Morgunblaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990
Mirming:
Ingimundur Gísla-
son á Hnappavöllum
Fæddur 7. mars 1921
Dáinn 13. september 1990
Afi okkar er dáinn, nei, hvernig
getur það verið. Hann sem oftast
var svo hress og kátur. Okkur börn-
unum er öllum brugðið. Hann afi
sem fagnaði okkur alltaf þegar við
komum í heimsókn og sagði þá allt-
af: „Nei, eruð þið nú komin, það
er nú gott.“
Hann afí var mikill dýravinur og
átti alltaf svo skemmtilega hunda,
sem við börnin höfðum mikið yndi
af. Eins hafði hann mikinn áhuga
á að við kæmumst á hestbak. En
við eigum margar góðar og
skemmtilegar minningar sem við
geymum í huganum. Við þökkum
afa okkar samfylgdina.
„Láttu nú Ijósið þitt
ioga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti
signaði Jesús mæti.“
(Sálmur)
Barnabörnin
Þegar ég var 7 ára drengur
heima í Vestmannaeyjum kom til
dvalar á heimili foreldra minna
Bjami Gíslason frá Hnappavöllum
í Öræfum. Hann var ráðinn í skip-
rúm hjá föður mínum. Oft sat ég
inni í herbergi hjá Bjarna og fræddi
hann mig um sveitina í Öræfunum.
Sú veröld var mér ákaflega fram-
andi þar sem ég ólst upp við sjávar-
síðuna. Bjami var svo vinsamlegur
að bjóða mér að dvelja á heimili
sínu á Hnappavöllum. Þá þótti mér
það harla langsótt að fara í sveitina
og yfirgefa æskustöðvarnar. En
nokkrum ámm seinna var ég reiðu-
búinn til slíkra ævintýra. Og það
var sannarlega ævintýri. Það mun
aldrei mást úr huga mínum þegar
ég lenti á Fagurhólsmýri í Öræfum
og leit jökulinn, ámar og sveitina
í fyrsta sinn.
Þegar við komum akandi í hlað
á Hnappavöllum komu á móti mér
yndisleg hjón. Þar voru komin hjón-
in á Hnappavöllum, Guðrún Bergs-
dóttir og Ingimundur Gíslason, sem
í dag verður til moldar borinn frá
Hofskirkju í Öræfum. Allt frá þeirri
stundu þegar ég stóð á hlaðinu á
Hnappavöllum hafa góð kynni mín
af Ingimundi og fjölskyldu hans
ekki rofnað.
Eg var í sveit hjá Ingimundi í tvö
sumur en ekkert ár hefur liðið að
ég hafi ekki komið í Öræfín og
dvalið í lengri eða skemmri tíma á
Hnappavöllum. Eftir að ég kvæntist
og eignaðist börn og heimili þá hef
ég farið með börnin í sveitina til
Ingimundar og hefur það verið þeim
til mikillar gleði og verið þeim ævin-
týri. Dætur mínar tvær áttu þar
góðar stundir og einnig kynntust
þær Ingimundi vel þegar hann kom
á vertíð til Eyja og dvaldi á heimili
okkar veturinn 1978 og vann í ísfé-
lagi Vestmannaeyja hf. Þar minnist
starfsfólk Ingimundar sem sérlega
góðs og skemmtilegs vinnufélaga.
Fyrir hálfum mánuði kom ég í heim-
sókn til Ingimundar vinar míns í
síðasta sinn. Þá fengu drengirnir
mínir tveir að fara í útreiðartúr á
gæðingum Ingimundar og munu
þeir alla tíð minnast þess.
Mjög var af Ingimundi dregið
þegar ég sá hann í síðasta sinn í
hjúkrunarheimilinu á Höfn. Vissum
við báðir að þetta yrði í síðasta sinn
sem við myndum hittast í þessu lífi.
Kveðjustundin var trega blandin því
að vinátta okkar var mikil og hafði
staðið lengi. Það var margs að
minnast og margt að þakka.
Ingimundur steig gæfuspor þeg-
ar hann kvæntist Guðrúnu Bergs-
dóttur frá Hofí í Öræfum í maí
1960 en þá hafði Guðrún búið með
Ingimundi á Hnappavöllum í fímm
ár. Foreldrar hennar eru Bergur
Þorsteinsson, f. 1903, og Pála J.
Pálsdóttir, f. 1906. Þau sjá nú á
bak kærum tengdasyni. Ingimund-
ur og Guðrún eignuðust fímm börn.
Þau eru:
Ingibjörg, f. 9. mars 1956, gift
Gunnari Bjarnasyni frá Hofi en þau
búa nú á Höfn í Hornafirði. Inga
og Gunnar eignast þijú börn, sem
eru Guðrún Bára, Helga Sigurbjörg
og Ingi Björn.
Guðjón, f. 2. janúar 1958, og býr
hann í foreldrahúsum en sækir at-
vinnu til Hafnar og vinnur við akst-
ur sendibifreiðar fyrir kaupfélag
Austur-Skaftfellinga.
Sigurður, f. 22. janúar 1960, og
býr með Maríu Rós Newman og
eiga þau eina dóttur, Katrínu Líf.
Þau hafa nýlega hafíð búskap á
Hnappavöllum.
Einar er yngstur, f. 26. mars
1966, og dvelur hann enn í foreldra-
húsum.
Guðrún og Ingimundur misstu
barn árið 1961.
Ingimundur var fæddur á
Hnappavöllum, sonur hjónanna
Ingunnar Þorsteinsdóttur og Gísla
Bjarnasonar bónda. Ingimundur var
7 ára þegar faðir hans lést árið
1928 en móður sína missti hann
árið 1954. Systkini Ingimundar eru
Steinunn, f. 1917 og d. 1963. Hún
dvaldi alla sína tíð á Hnappavöllum;
Bjarni, f. 1918, d. 1967. Hann
dvaldi sömuleiðis alla sína ævi að
Hnappavöllum; Guðlaug, f. 1920
og býr á Hnappavöllum (Vestur-
Hjáleigu); Jóhanna er yngsti systk-
inanna og er hún f. 1923 og býr í
Reykjavík.
Af þessari upptalningu má sjá
hvað Öræfasveitin var heillandi og
hvað átthagarnir voru fólkinu kærir
og mikils virði.
Ingimundur var mikill bóndi. Það
var lærdómsríkt að fylgjast með því
þegar Ingimundur kallaði á féð þar
sem það var dreift úti í haganum
og spjallaði við það eins og kæra
vini og einnig að hann var sérlega
glöggur á fé og þekkti það úr mik-
illi ijarlægð.
Oft fórum við Ingimundur saman
í útreiðartúra og ekki þurfti hann
að eltast við hestana sína því að
þeir hlýddu kalli hans.
Það var alltaf sérlega ánægjulegt
að vera með Ingimundi því að hann
var glaðsinna og léttur í lund. Hann
var söngelskur og honum var iagið
að sjá ávallt björtu hliðarnar á til-
verunni. Koma upp í huga minn
minningabrot eins og t.d. að einu
sinni fyrir mörgum árum henti það
óhapp Ingimund að bijöta múgavél
(vél til að raka saman heyi). Þótti
mörgum hann hafa farið ógætilega
og fékk hann bágt fyrir. En Ingi-
mundur lét ekki slá sig út af laginu
og sagði hlægjandi að nú yrði þetta
eins og áður fyrr að allir yrðu að
taka sér hrífu í hönd og bjarga töð-
unni í hlöðu og þá yrði gaman úti
á engjum. Einnig er mér minnis-
stætt þegar við Ingimundur fórum
til kirkju á Hofí og síðan inn. í
Bæjarstaðarskóg sem enn í dag
þykir mjög einangraður. Það er og
verður eftirminnilegt ferðalag.
Ófáar ferðir fórum við niður í ósa
og lögðum net og veiddum oft vel.
Ekki munaði Ingimund um að vaða
út í straumharðann ósinn þó að
hann væri ósyndur. Seinna smíðaði
hann sér bát og sigldi á honum um
ósinn.
Seinni árin hefur Ingimundur
látið drengjum sínum eftir búrekst-
ur á Hnappavöllum en ekki hefur
hann setið auðum höndum. Hefur
hann t.d. stundnð minkaveiði ásamt
hundum sínum með góðum árangri
enda Ingimundur mikill veiðimaður
í eðli sínu en jafnframt mikill dýra-
vinur.
Það er áreiðanlegt að húsdýrin á
Hnappavöllum sakna nú vinar þeg-
ar Ingimundur er allur.
Ingimundur hafði gaman af að
koma til Vestmannaeyja og kom í
síðasta sinn í júnímánuði sl. Þá var
hann eins og endranær hrókur alls
fagnaðar en þó fannst okkur hjón-
um að honum væri brugðið og fór
hann fyrir okkar orð í rannsókn.
Fannst þá ekkert athugavert en í
ágúst sl. uppgötvaðist hjá honum
krabbamein sem leiddi hann til
dauða.
Elsku Guðrún mín. Söknuður
þinn er sár en ég treysti því að
góður Guð veiti þér og börnum
þínum styrk og huggun og blessi
minningamar um kæran eiginmann
og föður.
Magnús Kristinsson og
fjölskylda, Vestmannaeyjum.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast eiginmanns móðursystur
minnar, Ingimundar Gíslasonar frá
Hnappavöllum í Öræfum. Hann lést
þann 13. september síðastliðinn af
völdum sjúkdóms.
Ingimundur fæddist á Hnappa-
völlum, sonur bændahjónanna Ing-
unnar Þorsteinsdóttur og Gísla
Bjarnasonar á Hnappavöllum. Ung-
ur missti hann föður sinn, en upp
frá því ólst hann upp hjá móður-
bróður sínum Jóni Þorsteinssyni.
Arið 1960 kvæntist hann móður-
systur minni Guðrúnu Bergsdóttur
frá Hofí í Öræfum. Hófu þau bú-
skap að Hnappavöllum og bjuggu
þar alla tíð. Eignuðust þau 5 börn,
4 þeirra eru á lífí. Eru þau öll dugn-
aðarfólk eins og foreldrar þeirra.
Guðrún og Ingimundur eiga 4
bamaböm.
Sem krakki var ég í sveit á sumr-
in hjá Guðrúnu og Ingimundi. Það
var gott að vera hjá þeim og tóku
þau mér opnum örmum eins og
fleiri krökkum sem hafa dvalist hjá
þeim í gegnum tíðina. Það var allt-
af eitthvað að sýsla hjá krökkunum
á Hnappavöllum og ekki var vinnu-
þrælkuninni fyrir að fara. Ingi-
mundur var góður við okkur krakk-
ana og þó að við værum stundum
að stríða honum þá gat hann aldrei
orðið reiður við okkur heldur skellti
alltaf uppúr. Mikið fannst manni
gaman að fara með Ingimundi í
silungsveiði.
Ingimundur var enginn logn-
mollumaður og var ófeiminn við að
segja sínar skoðanir á hlutunum.
Alltaf var hann léttur í lund og til
í að gera að gamni sínu. Hann var
mikill söngmaður og söng alltaf í
kirkjukórnum. Fráfall hans er mik-
ill sjónarsviptir fyrir sveitunga
hans.
Fjölskylda hans studdi hann vel
í hans erfíðu veikindum. Guðrún
kona hans stóð eins og klettur við
hlið hans þó sjálf væri hún nýkom-
in af sjúkrahúsi og augljóst hafí
verið að hveiju stefndi.
Að lokum langar mig og fjöl-
skyldu minni að senda innilegar
samúðarkveðjur til Guðrúnar og
fjölskyldu hennar.
Valgerður Bjarnadóttir
t
Hjartkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
séra BJARTMAR KRISTJÁNSSON,
andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, fimmtudaginn 20.
september.
Hrefna Magnúsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Móðir mín,
VILBORG JÓNSDÓTTIR
frá Kalastöðum,
Víðimel 44,
andaðist 14. september.
Útför hennar var gerð 21. september.
Jóna Ólöf Jónsdóttir.
t
Eiginkona mín,
ALMA MAGNÚSDÓTTIR,
Dalseli 13,
Reykjavfk,
lést í Landspítalanum fimmtudaginn 20. september.
Jón V. Ottason
og fjölskylda.
t
Maðurinn minn og faðir okkar,
ÓSKAR ÁSKELSSON
frá Bassastöðum,
Öldugötu 44,
Hafnarfirði,
lést í St. Jósefsspítála 20. september.
Jóhanna H. Elíasdóttir og börn.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar
GREIPUR SIGURÐSSON,
landgræðsluvörður,
Haukadal,
Biskupstungum,
er látinn.
Kristín Sigurðardóttir,
Hrönn Greipsdóttir,
. Sígurður H. Greípsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, stjúpmóðir, amma og langamma,
VALBORG HARALDSDÓTTIR
frá Kolfreyjustað,
Langagerði 22,
lést í Borgarspítalanum 20. september.
Jónas Haraldsson,
Sigrún Haraldsdóttir,
Ragnar Haraldsson,
Jenný Haraldsdóttir,
Þórey Haraldsdóttir,
Rannveig Haraldsdóttir,
Haraldur Haraldsson,
Björgvin Haraldsson,
Hilmar Haraldsson,
Helga Haraldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjörtur Haraldsson,
Sigrún Einarsdóttir,
Davfð Kr. Jensson,
Pálmi Kárason,
Hilmar Björgvinsson,
Ingibjörg Tómasdóttir,
Arndís Magnúsdóttir,
t
Útför föður okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa,
HJÖRLEIFS DIÐRIKSSONAR,
Hverfisgötu 87,
Reykjavík,
ferfram frá Bústaðakirkju mánudaginn 24. september kl. 13.30.
Börn, stjúpsonur, tengdabörn, barna-
börn og barnabarnabörn.
t
Alúðarþakkir fyrir samúð og hlýhug við fráfall mannsins mfns,
föður, tengdaföður og afa,
GEIRS HALLGRIMSSONAR.
Erna Finnsdóttir,
Hallgrímur B. Geirsson, Aðalbjörg Jakobsdóttir,
Kristín Geirsdóttir, Freyr Þórarinsson,
Finnur Geirsson, Steinunn Þorvaldsdóttir,
Áslaug Geirsdóttir,
og barnabörn.