Morgunblaðið - 30.12.1990, Page 2
_________- ooe i H3aw3B3a .os auDAflimviub qigAjavrjoflOM
2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDÁGUR 30. DÉSEMBER 1990
Nýr aðstoð-
armaður
ráðherra
ÁLFHILDUR Ólafsdóttir,
sem starfað hefur sem aðstoð-
armaður Steingríms Sigfús-
sonar landbúnaðarráðherra
frá haustinu 1988, lætur af
störfum nú um áramótin. Hún
mun snúa sér að búskap að
Akri í Vopnafirði, sem hún
stundar þar ásamt fjölskyldu
sinni.
Við starfi aðstoðarmanns
landbúnarráðherra tekur Gunn-
laugur Júlíusson hagfræðingur,
sem hefur starfað í landbúnaðar-
ráðuneytinu frá því í febrúar si.
Gunnlaugur hefur áður starfað
m.a. sem ráðunautur hjá búnað-
arsamböndum í Eyjafirði og á
Vestíjörðum og sem hagfræð-
ingur hjá Stéttarsambandi
bænda.
Mælt með
nýjum for-
stöðumanni
HÁSKÓLARÁÐ hefur sam-
þykkt að leggja til að mennta-
málaráðherra skipi Douglas
A. Brotchie, tölvunarfræðing,
forstöðumann Reiknistofnun-
ar Háskólans. Sljórn Reikni-
stofnunar mælti einróma með
því að Brotchie fengi stöðuna.
Tveir sóttu um stöðuna, þeir
Brotchie og Helgi Þórsson, sem
gegnt hefur stöðu forstöðu-
manns Reiknistofnunar í rúm-
lega tvö ár. Að sögn Gunnlaugs
H. Jónssonar, formanns stjómar
stofnunarinnar, taldi stjómin
báða umsækjendur hæfa, en nið-
urstaðan hefði verið sú, að ráða
Brotchie, vegna þeima með-
mæla, sem hann hefði fengið.
Asgeir Magn-
ússon ráðinn
ÁSGEIR Magnússon, bæjar-
sljóri í Neskaupstað, hefur
verið ráðinn framkvæmda-
stjóri Iðnþróunarfélags Eyja-
fjarðar, og tekur hann við því
starfi 1. apríl næstkomandi.
Ásgeir Magnússon er tækni-
fræðingur að mennt, og hefur
hann verið bæjarstjóri í Nes-
kaupstað frá 1984. Hann gegndi
áður starfi iðnráðgjafa á Aust-
urlandi um eins og hálfs árs^
skeið.
Heimild til
verðtrygg-
ingar ekki
afnumin
í fréttatilkynningu viðskipta-
ráðuneytisins um samkomulag
ríkisstjórnarinnar og banka-
stjórnar Seðlabankans um að
minnka vægi verðtryggingar í
áföngum á næstu tveimur ámm
segir að stefnt sé að því að
lagaákvæði um verðtiyggingu
fjárskuldbindinga falli úr gildi í
ársbytjun 1993. Að sögn Finns
Sveinbjörnssonar í viðskipta-
ráðuneytinu þýðir þetta ekki að
heimild til verðtryggingar fjár-
skuldbinda verði afnumin eins
og fullyrt var í spumingu í frétt
í blaðinu á föstudag þegar leitað
var álits á umræddu samkomu-
lagi. Morgunblaðið biðst velvirð-
ingar á þeim mistökum.
Að sögn Finns er markmið
afnáms lagaákvæðanna að
tryggja að frá og með ársbyijun
1993 verði engar takmarkanir á
þessu sviði og að það ráðist af
frjálsu vali aðila á fjármagns-
markaði hvort þeir kjósa að nota
verðtryggingu eða ekki.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Slökkviliðið að störfum í Síðumúla í gærmorgun.
Eldur í húsnæði SÁÁ
ELDUR kom upp í húsnæði SÁÁ
í Síðumúla 3-5 í gærmorgun, og
urðu töluverðar skemmdir í einu
herbergi hússins. Talið er að
kviknað hafi í út frá rafmagni.
Slökkviliðið var kallað út laust
fyrir klukkan hálf tíu, og þegar það
kom á staðinn lagði töluverðan reyk
frá glugga á annarri hæð í vestur-
enda hússins, og ennfremur sást
eldur fyrir innan glerið. Þrír reyk-
kafarar fóm inn í húsið og slökktu
þeir eldinn sem var á skrífborði og
í kapalrennu, en nota þurfti reyk-
blásara til að loftræsta hæðina sem
var full af reyk.
Snjóflóð í Óshlíð;
Bærinn þurfti að
borga snjómokstur
Bolungarvík.
NOKKUR snjóflóð féllu á veginn um Óshlíð í fyrrinótt, og var
hann lokaður af þeim sökum. Mikil umferð er um veginn dag
hvern, og því kom það vegfarendum mjög á óvart að Vegagerðin
á ísafirði veitti þær upplýsingar að vegurinn yrði ekki opnaður
aftur fyrr en á gamlársdag. Vegurinn var hins vegar orðinn fær
um hádegisbil í gær, en Vegagerðin ruddi leiðina að beiðni bæjar-
stjórans í Bolungarvík og á kostnað bæjarsjóðs Bolungarvíkur.
Vegagerð ríkisins á ísafírði vísar
til þess að um mokstur á Óshlíð
gildi svokölluð „fimm daga regla“,
en það er að vegurinn skuli mokað-
ur alla virka daga. Ólafur Þór
Benediktsson, formaður bæjarráðs
Bolungarvíkur segir þetta koma
sér mjög á óvart, og hann telji að
samkomulag sé um annað, og ljóst
sé að þetta mál verði tekið upp á
fyrsta fundi bæjarráðs á nýju
ári. Hann segir að krafa hafi verið
um sjö daga mokstursþjónustu á
Óshlíð, svo fremi að veður hamli
því ekki. Valdimar Gíslason, fyrr-
verandi formaður bæjarráðs Bol-
ungarvíkur, sagði að samkomulag
hafi verið gert við Vegagerðina á
síðastliðnum vetri um að Óshlíðar-
vegur yrði mokaður um helgar til
jafns við veginn sem tengir saman
ísafjarðarflugvöll við ísafjörð og
Hnífsdal, og greiddi Bolungarvík-
urkaupstaður 50% af þeim kostn-
aði. Sagði hann að þar hefði ekki
verið um neitt skammtímasam-
komulag að ræða.
Gunnar
Ríkissjóður:
Allt að 2,5% vaxtauppbót boð-
in á ríkisvíxlum fyrir áramót
RÍKISSJÓÐUR bauð á föstudag stórum kaupendum ríkisvíxla, bönk-
um og sparisjóðum, tímabundna vaxtauppbót, allt að 2,5%, væru
keyptir víxlar fyrir áramót. Forvextir ríkisvíxla í almennri sölu eru
nú skráðir 10%. Ríkisvíxlastokkurinn hefur á undanförnum mánuðum
verið á bilinu 7-13 milljarðar.
að lækka vexti og síðastur til að I sætisráðherra, vegna þessa í gær,
hækka. en ekki náðist í hann áður en blað-
Morgunblaðið reyndi að ná tali ið fór í prentun.
af Steingrími Hermannssyni, for- |
Svisslendingar fagna
áramótum á Islandi
Pétur Kristinsson, framkvæmda-
stjóri Þjónustumiðstöðvar ríkisverð-
bréfa, segir að alltaf hafi verið í
gangi ákveðin tilboð til stærri kaup-
enda og þá aðallega innlánsstofn-
ana. „Við höfum reynt eftir megni
að vera með raunsæjar vaxta-
• •
Orn sést í
Siglufirði
^ Siglufirði.
ÖRN sást við flugvöllinn í Siglu-
firði á laugardaginn. Afar sjald-
gæft er að ernir sjáist þar og
munu vera tvö eða þijú ár síðan
það gerðist siðast.
Fólk sem kom akandi að flugvell-
inum á laugardagsmorgun varð
vart við stóran brúnan fugl, sem
sat á stólpa víð völlinn. Talið er
fullvíst að um örn hafi verið að
Á UNDANFÖRNUM dögum hef-
ur fiskveiðikvóti verið boðinn til
sölu á mjög lágu verði víðast
hvar og þess jafnvel dæmi að
hann hafi fengist gefins á síðustu
dögum ársins. Fullt verð var um
Kærði nauðgim
LÖGREGLUNNI í Reykjavík
barst snemma í gærmorgun
nauðgunarkæra frá konu og var
maður handtekinn grunaður um
verknaðinn.
Rannsóknarlögregla ríkisins fer
með rannsókn málsins, sem var
skammt á veg komin þegar Morg-
unblaðið fór í prentun, en atburður-
inn mun hafa átt sér stað í húsi í
Breiðholti.
ákvarðanir en stundum verðum við
að hækka okkur upp í vöxtum til
að ná peningum inn. Þetta er ekki
almenn vaxtahækkun heldur tíma-
bundin vaxtauppbót sem fyrst og
fremst á að höfða til banka og spari-
sjóða. Þetta eru því í raun og veru
fjórir aðilar sem fá þetta tilboð,“
sagði Pétur.
Forvextir víxla í almennri sölu
eru eins og áður sagði 10% en upp-
bótinni hefur verið breytt af og til
að sögn Péturs og getur nú farið
upp í allt að 2,5% kaupi menn mik-
ið magn fyrir áramót. „Þetta er það
nákvæmlega sama og er að gerast
á markaðinum almennt. Það gildir
það sama um spariskírteini og
bankabréf að skráðir eru ákveðnir
vextir en svo gefinn magnafslátt-
ur.“
Aðspurður um hvort það væri
ekki undarlegt að boðin væri vaxta-
uppbót á ríkisvíxla á sama tíma og
forsætisráðherra gagnrýndi vaxta-
hækkanir almenna bankakerfisins
sagði Pétur ríkissjóð ekki hafa
gengið á undan í vaxtahækkunum.
Hann hefði yfirleitt verið fyrstur til
40 kr. þorskígildið en í gær var
verðið komið niður í 10 kr. fyrir
þorskinn og 5 kr. ýsan. Sveinn
Ingólfsson framkvæmdastjóri
Skagstrendings á Skagaströnd,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að þetta hefði byrjað fyrir fjór-
um vikum þegar menn sáu að
verðið fór lækkandi en margir
eiga eftir slatta af óveiddum afla.
„Menn sætta sig við mjög lágt
verð núna þar sem ekki eru nema
tveir dagar éftir af árinu til að
færa afla á milli skipa sem ekki er
hægt að gera eftir áramót. Þetta
er eðlilegt ástand sem hlaut að
skapast því menn vita ekki hver
aflinn verður eftir áramót og hafa
viljað vera öruggir með að hafa nóg
fyrir sig. Svo hefur haustið verið
heldur lélegra en menn áttu von
á,“ sagði Sveinn.
Á föstudagskvöld kom hingað til
lands 156 manna hópur ferða-
manna á vegum svissneskrar
ferðaskrifstofu og dvelur hópur-
inn á Hótel Sögu til 2. janúar. í
fyrra dvaldi hér á landi 70-80
manna hópur á vegum sömu
ferðaskrifstofu yfir áramótin.
Að sögn Jónasar Hvannberg,
hótelstjóra á Hótel Sögu, var ára-
FULLTRÚAR frá sjávarútvegs-
ráðuneyti og Hafrannsókna-
stofnun áttu í gær fjölmennan
fund með skipstjórnarmönnum
loðnuskipa þar sem rannsókn-
Viðmælendur blaðsins töldu að
meira væri eftir. af ýsu og ufsa en
þorski. „Einhveijir hafa boðist til
að gefa kvóta. Menn eru tilbúnir í
samhjálp i svona stöðu,“ sagði Ein-
ar Svansson, framkvæmdastjóri
Fiskiðju Sauðárkróks.
ERILSAMT var hjá Iögreglunni
í Reykjavík í fyrrinótt, og voru
allar fangageymslur fullar, en
að sögn lögréglunnar urðu þó
engin alvarleg óhöpp.
Arekstur tveggja bíla varð á
mótum Kringlumýrarbrautar og
Laugavegs um klukkan hálf þrjú
um nóttina, og var ökumaður ann-
ars bílsins fluttur á slysadeild, en
mótaferðin til íslands auglýst einu
sinni í Sviss seinnipartinn í sept-
ember og var þegar fullbókað í
hana, auk þess sem um 40 manns
skráðu sig á biðlista. Hann sagði
að farið yrði með hópinn í skoðunar-
ferðir um nágrenni Reykjavíkur og
einnig yrði farið með hann til Vest-
mannaeyja.
aráætlun Hafrannsóknastofnun-
ar var kynnt.
Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, ávarpaði fundinn í
upphafi. Rakti hann meðal annars
í máli sínu þá loðnuleiðangra sem
farnir hefðu verið í vetur og sagði
síðan að menn stæðu nú á margan
hátt í alvarlegum sporum. Það væri
hins vegar ekkert nýtt þegar loðnan
væri annars vegar og ætti ekki að
koma neinum á óvart að svona
ástand gæti komið upp. Þá kynnti
Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð-
ingur, sem verður leiðangursstjóri
í loðnuleiðangri þeim sem farinn
verður eftir áramót, rannsóknar-
áætlunina.
hann var ekki talinn mikið slasað-
ur. Þá var ekið á stúlku í Hafnar-
stræti um klukkan hálf tvö, en
meiðsli hennar reyndust ekki alvar-
leg.
Snemma í gærmorgun kom lög-
reglan að ölvuðum pilti í skúr við
Austurver við Háleitisbraut, en
hann hafði kveikt eld þar á gólfinu.
Aflakvóti á útsöluverði
Fundað með skipstjóm-
armönnum loðnuskipa
Erilsamt hjá lögreglunni