Morgunblaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK
215. tbl. 78. árg.
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Norskt skip tekið
við Novaja Zemlja
Ósló. Reuter.
SOVÉSKT herskip tók í gær
rannsóknarskip norsku umhverf-
isstofnunarinnar Bellona þar
sem það var við sýnatöku á
rúmsjó í nágrenni eynnar Novaja
Zemlja.
Rune Haaland, talsmaður Bell-
ona, sagði að sovéskir sjóliðar hefðu
Jeltsín
slapp með
skrámur
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín, forseti Rúss-
lands, slapp með skrámur
þegar ellilífeyrisþegi ók
Lada-bifreið sinni á Volgu-
bíl hans á Tverskojstræti (áð-
ur Gorkíjstræti) í miðborg
Moskvu í gærmorgun.
Sá orð-
rómur komst
á kreik að
um mis-
heppnað
morðtilræði
hefði verið
að ræða en
TASS-
fréttastofan
reyndiaðslá Borís Jeltsín
a hann með
því að flytja nákvæmar fréttir
af árekstrinum og sagði að
hann hefði orðið vegna umferð-
arlagabrots Lada-bílstjórans.
Hefði hann ekki veitt stöðvun-
armerkjum lögreglumanns sem
stjórnaði umferðinni eftirtekt
með framangreindum afleið-
ingum.
farið um borð í skipið, sem heitir
Genius, og væri áhöfnin nú fangi
þeirra. Sjóliðarnir sovésku hefðu
rofið allt fjarskiptasamband við
skipið og tekið áhöfnina í yfir-
heyrslu. Líklega yrði Genius dregið
til hafnar í Múrmansk á Kólaskaga
og áhöfnin sektuð.
Norska rannsóknarskipið var
tekið á alþjóðlegu hafsvæði. Hafði
áhöfnin að engu haft fyrirmæli um
að taka ekki vatns-, plöntu- eða
dýralífssýni innan sovéskrar efna-
hagslögsögu. Var tilgangur leið-
angurs Genius að rannsaka hvort
kjarnorkutilraunir Sovétmanna á
Novaja Zemlja hefðu valdið um-
hverfistjóni.
Sovétmenn hafa gert tilraunir
með kjarnorkusprengjur a Novaja
Zemlja og segjast fulltrúar Bellona
hafa fyrir því heimildir að ráðgert
sé að sprengja kjarnorkusprengju
þar í október nk.
Reuter
Míkhaíl Gorbatsjov var óþolinmóður á fundi Æðsta ráðs Sovétríkj-
anna í gær og var myndin tekin er hann flutti eina ræðu af þremur
um sama efni.
Fæðingum
fækkar stöð-
ugt í Evrópu
Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit-
ara Morgunblaðsins.
ÍSLAND er í hópi fjögurra
Vestur-Evrópuríkja þar sem fæð-
ingar voru fleiri en dauðsfölLárið
1988 og þjóðinni fjölgar af eigin
rammleik. Hin ríkin eru Irland,
Kýpur og Tyrkland. Fæðingum í
Evrópu fækkaði að meðaltali um
5,5% á tímabilinu 1980 til 1988.
Mest er fólksfækkunin í San
Marínó, Vestur-Þýskalandi, Aust-
urríki og á Ítalíu.
Á fundi lýðfræðinga aðildarríkja
Evrópuráðsins í Strassborg í vikunni
kom fram að ekki sé beint samband
á milli ijölda útivinnandi kvenna og
barneigna.
Daninn Poul Mathiessen benti á
að meðalaldur þjóða verður æ hærri.
Aðeins 15% íbúa Vestur-Þýskalands
er undir 15 ára aldri og 17% íbúa
San Marínó, Lúxemborgar, Aust-
urríkis, Danmerkur og Sviss.
Sjá „Gamla fólkið aftur út á
vinnumarkaðinn" á bls. 20.
Ákvörðun um efnahagsáætlun frestað í Æðsta ráðinu;
Gorbatsjov hótar því að
stíóma með tilskipunum
Moskvu.^ Reuter.
MIKHAIL Gorbatsjov, leiðtogi
sovéska kommúnistaflokksins,
sagði að svo stíft væri staðið gegn
umbótastefnu hans að hann gæti
þurft að nota vald forsetaembætt-
isins til þess að stjórna með til-
skipunuin og annarra neyðarráð-
stafana. í gær var ráðgert að
Æðsta ráðið samþykkti sljórnar-
skrárbreytingu er fært hefði
Bush segir tengsi íraka yið
hryðjuverkamenn áhyggjuefhi
írakar vísa erlendum sendimönnum úr landi
Nikósíu, Washington. Reuter.
GEÖRGE Bush Bandaríkjaforseti
kvaðst í gær hafa af því áhyggjur
að stjórnvöld í Irak hefðu treyst
enn frekar tengsl sín við hópa
alþjóðlegra hryðjuverkamanna
og varaði stjórn Saddams Huss-
eins íraksforseta við því að gang-
ast fyrir ofbeldis- og óhæfuverk-
um gegn Bandarikjamönnum.
Sljórnvöld í írak gáfu í gær rúm-
lega 20 erlendum sendimönnum
tiltekinn frest til að hafa sig á
brott frá höfuðborg landsins,
Bagdad.
Talsmaður Bush Bandaríkjafor-
seta kvað hann hafa látið þessi orð
falla á fundi með leiðtogum demó-
krata og repúblíkana á Bandaríkja-
þingi. Hefði forsetinn m.a. vísað til
fullyrðinga þess efnis að leiðtogar
'tveggja hópa palestínskra hryðju-
verkamanna, þeir Abu Nidal og Abu
Abbas, héldu til í írak. Skömmu
síðar skýrði talsmaður bandaríska
utanríkisráðuneytisins frá því að
þremur íröskum sendimönnúm hefði
verið vísað úr landi í Bandaríkjunum.
í gær héldu 11 íraskir sendimenn
frá París, höfuðborg Frakklands, til
síns heima í samræmi við þessa
ákvörðun Evrópubandalagsins.
Samtímis skýrðu stjórnvöld í írak
frá því að 11 frönskum stjórnarer-
indrekum hefði verið vísað úr landi.
Þrír bandarískir og jafnfmargir
breskir sendiráðsmenn fengu viku
frest til að hafa sig á brott sem og
hermálafulltrúi Spánveija og aðstoð-
armaður hans. Starfsbróður hans frá
Ítalíu og þremur aðstoðarmönnum
var fyrirskipað að hverfa frá írak
innan tíu daga. Þá ákváðu Irakar
einnig að láta til skarar skríða gegn
Egyptum sem sent hafa herlið til
varnar Saudi-Arabíu. Var tveimur
háttsettum sendimönnum, hermála-
fulltrúa Egypta og aðstoðarmönnum
hans, skipað að hafa sig á brott inn-
an viku.
Þá lýstu írakar yfir því að ferða-
frelsi fulltrúa bresku ríkisstjórnar-
innar í Bagdad yrði framvegis tak-
markað en í borginni eru nú 14 br-
eskir stjómarerindrekar og nokkrir
starfsmenn aðrir.
Sjá ,;Viðræður hugsanlegar
flytji Irakar ...“ á bls. 20.
Gorbatsjov stóraukið fram-
kvæmdavald en átkvæðagreiðslu
var frestað. Sömuleiðis var frest-
að til mánudags að greiða at-
kvæði um tillögur um framtíðar-
stefnu sovéskra efnahagsmála
vegna þess hve fáir þingmenn
sóttu síðdegisfund Æðsta ráðsins.
Fyrr um daginn höfðu bæði
Níkolaj Ryzhkov forsætisráð-
herra og Gorbatsjov hvatt þing-
menn eindregið til þess að af-
greiða málið í gær.
Aðeins 330 af 542 fulltrúum í
Æðsta ráðinu komu til fundar að
loknu hádegisverðarhléi. Anatólíj
Lukjanov þingforseti bað þá þing-
leiðtoga lýðveldanna að hafa uppi á
sínum mönnum en það stoðaði lítt;
Belgískur ráðherra:
Barnaráðstefna SÞ
rándýr sýndarmennska
Brussel. Reuter.
BELGÍSKUR ráðherra gagn-
rýndi í gær það framtak að efna
til barnaráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna, sem fyrirhuguð er í
New York um aðra helgi, og
sagði hana vera rándýra sýndar-
mennsku sem væri einungis til
þess fallin að þjóna ímynd
Barnahjálpar SÞ (UNICEF).
Ráðherrann, Andre Geens, sagði
að barnaráðstefnan yrði mjög
kostnaðarsöm og nefndi sem dæmi
að öryggisgæslan ein og sér myndi
kosta UNICEF sex milljónir doll-
ara, jafnvirði 340 milljóna ÍSK.
Munu um 90 þjóðarleiðtogar sitja
ráðstefnuna.
„Þetta verður skrautsýning sem
missir alveg marks því börn heims-
ins verða jafn illa stödd eftir sem
áður. Ráðstefnan er einungis til
þess að þjóna hégóma James
Grants yfirmanns UNICEF," sagði
Geens. Sagði hann að alþjóðlegar
hjálparstofnanir stunduðu í aukn-
um mæli ýmiss konar sýndar-
mennsku er hefði ekkert með þarf-
ir ríkja þriðjá heimsins að gera en
væri eingöngu liður í innbyrðis
valdastreitu þeirra sjálfra.
aðeins 17 bættust við og vantaði því
enn 13 til að ná lágmarksfjölda til
atkvæðagreiðslu. Gaf hann til kynna
að það hafi verið ásetningur þing-
manna að knýja fram frestun at-
kvæðagreiðslunnar með fjarveru
sinni og eftir tveggja stunda umræð-
ur frestaði hann fundi.
Gorbatsjov sýndi óþolinmæði á
fundinum, tók þrisvar til máls og
endurtók sömu ræðuna um nauðsyn
tafarlausra aðgerða til þess að af-
stýra frekara efnahagshruni og
stjórnleysi. Oft lamdi hann í borðið
og greip fram í fyrir öðrum.
Á morgunfundi Æðsta ráðsins
hvatti Ryzhkov þingmenn til þess
að sameina tvær tillögur um fram-
tíðarskipan efnahagsmála. Önnur
þeirra er kennd við hagfræðinginn
Staníslav Sjatalín og kveður á um
að markaðskerfi verði innleitt á 500
dögum en hin er lögð fram í nafni
Ryzhkovs og þykir mun hófstilltari.
„Við verðum að sameina þessar tvær
tillögur í eina og ljúka þessu í dag.
Annars komumst við í alvarlegan
vanda,“ sagði Ryzhkov. Var litið á
ræðu hans sem tilraun til þess að
halda velli en hann hefur átt undir
högg að sækja. Hefur rússneska
þingið m.a. krafist afsagnar hans.
Gorbatsjov tók síðan til máls og
sagði að byggja þyrfti framtíðarskip-
an efnahagsmála að mestu leyti á
tillögum Sjatalíns. Sagði hann það
ekki skaða þó inn í þær yrðu felld
einhver ákvæði úr tillögum stjórnar-
innar. „Þetta er söguleg stund því
kosið verður í dag um það hvernig
við viljum leiða þjóðina fram á við
og í hvers kyns samfélagi við viljum
búa,“ sagði Gorbatsjov.