Morgunblaðið - 04.09.1990, Síða 12

Morgunblaðið - 04.09.1990, Síða 12
JM 12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990 BÓKADU ÞIG TÍMANLEGA í TÍMA! “STREET DANCING Það nýjasta frá undirheiraum stórborganna fyrir unglinga á aldrinum 13 - 15 og 16 og eldri Kennari: Þórhallur Skúlason 1ASSBALLETT Fyrir alla aldurshópa. Lífleg list sem er ánægjunnar virði. Hver tími er 60 mín og hefst hann á upphitun sem er mismunandi eftir getu hvers hóps og nauðsynleg til að styrkja líkaman og undirbúa hann undir erfið spor. Kennarar: Sóley Jóhannsdóttir Ástrós Gunnarsdóttir Bryndís Einarsdóttir Jón Egill Bragason 10 -10 ÁRA Tímarnir byggjast á upphitun og dansi, í lok annar er haldin danskeppni. Kennarar: Sóley Jóhannsdóttir Bryndís Einarsdóttir 5 - 6 ÁRAOG 7 - 9 ÁRA Þroskandi hreyfmg fyrir hugann og líkamann tími sem byggist upp á upphitun dansi, leikrænni tjáningu og leikjum. Kennarar: Sóley Jóhannsdóttir Bryndís Einarsdóttir NÚTÍMABALLETT Fyrir 16 ára og eidri. Bland af jass og klassískum ballett sem tengir hug og hreyftngu. Kennari: Ástrós Gunnarsdóttir KLASSÍSKUR BALLETT Ballettkennsla fyrir 13 ára og eldri - Byrjendur. - Framhald. Kennari: Örn Guðmundsson TEYG1UR OG ÞREK 60 mín tímar fyrir karlar og konur þar sem lögð er áhersla á teygjur og styrkjandi æfingar fyrir maga rass og læri (MRL) auk þrek uppbyggingu. Kennarar: Sóley Jóhannsdóttir Emelía D. Jónsdóttir VEGGTENNIS íþRÓTT Á UPPLEIð Dansstúdíói Sóleyjar býður upp á 3 vandaða veggtennissali og hægt er að leigja bolta og spaða á staðnum. Opnunartími: Mánd - föstudaga 11.45 - 23.00 Laugárdaga 10.00 - 16.00 Sérstakur skólaafsláttur virka daga frá kl 13 - 17 og á laugar-dögum. NÝ STÚDÍÓ! Höfum opnað Studíó í Veitinga- salnum Lund v/Auðbrekku í Kópavogi og í Samkomusal Hauka í Hafnarfirði. 1-nKjaK’igi I • Roykjavík • Si'mar 6S7801 Si 087701 p tnrj pm m 00 cr> uri co Metsölublað á hvetjum degi! „Móðurmál heymarlausra“ eftirBraga Asgeirsson Þau hafa verið nokkuð lífleg und- anfarið skrifin um fatlaða, en far- sælast er að fara sem fæstum orð- um um deilurnar um Sæbrautar- heimilið, því að í grundvallaratrið- um er þar ranglega deilt. Mikilvægast er auðvitað, að fatl- aðir, er þess þurfa með, dvelji í sérhönnuðum húsum, þar sem þeim líði vei og njóti hinnar bestu að- hlynningar, hvort heldur það sé inn- an borgarmarkanna eða uppi í sveit. Troði engum um tær hvorki í umhverfi sínu né að þeim sé vísað í hús, sem byggt var í allt öðrum tilgangi og þeirri mörkuðu starf- semi þar með vísað á dyr. — Ég hef með nokkurri undrun fylgst með því, er hugtakið móður- mál er sett undir ákveðin tjáskipti heyrnariausra og þeir þar með gerð- ir landlausir í eigin landi, því að um leið er hið upprunalega móður- mál orðið að útlenzku. Er ég þá m.a. að vísa til bréfa- skrifta sem farið hafa á milli Sig- urlínar M. Sigurðardóttur og Svav- ars Gestssonar menntamálaráð- herra nýverið, en ég hef þó áður minnst á þetta í skrifum mínum um eðli heyrnarleysis. Gæti þetta kannski heyrt undir einn mikinn hugtakarugling, sem upp hefur komið meðal heyrnar- lausra og verið hugsunarlaust sam- þykktur af misskilinni góðsemi grunnhygginna sérfræðinga, eða jafnvel öfugt? Ekki vantar að þessu sé fast fylgt eftir af áhangendum sínum, sem virðast ekki sjá annan tjáskipta- möguleika innbyrðis eða við heyr- andi. Eins konar allsheijarlausn og skuli nú allir una sælir við sitt. En málið er einungis ekki jafn einfalt og það virðist, því að til eru mörg afbrigði heyrnarleysis og ber ekki að taka eitt afbrigðið sem lýs- andi dæmi fyrir öll önnur. Enginn er hér hið minnsta á móti táknmáli út af fyrir sig, en hér erum einn tjáskiptamöguleika að ræða, sem er mun fullkomnari en hið gamla fingra- og merkja- mál, og er því fagnaðarefni. Hér er ekki heldur tilgangurinn að deila á neitt nema það að alhæfa einn tjáskiptamöguleika heyrnarlausra og nefna svo móðurmál! Mig undrar t.d. mjög, að hvergi skuli varalestur komast inn í dæm- ið varðandi svonefnda Samskipta- miðstöð heyrnarlausra, en hins veg- ar táknmál í öllum tiltækum atrið- um. Nú er það svo að móðurmál er mál, sem menn læra í vöggu og þróa með sér og er að auki þjóð- tunga, en táknmál er sérmál minni- hlutahóps, þótt sá sé í meirihluta heyrnarlausra, og í fæstum tilvikum er foreldrið heyrnarlaust. Heyrnar- leysi er sem sagt í fæstum tilvikum arfgengt, ekki frekar en t.d. að það verði arfgengt, ef maður missi fing- ur, að afkomendur hans fæðist án þessa sérstaka fingurs! Hins vegar er heyrnarleysi iðu- lega til komið vegna sjúkdóma og farsótta t.d. rauðra hunda eða sér- stakrar tegundar inflúensu, sem flytur með sér marga fylgikvilla t.d. heilahimnubólgu (meningitis). Svo er komið að ætla má, að hættan sé liðin hjá með rauðu hund- ana vegna bólusetningarákvæða og betur mun ganga í baráttunni við heilahimnabólgu en áður. Því væri rökrétt að álykta að þeim fækki mjög, sem fæðast heyrnarlausir eða missa heyrnina af völdum heilahimnabólgu á unga aldri og muni fækka enn frekar. Jafnframt fá menn sífellt upplýs- ingar um nýjar aðferðir til að lækna heyrnarleysi og þar eru framfarirn- ar miklar. Bragi Ásgeirsson „Nú er það svo að móð- urmál er mál, sem menn læra í vöggu og þróa með sér og er að auki þjóðtunga, en táknmál er sérmál minnihlutahóps. “ Svo kann því að fara að meiri- | hluti heyrnarlausra í dag verði senn minnihluti þeirra, sem þá á kannski að sitja uppi með táknmál sem sitt ( móðurmál. Ennfremur má spyija hvort þeir heyrnarlausir, sem koma talandi í skóla, verði þá bent á að þeirra móðurmál verði eftirleiðis táknmál? Ekki má gleyma því, að örtölvu- tækninni fleygir gríðarlega fram

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.