Morgunblaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990 fclk í fréttum Matreióslumennirnir David Wallach gestur frá U.S.A. og Guómundur Þórsson CALIFORNIAÍVIATUR EINS OC HANN GERIST BESTUR IVIatreióslumaóurinn David Wallach heimsækir Hard Rock Cafe frá 20. til 30. sept. frá kl. 18 öll kvöld Á boóstólum veróur amerískur matur meó frönsku, ítölsku og austurlensku ívafi BROS Andlit í mótun Ein shjallasta og vinsælasta leik- konan fyrir vestan haf þessi misserin er hin kornunga Julia Ro- berts sem þykir hafa það breiðasta og mesta bros sem lengi hefur sést á hvíta tjaldinu. Hún er reyndar miklu meira heldur en brosið eins og nærri má geta. Hér birtast fimm myndir af Júlíu Roberts á hinum ýmsu stigum æskunnar og má glöggt sjá hvemig jafn tilkomumik- ið bros þróast smám saman. Fyrst getur að líta stúlkuna tveggja ára. Síðan er mynd af Júlíu 6 ára, 9 ára, 12 ára og loks 22 ára. Má heita að brosið sé fullmótað þegar á tímakennslualdri. FJARÖFLUN Fjölfald- aður bangsi til hjálpar börnum Breska leikkonan Dame Judi Dench hefur látið fjölfalda Herra T, bangsann sem hún átt: sjálf í æsku og allt til þessa dags. Judi er varaforseti í samtökum sem helga sig fjáröflun fyrir böm sem eiga við djúpstæð tilfinningaleg vandamál að etja. Aðeins 230 ein- staklingar á Bretlandseyjum öllum hafa sérhæft sig í meðferð slíkra barna og Judi segir það eitt segja alla söguna um ástand mála. Reyndar ætlast Judi til þess ac tekjurnar af sölu bangsanna renn til þess að fjármagna sémám fleir 'leiðbeinenda fyrir umrædd böm þannig komi peningarnir að bestum allar þjóðir tækju höndum saman til þess að vernda umhverfi og sporna gegn gjöreyðingu náttu- rauðlinda. Heligoland hefur verið hluti Þýskalands í 100 ár. 1890 ákváðu ríkisstjórnir Bretlands og Þýskalands að hafa makaskipti á Heiigolandi og Zan/ibar, sem þá var þýsk nýlenda. Börn í þjóðbúningum standa hér fyrir framan Björn Engholm, forsætisráðherra Slesvíkur Holtsetalands, (fyrir miðju) og Idris Abd- ul Wakil, forseta Zanzibar. Með þeim eru þýskir embættismenn. HELIGOLAND Þýsk yfirráð ílOOár Fyrir öld komust Bretar og Þjóð- veijar að samkomulagi um að skipta á eyjunum Heligoland í Norð- ursjó og Zanzibar við austurströnd Afríku, sem þá var þýsk nýlenda. Aldarafmælisins var minnst nýlega á Heligoland, þegar Björn Engholm, forsætisráðherra Slesvíkur-Holt- setalands, nyrsta hluta þýska sam- bandslýðveldsins, bauð Idris Abdul Wakil, forseta Zanzibar, á norður- slóðir. Heligoland hefur sögulegt gildi fyrir Þjóðveija, því að þar samdi Hoffmann von Fallersleben þýska þjóðsönginn 1841. Nú sækja ferða- menn mikið til eyjarinnar. í ræðu sem Engholm flutti í til- efni af afmælinu og til heiðurs Wakil forseta, sem er jafnframt næðst æðsti maður Tanzaníu, minnti hann á að úr austri og vestri væru menn að færast hver nær öðrum. Fólk áttaði sig betur en áður á ójafnvæginu á milli norðurs og suðurs og nauðsynlegt væri að ÞUNGAROKK Muna lítið eftir áttunda áratugnum Ein sterkasta þungarokksveit um þessar mundir heitir Aerosm- ith. Hún hefur starfað lengi þótt ör endurnýjun sé á þessu tónlistar- sviði. Hófu þeir félagar að leika saman snemma á sjöunda áratugn- um. Forkólfar sveitarinnar eru enn hinir sömu og í upphafi, söngvarinn varaþykki Steven Tyler og gítar- leikarinn Joe Perry. Þeir segja að ímynd þungarokksins hafi ger- breyst. Nú einkenni ekki drykkju- skapur og hávaði áheyrendur heldur komi þeir gjaman úr röðum virðu- legs fjölskyldufólks. Þeir Tyler og Perry segja að átt- undi áratugurinn hafi horfið í áfengis- og fíknefnamóðu hjá þeim. Perry segir að einu sinni hafi þeir átt að koma fram á tónlistarhátíð í Kalifomíu þar sem hálf milijón manna var samankomin. Hann muni ekkert frá því annað en hann hafi sigið niður á sviðið úr þyrlu. Sá ekkert nema mannhaf hvert sem litið var. Allt annað sé gleymt. Tyler segir að einu sinni hafi hann verið svo ruglaður á hljómleik- um, að hann hafi gefið merki um að leikið skyldi lagið sem hljóm- sveitin var vön að enda hljómleika á. Að því loknu var hann sannfærð- ur um að hljómleikunum væri lokið og gekk því út af sviðinu; mann- fjöldinn heimtaði hins vegar meira. Þá hélt hann verið væri að klappa sig upp en sá sér til mikillar furðu, að hljómsveitin var enn á sviðinu. „Þetta var óheyrileg vinna og við leiddumst út í að drekka of mikið og töldum okkur rangíega trú um að það auðveldaði okkur að takast á við verkefnin,“ segir Tyler. Fyrir nokkrum árum var mælir- inn fullur og hljómsveitin fór öll á Betty Ford-stofnunina þar sem fólki er hjálpað að bijótast út úr drykkju- skap og fíknefnaneyslu. Síðan hefur hún haldið sig frá vímuefnum. Þykja kapparnir hinir hressilegustu og furðu vel á sig komnir miðað við fyrra lífemi og árin sem em komin á fimmta tuginn hjá hveijum og einum í sveitinni. Perry og Tyler segja þetta hafa skilað sér ríku- lega, tvær síðustu hljómplötur þeirra hafi verið þeirra bestu afurð- ir og vinsældir þeirra séu meiri en nokkru sinni fyrr. Steven Tyler SÝNIRHORN ÚR MATSEDLI FORRÉTTIR SPICY THAILOBSTER TAILS WITH LEMON CUCUMBER SALAD (VEL KRYDDAÐIR HUMARHALAR AÐ HÆTTI TÆLANDS MEÐ SÍTRÓNU-GÚRKUSALATI KR. 995,- ADALRÉTTIR PEPPER ROASTED LOIN OF LAMB, CRISPY RISOTTO CAKES (PIPARRISTAÐ LAMBAFILE MEÐ STÖKKRI ÍTALSKRIHRÍSGRJÓNAKÖKU) KR. 1.490. EXOTIC WILD MUSHROOM PASTA WITH DUCK CONFIT AND FRESH SAGE (VILLISVEPPA PASTA MEÐ ANDARKJÖTSMAUKI) KR. 795.- SAMLOKA ROAST PORK LOIN SANDWICH WITH TOASTED ONION MARMALADE (GLÓÐUÐ GRÍS AHR Y GGS AMLOK A MEÐ RISTUÐU LAUKMARMELAÐI) KR. 795.- DESERTAR JACK DANIELS CREME CARAMEL (JACK DANIEL KARAMELLUBÚÐINGUR) KR. 425.- Þessi matur svíkur engan KOMIÐ - SJÁIÐ - SMAKKID Elskum alla - þfónum öllum Velkomin á Hard Rock Cafe, sími 689888

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.