Morgunblaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990 FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 21. september FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verö verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 100,00 94,00 97,46 6,124 596.841 Þorskursmár 70,00 70,00 70,00 0,233 16.310 Ýsa 140,00 110,00 127,40 2,200 280.239 Karfi 42,50 38,00 39,50 38,098 1.504.762 Ufsi 42,00 39,00 41,62 . 4,502- 187.380 Steinbítur 70,00 69,00 69,41 0,241 16.729 Langa 61,00 61,00 61,00 3,175 193.666 Lúða 315,00 150,00 261,32 0,280 73.040 Koli 76,00 65,00 66,00 0,321 21.187 Keila 33,00 33,00 33,00 0,292 9.646 Samtals 52,28 55,465 2.899.800 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur (sl.) 104,00 90,00 97,29 7,778 756.738 Ýsa (sl.) 141,00 50,00 116,72 6,640 775.020 Karfi 46,00 39,00 39,10 1,555 60.799 Ufsi 47,00 17,00 44,29 41,019 1.816.656 Steinbítur 100,00 77,00 88,63 2,458 217.856 Langa 69,00 65,00 67,05 0,795 53.307 Lúða 395,00 280,00 325,71 1,618 527.000 Skarkoli 90,00 78,00 87,94 0,364 32.009 Keila 37,00 37,00 37,00 1,787 66.119 Saltfiskur 155,00 155,00 155,00 0,050 7.750 Saltfiskflök 165,00 150,00 159,39 0,223 35.545 Siginnfiskur 185,00 165,00 175,54 0,108 18.980 Kinnar 280,00 275,00 278,47 0,022 6.015 Gellur 335,00 335,00 335,00 0,014 4.770 Grálúða 51,00 51,00 51,00 0,134 6.834 Samtals 67,92 64.565 4.385.398 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 109,00 60,00 94,51 22,667 2.142.181 Ýsa 107,00 66,00 98,26 8,121 797.943 Karfi 49,00 15,00 39,52 , 3,204 126.616 Ufsi 55,00 30,00 47,14 8,530 402.105 Steinbítur 26,00 26,00 26,00 0,056 1.456 Langa 54,00 53,00 53,16 0,593 31.522 Lúða 395,00 200,00 282,76 1,195 337.900 Koli 62,00 62,00 62,00 0,085 5.270 Keila 32,00 32,00 32,00 0,851 27.232 Skata 80,00 80,00 80,00 0,014 1.120 Skarkoli 70,00 70,00 70,00 0,220 15.400 Öfugkjafta 25,00 20,00 21,47 0,068 1.460 Blálanga 50,00 50,00 50,00 0,021 1.050 Lax 180,00 180,00 180,00 0,039 7.020 Skötuselur 330,00 120,00 276,00 0,017 4.830 Samtals 85,44 45,681 3.903.105 I dag var m.a. selt úr Vestmannaeyjabátum, 50—60 kör. Á morgun verður laugardagsuppboð. Boðinn verður m.a. upp afli úr Stafnnesi, aðallega ufsi. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - YTRA SKIPASÖLUR í Bretlandi 21. september. Hæstaverð Lægstaverð Meðalverð Magn Heildar- (kr.) (kr.) (kr.) (lestir) verð (kr.) Þorskur 148,57 87,825 13.048.102 Ýsa 171,99 11,755 2.021.730 Ufsi 62,80 8,505 534.096 Karfi 80,38 1,165 93.648 Koli 128,31 0,620 79.553 Blandað 110,63 8,040 889.460 Samtals 141,35 117,910 16.666.590 GÁMASÖLUR í Bretlandi 21. september. Þorskur 158,34 237,557 37.614.649 Ýsa 162,58 140,900 22.907.138 Ufsi 63,60 23,755 1.510.785 Karfi 81,86 9,931 812.932 Koli 110,04 134,802 14.833.547 Blandað 148,67 65,937 9.802.578 Grálúða 171,44 3.675 630.027 Samtals 142,91 616,558 88.111.656 SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 21.september Þorskur 138,58 5,617 778.426 Ýsa 161,34 0,887 143.108 Ufsi 91,76 50,355 4.620.468 Karfi 92,14 253,747 23.380.719 Grálúða 141,98 1,965 278.997 Blandað 64,03 18,429 1.180.008 Samtals 91,79 331,000 30.381.726 Olíuverð á Rotterdam-markaði 1. ág. - 20. sept., dollarar hvert tonn ■ Lionsklúhburinn Skyggnir á Hellu gaf heilsugæslustöðinni á Hellu aðgerðarsogtæki og eyrn- asmásjá sem eru að verðmæti um 400.000 kr. Hermann Sigurjóns- son frá stjórn heilsugæslustöðvar- innar og Þórir B. Kolbeinsson læknir á Hellu, tóku við tækjunum og færðu Lionsklúbbnum bestu þakkir fyrir. ■ „AÐ læra að sýna sér alúð“ er yfirskrift helgarnámskeiðs í Frískanda, Faxafeni 9, 22.-23. september klukkan 9-5 báða dag- ana. Leiðbeinandi er Christine Deslauries. Christine er þekkt hér á landi fyrir námskeið sín, en þetta er fimmta heimsókn hennar í slíkum erindagjörðum. Hún hefur starfað í 13 ár á Kripalu-miðstöðinni í Bandarikjunum. Á þessu nám- skeiði verður þér hjálpað að um- breyta sjálfsefa, sektarkennd og sjálfsgagniýni í varanlegt sjálfs- traust og innri hamingju, segir í fréttatilkynningu. Verkefni nám- skeiðsins verða m.a.: Að þjálfa að- ferðir til að nýta sér „staðhæfing- ar“ í daglegu lífi. Að skilja ástæður fyrir sjálfshöfnun og læra að um- breyta þeim. Að nota fyrirgefning- arbænir til að takast á við sektar- kennd. Að læra aðferðir til að við- halda nýrri sjálfsvirðingu og þróa að loknu námskeiði. ■ VETRARSTARF Laugarnes- kirkju hefst með guðsþjónustu kl. 11.00. í þessa guðsþjónustu koma gestir frá Hellissandi, en það er Bjöllukór sem leika mun í guðs- þjónustunni. Einnig mun presturinn þeirra, sr. Friðrik Hjartar, prédika og þjóna fyrir aitari. ■ „SJÓNÞING“ Bjarna H. Þór- arinssonar opnar laugardaginn 22. september klukkan 16 „sýningu“ í Gallerí 11, SKólavörðustíg 4a Reykjavík. Þar kynnir og sýnir myndiistarmaðurinn nýjustu upp- finningar sínar á sviði sjónhátta- fræða, segir í fréttatilkynningu. „Sjónþing“ stendur frá 22. septem- ber til 4. október og er opið frá klukkan 2-6 alla daga og stendur öllum opið. ■ BARNASTARF hefst að nýju í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á morgun, sunnudag og verður það hvern sunnudag í vetur klukkan 11. Fermingarstarfið hófst með helgi- stund í kirkjunni sl. þriðjudag með feiTningarbörnum og foreldrum þeirra, en að henni lokinni var drukkið kaffi í safnaðarheimilinu og starf vetrarins kynnt. Ferming- arbörnin mæta síðan í safnaðar- heimilið að nýju á mánudag, 24. september, klukkan 17 til samveru GENGISSKRÁNING Nr. 180 21. september 1990 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi Dollari 56,86000 57,02000 56,13000 Sterlp. 105,47500 105,77200 109,51000 Kan. dollari 49,26100 49,40000 49,22600 Dönskkr. . 9,45700 9,48360 9,46940 Norsk kr. 9,30680 9,33300 9,35810 Sænsk kr. 9,81190 9,83950 9,83100 Fi. mark 15,15260 15,19520 15,38020 Fr. franki 10,75210 10.78240 10,80510 Belg. Iranki 1,75090 1,75580 1,76430 Sv. Iranki 42,98780 43,10880 43,88580 Holl. gyllini 31,93930 32,02920 32,15240 Þýskt mark 35,99760 36,09890 36,22460 It. lira 0,04834 0,04847 0.04895 Austurr. sch. 5,11910 5,13350 5,14550 Pgrt. escudo 0,40640 0,40760 0,41180 Sp. peseti 0,57590 0,57750 0,58660 Jap. yen 0,41428 0,41545 0,39171 írskt pund 96,60800 96,88000 97.17500 SDR (Sérst.) 78,89440 79,11640 78,34460 ECU.evr.m. 74,62880 74,83880 75,23670 Tollgengi fyrir september er sölugengi 28. ágúst. Sjálf- virkur s'msvari gengisskráningar er 62 32 70. og undirbúnings undir fermingar- búðir í Skálholti á vegum Kjalar- nesprófastsdæmis. ■ KLETTA ÚTGÁFAN hf. í samráði við samtök áhugafólks um alnæmisvanda og landsnefnd um alnæmisvarnir hafa gefið út nýja söngbók. Það eru félagar úr JC sem hefja söluátakið í dag, laugardaginn 21. september, en hún er gefin út til styrktar Samtökum áhugafólks um alnæmisvanda. í bókinni eru yfír 320 söngvar, allt frá elstu til þeirra nýjustu. ■ TAFLFÉLAG Reykjavíkur heldur á sunnudag, 23. september, sveitakeppni milli hópa ýmissa þekktra einstaklinga úr þjóðlífínu og ber hún heitið „Frægmót Tafl- félags Reykjavíkur." Hver sveit er skipuð §órum mönnum og verða tefldar 7 umferðir eftir Monrad- kerfí með 10 mínútur í umhugsun- artíma á mann í hverri skák. Meðal sveita sem keppa eru tvær tónlistar- mannasveitir, þingmannasveit, kraftajötnasveit, framkvæmda- stjórasveit, leikarasveit, þijár fjöl- miðlasveitir, rithöfundasveit og síðast en ekki síst kemur sveit frá nýkrýndum íslandsmeisturum Fram í knattspyrnu. Mótið hefst klukkan 14 og mun standa til klukkan 17. Það fer fram í skák- heimili Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12 og er aðgangur ókeyp- is. ■ LIONSKL ÚBBUR Kópavogs hefur um langt árabil boðið upp á veitingar á réttardaginn í Kópa- seli, skammt frá Lögbergsréttum. Að þessu sinni verður réttað sunnu- daginn 23. september. Tekjur af veitingasölunni hafa gert klúbbnum fært að styrkja börn til sumardval- ar ár hvert. Hefur myndast sú hefð að bjóða fötluðum unglingi til Nor- egs, þar sem dvalist hefur verið í sumarbúðum. Klúbburinn hefur auk þess sinnt mörgum öðrum styrktar- verkefnum, t.d. stendur hann að uppbyggingu Sunnuhlíðar, hjúkr- unarheimilis aldraðra, í samvinnu við aðra þjónustuklúbba í Kópa- vogi. ■ SIGURÐUR Einarsson opnar málverkasýningu í Listasafni Ár- nesinga, Tryggvagötu 3 á Selfossi, laugardaginn 22. september klukk- an 14. Sigurður hefur haldið fjórar einkasýningar, eina á Hornafirði, tvær í Þrastalundi og eina á Sel- fossi. Auk þess hefur _hann sýnt með Myndlistafélagi Árnessýslu og átt myndir á sumarsýningu Nýhafnar í Reykjavík. Sýningin í Listasafni Árnesinga verður opin daglega frá klukkan 14.00 til 18.00. Henni lýkur 30 september. ■ NÁMSKEIÐ í skyndihjálp verður haldið á vegum Reykjavík- urdeildar RKÍ. Það hefst þriðju- daginn 25. september klukkan 17 í Fákafeni 11, 2. hæð. Kennsludag- ar 25., 27. september, 2. og 4. októ- ber. Þetta námskeið er 16 kennslu- stundir. Öllum 15 ára og eldri er heimilt að vera með. Meðal þess sem kennt verður á námskeiðini er end- urlífgun, en nú fyrir nokkrum dög- um var barn lífgað við með blásturs- meðferð sem verður meðal þess sem kennt verður á námskeiðinu, auk margs annars. Skráning þátttak- enda er á skrifstofu deildarinnar á skrifstofutíma. Leiðbéinandi verður Guðlaugur Leósson. Athygli skal vakin á því að Reykjavíkurdeildin útvegar leiðbeinendur til að halda námskeið fyrir skóla, fyrirtæki og aðra sem þess óska. ■ A CAPELLA-kvartettinn heldur tónleika (söngur án undir- leiks) í Hallgrímskirkju laugar- daginn 22. september. Tónleikarnir hefjast klukkan 16. Aðgangur ókeypis. ■ V.J. KONECNI, prófessor í sálfræði í Kaliforníuháskóla í San Diego, heldur fyrirlestur um ákvörðun dómara, saksóknara og annarra í tengslum við réttarfar, ákærur og dómsúrskurði, mánu- daginn 24. september klukkan 17 á vegum félagsvísindadeildar Há- skóla íslands í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn er öllum opinn og verður fluttur á ensku. ■ ÞESS verður minnst 22. sept- ember nk. að 60 ár eru liðin frá byggingu Hvítárnesskála, elsta sæluhúss Ferðafélags Islands. Lokaáfangi afmælisgöngunnar er á laugardaginn og er búist við að með henni nái þátttakendur tölunni 1.000. Gengin verður stutt leið frá Svartá í Hvítárnes. Hægt verður að velja á milli dagsferðar og helg- arferða. Brottför í helgarferð er á föstudagskvöldið kl. 20 og í dags- ferðina á laugardaginn kl. 8 að morgni. Gist verður í skálum Ferða- félagsins í Hvítárnesi og á Hvera- völlum. Þátttakendum verður boðið í afmæliskaffi með veitingum í þjóð- legum stíl. Þá verður eins af fruin- heijum Ferðafélagsins, Skúla Skúlasonar, minnst sérstaklega. ■ GRÍMUR Marinó Steindórs- son opnar sýningu í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnar- fjarðar, laugardaginn 22. septem- ber kiukkan 14. Á sýningunni verð- ur fjöldi verka sem unnin eru í ýmsa málma, bæði veggmyndir og skúlptúrar. Einnig sýnir hann nú í fyrsta sinn klippimyndir sem unnar eru á síðustu árum. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá klukkan 14-19. Sýningin stendur til 7. október nk. ■ EIGENDASKIPTI urðu á Snyrtistofunni NN Laugavegi 27, mánaðamótin ágúst-september. Nýir eigendur eru Hjördís B. Krist- insdóttir og María K. Lárusdótt- ir, en þær útskrifuðust af snyrti- braut FB vorið 1989. Á Snyrtistof- unni NN, bjóða þær faglega ráð- gjöf, ásamt allri almennri snyrt- ingu. Snyrtistofan NN býður áfram upp á No Name förðunarlín- una, en nú er einnig í boði Aca- demie hreinsilína sem er gerð fyrir allar húðgerðir.Snyrtistofan NN er opin virka daga frá klukkan 10-18 og laugardagaga frá klukkan 10-14. Eigendur Snyrtistofunnar NN, Hjördís B. Kristinsdóttir og María K- Lárusdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.