Morgunblaðið - 11.08.1990, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990
C
fclk í
fréttum
Norð-
maður-
inn
Svein
Djume.
Leitar skýringa á
vinnusemi Islendinga
að orð virðist fara af íslendingum erlendis að þeir séu með eindæm-
um vinnusamir. Hér á landi er staddur Norðmaður, Svein Djume að
nafni, sem er að kynna sér hvort eitthvað sé hæft í þessu. Djume er trún-
aðarmaður starfsfólks í stærsta innlánsbanka Noregs, ABC bank. Bank-
inn mun sameinast fimm öðrum norskum bönkum á næstunni. Var ákveð-
ið að gera endurbætur á vinnuháttum í bankanum af þessu tilefni. Ákveð-
ið var að leita fanga erlendis, að sögn Djume, og kom mönnum þá ísland
í hug því þar væru menn svo vinnusamir. Djume sagðist hafa nokkrar
tilgátur um hvemig á því stæði að Islendingar væru svona jákvæðir í
garð vinnunnar og myndi hann reyna að sannreyna þær. Til greina kæmi
að Islendingar hlytu vinnusemina í vöggugjöf og eins væri möguleiki að
einhverjir þættir í uppeldi yllu þessu. Svo fannst Djume ekki ólíklegt að
Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, hefði með einhveijum hætti þessi
jákvæðu áhrif á landa sína.
Djume dvelst hér á landi í viku og mun hann skila skýrslu um niður-
stöður sínar þegar heim er komið. Hér ræðir hann við starfsmenn Félagsv-
ísindadeildar Háskólans, stéttarfélög, forstöðumenn Vinnuskóla Reykjavík-
ur og ýmsa aðila í atvinnulífinu.
Morgunblaðið/RAX
AFKÖST
TILRAUN
Kvikmynd um
eigin vandamál
Samskipti, sambúð og tvö hjóna-
bönd þeirra Melanie Griffith og
Don Johnsons hafa jafnan verið
stormasöm, enda skapstórir lista-
menn á ferðinni og á árum áður kom
neysla fíkniefna við sögu. í seinni
tíð er Melanie búin að afvatna og
aflyfja sig og Don heldur í við sig
eins og hann frekast getur. Gengur
allt betur en nokkru sinni fyrr þrátt
fyrir stöku hliðarspor Dons í kvenna-
málum enda eftirsóttur og trúlega
erfitt að standast allar freistingar.
En þau gefa sig hvergi og benda
á, að til marks um betri tíma og blóm
í haga þá séu þau nú að vinna að
sinni fyrstu kvikmynd saman, en
hjón og sambýlisfólk hefur áður gert
slíkt með góðum árangri. Má nefna
Förm Fawcett og Ryan O’Neil og
þau Goldie Hawn og Kurt Russel til
marks um það. Slík samvinna hefur
tengt hjón og sambýlisfólk enn sterk-
ari böndum er sagt, og þau Don og
Melanie ætla að freista hins sama.
Kvikmynd þeirra heitir „Labor of
Love“ og þykir lýsa betur en nokkur
orð gangi mála í samskiptum þeirra
í gegn um tíðina. Það er kannski
kaldhæðnislegt, að myndin ergam-
anmynd þar sem gert er grín að eigi
ósvipuðum uppákomum og hafa hvað
eftir annað nær riðið hjónabandi
þeirra að fullu.
ŒS5S
ROD STEWART
ENN YFIRGEFINN
Rokkaranum Rod Stewart helst
illa á sambýliskonum. Nú er
þriðja sambýliskona hans, fyrirsæt-
an snotra Kelly Emberg, farin frá
honum eftir sjö ára sambúð. Hún
hafði þriggja ára dóttur þeirra,
Toby, með sér. Ástæðan fyrir þess-
um hremmingum Rods í einkalífinu
er að hann stenst ekki freistingarn-
ar þegar hann er á hljómleikaferð-
um. Kelly hefur ekki alltaf getað
fylgt Rod vegna eigin starfa og þá
flykkjast ungar og fagrar snótir að
Rod með þeim afleiðingum að hann
gleymir stað og stund.
Fyrsta sambúð Rods var með
kynbombunni Britt Ekland sem rúði
hann inn að skinninu. Þar næst kom
langur sambúðartími með Alönu
Hamilton, eða Alönu Stewart eins
og hún hefur ætíð kallað sig þrátt
fyrir skilnað þeirra. Með Alönu átti
Rod tvö börn sem alist hafa upp
hjá móður sinni. Um síðir tók hann
síðan saman við Kelly Emberg sem
kom m.a. með honum hingað til
lands um árið er rokkgoðið krýndi
fegurðardrottningu íslands fyrir
fullu húsi.
ÁKVÖRÐUNARSTAÐUR
STAÐSGTNING
TÍMASGTNING
UPPÁKOMUR
HOLLYWOOD
RGYKJAVÍK (JÖRÐIN)
23:04:37 LAUGARDAG
HLJÓMSVGITIN AUDIO-2
/Á
|fTuG 7 . - HOLLY 1 .. ..
1 | Íií
Mjniiu
KONGAFOLK
Hertogaíj ölskyldan flytur
HHertogahjónin af York í
Bretlandi hafa í ýmsu að
snúast. Auk tímafrekra
skyldustarfa þurfa þau að
sinna börnunum, Beatrice og
Eugenie, og hafa eflaust hönd
í bagga með framkvæmdum
Laugavegi 45 • Sími 626120
Líttu við á L.A. Café
Sjón er sögu ríkari
Frábær skemmti-
staður
Kokkar:
Eiríkur Friðriksson
°9
Geiri Sæm
STAÐUR MEÐ STÍL
við framtíðarheimili fjölskyld-
unnar í Berkshire.
Búist er við að fjölskyldan
flytji þangað í haust en fram-
kvæmdum við bíósal og billj-
ardherbergi er enn ekki lokið.
Þá á eftir að ganga frá hest-
húsi, sundlaugogtennisvelli.
Hins vegar er búið að ljúka
bamaálmunni og mála her-
bergi systranna, Beatrice og
Eugenie. Beatrice fær bleikt
og ljósgult herbergi en Eug-
enie blátt og ljósgult.
Hertogahjónin, Andrés og Sara, með börnin tvö, Eug-
enie, sem fæddist 23. mars, og Beatrice.