Morgunblaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990
Morgunblaðið/Þorkell
Bera Nordal, forstöðumaður Listasafns íslands, ásamt frú Ástu
Eiríksdóttur, ekkju Svavars Guðnasonar, við verk Svavars sem
komið hefur verið upp í öllu safninu.
Ásta Eiríksdóttir skoðar bókarkápu skáldsögunnar Gerpiu eftir
Halldór Kiljan Laxness sem Svavar gerði. í glerskápnum má einn-
ig sjá kápur sem Svavar gerði við Prjónastofuna eftir sama rithöf-
und auk ljósmynda af listamanninum frá árunum í Kaupmanna-
höfn.
A
Listasafn Islands:
161 verk á yfirlitssýningxi
á list Svavars Guðnasonar
Veðrið málaði Svavar Guðnason 1963 og er það stærsta verk Svavars fyrr og síðar. Verkið er í
eigu Árósarháskóla og hefur það ekki verið sýnt á Islandi áður.
FORSETI íslands, Vigdís
Finnbogadóttir, opnar yfír-
litssýningu á verkum Svavars
Guðnasonar í Listasafni ís-
lands laugardaginn 22. sept-
ember kl. 15. Sýningin sem
stendur til 4. nóvember næst-
komandi verður í öllu safninu
og verða alls 161 verk sýnd,
107 olíu- og pastelmyndir og
54 vatnslita- og litkrítarmynd-
ir. Þetta er fyrsta yfirlitssýn-
ingin sem spannar allan feril
þessa merkasta frumkvöðuls
módernismans á Islandi.
Verk Svavars, sem er einn
þekktasti listamaður íslands ut-
an landssteinanna, er að_ finna
í öllum meginsöfnum á íslandi
auk helstu safna í Danmörku,
eins og Louisiana og Nordjyl-
lands Kunstmuseum og mörgum
einkasöfnum í Evrópu sem sér-
hæfa sig einkum í list Cobra-
manna.
Svavar hóf nám við Listaaka-
demíuna í Kaupmannahöfn 1935
og 1938 var hann um tíma nem-
andi Femand Leger í París. í
Danmörku var Svavar í tengsl-
um við listamenn sem ruddu
braut hinum sjálfsprottna ab-
strakt-expressionisma. Svavar
sýndi í fyrsta sinn með hópnum
árið 1942. Undir forystu Asgers
Jorns urðu þessir listamenn að-
alstofnendur Cobra-hópsins árið
1948. Svavar bar búsettur í
Danmörku fram til 1951 er hann
fluttist á ný til íslands.
Þrjátíu ár eru síðan haldin var
yfirlitssýning á verkum Svavars
í Listasafninu en þá var hann
um fímmtugt. Á sýningunni nú
verða öll helstu verk Svavars,
frá einstaklingum, söfnum og
stofnunum, bæði innanlands og
utan. Flest verk frá útlöndum
koma frá Danmörku þar sem
Svavar bjó í 16 ár og fæst þeirra
hafa verið sýnd hérlendis áður.
Undirbúningur að sýningunni
hefur staðið lengi yfir, að sögn
Beru Norðdal, forstöðumanns
Listasafns íslands, og hefur
mikil vinna verið lögð í að hafa
upp á verkum Svavars sem mörg
hver eru í einkaeign. Listasafn
íslands á 35 verk eftir Svavar
en tvær fyrstu myndirnar keypti
safnið á merkri tímamótasýn-
ingu Svavars í Listamannaská-
lanum 1945. Önnnur myndin,
íslandslag, frá árinu 1945, er
að sögn Beru eitt áhrifamesta
verk Svavars fyrr og síðar en
mynd af verkinu prýðir einmitt
veggspjald sem gert hefur verið
í tilefni sýningarinnar. Nokkru
áður en Svavar féll frá 1988,
var honum tilkynnt að haldin
jn-ði yfírlitssýning á verkum
hans í hinu nýja húsj Listasafns
íslands árið 1990. Ákvað hann
þá að gefa safninu fimm verk
eftir sig og að gjöfín yrði gerð
heyrinkunn við opnun sýningar-
innar. Verkin eru Skip og haf
frá 1939, Styrbjörg frá 1939,
Sól í hvirfli frá 1946, Nótt frá
1965 og Hallast upp við dogg
frá 1975-1980.
Sjálfvirk
skuldfærsla
tékkhefta
BANKAR og sparisjóðir eru nú
í þann veginn að taka upp beina
skuldfærslu á andvirði af-
greiddra tékkhefta, þannig að
viðskiptamenn þurfa þá ekki
lengur að hafa handbæra pen-
inga, eða greiða tékkheftið með
fyrsta tékkanum, segir í frétt frá
bönkunum.
Upplýsingar um úttektina birtast
á næsta reikningsyfirliti og gilda
þá sem kvittun bankans, en fyrir-
tæki, sem þurfa sérstakt fylgiskjal
vegna bókhalds, geta fengið auka-
kvittun, sem tölvan skrifar.
Þetta nýja fyrirkomulag verður
tekið í notkun til reynslu á einum
afgreiðslustað föstudaginn 21.
september, en að fáum dögum liðn-
um verður það einnig tekið í notkun
hjá öllum afgreiðslustöðum banka
og sparisjóða, sem beintengdir eru
Reiknistofu bankanna.
Lokaprédik-
anir í Háskól-
anum í dag
FJÓRIR guðfræðistúdentar
flytja lokaprédikun sína í dag,
Iaugardaginnn 22. september, í
kapellu Háskólans.
Hópnum er skipt þannig að önn-
ur athöfnin hefst klukkan 13.30 og
þá prédika þau Bjarni Karlsson og
Ingileif Malmberg. Seinni athöfnin
hefst klukkan 15 og þá prédika
þeir Þór Hauksson og Órnólfur Jó-
hannes Ólafsson. Athöfnin er opin
almenningi.
Barnastarf
Fríkirkjunn-
ar að heíjast
BARNA- og fermingarstarf vetr-
arins í Fríkirkjunni í Reykjavík
hefst á morgun, sunnudag.
Barnastarfíð hefst við barna-
guðsþjónustu klukkan 11.
í bamaguðsþjónustunni lærum
við og syngjum sálma, biðjum bæn-
ir saman, lærum hreyfileika með
söng, hlustum á Guðs orð og fáum
það útskýrt í máli og myndum.
Barnastundinni lýkur með sögu-
lestri og smáhressingu fyrir börn
og fullorðna.
Barnaguðsþjónusturnar verða
annan hvern sunnudag til jóla. Til
síðari guðsþjónustu sunnudagsins
klukkan 14 er boðið sérstaklega
þeim ungmennum, sem vilja taka
þátt í fermingarundirbúningi, og
forráðamönnum þeirra. Að guðs-
þjónustunni lokinni verður vetrar-
starf þeirra skipulagt.
Æskulýðsnefnd Fríkirkjunn-
ar í Reykjavík.
ESAB
RAFSUÐUVÉLAR
vír og fylgihlutir
= HÉÐINN =
VÉLAVERSLUN SÍMI 624260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER
Sjötugur íslendingur ætlar
að synda Palmaflóann
Frá Kjartani L. Pálssyni, fréttaritara Morgunblaðsins á Spáni.
BJÖRN Kristjánsson, fyrrverandi lögregluþjónn, bíður þessa dagana
eftir því að fá grænt ljós hjá yfirvöldum á Mallorea á Spáni um að fá
að synda yfir Palmaflóann.
Björn, sem stendur á sjötugu, er
í hópi eldri borgara frá íslandi sem
nú dvelja á Palma Nova á Mallorca
á vegum Samvinnuferða-Landsýnar.
Hann hefur heitið því að reyna að
synda yfir Palma-flóann en það er
hátt í 20 km leið. Ætlar hann að
synda frá Arenal og yfir til Palma
Nova.
Sundið sjálft er mikið fyrirtæki
en undirbúningurinn er engu minni.
Beðið er eftir leyfi yfirvalda um að
Bjöm fái að synda þessa leið og
hefur orðið bið á því leyfi. Þarna er
mikil umferð skipa af öllum gerðum
og stærðum, allt frá hjólabátum og
upp í flugmóðurskip og mun Bjöm
fara þvert á siglingaleið stærri ski-
panna. Ef leyfið fæst mun bátur
fylgja honum alla leið. Þar um borð
verður læknir svo og aðstoðarfólk.
Ásthildur Pétursdóttir, fararstjóri,
mun og verða með Birni í bátnum
auk þess sem hún mun þurfa að fara
af og til í sjóinn til hans til að gefa
honum að drekka og borða.
Bjöm er vanur að synda í sjónum
við Mallorca en hefur aldrei synt
svona langa leið í einu. Hann hefur
æft sérstaklega í vetur fyrir þetta
þreksund en missti úr dijúgan tíma
vegna veikinda í vor. En það er ekk-
ert sem hann ætlar að láta stöðva
sig i þessu, nema þá helst yfirvöld
geri það með því að gefa honum
ekki „siglingaleyfi" eins og gárun-
garnir í samferðahópnum hans kalla
það.