Morgunblaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAÚGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Byggingarsjóðir að þrotum komnir Ikjarasamningtim í febrúar 1986 komu aðilar vinnumark- aðarins sér saman um stefnu- mótun í húsnæðismálum, sem leiddi til þess að nýju almennu húsnæðislánakerfi var komið á fót. Þetta kerfi stendur á brauð- fótum, svo að ekki sé meira sagt. Um miðjan júní fór Þorsteinn Pálsson, alþingismaður og for- maður Sjálfstæðisflokksins, þess á leit að ríkisendurskoðun gerði ítarlega könnun á fjárhagslegri stöðu og skuldbindingum bygg- ingarsjóðs ríkisins og byggingar- sjóðs verkamanna. Skýrsla ríkis- endurskoðunar um þetta mál liggur nú fyrir og samkvæmt henni er óhjákvæmilegt að grípa til róttækra aðgerða, ef ætlunin er að þessir sjóðir geti staðið við skuldbindingar sínar. Þótt sjóð- imir hættu útlánum sínum nú þegar gengi byggingarsjóður ríkisins til þurrðar á næstu 15 árum og byggingarsjóður verka- manna á 11 árum. Hætti sjóðim- ir strax útlánastarfsemi sinni jafnframt því sem framlög ríkis- sjóðs féllu niður telur ríkisendur- skoðun, að í árslok 2028 þyrfti að leggja sjóðunum til 62 millj- arða króna til að gera upp skuld- ir þeirra við lánardrottna. Samkomulagið sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu 1986 og síðan var lögfest með atbeina ríkisstjómar og Alþingis byggð- ist á ákveðnum forsendum. í skýrslu ríkisendurskoðunar seg- ir: „Flestar þær forsendur sem gengið var út frá þegar húsnæð- islánakerfinu var breytt árið 1986, hafa brugðist. Eftirspum eftir lánum varð mun meiri en búist var við, vaxtamunur er meiri, framlag úr ríkissjóði lægra en menn virðast hafa gert ráð fyrir, skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna lægri og áhrif kerfisins til hækkunar á verði fasteigna voru meiri en reiknað var með.“ Þetta er ófögur lýsing. Enginn virðist hafa staðið við sitt, þann- ig að skrifborðshugmyndimar sem fæddust við sáttaborðið í kjaradeilunni urðu hrein og fok- dýr markleysa, þegar þeim var hmndið í framkvæmd. Því var til dæmis spáð, að ráðstöfunar- tekjur lífeyrissjóða myndu auk- ast á ámnum eftir 1986 og sjóð- irnir myndu kaupa skuldabréf af húsnæðisstofnun fyrir að minnsta kosti 55% af ráðstöfun- arfé sínu. Þetta hafa sjóðimir aldrei gert; hæst var hlutfallið 49,9% 1989. Framlag ríkissjóðs til byggingarsjóðs ríkisins er í ár aðeins 2% af því sem það var 1986. Umsóknir um lán vom miklu meiri en spáð hafði verið, en í árslok 1987 höfðu 11.800 umsóknir borist til húsnæðis- stofnunar. Ríkisendurskoðun segir, að ekki virðist hafa verið gert ráð fyrir því, að kerfísbreyt- ingin hefði veruleg áhrif á fast- eignaverð. Það hafí hins vegar hækkað „mjög mikið“ eftir breytinguna og ætla megi, að hún hafí haft þessi áhrif. Uppgjöri vegna þessa kerfís frá 1986 er ekki lokið. Undan því verður hins vegar ekki vik- ist, þótt nýju kerfí, svonefndu húsbréfakerfí, hafí verið hmndið af stokkunum. Ríkisendurskoð- un lítur aðeins á það kerfí í skýrslu sinni. Segir stofnunin að með þeim fyrirvara, sem leiði af því hve kerfíð hafí verið stutt- an tíma í gildi, megi segja að almennt sé „reynslan af fram- kvæmd þess viðunandi". Þó er bent á nokkra áberandi hnökra á afgreiðslu í húsnæðisstofnun og að kaup lífeyrissjóðanna hafí ekki verið jafnmikil og menn vonuðu. Skýrsla ríkisendurskoðunar kallar á skjót og skýr viðbrögð þeirra sem fara með stjóm hús- næðislánakerfísins. Þeir aðilar sem stóðu að stefnumótuninni 1986 og ríkisvaldið verða að koma að lausn þessa máls og standa að tillögum um leiðir út úr hinum mikla vanda. Húsnæðis- stofnun gagnrýnd Eins og kemur fram hér að ofan telur ríkisendurskoð- un, að „nokkrir áberandi hnökr- ar“ séu á afgreiðslu í húsnæðis- stofnun vegna húsbréfakerfís- ins. í skýrslunni kemur einnig fram, að rekstrarkostnaður stofnunarinnar hefur hækkað um 92% að raungildi frá árinu 1985 til 1989. Þótt umfang starfsemi stofnunarinnar hafí breyst telur ríkisendurskoðun engu að síður ástæðu til að fram fari það sem kallað er „stjóm- sýsluendurskoðun“ hjá stofnun- inni í ljósi þeirrar raunhækkunar sem orðið hefur á rekstrarkostn- aði.hennar. Undan þessu áliti verður ekki vikist. Ráðuneyti og ríkisstofn- anir hljóta að taka tillit til ábend- inga sem þessara og Alþingi að sjá um að þeim sé fylgt eftir. Svarta skýrslan um vinstri stefnu í húsnæðismálum eftir Þorstein Pálsson Þegar stjóm Húsnæðisstofnunar ríkisins vann að undirbúningi fjár- lagatillaga sl. vor var hún sammála um að í slíkt óefni væri komið að ekki yrði undan því vikist að gera öllum þingflokkum grein fyrir al- varlegri fjárhagsstöðu bygginga- sjóða ríkisins. Einsdæmi er að ríkis- stofnanir grípi til úrræða af þessu tagi við undirbúning. fjárlaga. Ég taldi eðlilegt að bregðast við þessu neyðarkalli Húsnæðisstofn- unar með því að óska eftir að ríkis- endurskoðun gerði könnun á fjár- hagslegri stöðu og skuldbindingum byggingasjóðs ríkisins og bygg- ingasjóðs verkamanna. Forsetar Alþingis féllust á að ríkisendurskoð- un skyldi gera þessa könnun. Nú hefur ríkisendurskoðun lokið þessu verki og skilað svartri skýrslu. Bókhaldsblekkingar ráðherra Skýrsla ríkisendurskoðunar er greinargóð og ítarleg. Skýrslan varpar ským ljósi á tvo mikilvæga þætti í stefnu núverandi ríkisstjórn- ar. Hún sýnir þannig fram á mis- heppnaða ríkisfjármálastefnu og skipbrot vinstri hugmynda í hús- næðismálum. Núverandi fjármálaráðherra er þekktur fyrir að beita blekkingum í þeim tilgangi að reyna að fegra afkomutölur ríkissjóðs. Bygginga- sjóðirnir eru ágætt dæmi um hvern- ig slíkum blekkingum er beitt og skýrsla ríkisendurskoðunar varpar ágætu ljósi þar á. Ríkissjóður ber lögum sam- kvæmt alla ábyrgð á skuldbinding- um byggingasjóðs ríkisins og bygg- ingasjóðs verkamanna. Þessir tveir sjóðir eru því aðeins sérgreindur hluti ríkissjóðs. Fjármálaráðherra og reyndar einnig aðrir ráðherrar, hældu sér af því við afgreiðslu fjár- laga fyrir þetta ár að útgjöld ríkis- sjóðs hefðu verið skorin verulega niður með því að hætta því sem næst öllum framlögum til bygg- ingasjóðs ríkisins. Þess var á hinn bóginn aldrei getið að ríkisstjórnin tók engar ákvarðanir um að takmarka skujd- bindingar byggingasjóðanna. Ut- gjöldunum var mætt með því að rýra eiginíjárstöðu sjóðanna. í raun var því einungis verið að auka lán- tökur ríkissjóðs en ekki að draga úr útgjöldum. Athuga þarf heildarumfang bókhaldsblekkinga í skýrslu ríkisendurskoðunar koma þessar bókhaldsblekkingar ríkisstjórnarinnar skýrt og skil- merkilega fram. Þeim var beitt á fleiri sviðum. Ég nefni sem dæmi í því efni niðurskurð á framlögum til lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna. Og minna má á að ríkissjóður hefur ekki enn gjaldfært tveggja milljarða millifærsluframlag til verðjöfnunar- sjóðs sjávarútvegsins. Var þó aðeins um að ræða hluta af þeirri milli- færslu sem ríkisstjórnin hefur stað- ið fyrir en ætlar ekki að bókfæra sem útgjöld ríkissjóðs fyrr en eftir kosningar. Ljóst er að blekkingar af þessu tagi nema mörgum milljörðum króna. Þrátt fyrir gífurlegar skatta- hækkanir á undanförnum tveimur árum er skráður ríkissjóðshalli enn mældur í milljörðum króna. En hann er í reynd miklu meiri ef tillit væri tekið til þeirra falsana á ríkisútgjöldum sem beitt hefur ver- ið. Nauðsynlegt er því að gerð verði heildarathugun á því hversu miklu munar í þessu efni, því aðeins með því móti er unnt að fá rétta mynd af stöðu ríkissjóðs. Reksturinn úr böndum og eiginfjárstaðan hrynur í skýrslunni kemur skýrt fram að á árunum 1985 og 1986 var verið að styrkja eiginfjárstöðu byggingasjóðs ríkisins með fram- lögum úr ríkissjóði. Það var vita- skuld gert í ljósi þess að bygginga- sjóðirnir eru hluti af ríkissjóðsdæm- inu í heild sinni. Siðan hafa orðið algjör umskipti bæði að því er varð-. ar eiginfjárstöðu og rekstur. I skýrslu ríkisendurskoðunar kemur einnig fram að rekstrar- kostnaður Húsnæðisstofnunar hef- ur tvöfaldast að raungildi frá árinu 1985. Ríkisendurskoðun telur í því ljósi nauðsynlegt að fram fari sér- stök stjórnsýsluendurskoðun á stofnuninni. Umkvartanir almennings benda til þess að þjónustan hafi breyst í öfugu hlutfalli við rekstrarkostnað- inn. Hér er því á ferðinni alvariegt mál sem taka þarf á. Rekstrar- kostnaðurinn er augljóst dæmi um þá óstjórn sem ríkt hefur á þessu sviði. Pólitísk ákvörðun að brjóta niður almenna húsnæðis- lánakerfið Núverandi félagsmálaráðherra hefur frá fyrstu tíð grafið undan almenna húsnæðislánakerfinu sem komið var á fót 1986 í samvinnu við verkalýðshreyfínguna. í skýrslu ríkisendurskoðunar kemur fram að ætla megi að um helmingur þéirra sem biðu eftir lánveitingu á fyrra hluta þessa árs hefðu fengið af- greiðslu ef ríkisstjórnin hefði staðið við forsendur þær sem gefnar voru við lagasetninguna 1986. Með öðrum orðum er ljóst að sá vandi sem núverandi húsnæðislána- kerfi er komið í á rætur að rekja til pólitískra ákvarðana en ekki náttúrulögmála. Það hefur verið meginstefna núverandi ríkisstjórn- ar í húsnæðismálum að bijóta niður allar stoðir sjálfseignastefnunnar. íslendingar hafa kosið að búa í eigin húsnæði og fram til þessa hefur verið um það víðtæk sam- staða að stjórnvöld reyndu að greiða fyrir því að allur almenningur gæti búið í eigin húsnæði. Það er þjóð- hagslega hagkvæmt meðal annars íyrir þá sök að það örvar sparnað. En það er líka veigamikill þáttur í því að gera einstaklingana og fjöl- skyldurnar fíárhagslega sjálfstæð- ar. Það er ekki minna um vert. Eigið húsnæði aðeins fyrir þá sem hafa góð efni Sósíaldemókratar í Skandinavíu hafa á undanförnum áratugum fylgt annarri stefnu. Þeir hafa kappkostað að gera fjölskyldur að leiguliðum sem háðir væru opinberu skömmtunarvaldi og sviptar eignar- gleðinni eins og Ragnar í Smára kallaði það. Á sama tíma og sósíal- ískar hugmyndir af þessu tagi eru að hrynja erlendis, eru vinstri flokk- arnir á íslandi að þröngva þessari stefnu fram gegn vilja almennings. Núverandi félagsmálaráðherra hefur haft forystu fyrir því að breyta húsnæðislöggjöfinni í þá veru að það er orðið hagstæðara fýrir venjulegar fjölskyldur að leita skjóls í leiguíbúðakerfí eins og Bú- setaréttaríbúðirnar eru í raun og veru fremur en að eignast eigin Þorsteinn Pálsson „Með öðrum orðum er ljóst að sá vandi sem núverandi húsnæðis- lánakerfi er komið í á rætur að rekja til póli- tískra ákvarðana en ekki náttúrulögmála. “ íbúð. Nú vitum við að það er jafn kostnaðarsamt að byggja þriggja herbergja íbúð hvort heldur hún er hluti af búseturéttarkerfi eða sér- eign þeirrar fjölskyldu sem í hlut á. Núverandi ríkisstjórn vill ekki jafnrétti. Hún hefur kveðið upp úr um að mismuna eigi fjölskyldum og einstaklingum þannig að þeir búi við lakari kost og verri skilyrði sem vilja standa á eigin fótum og búa í eigin húsnæði. Séreignarhús- næði á að vera forréttindi þeirra sem hafa góð efni. Aðrir eiga að lúta skömmtunarvaldinu. Vinstri stefnan kostnaðarmeiri fyrir ríkissjóð Félagsmálaráðherra hefur gjarn- an haldið því fram að núverandi almenna húsnæðislánakerfið væri of dýrt og kostnaðarsamt fyrir ríkis- sjóð og fyrir þá sök sé rétt og nauð- synlegt að taka upp leiguliðastefnu. Ég taldi því eðlilegt að óska eftir því að ríkisendurskoðun gerði at- hugun á því hver yrði kostnaður ríkissjóðs við framkvæmd þeirrar stefnu í húsnæðismálum sem núver- andi ríkisstjórn hefur verið að boða. Af þessu tilefni kannaði ríkisendur- skoðun hver yrði kostnaður ríkis- sjóðs ef félagslega húsnæðislána- kerfið tæki við einum þriðja hluta alls íbúðarhúsnæðis í landinu. Ríkisendurskoðun komst að þeirri niðurstöðu að framlag ríkis- sjóðs þyrfti að vera að meðaltali um 7 milljarðar króna á ári ef einn þriðji hluti húsnæðisþarfarinnar í landinu yrði leystur á félagslegum grundvelli. Til samanburðar má geta þess að í skýrslu ríkisendur- skoðunar kemur fram að framlög ríkissjóðs til almenna húsnæðis- lánakerfisins frá 1986 þyrftu að vera um 2 milljarðar króna á ári til þess að það kerfí gæti gengið eðlilega fyrir sig. Það eru því hreinar blekkingar að halda því ft-am að almenna hús- næðislánakerfið frá 1986 sé ríkis- sjóði dýrara en leiguliðastefnan sem ríkisstjórnin boðar. Þvert á móti má ljóst vera að ríkissjóður mun ekki rísá undir þeim fyrirheitum og loforðum sem gefin hafa verið varð- andi framkvæmd leiguliðastefnunn- ar. Niðurstaða Niðurstaðan er augljós. Á sama tíma og ríkisstjórnin sker niður með öllu framlag til byggingasjóðanna og stefnir þeim í gjaldþrot, boðar hún stefnu í húsnæðismálum sem hefur margfalt meiri kostnað í för með sér en sjálfseignastefnan. Ríkisendurskoðun telur að fram- lög til byggingasjóðs verkamanna samhliða framkvæmd sjálfseigna- stefnunnar þyrftu ekki að vera meiri en 2,3 milljarðar á ári. Skýrsla ríkisendurskoðunar varpar því ljósi á skipbrot fjármálastefnu og hús- næðismálastefnu núverandi ríkis- stjórnar. Höfundur er formadur Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið/Einar Falur Gluggi eftir Gerði Helgadóttur settur í Neskirkju NESKIRKJUSÖFNUÐUR heldur upp á 50 ára afmæli sitt í næsta mán- uði. Af því tilefni er nú verið að setja steindan glugga eftir Gerði Helga- dóttur í kirkjuna. Að verkinu vinna menn frá þýska fyrirtækinu Dr. H. Oidtmann, en það fyrirtæki hefur annast verkefni hér á landi eins og uppsetningu mósaikmyndarinnar á húsi tollstjóraembættisins við Tryggva- götu og ísetningu glugga í Skálholtskirkju. Uppgjörstímabil virðisaukaskatts vegna endurbóta og viðhalds á íbúðarhúsnæði eitt almanaksár: Iðnaðarmenn undir þrýstingi um að gefa ekki upp til skatts - segir framkvæmdastjóri Meistara- og verktakasambands byggingarmanna. LENGRI tíma tekur að jafnaði að fá virðisaukaskatt endurgreiddan af vinnu við viðhald og endurbætur á íbúðarhúsnæði heldur en af vinnu við nýbyggingar. Uppgjörstímabilið er eitt ár vegna viðhalds og endurbóta, en tveir mánuðir vegna nýbygginga. Þetta hefur leitt til þess, að sögn Sverris Arngrímssonar, framkvæmdastjóra Meistara- og verktakasambands byggingarmanna, að húseigendur þrýsta á að iðnaðarmenn gefi ekki upp til skatts og jafnframt að fúskarar not- færi sér þatta til svartrar vinnu. „Iðnaðarmenn eru undir þrýstingi frá verkkaupum um að gefa ekki upp til skatts, vegna þess að það er verkkaupinn sem þarf að leggja út fyrir skattinum og það er hann sem þarf að binda peningana í þennan tíma,“ segir Sverrir. Ný reglu- gerð er væntanleg um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna íbúðarhús- næðis í þessum mánuði. Félag íslenskra heimilislækna: Farið eftir tilmælum um sam- skipti við lyfjafyrirtæki frá 1987 FÉLAG íslenskra heimilislækna, sem er stærsta sérgreinafélag íslenskra lækna, samþykkti árið 1987 ieiðbeinandi tilmæli til félags- manna sinna um samskipti lækna við lyfjaframleiðendur. Sigur- björn Sveinsson, varaformaður félagsins, segir að reglur þessar hafi á sínum tíma verið samdar með hliðsjón af þeim reglum sem til eru í nágrannalöndunum og eiga þær að endurspegla þau við- horf sem uppi eru í þessum efnum á Vesturlöndum. Hafi þær ver- ið settar í framhaldi af svipaðri umræðu innan félagsins og verið hafi í fjölmiðlum síðustu daga. Hafi þær verið kynntar öllum lækn- um og m.a. birst í fréttabréfi Læknafélags íslands. Samkvæmt gildandi reglugerð er virðisaukaskattur endurgreiddur af vinnu við nýbyggingar, sé hún framkvæmd á byggingarstað. Upp- gjörstímabilið er tveir mánuðir. Ennfremur er endurgreiddur virðis- aukaskattur af vinnu á staðnum við endurbætur og viðhald eldra hús- næðis, en þar er uppgjörstímabilið almanaksár, þannig að sé vinnan framkvæmd í ársbyijun, fæst skatt- urinn ekki endurgreiddur fyrr en í byijun næsta árs. Skatturinn er endurgreiddur með verðbótum, en án vaxta. Sverrir Amgrímsson segir Meist- ara- og verktakasamband bygging- armanna alla tíð hafa verið á móti því að gert væri upp á milli endur- greiðslu virðisaukaskatts af vinnu við nýbyggingar og við endurbæt- ur. Hálfur sigur hafi unnist þegar samþykkt var að taka inn allar við- gerðir að fullu. Eftir standi að eftir sem áður er miðað við lengra upp- gjörstímabil en þegar nýbyggingar eiga í hlut. Hann segir sambandið vilja að sömu reglur gildi um upp- gjörstímabilin og að þar verði eng- inn munur á. Sverrir segir að engar skýringar hafi verið gefnar á þessum mismun- andi endurgreiðslutíma. „þetta var bara gert svona í upphafi og síðan hafa staðið yfir þessar skylmingar við skattstjóra og fjármálaráðu- neytið. Það fékkst eftirgefið, eftir að búið var að sýna og sanna að það mundi lækka byggingarvísi- töluna, að endurgreiða skattinn að fullu af viðgerðum. Þessi tímaþáttur sat hins vegar eftir af einhveijum orsökum, sem við höfum ekki feng- ið skýringar á.“ Sverrir segir verulega hafa dreg- ið úr hættu á skattsvikum í sam- bandi við endurbótavinnu, þar sem skatturinn fæst endurgreiddur. „En, ef menn fá þetta ekki endur- greitt fyrr en eftir dúk og disk með einhveijum verðbótum, sem er óljóst hvemig verða útfærðar á endanum, þá segir það sig sjálft að menn vilja gjarnan losna við að binda þetta fé til lengri tíma. Þann- ig að hættan er ennþá fyrir hendi og þetta er ekki síst erfitt fýrir menn sem hafa þetta að atvinnu sinni. Þeim er alltaf stillt upp við vegg af væntanlegum verkkaupum og bornir saman við fúskara, sem eru í þessu tilfallandi. Þeir eru að bjóða nótulaus viðskipti og skiía engum opinberum gjöldum eða sköttum af einu eða neinu. Þeir kannski sleppa með það vegna þess að þeir eru í vinnu annars staðar og þurfa ekki að sýna fram á að þeir hafi einhveijar tekjur af þessu. Menn sem eru í þessu alla tíð verða auðvitað að leggja allt fram og þeir mkka menn um virðisauka- skatt og skila honum,“ segir Sverr- ir Arngrímsson. Jón Guðmundsson hjá embætti ríkisskattstjóra var spurður hvers vegna lengri endurgreiðslutími væri vegna endurbóta en nýbygginga. Hann kvaðst telja að ástæðan væri fyrst og fremst sú, að yfirleitt væri um miklu lægri upphæðir að ræða og marga aðila sem í hlut eiga yfir árið. „Megináhersla er lögð á að endurgreiða þetta til húsbyggjenda, þar sem um er að ræða stórar upp- hæðir og þetta skiptir verulegu máli og það var auðvitað reynt að hafa það sem örast,“ sagði hann. Hann var spurður hvort væri ekki hægt að hafa sama endur- greiðslutíma vegna endurbóta. „Það eru vissulega komnar upp óskir um að hafa það oftar en einu sinni á ári. Hins vegar er í framkvæmdinni svolítið vont að fá menn oft á ári með litlar upphæðir, það er um- stang í kring um það og það verður að reyna að hafa reglurnar þannig að þær séu til hagsbóta fyrir sem flesta." Enn er ekki komin út reglugerð um þessa endurgreiðslu, en hún er væntanleg fyrir lok mánaðarins, að sögn Marðar Árnasonar, upplýs- ingafulltrúa í lj'ármálaráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að uppgjörtstíma- bil verði árið og þarf að skila um- sókn um endurgreiðslu vegna end- urbóta og viðhalds á þessu ári fyrir 15. janúar næstkomandi og fæst þá endurgreiðslan um mánuði síðar. Jón Guðmundsson segir að hin nýja reglugerð hafi reynst nauðsynleg, þar sem ákveðið var eftir útgáfu núgildandi reglugerðar að taka við- hald og endurbætur með inn í end- urgreiðslureglurnar, ennfremur verður tækifærið notað til að lag- færa ýmislegt sem þykir mega bet- ur fara. í samþykktinni frá því í febrúar 1987 segir m.a.: „Stjórn Félags islenskra heimilislækna lítur svo á að það sé réttur lyfjafyrirtækja og skylda að koma á framfæri upplýs- ingum um vörur sínar. Upplýsingar þessar eiga ætíð að vera hlutlægar og byggja á traustum vísindaleg- um grunni. Það er skylda fyrir- tækjanna að koma á framfæri öll- um þeim upplýsingum, er þýðingu hafa í þeim efnum, sem um er fjall- að hveiju sinni. Stjórnin vill benda á þá augljósu nauðsyn, að læknar séu ætíð óháð- ir og hlutlægir og hafnir yfir alla gagnrýni um hlutdrægni, hvað varðar val á meðferð.“ Tilmæli Félags íslenskra heimil- íslækna skiptast í tvo kafla. Er í þeim fyrri leiðbeiningar um „heim- sóknir fulltrúa lyfjafyrirtækja (sölumanna) til lækna“. Eru til- mælin svohljóðandi: 1.) Sölumanni er ekki heimilit að heimsækja læknastofur nema að fengnu leyfi yfirlæknis. Skal þá rætt við alla lækna staðarins í einu. 2. ) Sölumaður þarf að gera yfir- lækni grein fyrir innihaldi þess, sem hann hefur að segja. Yfirlækn- irinn hafnar beiðninni, ef ekki er um nýja vitneskju að ræða eða vísindalegur grunnur telst slakur. 3. )Læknar á hveijum stað leit- ast við að hafa ákveðna reglu á tíðni þessara heimsókna. 4. ) Lengd viðtalsins er ákveðin fyrirfram t.d. 15-20 mínútur og leitast læknamir við að tengja það öðrum fundum sínum. 5. ) Ekki er ætlast til þess, að sölumaður styðji málflutning sinn með gjöfum. 6. ) Læknar leggja mat á vísinda- legt gildi þeirra upplýsinga, sem lagðar eru fram. Ræður það, hvort fulltrúa fyrirtækisins stendur til boða önnur heimsókn. í síðari kaflanum er fjallað um „stuðning lyfjafýrirtækja við vísindalegt fræðslustarf". Eru til- mælin svohljóðandi: 1. ) Lyijafyrirtæki geta stutt hvers konar fundi eða ráðstefnur fyrir lækna, séu markmið þeirra endurmenntun eða vísindaleg við- fangsefni. 2. ) Allur fjárhagsstuðningur, sem ekki er í beinum tengslum við ofannefnd markmið, er ekki við hæfi. Læknar þiggja ekki fjárhags- stuðning til skemmtunar eða nauð- synjalausrar risnu. 3. ) Fyrirtækin skulu greiða fyr- irlesurum úr læknastétt útlagðan kostnað og hóflegt endurgjald fyr- ir framlag þeirra á fundum eða ráðstefnum. Læknar skulu alveg fijálsir að formi og inntaki fyrir- lestra sinna. 4. ) Allar auglýsingar fyrirtækj- anna skulu takmarkaðar sem mest og greinilega aðskildar efni fund- anna. 5. ) Læknar þiggja ferðastyrki einungis af faglegum ástæðum til að njóta endurmenntunar eða taka þátt í vísindaráðstefnum um við- fangsefni sín. Læknar þiggja ekki ferðir á auglýsingafundi um tiltek- in lyf eða lyfjameðferð eða heim- sóknir til lyfjafyrirtækja. Stjórn félags íslenskra heimilislækna tel- ur styrki eða greiðslur til ferðafé- laga lækna ekki þjóna markmiðum endurmenntunar eða vísindavinnu. y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.