Morgunblaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 22. SEFl'EMBER 1990 43 KNATTSPYRNA Óli bestur Oli P. Ólsen dæmdi fyrri leik norska liðsins Lilleström og FC Briigge frá Belgíu í Evrópu- keppni meistaraliða á miðvikudags- kvöld. Belgarnir höfðu ekki fengið á sig mark í 14 leikjum í röð, en eftir að hafa haldið markinu hreinu í 1.338 mínútur kom áfallið — eftir aukaspyrnu jöfnuðu Norðmenn og úrslitin urðu 1:1. Leikurinn þótti ekki góður og Belgarnir voru sérstaklega óánægð- ir með frammistöðu sína. í Aften- posten er haft eftir Georges Lee- kens, þjálfara Belga, að þeir hefðu átt að gera mun betur, en „dómar- inn var bestur á vellinum.“ Oli P. Ólsen HANDKNATTLEIKUR / KEPPNIN Kemur ísrael í stað V-Þýskalands? Líklegt er að Israel taki sæti Vestur-Þýskalands í B- keppninni í handknattlejk í Aust- urríki 1992 og mæti þá íslending- um í milliriðlinum. í bréfi sem Morgunblaðinu barst frá Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF, er gert ráð fyrir því að ísrael taki sæti Vestur-Þýskalands í B-riðli og Belgia taki sæti ísraels. Sam- kvæmt reglum IHF á að draga aftur í riðla en ekki er gert ráð fyrir því hjá IHF. „Þýsku ríkin hafa ekki enn mynda eitt samband og þangað til það gerist er ekki hægt að taka ákvörðun. Þegar búið er að stofna eitt handknattleiksamband ríkjanna tveggja fer málið fyrir skipulagsnefnd og hún leggur til- lögur fyrir stjórn IHF,“ segir í bréfi frá IHF. Flestir eru á þeirri skoðun að sameinað Þýskaland fari beint í Heimsmeistarakeppnina, þrátt fyrir það að reglur IHF segi að nýtt lið skuli byrja einum styrk- leikaflokki neðar. Fari hinsvegar svo að Þýskaland keppi í B- keppninn'i fær ísland sjálfkrafa sæti í HM í Svíþjóð 1993. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Hörður Hilmarsson áfram þjáHari UBK Hörður Hilmarsson, sem tók við liði Breiðabliks fyrir nýliðið keppnistímabil og kom því upp í 1. deild, þar sem það hefur ekki leikið síðan 1986, verður áfram við stjórnvölinn á næsta ári. Ólafur Bjömsson, sem var liðsstjóri í sum- ar, tekur sennilega að sér þjálfun 1. og 2. flokks og verður að auki aðstoðarmaður Harðar með 1. deildar liðið. „Mér hefur liðið mjög vel hjá félaginu," sagði Hörður, „fengið góð viðbrögð frá strákunum og þetta er skemmtilegur hópur að GOLF vinna með. Framtíðin er björt hjá félaginu, deildinni er vel stjórnað og ég hlakka til næsta tímabils.“ Blikarnir styrktu hópinn fyrir síðustu vertíð með það í huga að tryggja sér sæti í 1. deild. „Þetta var rétt stefna,“ sagði Hörður. „Áð- ur vantaði stöðugleika, aga og festu og því var nauðsynlegt að fá reynd- ari menn. Árangurinn lét ekki á sér standa og sem dæmi fékk liðið ekki á sig nema 15 mörk en 32 árið áður — og það er ekki aðeins sterk- ari vörn _að þakka heldur hópnum í heild. Eg á von á að allir verði áfram og það verður fyrst tryggt áður en farið verður að hugsa um að fá aðra,“ sagði hann aðspurður um hvort vænta mætti breytinga á hópnum. „Okkur vantar meiri breidd, en það eru efnilegir strákar í 2. flokki og stefnan er að styrkja það sem fyrir er.“ Hörður sagði að eðlilegt mark- mið á næsta ári væri að tryggja sætið í deildinni og vera í hópi fimm efstu liða innan þriggja ára með þá framtíðarsýn að byggja upp stöðugt fyrstu deildar lið. Hörður Hilmarsson Greg Norman hafði heppnina með sér gegn Wayne Grady. • Sjónvarpið bjarg- aði Greg Norman Greg Norman hafði heppnina með sér í Sun Tory-holukeppn- inni á Wenthworth-vellinum í Eng- landi. Hann tryggði sér sæti í und- anúrslitum með sigri á landa sínum Wayne Grady í annarri holu bráða- banans. Norman mátti þakka breska sjónvarpinu á 18. holu. Hann var þá jafn Grady og átti hræðilegt teighögg sem var á leið útaf vellin- um. Það hefði þýtt að Norman hefði þurft þriðja högg af teig. En þegar - boltinn átti nokkra metra eftir stöðvaðist hann á sjónvarpssnúrum! Norman lék svo vel inná flöt, hélt jöfnu á holunni en tryggði sér sigur í bráðabana. Norman mætir Mark McNulty í undanúrslitum í dag. McNulty sigr- aði Hale Irwin 6:4. Chip Bekc sigraði Nick Faldo nokkuð óvænt, 2:1. Faldo var fimm holur undir um tíma en lék vel í lokin og var nær búinn að jafna. Hann hefur nú ákveðið að taka sér fimm vikna frí vegna meiðsla í úln- lið. Chip Beck mætir Ian Woosnam í undanúrslitum en hann sigraði Ronan Rafferty, 5:4. FELAGSMAL Uppskeru- hátíð UBK Uppskeruhátíð knattspyrnudeild- ar Breiðabliks verður í hátíðarsal Digranesskóla í dag og hefst klukk- an 14. Hátíðin er fyrir alla flokka karla og kvenna og aðra velunnara deildarinnar. Golf Firmakeppni GR heldur áfram í dag á Grafarholtsvelli. Innanfélags- móti, sem fram átti að fara í dag, hefur því verið frestað. GETRAUNIR Aston Villa : Q.P.R. Chelsea : Manchester City Everton : Liverpool Luton : Coventry Manchester Utd. : Southampton Norwich : Dertay County Nott. Forest : Arsenal Tottenham : Crystal Palace Wimbeldon : Sunderland Leicester : Sheff. Wed. Middlesbro : Oldham Newcastle : West Ham Staðan á ýmsum tímum Hálfleikur Urslit Mín spá 1 x 2 BINGQ! 12 réttir HANDBOLTI Aldrei spuming KA átti ekki í erfiðleikum með Selfoss á Akureyri í gærkvöldi og sigraði örugglega með 15 markamun, 27:12, eftirað “ staðan hafði verið 13:4 í hálf- leik. Þrátt fyrir stórsigur virðist KA-liðið eiga þó nokkuð í land og nýliðar Selfoss verða að gera betur ef þeir eiga ekki að fara beint niður aftur. Leikurinn fór rólega af stað, en þegar 10 mínútur voru liðnar og staðan 4:2, fóru heimamenn í gang, gerðu næstu fimm mörkin nmnn °g eftir það var Kristinn aldrei spuming um Steinsson hvorum megin sig- skrifar urinn lenti, heldur frekar hve munur- inn yrði mikill í lokin. Selfyssingar spiluðu 5-1 vörn mjög aftarlega og áttu KA-menn- irnir Erlingur og Hans sérstaklega auðvelt með að athafna sig fyrir utan. Gestirnir tóku reyndar Hans úr umferð í eeinni hálfleik, en það kom ekki að sök og hann hvíldi síðasta stundarfjórðunginn. Mark- varslan var slök og sóknarleikurinn bitlaus, en Einar Sigurðsson náði sér ekki á strik. Vöm KA með Axel Stefánsson markvörð öruggan fyrir aftan var traust og Friðþjófur Friðþjófsson kom skemmtilega út sem indíáni. Pétur Bjamason, fyrirliði KA, var að vonum ánægður með sigurinn og sagði að stefna væri á efstu sætin í deildinni. „Þetta er samt ekki marktækt, því lið Selfoss var frekar slakt. En breiddin er góð hjá okkur, við féllum ekki niður á sama plan og mótheijamir, en héldum út, sem er gott.“ KA-Selfoss27:12 (13:4) íþróttahöliin Akureyri, íslandsmótið í hand- knattleik, 1. deild, fostudaginn 21. september 1990. Mörk KA: Hans Guðmundsson 9, Erlingur Kristjánsson 8, Sigurpáll Aðalsteinsson 4/2, Friðþjófur Friðþjófsson 3, Jóhannes Bjarna- son 2/1, Andrés Magnússon 1. Mörk Selfoss: Siguijón Bjarnason 4, Gústaf Bjarnason 3/1, Einar Sigurðsson 1, Sigurður Þórðarson 1, Smári Stefánsson 1, Hilmir Guðlaugsson 1, Stefán Halldórsson 1. Reykjavíkurmót: KR meistari KR vann Víking 22:21 (9:12) í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í handknattleik í gærkvöldi. Guð- mundur Pálmason gerði 9 mörk og sigurmark hans kom á síðustu sek- úndunum. Sovétmaðurinn Trúfan var með 9 mörk fyrir Víking. Hefst kl. 13.30 Aðalvinninqur að verðmaeti 100 bús. kr. Heildarverðmæti vinninqa um __________300 bús. kr._______ TEMPLARAHOLLIN Eiríksgötu 5 — S. 20010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.