Morgunblaðið - 04.09.1990, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990
Aðalfundur Stéttarsambands bænda:
Oæskilegt að loðdýra-
rækt leggist af í landinu
Á AÐALFUNDI Stettarsam-
bands bænda, sem lauk síðastlið-
inn föstudag, urðu miklar um-
ræður um stöðu loðdýraræktar-
innar. Harmar fundurinn hvern-
ig tekist hefur til með þessa til-
raun til nýrrar atvinnusköpunar
á landsbyggðinni, en þrátt fyrir
mikla og ófyrirsjáanlega erfið-
leika í búgreininni telur fundur-
inn þó ekki rétt að hún leggist
af. í samþykkt fundarins er bent
á að fyrirsjáanlegt að þær ráð-
stafanir, sem gerðar hafa verið
og í gangi eru til bjargar bú-
greininni, dugi ekki til að tryggja
rekstur hennar nema út þetta
framleiðsluár.
í ályktun fundarins er bent á að
með fyrirsjáanlegri fækkun loð-
dýrabænda á komandi hausti sé
nær útilokað fyrir þá fáu bændur
sem eftir verða að halda áfram
rekstri fóðurstöðvanna. Því virðist
nauðsynlegt að Byggðastofnun og
ríkissjóður tryggi á einhvern hátt
þann rekstur á meðan erfiðleikar
ganga yfir í búgreininni, þannig að
fóðurkostnaður verði ekki hærri en
sem nemi 60-70% af meðaltals-
skinnaverði í landinu. Þá viil fund-
urinn að ríkisábyrgð vegna breyt-
inga á lausaskuldum loðdýrabænda,
sem unnið hefur verið að á þessu
ári, verði hækkuð til samræmis við
lánskjaravísitölu frá gildistöku laga
þar að lútandi þar til skuldbreyting-
in fer fram.
Meðal annars sem aðalfundurinn
leggur til að gert verði til aðstoðar
loðdýraræktinni, er að ákveðið verði
fyrir lok september að greiða jöfn-
unargjald á loðdýrafóður á næsta
ári með sama hætti og gert hefur
verið á þessu ári, og verði gjaldið
ekki lægra en 8 kr. á hvert kíló
fóðurs. Þá verði fyrirgreiðslu þeirri,
sem Framleiðnisjóður landbúnaðar-
ins hefur haft með höndum í sumar
varðandi afurðalán loðdýrabænda,
haldið áfram á framleiðslu ársins
1991, en jafnframt verði leitað leiða
til að tryggja að loðdýrabændur
eigi kost á svo hagkvæmum afurða-
lánum sem mögulegt er. Einnig
verði unnið að því að rýmka frekar
heimild í lögum um Stofnlánadeild
landbúnaðarins til þess að afskrifa
stofnlán og verðbætur af lánum til
loðdýrahúsa að því marki sem fé
hennar leyfir, og gjaldtaka af
rekstri loðdýrabúa, svo sem að-
stöðugjöld og fasteignagjöld verði
felld niður eða endurgreidd meðan
erfíðleikatímabil loðdýraræktarinn-
ar gengur yfír, en verði síðan endur-
skoðuð og færð til samræmis við
gildandi reglur í samkeppnislönd-
um.
Mörkuð verði byggða og
búsetustefna
Aðalfundur Stéttarsambandsins
krefst aðgerða vegna fýrirsjáan-
legrar byggðaröskunar ef sam-
dráttur verður í sauðíjárframleiðslu
til samræmis við þarfir innanlands-
markaðar, en slíkur samdráttur er
talinn nema á annað þúsund árs-
verkum í landbúnaði og þjónustu-
greinum honum tengdum. Gerir
fundurinn þá kröfu til stjórnvalda
að áður en til þess kemur verði
mörkuð ákveðin byggða- og búsetu-
stefna, sem meðal annars taki mið
af landnýtingarsjónarmiðum, en
meðan unnið sé að langtímamark-
miðum varðandi byggðaþróun sé
brýnt að fullnýta þau tækifæri sem
gefist til atvinnusköpunar. í því
sambandi telur fundurinn meðal
annars að efla eigi markaðsfærslu
og vöruþróun í ferðaþjónustu, fjöiga
fjarvinnslustofum í dreifbýli, nýta
silungsveiði í vötnum ásamt bieikju-
eldi, koma á námskeiðum fyrir
skólabörn, og stuðla að svæðis-
bundnum átaksverkefnum í at-
vinnusköpun. Kraftar þeirra sem
stuðlað geti að uppbyggingu at-
NYJASTA ENSKA ORÐABOKIN
1.116 blaðsíður - handhæg og notadrjúg.
Kynningarverð
til áramóta
kr. 1.600.
ORÐABOKAUTGAFAN
Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, í ræðustól
á aðalfundi Stéttarsambandsins.
vinnutækifæra verði sameinaðir í
þessu skini, og komi leiðbeininga-
og rannsóknastarfsemi í landbúnaði
inn í þá mynd.
Jarðakaupasjóður verði
stórefldur
Á aðalfundinum var samþykkt
að fela stjórn Stéttarsambandsins
að hlutast til um það við ríkisstjórn
og Alþingi að Jarðakaupasjóður
verði stórefldur og hlutverki hans
aukið, þannig að hann verði einnig
lána- og styrktarsjóður fyrir sveit-
arfélög til að gera þeim kleift að
festa kaup á þeim jörðum, sem
sveitarfélögum er boðinn forkaups-
réttur á, og nauðsynlegt þykir að
tryggja að eignarhald á þeim innan
viðkomandi sveitarfélags.
Kindakjöt selt nýtt
Markaðsmál kindakjöts voru
talsvert rædd á aðalfundi Stéttar-
sambandsins, og leggur fundurinn
áherslu á að unnið verði markvisst
að þeim málum. í því sambandi
telur fundurinn að skipuleggja verði
slátrun, vinnslu og dreifingu með
skilvirkari hætti en nú er gert, og
bendir sérstaklega á nauðsyn þess
að örva sölu á ferskum sauðfjára-
furðum í sláturtíð.
Virðisaukaskattur af
heimteknum afurðum
Nokkrar umræður urðu á aðal-
fundinum um tillögu varðandi virð-
isaukaskatt, sem bændum er gert
að greiða af heimteknum og heima-
notuðum afurðum, en fram kom sú
skoðun að sú ráðstöfun geti hvatt
mjögtil heimaslátrunar. Telurfund-
urinn óviðunandi að bændur þurfi
að greiða fullan virðisaukaskatt af
þessum afurðum, en njóti engra
niðurgreiðslna á þeim eins og hinn
almenni neytandi gerir, og vill að
unnið verði að leiðréttingu á þessu
misrétti.
Vsk. beint til kartöflubænda
Tillaga um að skora á stjórn
Stéttarsambandsins að vinna að því
að endurgreiðsla á virðisaukaskatti
á kartöflur verði greidd beint til
bænda en ekki á heildsölustigi var
# GÍTARSKÓUNN
Hólmaseli 4-6 (Tónskóli Eddu Borg), sími 73452
^ SÍMANÚMER
^ 73452
Innritun og upplýsingar alla daga
í síma 73452 frá kl. 13.30-19.00.
• 12 vikna námskeið
• Stúdíóupptaka í lok námskeiðs
• Byrjendur, rokk, popp, blús, jass, funk,
þjóðlagagítarleikur, heavy metal.
• Undirbúningsnám fyrir FIH-skólann
• Bandaríski gítarleikarinn Cris Ambler
Stebbi Siggi Gummi