Morgunblaðið - 04.09.1990, Side 25

Morgunblaðið - 04.09.1990, Side 25
24 T MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Orkan og lífskjörin Engum blandast hugur um að það er augljóst samband á milli atvinnuvega og afkomu þjóðarinnar. Almenn kjör og efni hennar ráðast af því, hvern veg hún nýtir auðlindir sínar og hver viðskiptakjör hennar við umheiminn eru. Gróðurlendið og fiskimiðin eru að stærstum hluta fullnýtt. Á hinn bóginn eigum við langt í land með að fullvirkja nýtan- lega orku jarðvarma og fall- vatna og breyta í störf, verð- mæti o g lífskjör. Enn eru aðeins nýtt um 13% af því vatnsafli sem nýtanlegt er til rafmagns- framleiðslu á fjárhagslega hag- kvæman hátt og að teknu tilliti til nauðsynlegrar umhverfis- verndar að mati Landsvirkjun- ar. Að fullbyggðri Blönduvirkj- un og fimm virkjunum öðrum, sem Landsvirkjun hefur lokið undirbúningi að (Sultartangi, Fljótsdalur, Vatnsfell, Villing- arnes og stækkun Búrfells), verður nýtt um 25% af vatns- afli, sem hagkvæmt er talið að nýta. Fyrir ellefu árum sendi dr. Ágúst Valfells verkfræðingur frá sér skýrslu (ísland 2000, framleiðsla, fólksfjöldi og lífskjör), sem fjallar' um lífskjaraþróun í landinu, bæði sögulega þróun og framtíðar- þróun. Nú er ný skýrsla hans um þetta efni, endurskoðuð í íjósi áratugsreynslu, komin út. Þar rekur hann sem fyrr tengsl milli auðlinda, fólksfjölda og afkomu í landinu. Höfundur segir að mikil framleiðniaukning hafi átt sér stað í landbúnaði frá því fyrri skýrsla hans kom út, árið 1978. Neyzluvenjur hafi og breytzt og leitt til u.þ.b. 30% sölusam- dráttar á kindakjöti. Útflutn- ingsbætur á umframfram- leiðslu hafí reynzt þungbærar. Hann spáir því að störfum í landbúnaði haldi áfram að fækka fram til aldamóta með svipuðum hætti og verið hefur, það er sem svarar 800 ársverk- um á áratug. Dr. Ágúst segir að fiskveiði- flotinn hafi verið of stór þegar árið 1978. Hann hafi þó enn stækkað í reynd frá þeim tíma, sem dragi úr hagkvæmni veið- anna. Orðrétt segir höfundur: „Enda þótt botnfiskafli ís- lendinga hafi aukizt verulega vegna útfærslu fiskveiðilögsög- unnar, er það samt sem áður staðreynd, að meðalaflinn af þessum miðum heldur áfram að rýma um 4.000 tonn á ári. Þessarar hneigðar hefur gætt allt frá sjötta áratugnum. Þetta var þegar augljóst á síðasta áratug og varð hvati til þess að kvótakerfinu var komið á (1984). Flotinn er samt enn óþarflega stór, og dregur það verulega úr hagkvæmni veið- anna. Væntanlega mun samt fiskveiðistjórnun endanlega takast það vel, að ekki gangi á botnfiskstofnana. Tíminn mun skera úr um það.“ Dr. Ágúst segir ennfremur: „Auðlindir hafsins virðast nærri fullnýttar nú, og ef hefð- bundinn vöxtur í þjóðartekjum á mann á að haldast, verður hagvöxtur á öðrum sviðum grundvallarframleiðslu að auk- ast. Þetta gildir öllu fremur þar sem ekki hefur dregið eins mik- ið úr fólksfjölgun og áætlað var fyrir nokkrum árum. Jafnframt því sem fiskimiðin hafa verið fullnýtt, hafa orku- lindir landsins ekki verið nýttar eins hratt og gert var ráð fyrir í athuguninni 1978. Af þessu leiðir að hagvöxtur næstu ára- tuga verður aldrei eins mikill og spáð var 1978, jafnvel þótt orkulindimar verði fullnýttar. Ef þær verða ekki fullnýttar, er erfitt að sjá hvernig nokkur teljanlegur hagvöxtur geti haldið áfram.“ Árin 1978—1982 vom teknar ákvarðanir um byggingu nokk- urra álvera víðs vegar um heim- inn í samvinnu álfyrirtækja og landsstjórna. íslendingar misstu af þessum tækifærum vegna þvermóðsku Alþýðu- bandalagsins, Meðal annars þessvegna era lífskjör í landinu lakari en vonir stóðu til. Jám- blendiverksmiðjan í Grandar- fírði er eina stóriðjuskrefíð sem hér hefur verið stigið frá því álver reis í Straumsvík á seinni hluta sjöunda áratugarins. Verðmæti áls og kísiljárns vora um 17% af verðmæti vöraút- flutnings á sl. ári. Dr. Ágúst Valfells telur að þjóðin hafi aðeins búið við nægtir í fjórar aldir af ellefu, sem hún hefur setið landið, „þar af þtjár til foma — og skort allar hinar aldimar“. Framhaldið ræðst af því, hvem veg þjóðin hannar eigin framtíð með nýtingu auðlinda sinna (gróðurlendis, fiskimiða, fall- vatna og jarðvarma), sem og af viðskiptakjöram okkar við umheiminn. Veldur hver á held- ur. Jafn sannfærður og áður um að viðurkenna beri sjálfstæði Eystrasaltsríkja —segir Þorsteinn Pálsson eftir viðræður við helstu ráðamenn Eistlands ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti í gær við- ræður við Arnold Ruutel, forseta Eistlands, og forseta þingsins í höfuðborg landsins, Tallinn. Þorsteinn segist jafn sannfærður um það og fyrr að íslendingum beri að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkj- anna og styðja þau þannig í baráttunni við Moskvuvaldið. Eistlending- arnir sögðust eiga í samningaviðræðum við Moskvustjórnina en hvorki gengi né ræki. Þar á bæ virtust menn fremur hafa hug á að auka miðstýringarvaldið en draga úr því. Hins vegar lofuðu viðræður við Borís Jeltsín, forseta Rússlands, góðu. Þorsteinn ræddi um röksemdir þeirra í lýðræðisríkjunum sem teldu varhugavert að viðurkenna sjálf- stæði Eystrasaltsstríkjanna. „Ég er mjög sannfærður um það eftir þessi samtöl að það er ekki eftir neinu að bíða fyrir okkur íslendinga að viðurkenna formlega sjálfstæði Eystrasaltslandanna. Þeir leggja mikið upp úr því sjálfír og gera ekkert úr þeim rökum sem bæði heima og annars staðar á Vestur- löndum hefur verið beitt, að slíkar aðgerðir kynnu að skapa einhveija hættu fyrir þessi ríki. Þeir segja sjálfír þvert á móti að þetta myndi styðja þá mjög. Þeir eru einnig þeirra skoðunar að þetta geti hjálp- að umbótasinnum í Moskvu; þeir fengju haldgóð rök til að veija sig íyrir gömlu stalínistunum. Umbóta- sinnar gætu þá einfaldlega vísað til þess að sjálfstæði landanna sé þróun sem ekki verði umflúin." Þorsteinn sagðist telja greinilegt að viðræður Eistlendinganna við Jeltsín hafí skilað mun meiri árangri en viðræðurnar við Sovétstjórnina. „Hann er opnari fyrir því að viður- kenna sjálfstæði þessara ríkja og taka upp efnahagssamvinnu. Þeir eru að ræða hvorttveggja; efna- hagsmálin og pólitísku stöðuna.“ Hann taldi að breið samstaða virt- ist um það meðal eistneskra stjórn- málaleiðtoga að taka bæri upp markaðskerfi í landinu og fylgja þannig sjálfstæðismálinu eftir. „Hér eru gamlir kommúnistar í felum. Niðri í miðborginni er stór bygging þar sem kommúnistaflokkurinn hef- ur haft aðsetur. Hún er núna hálf- tóm og yfírgefin. Við sjáum ekki sovéska fánann en sá eistneski blaktir alls staðar við hún.“ Þorsteinn sagði ráðamenn gera sér vel grein fyrir þeim vanda sem rússneski minnihlutinn, meira en þriðjungur íbúanna, gæti valdið en segðu að það væri nokkuð sem tvö sjálfstæð ríki gætu samið um sín í milli og gætt þannig hagsmuna fólksins. Ruutel forseti var mjög áhuga- samur um nánari samskipti við ís- iendinga og mögulegan stuðning þeirra. Hann ræddi einnig óskir Eistlendinga um að fá einhvers konar áheyrnaraðild að Ráðstefn- unni um öryggi og samvinnu í Evr- ópu (RÖSE), einnig að Norður- landaráði. „Ég tók mjög jákvætt í að þetta yrði skoðað af okkar hálfu,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að skortur væri mik- ill á ýmsum nauðsynjum þótt Eist- lendingar segðu að ástandið hjá þeim væri mun betra en víða ann- ars staðar í Sovétríkjunum. Bensín- skammturinn væri tuttugu lítrar á mánuði á bíl og undarlegt hefði verið að koma inn í verslun þar sem sjá mátti þijú Lux-sápustykki, sem stillt var upp í glerskáp, eins og hveiju öðru fágæti. Með Þorsteini í förinni er Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Halda þeir til Litháens í dag, þriðjudag, og síðan heim á leið á morgun. Ferðin var farin í boði stjóma ríkjanna tveggja. Samband ungra sjálfstæðismanna: Hugmyndum um nýjan búvöru- samning harðlega mótmælt STJÓRN Sambands ungra sjálf- stæðismanna samþykkti á fundi á föstudag ályktun þar sem hug- myndum Iandbúnaðarráðherra Alþýðubandalagsins um að ætla að gera nýjan búvörusamning til ijölda ára er harðlega mótmælt. Segir að ljóst sé að núverandi kerfi þjóni hvorki hagsmunum neytenda né bænda og framleng- ing á því með öllu óveijandi. „Nú- verandi Iandbúnaðarráðherra á í hæsta lagi eftir að gegna embætti sínu í örfáa mánuði til viðbótar og því er ekki í hans verkahring að ætla að binda hendur þeirrar ríkisstjórnar sem taka mun við að loknum næstu kosningum. Það er hennar verkefni að móta landbún- aðarstefnu næstu ára,“ segir m.a. í ályktuninni. í ályktun SUS segir að ljóst sé Vetrarstarf Mótettu kórsins að hefjast MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju mun senn heíja sitt 9. starfsár. Hann mun í vetur starfa í tveim- ur einingum. Annars vegár verður kórinn stækkaður til flutnings á óratór- íunni „Paulus“ eftir Mendelssohn, en hún verður flutt á Kirkjulista- hátíð ásamt Sinfóníuhljómsveit ís- lands í maí 1991. Verður þetta fyrsti flutningur þessa verks á ís- landi. Æft verður einu sinni í viku líkt og þegar óratórían Elía var undirbúin fyrir síðustu Kirkjulista- hátíð. Hins vegar starfar kórinn í sinni hefðbundnu stærð og heldur uppi reglubundnum söng við helgi- dóminn. Hann kemur fram á jóla- tónleikum 19. desember og flytur tvö verk eftir Heinrich Schútz, Jóla- sögu og latneskan Lofsöng Maríu. Auk þess verður unnið að fjöl- breyttri efnisskrá tónverka án und- irleiks, m.a. til flutnings á tónleika- ferðalagi um Vestur- og Norðurland í byijun júní. Meðal tónverka sem kórinn æfír er messa eftir svissn- eska tónskáldið Frank Martin. í frétt frá kómum segir: „Mót- ettukór Hailgrímskirkju getur bætt við sig nokkrum félögum, einkum til þátttöku í óratóríu Mendels- sohns, en hún verður æfð á þriðju- dagskvöldum. Nauðsynlegt er að Mótettukór Hallgrímskirkju mun senn hefía sitt 9. starfsár. þátttakendur búi yfir reynslu í iðk- un tónlistar. Boðið er til inntöku- prófa í Hallgrímskirkju nk. mið- vikudag og fímmtudag klukkan 17.00-19.00, en þar fást allar nán- ari upplýsingar um kórstarfíð. Stjórnandi Mótettukórs Hallgríms- kirkju er Hörður Áskelsson organ- isti og formaður er Sverrir Guð- mundsson hljóðfærasmiður." að íslenskum landbúnaði verði ekki umbylt í einnig svipan. Slíkt myndi kollríða meginþorra bændastéttar- innar. Hins vegar sé ljóst að land- búnaðurinn verði á allra næstu árum að aðlaga sig að raunveruleg- um markaðsaðstæðum og koma sér undan forsjárhyggju ríkisins og SIS. Nýr búvörusamningur í svip- aðri mynd og sá sem nú sé við lýði sé ekkert annað en áætlunarbú- skapur í ætt við þann sem nú hafí verið aflagður í austantjaldsríkjun- um. Aðeins með afnámi hafta og áætlunarbúskapar í atvinnugrein- inni muni íslenskur landbúnaður blómstra um ókomna tíð. Þá segir í ályktuninni: „í Evrópu allri eiga sér nú stað gífurlegar breytingar sem hafa munu áhrif á alla þá sem þar búa. Við íslending- ar þurfum að búa okkur undir þær breytingar og er uppstokkun land- búnaðarkerfísins einn liður í þeim undirbúningi. Það er ekki hægt að bjóða íslenskum almenningi enda- laust upp á matvæli sem kosta margfalt á við matvæli í nágranna- löndunum. Þolinmæði neytenda er á þrotum og eftir því sem núver- andi kerfi verður lengur við lýði munu kröfur um innflutning land- búnaðarafurða verða háværari. Fijáls viðskipti með landbúnaðaraf- urðir verða líka hluti af því Evr- ópska efnahagssvæði sem íslend- ingar standa nú í viðræðum við EB um að taka þátt í. íslenskur Iand- búnaður verður að vera í stakk búinn til að bregðast við því og öðrum breytingum sem óhjákvæmi- lega munu eiga sér stað. Gerð umrædds búvörusamnings á milli ríkisins annars vegar og skrifstofu- veldis landbúnaðarins hins vegar árið 1990 er tímaskekkja og ósvífni. Slíkt mun hafa ófyrirsjáanlegar af- leiðingar fyrir landbúnaðinn og landsbyggðina og verður ekki til að auka skilning almennings á vanda þessarar atvinnugreinar.“ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990 25 Karmelsysturnar 27. Fremsta röð talið frá vinstri: Systir Teresa, sr. Bozena (Nor.), sr. Benedikta, móðir Elísabeth príorinna (Nor.), sr. Viktima, sr. Bronislava (Nor.), sr. Stanislava. Onnur röð: Sr. Klara, sr. María, sr. Magdalena, sr. Stella (Nor.), sr. Regína (Nor.), sr. Estera (Nor.), sr. Agnes. Þriðja röð: Sr. Rózamaria (Nor.), sr. Bernadetta, sr. Margrét, sr. Agnía, sr. Teresa (Nor.), sr. Teresa (Nor.), sr. Tereska (Nor.), sr. Miriam (Nor.), sr. Ancilla. Fjórða röð: Sr. Fástína, sr. Elísabeth, sr. Eva (Nor.), sr. Ala, sr. Hosanna (Nor.). Karmelsystur fljija KARMELSYSTRUNUM pólsku, sem komu hingað til lands í mars 1984, hefur vegnað vel hér, að sögn Torfa Olafssonar formanns Félags kaþólskra Ieikmanna. Þær voru í upphafí 16 en hópur- inn stækkaði sífellt og nú eru þær 27 að tölu, þótt Karmelsystur megi ekki að jafnaði vera fleiri en 21 í sama klaustri. Þessi Ijölgun stafar af því að fyrirhugað er að stofna „dóttur- klaustur“ Karmelklaustursins í Tromsö í Noregi og því var þessi fjölgun leyfð. Hópnum verður skipt og fara 13 systur héðan til Tromsö næstkomandi föstudagsmorgun. Kveðjumessa fyrir þær verður sungin næstkomandi miðvikudag kl. 18. Biskup safnaðarins messar. Meðfylgjandi mynd sýnir syst- urnar 27. Nöfn þeirra sem fara til Noregs eru auðkennd með (Nor.). Þar sem núverandi príorinna, móðir Elísabet, fer með hópnum og verður príorinna í nýja klaustrinu, verður kosin ný príorinna systranna í klaustrinu. „Kaþólski söfnuðurinn hér, ásamt fíölda vina þeirra utan hans, kveður systumar sem fara með söknuði og árnar þeim allra heilla í Noregi,“ sagði Torfi. Fyrstu réttir ársins FYRSTU réttir ársins verða um næstu helgi. Á Laugardag verður réttað í Skarðarétt í Gönguskörðum. Sunnudagiun 9. september verða Fljótstungu- réttir í Borgarfirði, Hrútatunguréttir í Hrútafirði, Miðfjarðarréttir og Reynistaðaréttir í Skagafirði. Stóðréttir hefjast í Skagafirði um aðra helgi. Auðkúlurétt í Svínavatnshr., A-Hún. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. Dalsrétt í Mosfellsdal, Kjós Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. Fossvallarétt v/Lækjarbotna (Rvík/Kóp) Grímsstaðarétt í Álftaneshr., Mýr. Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. Hítardalsrétt í Hraunhr., Mýr. Hlíðarrétt í Bólstaðarhl.hr., A-Hún. Hraunsrétt í Aðaldal, S-Þing. Hrunarétt í Hrunamannahr., Árn. Hrútatungurétt í Hrútafirði, V-Hún. Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Ám. Kaldárrétt v/Hafnarfjörð Kjósarrétt í Kjósahr., Kjósarsýslu Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn. Kollafjarðarrétt, Kjalameshr., Kjós Langholtsrétt í Miklaholtshreppi, Snæf. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V-Hún. Nesjavallarétt í Grafningi, Árn. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. Reynisstaðarétt í Staðarhr., Skag. Selflatarétt í Grafningi^ Árn. Selvogsrétt í Selvogi, Árn. Silfrastaðarétt í Akrahr., Skag. Skaftholtsrétt í Gnúpveijahreppi, Árn. Skaftárrétt í Skaftárhr., V-Skaft. Skaftártungurétt í Skaftártungu, V-Skaft. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. Skeiðaréttir á Skeiðum, Árn. Skrapatungurétt í Vindhælishr., A- Hún. Stafnsrétt í Svartárdal, A-Hún. Svignaskarðsrétt í Borgarhr., Mýr. Tungnaréttir í Biskupstungum, Árn. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A-Hún. Vogarétt á Vatnsleysuströnd, Gullbr. Valdarásrétt í Víðidal, V-Hún. Víðidalstungurétt í Víðidal, V-Hún. Þórkötlustaðarétt í Grindavík Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. Ölfusrétt í Ölfusi, Ám. Laugardaginn 15. september. Sunnudaginn 16. september. Mánudaginn 24. september. Sunnudaginn 9. september. Sunnudaginn 23. september. Þriðjudaginn 18. september. Laugardaginn 22. september. Mánudaginn 17. september. Sunnudaginn 16. september. Mánudaginn 10. september. Fimmtudaginn 13. september. Sunnudaginn 9. september. Laugardaginn 22. september. Laugardaginn 22. september. Mánudaginn 24. september. Miðvikudaginn 12. september. Mánudaginn 24. september. Miðvikudaginn 19. september. Laugardaginn 15. september. Sunnudaginn 9. september. Laugardaginn 22. september. Miðvikudaginn 12. september. Föstudaginn 14. september. Sunnudaginn 9. september. Mánudaginn 24. september. Mánudaginn 24. september. Mánudaginn 17. september. Fimmtudaginn 13. september. Laugardaginn 15. september. Laugardaginn 22. september. Laugardaginn 8. september. Föstudaginn 14. september. Sunnudaginn 16. september. Laugardaginn 15. september. Mánudaginn 17. september. Miðvikudaginn 12. september. Laugardaginn 15. september. Mánudaginn 17. september. Föstudaginn 14. september. Laugardaginn 15. september. Sunnudaginn 16. september. Mánudaginn 17. september. Þriðjudaginn 25. september. Helstu stóðréttir haustið 1990 Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. • Reynisstaðarétt í Staðarhr., Skag. Silfrastaðarétt í Akrahr., Skag. Hlíðarrétt í Bólst.hl.hr., A-Hún. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. Víðidalstungurétt í Víðidal, V-Hún. Sunnudaginn 16. september, uppúrhádegi. Sunnudaginn 16. september, síðdegis. Sunnudaginn 16. september, upp úr hádegi. Sunnudaginn 23. september, upp úr hádegi. Laugardaginn 6. október, upp úr hádegi. Laugardaginn 6. október, um hádegi. Sýningar Low Life Theatre Co. á leikritinu The Zoo Story verða í Djúpinu 4.-6. september. The Zoo Story eftir Albee sýnt í Djúpinu SÝNINGAR Low Life Theatre Co. á leikritinu The Zoo Story verða í Djúpinu, Hafnarstræti (undir veitingastaðnum Horninu), þriðju- dag, miðvikudag og fimmtudag 4.-6. september og hefjast sýningarn- ar klukkan 20.30. Leikritið er flutt á ensku. íslandsþingið á Höfn: Héðinn og Björgvin jafnir í efsta sæti eftir 5 umferðir Verkið fjallar um tvo menn, Pet- er, sem Felix Bergsson leikur, og Jerry, leikinn af Graeme Dalías. Þeir hittast fyrir tilviljun í Central Park í New York og taka tal sam- an. Smám saman afhjúpa þeir ýmis- legt hvor í öðrum og atburðarásin sem sýndist svo sakleysisleg í byrj- un verður hröð og endar með mjög tragískum hætti. Verkið meðhöndl- ar á hispurslausan hátt tilfinningar mannanna tveggja, einmanaleika, firringu stórborgarinnar og kynlíf. Það tekur klukkutíma í flutningi og hefur ekkert hlé. Edward Albee skrifaði The Zoo Story árið 1959, og var það fyrsta verk hans. The Zoo Story vakti athygli þegar það var fyrst sýnt á Broadway. Gagnrýnendur krýndu Albee sem björtustu von í banda- rískri leikritun og hann olli þeim ekki vonbrigðum þegar næsta leik- rit kom út. Það var „Who’s afraid of Virgina Wolf?“, sem færði Albee heimsfrægð. Leikhópurinn L,ow Life frum- sýndi The Zoo Story á listahátíðinni í Edinborg í ágústmánuði og hlaut sýningin mjög góðar viðtökur. Leik- hópurinn er samansettur af ungum leikurum sem hafa áhuga á krefj- andi og spennandi drama. Þeir Fel- ix Bergsson og Graeme Dallas eru einu leikendur verksins, auk þess sem þeir sjá sjálfir um leikstjórn. The Zoo Story er fyrsta verkefni hópsins en nú þegar hafa verið gerðar áætlanir fyrir sýningar á næsta vetri. Meðal annars hyggst hópurinn færa upp leikritið Play Donkey og eigin látbragðsleik. Leikhópurinn starfar í Skotlandi, en uppfærslan á The Zoo Story hér á landi er tilraunaverkefni, til þess ætlað að sjá hvernig ensk leiklist gengur í íslendinga. (Úr fréttatilkynninyu) ___________Skák_______________ Bragi Kristjánsson KEPPNI í landsliðsflokki á Skák- þingi íslands harðnaði enn um helgina, þegar fjórða og fimmta umferð voru tefldar. Keppendur eru greinilega ekki komnir til Hornafjarðar með frið í huga. Skákirnar eru tefldar í botn og hefur aðeins 8 skákum af 55 lok- ið með jafntefli, þar af aðeins einni eftir fáa leiki. Margeir Pétursson uppskar að- eins hálfan vinning í umferðum helgarinnar; þannig að Héðinn Steingrímsson (15 ára!) og Björgvin Jónsson eru jafnir í efsta sæti eftir 5 umferðir og tefla saman í þeirri sjöttu! 4. umferð: Margeir Pétursson — Sigurður Daði Sigfússon, 'Aj Þröst- ur Þórhallsson — Árni Ármann Árnason, 1—0; Héðinn Steingríms- son — Tómas Björnsson, 1—0; Jón L. Árnason — Hannes Hlífar Stef- ánsson, 'A; Björgvin Jónsson — Halldór Grétar Einarsson, 1—0; Þröstur Árnason — Snorri G. Bergs- son, 1—0. Margeir tókst ekki að beygja Sigurð Daða og Jón L. og Hannes Hlífar gerðu rökrétt jafntefli, en vinningsskákirnar voru örugglega tefldar af sigurvegurunum. 5. umferð: Snorri — Björgvin, 0—1; Hannes Hlífar — Margeir, 1—0; Jón L. — Halldór Grétar, 1—0; Héðinn — Þröstur Á., '/2; Sig- urður Daði — Árni Ármann, '/2; Þröstur Þ. — Tómas, '/2. Jón L. og Halldór Grétar misstu tölu á leikjunum í heiftarlegu tíma- hraki, en þegar tímamörkum var náð átti Jón unnið tafl. Björgvin notfærði sér vel veika taflmennsku Snorra. Héðinn og Þröstur Á. gerðu jafntefli og Ámi Ármann og Þröst- ur Þ. gátu ekki nýtt sér betri stöðu til vinnings. Staðan eftir 5 umferðir: 1.—2. Héðinn og Björgvin, 4 v. 3. Margeir 3'/2 v. 4.-7. Jón L., Hannes Hlífar, Þröstur Þ., Þröstur Á., 2'/2 v. 8.—10. Halldór Grétar, Tómas, Snorri, 2 y. 11. Árni Ár- mann, 1 'Av. 12. Sigurður Daði, 1 v. Skákir á íslandsþinginu hafa margar verið ævintýralegar og boð- ið upp á mikla spennu, enda hart barist. Keppendur hafa oft teflt meira af kappi en forsjá og hafa margir grófir afleikir litið dagsins ljós. Furðulegur fíngurbijótur Mar- geirs í fimmtu umferð slær þó öllum öðrum mistökum við. Hvítt: Hannes H. Stefánsson Margeir Pétursson Sikileyjar-vörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - Rc6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 — g6, 5. c4 — Rf6, 6. Rc3 - d6, 7. Be2 - Rxd4, 8. Dxd4 - Bg7, 9. Be3 í þriðju umferð lék Jón L. Árna- son 9. Bg5 ásamt 10. De3 gegn Margeiri og tapaði, þótt það væri ekki byijuninni að kenna. 9. - 0-0, 10. Dd2 - Be6, 11. 0-0 - Da5, 12. Hacl - a6, 13. f3 - Hfc8, 14. Hfdl - b5, 15. Rd5 - Dxd2, 16. Hxd2 — Rxd5, 17. exd5 - Bd7. Skákfræðin telur þessa stöðu jafna. 18. b3 - h5,19. Bd3 - b4, 20. c5? Hannes er fullbjartsýnn. Hann hefði átt að bíða átekta með leik eins og 20. Kfl. 20. - Bc3! 21. c6 Annars tapar hvítur peðinu á c5 án nokkurra bóta. 21. - Bxd2, 22. Bxd2 - Bf5, 23. Bxf5 — gxf5, 24. Bxb4 — Hab8, 25. Ba5 - Hb5, 26. b4 - Hxd5, 27. c7 - Kf8, 28. a4 - Hxa5! 29. bxa5 — Ke8, 30. Hc6 — Kd7, 31. Hxa6 — e6, 32. h4 — Hxc7, 33. Ha8 Margeir hefði getað leikið 33. — Hc4 og náð stöðu, sem gaf honum góðar vinningsvonir, t.d. 34. a6 — Hxa4, 35. a7 - Ke7, 36. Hh8 - Hxa7, 37. Hxh5 — d5 o.s.frv. í staðinn verðá honum á ótrúleg mis- tök... 33. - Hc8??? 34. Hxc8 - Kxc8, 35. g4! Margeiri yfirsást þessi sáraein- faldi leikur. Hvítur skapar sér frels- ingja bæði á a- og h-línunni og tryggir með því fæðingu nýrrar hvítrar drottningar: 35. — d5, 36. gxh5 - d4, 37. h6 - d3, 38. h7 - d2, 39. H8D+ og hvítur vinnur auðveldlega. Svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.