Morgunblaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990 ^©JOOO^Univers^ress^Syndicate^ . ÉC) baS vrti steik.etk/ sndk! " (T *’ /7,DltC Má ég ekki eiga ’ann? Þú hagaðir þér eins og sirkusfífl í gærkvöldi: Tvær þjóðir á íslandi ógnar efnahagslegu og þar með pólitísku sjálfstæði þessarar þjóðar. Krummavíkur sem hafa fengið færða skuttogara á silfurfati rísa nú upp vítt og breitt um land og krefjast þess að þær fái á öðru silf- urfati allan þann gjaldeyri sem þessar veiðar gefa í aðra hönd til að ráðskast með að eigin vild! Hvar annars staðar á byggðu bóii skyldu heyrast svo fábjánalegar kröfur: að hver útflutningsgrein heimti þann gjaldeyri til eigin nota sem hún gefur í aðra hönd! Þessar sömu krummavíkur virðast telja sig efna- hagslega lífsnauðsynlegar. En því fer hins vegar víðs fjarri. Þótt veið- ar þaðan legðust af með öllu mætti auðveldlega veiða allan fisk sem kvótar leyfðu frá öðrum stöðum, oft með miklu hagkvæmari hætti. Við höfum nefnilega allt of mörg skip bundin við bryggju tímunum saman og of mörg fiskvinnsluhús hálftóm hér og hvar um allt land. Suðri Hver borgi fyrir si g Til Velvakanda. Mér hefur alltaf þótt það dálítið skrítin tilhögun sem ferðaskrifstof- ur hérlendar hafa á auglýsingum sínum. Oftast stendur eitthvað á þessa leið: Þrjár vikur í hótelíbúð - 38.000 kr. En einhvers staðar á síðunni stendur svo með smáu letri: miðað við hjón með tvö börn undir 10 ára aldri. Fyrir hjón sem eru svo heppin að eiga tvö börn undir 10 ára aldri kostar ferðin því 38.000 X 4 = 122.000 kr. Mér finnst það dálítð undarlegt, og jafnvel villandi, að gefa verðið upp á þennan hátt. Hvers vegna ekki að gefa verðið upp miðað við hvern einstakling eins og ferða- skrifstofur erlendis gera? Þá tel ég að afslættir á fjölskyl- duferðum séu allt of miklir. Ein- staklingar og barnlaus pör sem fara í hótelferðir héðan þurfa í raun að borga fyrir fjölskyldufólkið. Það tel ég í hæsta máta óeðlilegt. Er ekki réttast að hver borgi fyrir sig. Ferðalangur. Til Velvakanda. Fyrir nokkru ræddu menn í út- varpi um „Tvær þjóðir á íslandi“. Féllu þar ýmis forvitnileg orð. Einn spurði t.d. hvort á Reykjavíkur- svæðinu líkaði mönnum ekki illa að fé væri dælt (úr ýmsum sjóðum) út á land til styrktar sjávarþorpum. Þá brást annar ókvæða við, taldi slíka spurningu fáránlega, sagði að þjóðarauður Islendinga sprytti ein- mitt upp úti á landi og átti þá að sjálfsögðu við fiskveiðar. Hér er nú helsti fast til orða tek- ið. Enda þótt fiskveiðar hafi minnk- að sunnanlands, þá veiðist ennþá drjúgt frá verstöðvum þar um slóð- ir eins og t.d. frá Reykjavík, en þaðan eru gerðir út 8 togarar. En minnkandi veiði á þessu svæði stafar af annarlegum orsökum. Um þetta fjallar grein, „Byggðastefna á villigötum“, í lesendadálki DV 29. maí sl. Þar segir „Þessu valda ópr- úttnir alþingismenn á atkvæðaveið- um sem láta sig hag landsins í heild litlu skipta, fórna öllu fyrir atkvæði hversu rándýr sem þau reynast." Með nokkrum sanni má segja að okkar ábyrgðarlausu landsfeður hafi nánast með valdbeitingu beint fiskiflota okkar, og þá ekki síst skuttogurunum, til staða úti á landi þar sem mótorbátar og trillur hefðu hentað miklu betur. Samtímis þessu skáru þeir við nögl alla fyrir- greiðslu (eða neituðu með öllu) til handa hinum hefðbundnu verstöðv- um sunnanlands, þótt veiði þaðan væri miklu hagkvæmari. Áður- nefnds þjóðarauðs íslendinga hefði mátt afla með miklu ódýrari hætti en að drita niður skuttogurum í hveija krummavík víðsvegar um allt ísland. Vegna þessarar bjálfa- legu byggðastefnu er fiskifloti okk- ar orðinn helmingi of stór og að sama skapi dýr í rekstri, en afleið- ingar slíkrar ráðsmennsku gífurleg skuldasöfnun erlendis er beinlínis HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar Nýr vegur var tekinn í notkun í sumar sem liggur fram Blönduhlíð í Skagafirði. Nýi vegur- inn er neðar en sá gamli; er nánast í farvegi Héraðsvatna. Ný glæsileg mynd af Blönduhlíð blasir við þeim vegfarendum sem þarna aka fram- hjá; mörg stórbýli og og flestar jarð- ir afburða vel hiitar. Svo dæmi sé tekið fá Silfrastaðir nú notið sín úr bílglugga ferðamanns, falleg kirkja og einstakt bæjarstæði í brekkunni undir stórbrotnu Silfra- staðafjalli. Áður liðaðist vegurinn um Blönduhlíðina, hlykkjóttur og holóttur. Núna líður ferðamaðurinn um malbikaðan beinan veg og eru þá alfaraleiðir í Skagafirði flestar malbikaðar, þ.e. þjóðvegur númer eitt frá Vatnsskarði yfir um Vall- hólma, fram Blönduhlíð og upp að sýslumörkum við Norðurárbrú á Öxnadalsheiði. Einnig er malbikuð leiðin útá Sauðárkrók. Norðurleiðin frá Reykjavík er öll að verða mal- bikuð, einu malarkaflarnir á leiðinni eru í Norðurárdal í Borgarfirði og Öxnadalur í Eyjafjarðarsýslu. Betri vegum fylgja auknar sam- göngur. Eftir að þjóðvegurinn milli Reykjavíkur og alla leið norður til Húsavíkur var nánast allur mal- bikaður hefur færst fjörkippur í flutninga um landveg. Vöruflutn- ingar norður og lengra austur hafa stóraukist og ekki síst fólksflutn- ingar. Víkveiji hefur orðið áþreifan- lega var við það hin síðari ár, að æ fleiri ferðast með áætlunarbílum og er núna hægt að velja á milli áætl- unarferða sem eru daglega í báðar áttir og suma daga tvisvar til þrisv- ar á dag. Norðurleið ekur á milli Akureyrar og Reykjavíkur og Suð- urleiðir er lítið fyrirtæki sem gerir út áætlunarbíl milli Siglufjarðar og Reykjavíkur. í flestum tilfellum er ekið á nýjum, þægilegum rútum og fargjöld eru mun lægri en með flugi. XXX Kunningi Víkverja sendi ekki alls fyrir löngu börn sín ein- sömul til afa og ömmu norður í land með Suðurleiðum og hældi hann þjónustu bílstjórans í hástert. Börnin ætluðu til kaupstaðar á Norðurlandi og lét bílstjórinn sig ekki muna um að aka með þau heim að dyrum og fullvissaði sig um að tekið væri á móti þeim. Þó svo að flugið sé fljótvirkari ferða- máti, þá eru þjónustumöguleikar áætlunarbílanna mun meiri. xxx Bættir vegir breyta nánast landafræðinni og gera sam- starf sveitarfélaga og allan sam- gang fólks mun nánara. Núna er það orðið algengt að fólk í sveitum sæki vinnu og þjónustu til þéttbýlis- staða í nágrenninu, sem áður var fátíðara og jafnvel ómögulegt. Þetta, ásamt öðru, stuðlar að sam- einingu sveitarfélaga, hreinlega vegna þess að svo margir hagsmun- ir þeirra eru orðnir sameiginlegir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.