Morgunblaðið - 04.09.1990, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990
7
Heimsmeistaramót í brids:
Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson
Við undirritun samningsins, frá vinstri: Krislján Björnsson, formað-
ur Orðtaks hf., Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
Steingrímur Steinþórsson, framkvæmdastjóri Orðtaks hf. og Björn
Friðfinnsson, ráðuneytissljóri viðskiptaráðuneytisins.
Hlutafélagaskrá tölvu-
skráð á Hvammstanga
íslenskt par í 10. sæti af
tæplega 600 keppendiim
HJÖRDÍS Eyþórsdóttir og Valur Sigurðsson enduðu í 10. sæti í para-
keppni heimsmeistaramótsins í brids, sem nú fer fram í Genf í
Sviss. Alls tóku 574 pör þátt í parakeppninni. Sigurvegarar urðu
Juanita Chambers og Peter Weichsel frá Bandaríkjunum en Eva-
Liss Göthe og Lars Andersson frá Svíþjóð urðu í 2. sæti.
Hvammstanga.
Á HVAMMSTANGA var undir-
ritaður þann 1. september samn-
ingur milli viðskiptaráðuneytis-
ins og Orðtaks hf. um tölvuskrán-
ingu á hlutafélagaskrá. Við það
tækifæri lýsti viðskiptaráðherra
yfir ánægju sinni með stofnun
Qarvinnslustofu á Hvammstanga
og gaf vonir um frekari samn-
inga.
Það voru viðskiptaráðherra, Jón
Sigurðsson, og framkvæmdastjóri
Orðtaks hf., Steingrímur Steinþórs-
son, sem undirrituðu samninginn,
en þetta verk er stærsta verk sem
Orðtak hf. hefur tekið að sér. Verk-
ið skal vinnast á tímabilinu ágúst
til desember 1990.
Ráðherra sagði m.a. að oft hefði
verið talað um að færa verkþætti
sem þennan út á landsbyggðina,
Kristján Ó. Skagíjörð:
12 marins sagt
upp við endur-
skipulagningu
NÝTT skipulag á fyrirtækinu
Kristján Ó. Skagfjörð tók gildi um
mánaðamótin. Hefur fyrirtækinu
verið skipt niður í fimm deildir
og starfsmönnum fækkað um tólf.
Að sögn Aðalsteins Helgasonar,
framkvæmdastjóra, var ákveðið að
taka saman stefnu fyrirtækisins og
. síðan gera skipulag sem tæki mið
af þeirri stefnu. Væri helsta mark-
mið breytinganna að efla sölu- og
markaðsstarf og hefði fyrirtækinu
verið skipt í fimm deildir: Tölvudeild,
veiðarfæradeild, fjárhagsdeild, þjón-
ustu- og lagerdeild og matvöru- og
byggingardeild. Við þessa endur-
skipulagningu hefði starfsmönnum
fækkað í öllum deildum fyrirtækisins
þó mest í tölvudeild. „Það að stars-
fmönnum fækkar mest í tölvudeild
er vegna þess að ákveðið var að
hætta að framleiða hugbúnað og í
staðinn leita samstarfs við hugbún-
aðarhús úti í bæ um þau mál,“ sagði
Aðalsteinn.
en hér hefðu komið framkvæmdir
í stað orða. _ Karl
Um 3.000 bridsspilarar keppa
um sjö heimsmeistaratitla í brids á
mótinu í Genf, og taka íslendingar
þátt í keppni um fjóra þeirra. Sex
pör keppa í opinni tvímennings-
keppni og tvö pör í kvennaflokki
og tvær sveitir keppa í útsláttar-
keppni sveita. Tvö pör tóku svo
þátt í parakeppninni sem lauk á
sunnudag.
Fyrir mótið var haldið þing Al-
þjóðabridssambandsins þar sem
Denis Howard frá Ástralíu var end-
urkjörinn forseti. Gengu þá fulltrú-
ar Evrópu úr þingsalnum, en þeir
höfðu barist mjög gegn kjöri How-
aíds og vildu að Jose Damiani, for-
seti Evrópubridssambandsins yrði
kjörin forseti í staðinn. Damiani,
sem heimsótti ísland sl. vetur, lýsti
því yfir eftir fundinn að klofningur
heimssambandsins væri yfirvofandi
innan sex mánaða ef ekki tækist
að jafna ágreininginn. Howard hef-
ur setið undir miklu ámæli Evrópu-
manna fyrir að ákveða að flytja
Heimsmeistaramótið árið 1992 frá
Sevilla á Spáni.
Flugfax:
Farmgjöld frá
Amsterdam
lækka um 10%
FLUGFAX hf. hefur lækkað farm-
gjöld í leiguflugi frá Amsterdam
um 10%. Að sögn Bjarkar Eiríks-
dóttur, skrifstofustjóra fiugfé-
lagsins, er lækkunin vegna auk-
inna flutninga og hagstæðari
samninga við þjónustuaðila í Evr-
ópu.
Leiguvélar frá Pan Am-flugfélag-
inu fljúga einu sinni í viku á leiðinni
Amsterdam-Reykjavík á vegum
Flugfax. Björk sagði að lækkunin
kæmi ekki við breytingum á áætlun-
arflugi til Amsterdam, en Flugleiðir
fljúga nú þangað í stað Arnarflugs
um tveggja mánaða skeið.
Björk sagði að þessi 10% lækkun
kæmi einnig á farmgjöld á flutninga-
leiðum frá Amsterdam til Parísar,
Brussel og Frankfurt.
Má bjóða þér örlitla
Sebamed fæst í apótekinu,
Tillagan er algjórlega raunhœf því hvort sem þú veistþaó
eða ekki, þá er húðþín núþegarþakin þunnu náttúrulegu
sýrulagi, sem Sebamed verndar og viðheldur.
Sýrulagið, eins ogþaó er oft kallað, heldur húðinni mjúkri
ogheilbrigðri. Þetta lager einnigfyrsta vórngegn bakteríum,
sveþþum, vírusum og eyðileggingaráhrifum frá loftslagi.
Sýrulagið hefurþH-gildió 5.5, sem er einmittþaó sama og
þH-gildiMmtÚ húðhreinsivaranna. Venjulegsápahefuraftur
á móti pH-gildi 10-11 (erbasísk) og eyðileggurþví
náttúrulegar varnir húóarinnar.
Lágt pH-gildi Sebamed gerirþær að frábœrum húðhreinsivörum
fyrirþá, sem ekkiþola venjulega sápu, þvo sér oft, hafa
óhreina húð eóa þá, sem vilja vernda húóina og heilbrigði
hennar.
Sebamed hreinsar á mildan hátt og er án sápu og skaólegs
basa. Sebamed erþróað ísamvinnu vió húðsjúkdómalœkna og
veldurekki ofnæmi.
Sebamed húðhreinsivórurnar eru til ífóstu ogfljótandi formi.
Sebamed fljótandi léttsápan erþykk ogfreyðir hæfilega.
Ilmurinn ö/Sebamed erbæði mildur ogþægilegur.