Morgunblaðið - 04.09.1990, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990
17
Birgir Björn Sigurjónsson
Með bráðabirgðalögun-
um nú er farin ný leið.
Lögin eru að ytra byrði
almenn en í reynd sér-
lög á félagsmenn
BHMR. Lögin beinast
ekki gegn stéttarfélagi
í kjaradeilu heldur
gegn gildandi kjara-
samningi.“
manna og félaga er ákvæðið þýð-
ingarlítið. Auðvitað hlýtur 73. grein-
in að veija lögmæta gerninga félaga
fyrir félagsmenn. Frelsið að fá að
vera í stéttarfélagi er léttvægt ef
ríkið getur gert samninga þess að
engu. Þess vegna hlýtur að felast í
þessu stjórnarskrárákvæði fyrirheit
um vörn á almennum félagaréttind-
um.
Almenn samningalög byggja á
svonefndri jafnræðisreglu milli aðila.
Þannig getur komið til þess að samn-
ingi megi rifta ef annar aðila notar
sér t.d. vankunnáttu eða öngvit hins.
Varla getur ríkisstjórnin réttlætt
bráðabirgðalögin með því að halda
fram að hún hafi ekki haft burði til
að skilja samning sinn við BHMR-
félögin jafnvel þó satt væri. Hitt er
ekki síður ljóst að með jafnræðisregl-
unni er örugglega átt við að annar
af tveimur samningsaðilum geti ekki
þegar honum hentar rift samningi.
Tilvísun ríkisstjórnarinnar í óskir
þriðja aðila (t.d. ASÍ) um riftun
samningsins gera málstaðinn engu
betri. Þar sem Alþingi hefur með
lögum nr. 94/1986 veitt stéttarfélög-
um opinberra starfsmanna samn-
ingsrétt fær það ekki staðist að ríkið
geti numið eigin samning úr gildi
þegar því hentar. Þessi bráðabirgða-
lög eru tákn um grófa misbeitingu
valds sem ekki á heima í réttarríkinu.
Lög á samninga BHMR
eru sérstök
Þegar bráðabirgðalög hafa verið
sett í sambandi við kjaramál hafa
þau undantekningalítið annað
tveggja beinst gegn öliu launafólki
á sama hátt eða gegn launamönnum
í einu stéttarfélagi í kjaradeilu sem
þá hefur verið sett undir gerðardóm.
Með bráðabirgðalögunum nú er
farin ný leið. Lögin eru að ytra byrði
almenn en í reynd sérlög á félags-
menn BHMR. Lögin beinast ekki
gegn stéttarfélagi í kjaradeilu heldur
gegn gildandi kjarasamningi. Það er
einnig sérstakt að framkvæmdavald-
ið er annar aðiii að samningnum sem
það beitir lagasetningarvaldi gegn.
Með lögunum er félagsmönnum
BHMR í fleiru en einu tilliti gerður
lakari kostur en almennt hefur verið
samið um af öðrum. Þannig er
BHMR boðið uppá „launanefnd" en
BHMR getur ekki sagt upp samningi
í kjölfar endurskoðunar eins og önn-
ur stéttarfélög geta. Þá eru með
bráðabirgðalögunum numin úr gildi
samningsákvæði um leiðréttingu á
kjörum félagsmanna BHMR — ekki
aðeins á tímabili „þjóðarsáttar" held-
ur endanlega. Leiðrétting kjara var
forsenda þess að verkfalii samflotsfé-
laga BHMR lauk 18. maí 1989. Með
þessari lagasetningu hefur ríkis-
stjómin rofið friðinn við starfsmenn
sína.
Réttarríkið
Bráðabirgðalögin bera fyrst og
fremst vott siðblindu höfundanna,
ríkisstjórnarinnar, sem kann ekki
grundvallarreglur þessa samfélags.
Teiur ríkisstjórnin sig e.t.v. geta sett
bráðabirgðalög sem breyta kjörum á
öllum útgefnum ríkisskuldabréfum
frá útgáfudegi til þessa dags þannig
að raunvextir lækki um 4,5%? Rakar-
inn minn skynjaði ástandið þannig:
„Eg á nokkur ríkisskuldabréf heima.
Er nokkuð að marka undirskrift
þessara manna lengur?“
Ef ríkisstjórnin gengur fram fyrir
skjöldu þeirra sem ekki standa við
samninga sína þá munu margir telja
sér leyfilegt að gera slíkt hið sama.
Réttarríkið byggir á því að menn
standi við samninga sína og lög þess
eru leikreglur og dómstólar til að
fylgja þeim eftir. BHMR mun leiða
ráðherra ríkisstjórnarinnar fyrir alla
þá dómstóla sem með þarf. Þegar
til kosninga kemur munu kjósendur
ekki ljá þeim umboð á ný. Það er
öruggasta vörnin gegn andstæðing-
um lýðræðisins.
Höfundur er hagfræðingur og
framkvæmdastjóri BHMR.
Vinningstölur laugardaginn
1. sept. 1990
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 1 2.072.219
2. íS'S# 4 90.041
3. 4af 5 129 4.816
4. 3af 5 3.609 401
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
4.500.856 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
Reykjavík : Brautarholt 4, Ölduselsskóli, Drafnarfell 4,
Ársel, Fjörgyn
Mosfellsbær: Hlégarður Símar: 20345 og 74444
Hafnarfjörður: Gúttó milli klukkan 13-19 daglega
Hveragerði Sími: 91-74444 Grindavík Sími: 68680
Selfoss milli klukkan Keflavík milli klukkan
13-19 daglega Garður Sandgerði 20-22 daglega
HEIÐARS
ASTVALDSSONAR
B m JAR
ANSINN
Við erum að byrja innritanir
í danskennslu okkar í vetur þar sem allir dansar eru
í boði s.s. Barnadansar. Allir samkvæmisdansar.
Gömludansarnir. Nýjustu diskódansarnir.
Freestyle dansar ofl. ofl.
INNRITANIR - KENNSLUSTAÐIR:
Kennsla hefst föstudaginn 14. september
Dansskóli
Raðgreiðslur
VISA
Keppmshopur i samkvæmisdönsum barna í Reykjavík
5 tíma námskeið í nýjasta^
diskódansinum Hip Hop
Kennari Ad Van Otstal frá\ JNY**'
Hollandi (allir aldurshópar) 0-"''''"
5 tíma námskeið í Soca
Það allra nýjasta.
Soca dansinn hefur fengið frá-
bærar viðtökur víða erlendis.
Kennari Ad Van Otstal. (allir
aldurshópar).
Rokkskólihá
Kennt verður í Brautarholti 4 á
föstudögum. Gestakennari:
Harald Liese frá Þýskalandi.
Hann er í heimsmeistarahópi í
Mynstrudansi.