Morgunblaðið - 11.08.1990, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990
33
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Fer ekki nema hluti fjár-
hæðarinnar 1 þágu aldraðra?
Til Velvakanda.
Álagningarseðlarnir eru komnir
í hendur landsmanna og minn í
mínar hendur. Það var mér mikið
undrunarefni þegar stóð á seðlinum
að mér bæri að greiða 3.160 kr. í
Framkvæmdasjóð aldraðra. Ég vissi
ekki af þessum skatti en las um
hann í grein Geirs H. Haarde Slysa-
skattur orðinn að veruleika, sem
birtist í Morgunblaðinu 8. ágúst.
Þar segir að inn komi 340 milljónir
króna en ekki nema hluti af því fari
í Framkvæmdasjóð aldraðra og af-
gangurinn í aðra starfsemi ríkis-
sjóðs. Hvað er að gerast? Borgum
við nú ekki nógu hátt hlutfall af
tekjum til ríkissjóðs þó þetta bætist
ekki við?
Það sem gert er fyrir gamla fólk-
ið er allt góðra gjalda vert - og
mætti oft á tíðum vera meira. En
ef það er rétt að ekki nema hluti
þessara 340 milljóna fari í þágu
þeirra krefst ég skýringa. Aldrei
sá ég eða heyrði í fjölmiðlum um
þetta gjald í Framkvæmdasjóð aldr-
aðra fyrr en álagningarseðillinn var
kominn í mínar hendur. Er ekki
rétt að leyfa skattgreiðendum að
fylgjast með því sem er að gerast
og hvað gert er við þessar fjárhæð-
ir sem teknar eru af þeim í þessu
formi sem Geir hefur nefnt „slysa-
skatt". Fullnægjandi skýringar
hljóta að vera til í þessu máli.
Skattgreiðandi
Vilja menn
álver eða
ekki?
Til Velvakanda.
Akureyringar kvarta yfir slæmu
ástandi í atvinnumálum og segja
að ef ekkert komi til sem gæti
breytt því þá stefni allt í voða í
bæjarfélaginu. Og í þessu sambandi
hafa margir nefnt álver staðsett í
Eyjafirði sem hugsanlega gæti
bjargað þessu bága atvinnuástandi.
En svo skrifa á fjórða tug framá-
manna búsettir í nágrenni Eyjar-
fjarðar undir skjal þess efnis að
álver við Eyjafjörð myndi stofna
byggða- og atvinnuástandi á svæð-
inu í hættu. Væri ekki ráð að ákveða
hvað er best fyrir atvinnuástandið
á þessum slóðum? Vilja menn álver
eða vilja menn ekki álver?
Helga Sigurðardóttir
Illa drukknir unglingar
eyðileggja fallegt umhverfi
Til Velvakanda.
Mér blöskrar sú umgengni sem
viðhöfð var í Vaglaskógi um versl-
unarmannahelgina og nú þarf
líklegast að loka aðaltjaldsvæðum
skógarins það sem eftir er sumars
vegna þessa.
Á svæðinu voru víst unglingar
allt niður í 13 ára. Hvaða foreldrar
eru það sem hleypa svo ungum
börnum í slíka útilegu þar sem fyrir-
fram er vitað að áfengi verður haft
um hönd? Hvar er ábyrgð foreldr-
anna?
Ég styð þá hugmynd heilshugar
að loka skóginum um verslunar-
mannahelgar hér eftir, því það er
ótækt að illa drukknir unglingar
með enga virðingu fyrir umhverfi
sínu fái að spilla og eyðileggja fal-
legt útivistarsvæði. Það eru ófagrar
lýsingarnar sem komið hafa fram
í fjölmiðlum um skemmdir þær sem
unnar voru þarna. Og svo bitnar
þetta á fólki sem einungis vill njóta
fegurðar og útivistar þegar þarf að
loka svæðinu það sem eftir lifir
sumars.
Magnús Jónsson
Þessir hringdu . .
Góðir þættir á Stöð 2
Björn Ingi hringdi:
„Stöð 2 sýnir á sunnudags-
kvöldum þætti sem heita „Capital
News“ eða í fréttum er þetta
helst. Ég vil þakka fyrir þessa
þætti sem mér finnast vera mjög
góðir."
Fullsnemmt að minna á jólin
Guðjón hringdi:
„Er nú ekki fullsnemmt að
minna á jólin um mitt sumar. í
útvarpinu um daginn var verið
að leika jólalög með Elvis Presley
og nú eru komnar jólahannyrða-
vörur í útstillingaglugga verslun-
ar í miðbænum. Eigum við ekki
að leyfa sumrinu að líða áður en
jólafárið byrjar?"
Hjól í óskilum
Nýtt karlmannshjól, svart og
blátt, er í óskilum. Upplýsingar í
síma 14530.
Týndlæða
Grábröndótt ómerkt læða, 5-6
mánaða, hvarf frá Álfheimum 56,
fimmtudaginn 2. ágúst. Þeir sem
hafa orðið læðunnar varir eru
beðnir að hringja í Hafdísi í síma
681147 eða 672255.
Kötturtýndur
Grábröndóttur fressköttur með
hvítar loppur og bringu hvarf frá
heimili sínu í Kópavoginum. Kött-
urinn er eyrnamerktur ROH114.
Þeir sem vita um hann eru beðnir
að hringja í síma 40867.
Tapaði myndavél
Canon-myndavél tapaðist á
Leggjabrjótsleið, austan til, um
síðustu helgi. Finnandi vinsam-
lega hringi í síma 657935.
Munir í óskilum
Á skiptiborði Tryggingastofn-
unar ríkisins eru í óskilum litlir
nýir bláköflóttir barnaskór og
gleraugu (hálf) í vönduðu grá-
brúnu hulstri. Eigendur geta
hringt í Tryggingastofnun í síma
604400.
Myndavél tapaðist
Pentax-myndavél tapaðist á
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Finnandi hringi í síma 652761.
BMX-hjól hvarf
BMX turbo-hjól, svart án lukt-
ar, hvarf frá Byggðarenda aðfara-
nótt sunnudags. Þeir sem vita um
hjólið eru beðnir að skila því til
Braga Bergþórssonar eða hringja
í síma 33979.
Geta farið í bað 365 daga
ársins
Karl hringdi:
„Fyrir stuttu var spurt í Vel-
vakanda um baðaðstöðu fyrir þá
sem hefðu ekki bað heima fyrir.
Sundlaugin á Hótel Loftleiðum er
opin til kl. 21.30 alla virka daga
og opin fyrir almenning alla 365
daga ársins. Fólk ætti því ekki
að vera í vandræðum með að kom-
ast í bað.“
Kettlingur hvarf
Grár lítill kettlingur hvarf frá
Unnarsbraut 4 á Seltjarnarnesi.
Þeir sem vita um kettlinginn eru
beðnir að hringja í síma 611205
á kvöldin.
Tapaði dökkbláum
kvenjakka
Dökkblár kvenjakki tapaðist í
júní/júlí í Reykjavík. Jakkinn er
úr ull og poliester, nr. 10 með
gylltum hnöppum frá Glenwick-
fyrirtækinu. Finnandi er beðinn
að hringja í Margréti í síma
79552. Fundarlaunum er heitið.
Kringlan heldur upp
á þriggja ára afmælið
NÚ ERU liðin þrjú ár frá því að
rekstur hófst í Kringlunni og þar
með voru innleiddir nýir verslun-
arhættir á Islandi. Af þessu til-
efni verður afinælisstemnming í
Kringlunni eftir hádegi mánu-
daginn 13. ágúst.
1 Kringlunni geta viðskipavinir
gert á sama stað öll hélstu inn-
kaup; farið á veitingastaði, fengið
ýmsa þjónustu, eins og póstþjón-
ustu, bankaþjónustu, fatahreinsun,
leigu á tækjum, ferðaþjónustu,
verðbréfaþjónustu og heilbrigðis-
þjónustu. Til að koma til móts við
óskir viðskiptavina er afgreiðslutími
í Kringlunni annar en áður hefur
tíðkast hér á landi. Verslanirnar eru
opnar mánudaga til föstudaga frá
kl. 10.00-19.00 og til kl. 16.00 á
laugardögum, nema í júlí og ágúst
eru verslanir opnar til kl. 14.00 á
laugardögum. Matvöruverslun
Hagkaups er opin til kl. 19.30 á
föstudögum. Veitingastaðirnir eru
ennfremur opnir á kvöldin og á
Mýrdalsjökull:
Skíðalyfta
opin í ágúst
SKÍÐALYFTA Ungmennafélags-
ins Drangs í Vík í Mýrdal verður
opin í ágúst en lyftan er um 12
kílómetra frá þjóðveginum, að
sögn Ástu Stefánsdóttur, sem
sæti á í stjórn skíðalyftunnar.
Ásta Stefánsdóttir sagði að um
tveggja klukkustunda akstur væri
frá Reykjavík að skíðalyftunni og
vegurinn frá Vík í Mýrdal að lyft-
unni væri fær öllum fjórhjóladrifn-
um bílum. Skíðaiyftan, sem er um
350 metra löng toglyfta, er opin frá
klukkan 11 til 18 um helgar. Full-
orðnir þurfa að greiða 500 krónur
til að komast í lyftuna en börn 300
krónur. Skíðalyftan var sett upp í
fyrrasumar og var þá opin um helg-
ar í júlí og ágúst.
sunnudögum, skyndibitastaðirnir til
kl. 20.00 og Hard Rock Café til kl.
23.30.
Á afmælisdaginn, sem er 13.
ágúst nk., koma eftir hádegi í heim-
sókii í Kringluna félagar frá Cirkus
Espania, Rokklingarnir skemmta
og Kátir krakkar sýna dans. Það
verður leikið við börnin, þau máluð
og sett verða upp leiktæki, bæði
innandyra og fyrir utan húsið. Boð-
ið verður upp á Coca Cola og dreift
verður Kringlublöðum, fánum o.fl. __
í tilefni dagsins verða sumar versl-
anir og veitingastaðir með sérstök
afinælistilboð.
díV
TRÉVERK
í allt húsið
óskum viöskiptavina
eldshúsinnréttinpar, fataskápa,
baðinnréttingar og sólbekki.
Leitió tilboóa.
Eigum baóinnréttíngar á lager.
Sjáum um uppsetningu efþarf.
Innanhússarkitekt til
aðstoðar á staðnum.
VV
innréttingar,
Dugguvogi 23, sími 35609,
gæðanna vegna.
Opið í dag frá kl. 10-16.
Blaðberar
óskast
Sími691253
AUSTURBÆR
Skipholt 1
Ubiti*
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁRÁÐHÚSTORGI
SÖSybo«.9si