evrópulöndunum. Þeir
sem hafa framleitt fyrir kröfu-
lausan markað kommúnistaríkj-
anna standa frammi fyrir því,
að aðferðir þeirra eru orðnar
úreltar og duga ekki fyrir neinn
markað.
Á þessum óvissutímum er
mikilvægt að íslensk stjórnvöld
knýi ekki framleiðendur eða
innflytjendur með opinberum
fyrirmælum til að stunda aust-
urviðskipti. Þau verða að fá að
þróast í samræmi við afnám
fjötranna í austri.
Ureltar
hugmyndir
Breytingarnar í austri hafa
ekki aðeins áhrif á við-
skipti. Á ráðstefnu um afvopnun
á höfunum, sem haldin var í
Kanada fyrir skömmu, sagði
sovéskur sérfræðingur, að hug-
myndin um takmörkun vígbún-
aðar á höfunum væri orðin úr-
elt. Hann sagði meðal annars,
að engar ráðstafanir til að draga
úr vígbúnaði á höfunum myndu
verða betri til að verja Sovét-
menn fyrir árásum á höfunum
en að þeir gengju til heilshugar
samstarfs við lýðræðisþjóðirnar.
Gildi öflugs herflota hefur
sannað sig í viðbrögðunum við
innrás íraka í Kúvæt. Innrásin
hefur einnig sýnt, að Sovétmenn
eru reiðubúnir til samstarfs við
lýðræðisríkin, sem hefði verið
óhugsandi fyrir fáeinum misser-
um. Ætli Sovétmenn gangi ekki
til liðs við Bandaríkjamenn um
að tryggja sem mest frelsi fyrir
flota á heimshöfunum?
*
Ferð Frekjunnar til Islands fyrir 50 árum;
4
Þökkum enn fyrii' að k
lifandí gegnum þessa ]
„SKOLLANS hundaheppni, tuð-
aði hafnarvörðurinn í Kristian-
sand, þegar honum var sagt hvar
við hefðum siglt. Hann sagði okk-
ur hafa farið horna á milli yfir
duflabelti og þótti með ólíkindum
að við stæðum fyrir framan hann
eftir slíka siglingu. Þetta var þó
fremur upphaf háska okkar en
endalok. Einungis fyrsti áfangi
ferðarinnar að baki. Ef til vill var
mesta hættan í allri ferðinni inn-
anborðs. Dælan í kjalsoginu, sem
Björgvin vaktaði alla leiðina frá
Danmörku til íslands, eins og
gersemi, þegar báturinn fór að
velta láku síðurnar svo mikið að
báturinn hefði sokkið fyrstu nótt-
ina, ef Björgvin hefði ekki alltaf
verið að hreinsa úr henni draslið
úr kjalsoginu. Björgvin Frede-
riksen féllst á að rifjað upp ferð
Frekjunnar sumarið 1940, ásamt
Ulfari Þórðarsyni augnlækni sem
var skipskokkur í leiðangrinum.
I dag 11. ágúst, er hálf öld liðin
síðan Islendingarnir sjö sem
sigldu heim á Frekjunni komu til
hafnar í Reykjavík.
Þeir Björgvin og Ulfar rifjuðu
þessa ferð upp með blaðamanni
Morgunblaðsins í samtali fyrir
nokkru.
„Kollan var líkari kóralrifi en bát
þar sem hún lá græn af þangi og
þara við höfninni í Fredrikshavn,"
segir Björgvin. „Ekki þótti okkur
hún líkleg til langferða, enda ógern-
ingur að fá hana tryggða í Dan-
mörku. Þeir sögðu um okkur í Frede-
rikshavn, að það væru þarna sjö vit-
lausir íslendingar sem ætluðu að
drekkja sér. Engu að síður varð það
úr að fest voru kaup á dallinum,
enda ódýr. Dekkið var sett stálbiki,
gert við segl og reiða. Við snerum
okkur til seglasaumara í bænum.
Sá hét Mortensen og vissi ekki aura
sinna tal. Hann var svo ríkur að
hann hafði byggt sér loftvarnarbyrgi
úr tómum kaðalrúllum á hafnar-
bakkanum og við Lárus fórum þang-
að stundum í kaffi og lygasögur.“
Lárus Blöndal Bjarnason frá Si-
glufirði var skipstjóri í ferð Frekj-
unnar til íslands. Hann er nú látinn
fyrir 36 árum. Með honum sigldu
þeir Gísli Jónsson vélstjóri og síðar
alþingismaður, Theodór Skúlason
læknir og Konráð Jónsson skrif:
stofumaður. Þeir eru allir látnir. í
ferðinni var einnig Gunnar Guðjóns-
son fyrrum skipamiðlari, auk Björg-
vins og Úlfars, sem hafa orðið hér
á eftir.
„Eftir að Gísli hafði fengið nauð-
synlega pappíra vorum við kallaðir
til skráningar allir sjö í sendiráð ís-
lands í Kaupmannahöfn," segir
Björgvin. „Við vorum kampakátir
yfir því að fá loksins fararleyfi og
höfðum ekki smálegt gaman af að
sýna bréfið Tryggva Svörfuði Svein-
björnssyni sem vann í sendiráðinu.
Þegar hann hafði jafnað sig á þess-
um málalyktum eftir margra vikna
þref spurði hann Gísla, formfastur
eins og jafnan, hvað skipið ætti að
heita. „Frekjan," sagði Gísli, „hvern-
ig líst yður á nafnið?" Tryggvi renndi
gleraugunum fram á nefbroddinn
og svaraði „það á vel við yður“. Sá
góði maður gat nefnilega svarað
fyrir sig.
Við lögðum úr höfn í Frederiks-
havn 21. júlí 1940. Þar með hófst
allt okkar basl. Það var ekki verandi
undir þiljum þegar bátskelin fór að
velta og skólpið skvettist upp um
allt svo sveið í nasirnar af fýlunni.
Þetta var dammbátur fyrir lifandi
fisk og lestin því full af sjó. Það var
geysilegt basl að halda gangandi
lensidælu og mótor, af þessu þorði
maður ekki að líta, þessum forngrip-
um. Aldrei mátti drepast á herleg-
heitunum. Þess vegna var ekki baga-
legt að hafa koju rétt fyrir aftan
mótor og dælu. Það eina sem að
plássinu mátti finna var fýlan og
hávaðinn sem aldrei mátti linna.
Eftir svo sem eilífð komumst við
til Noregs, gegnum spýtnabrak og
vandræði, hraktir og sjóveikir. Talið
var að við Úlfar værum' slappastir,
enda engin hollusta að liggja hjá
vélinni og dæla út skolpi. Þokan var
þétt þegar við komum til Kristians-
sand og við höfðum eytt mestu loft-
inu af kútnum í þokulúðurinn. Þjóð-
verjarnir vissu ekkert hvar við höfð-
um siglt og þegar við sögðum frá
leiðinni svaraði norskur hafnarvörð-
ur „Svineheld, þið hafið farið horna
á milli duflabeltið."
Það var afskaplega erfitt fyrir
okkur að koma þarna í land. Norð-
mennirnir voru kúgaðir til að skipa
upp fallstykkjum og skriðdrekum til
að nota gegn eigin mönnum, sem
ennþá vörðust. Eg hef ekki eftir
orðbragð þeirra í garð Þjóðverja, það
ratar góðu heilli í glatkistuna með
svo mörgu öðru frá þessum tíma.
Næst sigldum við alla leið til Berg-
en með viðkomu í Stavanger og
Haugasundi. Þótt talið væri megn-
asta óráð að fara með ströndinni
vegna duflahættu sigldum við innan
skeija til að rata rétta leið. Þegar
kom inn Bergensfjörð var lágsjvað
og við sáum ótal tundurdufl í girð-
ingum. En Lárus beygði milli þeirra
eins og ekkert væri sjálfsagðara og
einhvern veginn náðum við landi.
Ferðaleyfið dugði til Bergen en þar
áttum við að leita frekari fyrirmæla
á skrifstofu herstjórnarinnar."
Úlfa'r, sem setið hefur þegjandi
og látið Björgvin um að rilja upp
ferðasöguna „af því að hann muni
svo miklu betur alla atburði," segir
-Neuman hafnarstjórann þýska hafa
reynst þeim skipsfélögum vel í Berg-
en. „Eftir mikla veislu um borð í
Frekjunni staulaðist kafteinninn í
land gjöfum hlaðinn. Um leið og
hann hvarf fyrir skúrhornið var lagt
af stað heim. Eftir stórkostlega sigl-
ingu gegnum skeijagarðinn komum
við til Holman Graa, en þar lágum
við eina nótt. Þaðan hefur frá alda-
öðli verið tekin stefna á ísland.
Færeyjar risu eftir 3 daga upp
úr svartri þokunni og þar köstuðum
við akkerum næst. Þá sannaðist enn
einu sinni snilli Lárusar kafteins,
hann stýrði okkur gegnum hnaus-
Vélskipið Frekjan. Myndin er teki
Björgvin Fredriksen vélsmiður og
í hópi sjö ævintýramanna sem lög(
lands meðan stríðið geisaði.
þykkan grámann inn í höfnina án
þess nema rétt að hreyfa stýrið.
Bretar tóku á móti okkur í Þórs-
höfn. Þar þekkti ég strax,“ sagði
Úlfar, „togarann Imperialist sem
Tryggvi Ófeigsson stýrði, á sínum
tíma. Þetta var stærsti togari í Norð-
urhöfum fram að seinna stríði og
Bretar vopnuðu hann. Frekjan var
bundin utan á hann.“
„Okkur var bannað að yfirgefa
dallinn og staðin yfir okkur byssu-
stingjavakt. Þarna voru skoskar her-
deildir og mér fannst heldur spaugi-
legt að sjá þessa grófgerðu kalla í
hnjásokkum og köflóttum pilsum.
Þeir líktust ekki par háskotunum í
Edinborg. Og ekki höfðu þeir haft
áhuga á að hjálpa Englendingum
Fyrirlestur um alnæmi:
Hver o g einn ábyrg
ur fyrir sjálfum sér
DR. VAN Blerk Mayers frá Mary-
land í Bandaríkjunum hélt fram-
sögu á fundi um útbreiðslu og
aðgerðir gegn alnæmi sem Land-
lækniusembættið gekkst fyrir í
gær. Hún miðaði mál sitt við að-
stæður í Bandaríkjunum. Mayers
minnti á það að alnæmi væri ekki
sjúkdómur áhættuhópa heldur
sjúkdómur vegna áhættusams at-
ferlis. Þegar menn fyllast vonleysi
gagnvart alnæmi ættu þeir að
huga að því hve mikil þekking
hefur aflast á síðustu níu árum
og hve lítið er vitað um ýmsa aðra
sjúkdóma eins og t.d. berkla.
Útbreiðsla alnæmis vex enn og eru
flestir sjúklingar 29-40 ára. Enn er
tíðnin hæst meðal samkynhneigðra,
næsthæst meðal eiturlyfjasjúklinga
sem sprauta sig, en tíðni meðal gagn-
kynhneigðra eykst jafnt og þétt.
Hlutfállslega fjölgar tilfellum meðal
svartra og fólks af spænskumælandi
uppruna en fækkar meðal hvítra.
Enn berst alnæmissýking við blóð-
gjafir í Bandaríkjunum, jafnvel þótt
allt blóð sé skimað. Mæður flestra
barna sem fæðast með alnæmi eru
sprautusjúklingar eða rekkjunautar
sprautusjúklinga. Um 70% líkur eru
á því að barn móður með alnæmi
verði heilbrigt ef móðir og barn fá
rétta meðferð, að sögn Mayers. I ljós
kemur á fyrstu 23 mánuðum eftir
fæðingu hvort barnið er sýkt eða
ekki.
Miklar vonir eru bundnar við mót-
efni. Ekkert bendir til þess að það
finnist á næstu 8-10 árum. Nú er
verið að gera tilraunir á sjimpönsurm