Morgunblaðið - 11.08.1990, Page 36

Morgunblaðið - 11.08.1990, Page 36
Islenska óperan: Engar sýningar fá- ist ekki ríkisaðstoð Operan skuldar um 35 milljónir króna Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Álseyingar hamfletta veiði sína. I forgrunni eru lundabreiður til kælingar. Lundaveiði að ljúka í Eyjum: Lundinn hamflettur úti í eyju Vestmannaeyjum. LUNDAVEIÐI er nú um það bil að ljúka. Veiðin hefur geng- ið vel í Eyjum og eru veiðimenn ánægðir með feng sinn. Lundatíminn hófst í byijun júlí. Frekar lítil veiði var fyrstu dagana þar sem ekki viðraði vel en eftir að viðvarandi austlægar áttir tóku við glæddist veiðin og hefur verið góð í flestum eyjunum. Þó lund- atíminn sé alltaf með svipuðu sniði þá var eitt óvenjulegt við veiðina í sumar. Illa gekk að fá lundann geymdan í landi og urðu því veiði- menn að taka á það ráð, í suraum eyjunum, að hamfletta lundann úti í eyju. Þetta hefur ekki verið gert áður, að neinu marki, en nú var ekki um annað að ræða ef losna átti við fuglinn til geymslu í frosti. Það var því oft handagangur í öskjunni þegar hamfletting stóð yfir og hundruð lundabringa voru rifnar úr hamnum á skammri stundu. Grímur Úthafsrækjukvótinn aukinn um 10%: Kvótaaukning gæti aukið út- flutningstekjur um 500 millj. EF EKKI kemur til styrkur frá hinu opinbera stefnir í að engin starfsemi verði hjá íslensku óperunni á næsta leikári. Garð- ar Cortes, óperustjóri, segir að núverandi styrkveiting frá ríkinu nægi einungis til að greiða húsnæðiskostnað óper- Sjómenn á tognrum ÚA: Gerð krafa umhærra fiskverð SJÓMENN á tveimur togurum Útgerðarfélags Akureyringa, Harðbaki og Kaldbaki, hafa sent forráðamönnum útgerðar- innar bréf þar sem þeir krefjast leiðréttingar á skiptaverði afla. Áhafnir Svalbaks og Hrímbaks hyggjast einnig senda samskon- ar bréf. Sjómenn á togurum Útgerðar- félags Akureyringa telja aðskipta- verð það sem þeir fái frá ÚA fyr- ir fisk sem skipin leggi upp sé talsvert lægra en meðalskiptaverð til allra ísfiskskipa á landinu. Fái til dæmis skip sem landi á mörkuð- um mun betra verð. Samkvæmt útreikningum sem sjómennirnir hafa gert er munurinn á meðal- verði ísfiskskipa og skiptaverði Kaldbaks rétt rúmar tíu krónur og hvað Harðbak varðar fjórtán krónur. Vilhelm Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, sagðist ekkert hafa um þetta mál að segja á þessu stigi. Málið væri í skoðun og stæðu vonir til að hægt yrði að leysa það með friði og spekt. Sjá á Akureyrarsíðu bls. 21 unnar og laun fastra starfs- manna. Garðar segir að skuldir íslensku óperunnar séu nú 35 milljónir króna og megi rekja þær til þess að heildarkostnaður við uppsetn- ingu sýninga sé mun meiri en þær tekjur sem fást af aðgangseyri. Það kosti 10-12 milljónir að setja upp sýningu og kostnaður við hvert sýningarkvöld sé síðan 950 þúsund krónur. Ef sala aðgöngu- miða ætti að standa undir þessum kostnaði yrði hver miði að kosta um átta þúsund krónur. Ef starfsemi íslensku óperann- ar á að halda áfram verði að koma til fjárveiting vegna skulda hennar og síðan fast fimmtíu milljón króna framlag á ári vegna rekstr- ar húss óperunnar og kostnaðar við uppsetningu sýninga. „Óbreytt ástand í fjármálum frá því sem nú er þýðir að við getum ekkert gert enda era engin áform uppi um óperustarf á næsta leik- ári,“ sagði Garðar Cortes. Hann sagði að tveggja manna nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins væri nú að athuga málefni íslensku óper- unnar og væri sú nefnd eina vonin sem menn eygðu. Sjá viðtal bls. 5. Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að auka veiðiheimildir á úthafsrækju til rækjuveiðiskipa um 10%. Alls hafði verið úthlutað um 22.000 tonnum og verður við- I bótin því 2.200 tonn og heildin I rúm 24.000. Auk þess má veiða 5.000 tonn af rækju innan fjarða og veiðar á Dorhnbanka eru I frjálsar. Aukning þessi gæti gef- I ið um 550 milljónir króna í út- flutningsverðmæti. Hafrannsóknastofnun mælti með því í fyrra að úthafsrækjuveiðin yrði ekki meiri en 20.000 tonn á þessu ári, en sjávarútvegsráðuneyt- ið ákvað óbreyttar veiðiheimildir milli ára, sem þýddi um 22.000 tonn, þar sem einhver skip höfðu horfið frá rækjuveiðum í veiðar á öðrum tegundum. Við rannsóknir fiskifræðinga að undanförnu hefur komið í ljós, að töluvert hefur verið af rækju fyrir Norðurlandi og enn- fremur hafa veiðar skipanna gengið vel og kvóti þeirra nánast uppveidd- ur. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, segir að í ljósi þess- ara staðreynda og í fullu. samráði við hagsmunaaðila og vísindamenn hafi verið tekin ákvörðun um aukn- ingu kvótans. Jafnframt gæfi tölu- vert magn af smárækju fyrirheit um góða veiði á næsta ári, yrði þess gætt að hamla gegn veiðum á henni nú. Verð á afurðum úr úthafsrækj- unni er mjög mismunandi og ræður stærðin þar öllu. Líklega má ætla að um helmingur þessarar rækju verði svokölluð iðnaðarrækja, sem selt á nálægt 90 krónum kílóið. Fyrir allra stærstu rækjuna fást um. 800 krónur á kílóið, en algengt verð er 200 til 300 krónur. Því má áætla meðalverð afurða um 250 krónur eða verð viðbótarinnar um 550 milljónir króna. Verð á rækju- kvóta upp úr sjó hefur verið um og yfir 20 krónur á a kíló. Náðum níu starfsmönnum úr landi - segir Guðni Dagbjartsson framkvæmdasljóri ABB í Bagdad „ALMENNINGUR í Irak fór fyrst að verða var við ágreininginn milli Iraks og Kúvæts um miðjan júlímánuð, en ég hld að mjög fáir hafi búist við því að svona færi,“ segir Guðni Dagbjartsson, framkvæmdastjóri sænsk-svissneska fyrirtækisins Asea-Brown- Boveri (ABB) í írak. Guðni sem er tæknifræðingur að mennt, '47 ára gamall, hefur starfað í írak frá árinu 1987. Hann er kvæntur sænskri konu og eiga þau þrjú börn. Yngsta dóttir þeirra hefur verið með þeim í Bagdad allan tímann þar sem hún hefur gengið í skóla. Áður en Guðni tók við stjórn ABB í írak starfaði hann meðal annars í Saudi-Arabíu. Tutt- ugasta júlí síðastliðinn fór fjöl- skyldan til Svíþjóðar i sumarfrí og er óvíst hvort Guðni fari aftur til Bagdad vegna ástandsins í landinu. ABB er eitt af stærstu raftækni- fyrirtækjum heims og hefur meðal annars starfað á Islandi. I Irak hefur það einkum unnið að því að byggja upp raforkukerfið. „Fyrir- tækið fellur að sjálfsögðu undir viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna og þess vegna höfum við orðið að stöðva starfsemi okkar í Irak,“ seg- ir Guðni. Hann stjórnar nú starf- semi fyrirtækisins, eða réttara sagt stöðvun hennar, frá Svíþjóð. Hann hefur verið í símasambandi við Bagdad tvisvar á dag í því skyni. „Við höfum reynt að fá starfsmenn okkar flutta úr landi í samráði við utanríkisráðuneyti í löndum þeirra. Starfsmennirnir eru af ýmsu þjóð- erni, einkum Svíar, Þjóðverjar, Bretar, Bandaríkjamenn og ítalir. Þeim hefur nú verið safnað saman í Bagdad en við höfum ekki fengið að flytja nema níu starfsmenn úr iandi þegar landamærin voru opnuð Guðni Dagbjartsson á þriðjudag og miðvikudag í þess- ari viku. Enn eru því tugir manna á okkar vegum í Bagdad." Guðni var spurður hvort írakar hefðu á einhvern hátt brugðist við því að starfseminni skyldi hætt en hann sagði svo ekki vera. Hins vegar væri Ijóst að írakar gætu ekki tekið við rekstrinum. Búnað- urinn væri svo sérhæfður að erfitt væri að framleiða hann í Iandinu. Afleiðingarnar gætu orðið alvar- legar. „Hitinn er núna uppundir fimmtíu stig og þá verður rafmagn- ið að vera í lagi til þess að menn gæti kælt húsin." Guðni taldi að alvarlegasta af- leiðing viðskiptabannsins gagnvart írak yrði matvælaskortur. Land- búnaður væri að vísu auðveldari í írak en mörgum nágrannaríkjun- um vegna fljótanna Efrat og Tígris sem renna um landið, en stríðið við Irani hefði komið mjög niður á landbúnaði og mikið þyrfti að flytja inn af landbúnaðarvöru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.