Morgunblaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990 33 Minning: _ * EinarAg. Einars- son frá Dynjanda Fæddur 2. ágúst 1903 Dáinn 9. september 1990 Nú, þegar elsku afi okkar, Eipar Ágúst Einarsson frá Dynjanda, hef- ur fengið hvíldina, Ieita á hugann ótal minningar. Þegar við Þór, dótt- ursonur hans, kynntumst fannst mér ég eignast afa. Hann var mér strax mjög góður og mikill vinur minn. Sumarið ’78 fengum við herbergi • hjá honum. Það var gaman að búa í Fjarðarstrætinu þetta sumar og kynnast hans lífi. Harkan hjá hon- um, að róa á trillunni sinni, henni Jóhönnu, var ekki lítil, þó fuilorðinn væri. Gaman var að fylgjast með því, þegar hann var að útbúa sig í ferðina á æskustöðvarnar með hana Sillu sína, Einar, Ragnar og Stínu, en þangað fóru þau á hverju ári. Honum þótti gaman í þeim ferðum en ekki mátti stoppa þar lengi, því það þurfti að renna fyrir fisk. Um haustið fluttum við suður til Reykjavíkur og heim aftur um vor- ið, þá fengum við íbúðina á loftinu hjá afa. Við áttum nú þriggja mán- aða dóttur, sem langafi hélt mikið upp á og kallaði alltaf „blómið sitt“. Gústi afí kom til okkar á hverjum degi meðan við bjuggum á loftinu. Oft bauð hann mér að borða með sér afsiginn bútung, sem var hans uppáhaldsmatur. Hann sagði mér margar skemmtilegar sögur frá sínum yngri árum og búskapnum hjá sér og Þórunni sinni í Aðalvík og á Hesteyri. Mér fannst gaman að heyra hann tala um hlutina, eins og þeir voru þá. Það var skemmtileg stund, þegar Þór sagði afa sínum að „litla bló- mið“ hans ætti að heita Þórunn Ágústa og spurði hvort hann vildi ekki halda henni undir skírn. Það gladdi afa mjög. Þegar Þórunn Ágústa var á öði-u ári fluttum við til Bolungarvíkur. Afa þótti erfitt að „litla blómið“ hans væri að flytja svona langt í burtu, en það jafnaði sig. Við kom- um oft í Fjarðarstrætið til hans og hann kom stundum í heimsókn og gisti í 2-3 nætur hjá okkur. Afi sagði mér oft frá sinni sjó- mennsku og gaf mér sjómannskon- unni margar góðar ráðleggingar. Honum þótti gaman að vera á Hest- eyri og dvaldi hann þar oft með Dúddý og Helga tengdasyni sínum. Sumarið ’83 hélt öll fjölskyldan til Hesteyrar, til að halda upp á 80 Minning: Gestur O. Hallbjörns- son verksljóri Fæddur 15. ágúst 1920 Dáinn 14. september 1990 Að hryggjast og gleðjast, hér um fáa daga. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Mig setti hljóðan þegar Brynhild- ur Friðþjófsdóttir, vinkona mín, hringdi og tilkynnti mér lát vinars míns, Gests Hallbjörnssonar, manns síns. Það kom að vísu ekki alveg á óvænt en svona fljótt. Fyrir réttum mánuði fórum við ísleifur, sonur minn, í heimsókn til hans á Greni- teig 22, Keflavík, og sá ég þá að hann var meira en lítið sjúkur. Það var gaman að sjá þegar lítill og fallegur dóttursonur hans kom inn, hvað hýrnaði yfir honum. Gestur var ættaður af Snæfells- nesi. Hét faðir hans Hallbjörn Þor- valdsson. Var hann lengi kennari á Snæfellsnesi. Móðir hans hét Stein- unn Sigurrós Jónsdóttir. Böm Gests og Brynhildar eru þtjú, Hafþór, Hallsteinn og Hrönn. Gestur er lagður upp í sinn himn- eska leiðangur. Þjáningar allar að baki. Við sjáum hann fyrir okkur brosmildan og léttan í spori, leita á vit hins óþekkta, ódeigan og hress- an í viðmóti. Ég tel það gæfu að hafa kynnst Gesti og hans góða heimili. Heimilið hefur misst mikið en minningin um góðan dreng gleymist aldrei. Ég veit að gömlu félagamir hans, sem í lengri tíma hafa unnið undir hans stjóm, minn- ast hans með söknuði: Guðmundur Gíslason, Kristinn Gunnarsson, Sig- valdi Kristinsson, Eyjólfur Einars- son og Oddur Jónsson. Synir mínir, Þorsteinn og ísleifur, sem unnu með Gesti um tíma, senda kveðjur. Eig- inkonu, börnum og barnabörnum vottum við samúð okkar. Hafdís Alfreðs- dóttir - Kveðja Mig langar að minnast Hafdísar Alfreðsdóttur, vinkonu minnar, er svo snögglega hefur kvatt þessa jarðvist. Heidi, eins og hún var oft- ast kölluð, veiktist skyndilega á heimili sínu, missti meðvitund og lést á Landakotsspítala nokkrum dögum síðar. Eg hef átt því láni að fagna að vera umsjónarmaður leiklistar- klúbbsins Perlufestarinnar frá upp- hafi. Heidi var einn af stofnendum Perlufestarinnar og ötull liðsmaður alla tíð. Hún lét sig aldrei vanta á fund félagsirls á Bústöðum, sótti leikhús og hvað eina er félagsmenn tóku sér fyrir hendur. Það er margs að minnast á kveðjustund og alls góðs er snértir Heidi. Hún var svo óspillt og hrífandi. Gleði hennar var rík og þegar Heidi hló í leikhúsinu sínum innilega hlátri tóku aðrir undir. Hlátur hennar og gleði var svo smitandi. Ég minnist umhyggjusemi henn- ar, jafnt í leikhúsi sem annars stað- ar í lífinu. Þegar við Perlufestarfé- lagar sáum Skugga-Svein í Þjóð- leikhúsinu og búið var að leggja Skugga-Svein í bönd heyrðist Heidi segja stundar hátt: „Almáttur, að fara svona með manninn, að binda hann svona." Einhveiju sinni er undirrituð var að leika norn á mótorhjóli var Heidi meðal áhorfenda og fannst henni nornin hálf glannaleg á hjólinu, því hún kallaði upp þessi aðvörunarorð: „Elsku Sigga, passaðu þig að detta ekki af hjólinu og meiða þig.“ Heidi var góð manneskja. Oft tók hún mig afsíðjs á félagsfundum og þá ævinlega til að vekja athygli mína á bágindum annarra. Hún sá oft hluti, sem fóru fram hjá mér ára afmæli Gústa afa. 2. ágúst var fjölmennt á Langavelli, margir gestir komnir að á bátum og stóð veislan fram á nótt. Gústi afi á eina dóttur, Dúddý, og hún á þijú börn, þau Hjört Ágúst, Þór Ólaf og Sigurrósu Emmu. Langafabörnin eru orðin sex; Helgi, Hilmar Skúli og Heimir Ólafur en þeir eru synir Hjartar. Þórunn Ágústa og Guðný osk eru dætur Þórs og Ólafur Valdimar er sonur Sigurrósar. Elsku Gústa afa þakka ég þau fáu ár sem ég átti hann að. Guð geymi afa. Álfhildur Jónsdóttir Flýt þér vinur í fegra heim. Kijúptu að fótum friðarböðans, og fljúgðu á vængjum morgunroðans. Meira að starfa guðs um geim. (Sálmur) Blessuð sé minning um góðan dreng. Jakob V. Þorsteinsson en ástæða var til að gefa gaum og veita athygli. Ég þakka Heidi góða og lær- dómsríka samfylgd. Foreldrum hennar, þeim Jónínu og Alfreð, sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Sigríður Eyþórsdóttir Grindavík: Minnisvarði um Odd Gíslason afhjúpaður MYNDASTYTTA af sr. Oddi Gíslasyni, fyrrum sóknarpresti í Grindavík og Höfnum, verður afhjúpuð í dag, laugardag, í kirkjugarðinum að Stað í Grindavík. um til kaffisamsætis í félagsheimil- inu Festi. FÓ Styttan er gerð af myndhöggvar- anum Gesti Þorgrímssyni frá Laug- arnesi en reist af sóknunum í Grindavík og Höfnum ásamt ætt- ingjum séra Odds og Slysavarnafé- lagi íslands. Athöfnin hefst kl. 14.00 með helgistund í Staðarkirkjugarði með söng kirkjukórsins undir stjórn Siguróla Geirssonar og síðan flytur sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir bæn. Ekkja Odds Ólafssonar læknis á Reykjalundi afhjúpar styttuna og að lokum flytur biskupinn yfir ís- landi, hr. Ólafur Skúlason, ávarp. Að lokinni athöfn býður bæjar- stjórn Grindavíkur öllum viðstödd- ■ PIANOLEIKARINN Vaido Runimessen frá Eistlandi heldur tónleika sunnudaginn 23. septem- ber kl. 17.00 Norræna hús- inu og leikur þar verk eftir tón- skáld frá Eystrasalt- slöndunum. Með heimsókn Vardo Rumess- ens lýkur einnig eistnesku grafík- sýningunni sem hefur verið til sýn- is í anddyri Norræna hússins und- anfarið. Eskiljarðarkirkja Hátíðahöld í tilefni 90 ára afmælis Eski fj arðar kirkj u SUNNUDAGINN 23. september nk. verður safnaðarhátíð á Eski- firði. Tilefnið er tvíþætt. Aldamótaárið fyrir þá réttum 90 árum var Þjóðkirkjuhús vígt á Eskifirði. I sama mund er horft fram á við eins og gert var í þessum efnum fyrir árhundraði. Hápunktur hátíðarinn- ar verður í svonefndu Bleiksárgili, sem er utan við kirkjugarðinn og innan við Bleiksána, en þar verður tekin, að lokinni hátíðar- messu, skóflustunga að safnaðarheimili, þar sem verður aðstaða fyrir kirkjulegt starf og annað það sem efla mætti menningu og almannaheill. Biskup, herra Ólafur Skúlason, og frú Ebba G. B. Sigurðardóttir, munu heiðra hátíðina með nærveru sinni. Árdegis klukkan 10.30 verður barnastund í kirkjunni. Sérstakir gestir í þeirri barnastund verða reyðfirsk börn. Síðan verður há- tíðarguðsþjónusta klukkan 14. Þar munu kórar Eskiijarðar- og Reyð- arfjarðarsafnaða syngja. Sóknar- prestur mun þjóna fyrir altari og biskup prédika. Eftir að skóflu- stunga hefur farið fram í Bleiksár- gili býður kirkjufélagið Geislinn og sóknarnefnd til kirkjukaffis í fé- lagsheimilinu Valhöll. Þar mun meðal annars kór Norðfjarðarkirkju syngja, ásamt hljómsveit, undir stjórn Ágústar Ármanns Þorláks- sonar, Missa Brevis í B-dúr e. J. Haydn. Einsöngvari með kórnum verður Margrét Bóasdótti, söng- kona. Þá munu koma þar fram Aðalsteinn Valdimarsson og Georg Halldórsson og taka lagið. Þökkum öllum þeim fjölmörgu sem á einn eða annan hátt sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÖiMNU GUÐMUIMDSDÓTTUR, Nóatúni 32, Reykjavfk. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæsludeildar Borg- arspítalans í Reykjavík. Erla Einarsdóttir, Magnús Einarsson, Gylfi Einarsson, Guðmundur Einarsson, Sigrún Einarsdóttir, barnabörn og Þormóður Einarsson, Ólöf Erla Hjaltadóttir, Ólöf Cooper, Svana Guðjónsdóttir, Kristinn Jóhannsson, barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.