Morgunblaðið - 30.12.1990, Síða 4

Morgunblaðið - 30.12.1990, Síða 4
i FRÉTTIR/YFIRLIT oeei aaaMaaaa MORGUNBLAÐIÐ .08 flUOAaUMHUS BUNNUDAGUR-30- ERLENT INNLENT loðnuveiða afturkölluð Sjávarútvegsráðuneytið aftur- kallaði strax eftir jól öll leyfi til loðnuveiða vegna slæms ástands loðnustofnsins. Tvö rannsókna- skip og sex loðnuskip fara strax eftir áramót til rannsókna á loðnu- stofninum og verður afstaða til frekari veiða tekin þegar niður- stöður mælinga liggja fyrir. Metár í hlutabréfaviðskiptum Mun fleiri nýta sér skattaaf- slátt með hlutabréfakaupum á þessu ári en undanfarin ár. Hluta- bréfaviðskiptin hafa margfaldast og er reiknað með að heildarvelta á hlutabréfamarkaðnum verði nálægt fímm milljörðum kr., þar af eru útboð nýrra bréfa um þrír milljarðar kr. Lést í flugslysi Átján ára piltur lést í flugslysi á Melgerðismelum í Eyjafirði laugardaginn fyrir jól. Var hann að æfa svifflug á Melgerðismelum þegar vængur svifflugunnar brotnaði af og hún steyptist til jarðar. Banaslys á varðskipi Banaslys varð um borð í varð- skipinu Tý síðastliðinn fimmtudag ERLENT Gorbatsjov valdamest- ur Sovét- leiðtoga Fulltrúaþing Sovétríkjanna sam- þykkti í vikunni að auka til muna völd Míkhaíls S. Gorbatsjovs og er hann nú valdamestur Sovétleið- toga allar götur frá því kommún- istar rændu völdum þar eystra árið 1917. Auk alræðisvalds á vettvangi efnahags- og stjóm- mála mun Gorbatsjov einnig stjórna nýju Oryggisráði þar sem sitja munu fulltrúar hersins og öryggislögreglunnar KGB. Þá samþykkti þingheimur einnig þá tillögu Gorbatsjovs að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýj- an sambandssáttmála Sovétlýð- veldanna 15 og framtíðarskipan þeirra. Varaforseti var kjörinn á þinginu og heitir sá Gennadíj Janajev. Honum var hafnað í at- kvæðagreiðslu á fimmtudag en Gorbatsjov fékk því framgengt að hún væri endurtekin og fékk Janajev þá tilskilinn meirihluta atkvæða. Hann þykir fulltrúi skrifræðisvaldsins í Sovétríkjun- um og lýsti sjálfur yfir því að hann væri kommúnisti fram í fingurgóma. Gorbatsjov skýrði frá því á miðvikudag að Nikolaj Ryzhkov, forsætisráðherra hefði veikst á þriðjudagskvöld og væri hann á sjúkrahúsi eftir að hafa er háseti varð fyrir vinnukrana á þyrludekki. Jafntefli við heimsmeistarana íslenska landsliðið í handknatt- leik náði jafntefli við heimsmeist- ara Svía í vináttulandsleik í Laug- ardalshöll á fímmtudag. íslenska liðið jafnaði leikinn á síðustu stundu og endaði hann 22:22. Landsmönnum fjölgar um 0,93 af hundraði Mannfjöldi á íslandi var 255.855 manns þann 1. desember sl., samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu íslands. Hafði lands- mönnum fjölgað um 2.355, eða 0,93%, á einu ári. Mest varð fjölg- unin á höfuðborgarsvæðinu. Friðsæl jól Mikil kirkjusókn var um allt land um jólin og messuhald gekk víðast vel. Nokkuð var um um- ferðaróhöpp fyrir jólin en lítið var að gera hjá lögreglunni yfir há- tíðina. Landsbankinn hækkar nafnvexti Bankaráð Landsbankans ákvað á föstudaginn að hækka nafn- vexti af inn- og útlánum um 1 til 1,5%. Jafnframt hafa sparisjóðirn- ir ákveðið að hækka nafnvexti á inn- og útlánum um 0,25% um áramótin og vexti af yfirdráttar- lánum um 0,5%. Halldór Guðbjarnason verður Landsbankastjóri Á fundi sínum á föstudag sam- þykkti bankaráð Landsbankans að ráða Halldór Guðbjamason, viðskiptafræðing og fyrrum bankastjóra Útvegsbankans, bankastjóra í stað Vals Arnþórs- sonar. Aðstoðarlæknar hóta uppsögnum Ekki hafa enn tekist samningar í kjaradeilu aðstoðarlækna og ríkisins. Á almennum félagsfundi í Félagi ungra lækna i vikunni var samþykkt einróma, að grípa til uppsagna náist samningar ekki innan skamms. fengið hjartaáfall. Óstaðfestar fréttir hermdu að Ryzhkov og Borís Jeltsín, forseta Rússlands, hefði lent saman á fundi þar sem efnahagsmál voru til umræðu en Jeltsín hefur margoft krafíst þess að forsætisráðherrann leggi niður völd. Engar tilslakanir í Persaflóadeilunni Fulltrúar íraka og Bandaríkja- stjómar skýrðu frá því á fimmtu- dag að tilraunir til að koma á við- ræðum hefðu engum árangri skil- að. George Bush Bandaríkjafor- seti sagði að engar tilslakanir kæmu til greina og upplýsinga- málaráðherra íraksstjórnar ítrek- aði að ekki kæmi til greina að kalla innrásarliðið heim frá Kú- væt. Fyrri fréttir höfðu hermt að nokkuð hefði miðað í samkomu- lagsátt en 15. janúar rennur út frestur sá sem Sameinuðu þjóðim- ar hafa veitt írökum til að hafa sig á brott frá Kúvæt. Kasparov heldur heimsmeistaratitlinum Jafntefli varð í 22. einvígisskák þeirra Garrís Kasparovs og Anatólíjs Karpovs í Lyon í Frakklandi á miðvikudag og varð þá ljóst að Kasparov héldi heimsmeistara- titlinum næstu þijú árin þar eð hann hafði þá þegar tryggt sér jafntefli í einvíginu. Því verður þó haldið áfram til að skera úr um hvernig verðlaununum verður skipt. Erkibiskupinn af Kantaraborg fordæmir dýrkun ofbeldis St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ERKIBISKUPINN af Kantara- borg fordæmdi dýrkun ofbeldis í jólaboðskap sínum. Nýr erkibisk- up sagði kirkjuna ekki taka synd- ina nógu alvarlega. Robert Runcie, erkibiskupinn af Kantaraborg, sagði í jólaboðskap sínum að hátíðin nú væru haldin í skugga yfirvofandi stríðs við Persa- flóa. Hann sagði, að ævinlega væri fyrir hendi freisting til að dýrka ofbeldi sem tæki til að bæta rang- indi og koma á friði. Hann sagði hryðjuverkamenn á borð við írska lýðveldisherinn (IRA) reyna að sveipa ofbeldi rómantískri birtu. Skemmtanaiðnaður sam- tímans gerði oft hið sama og flytti ofbeldi inn í stofu hvers heimilis á sjónvarpsskjá, en gleymdi, að of- beldi fylgdi sársauki og sorg. „Kristin trú hlýtur að mótmæla dýrkun ofbeldis. Trúin sem segir frá jötunni í Betlehem og krossinum á Golgötu vantreystir valdbeitingu sem tæki, er leiði til varanlegra gæða,“ sagði erkibiskupinn. Runcie lætur af embætti erki- biskupsins í Kantaraborg í janúar, en erkibiskupinn er leiðtogi ensku biskupakirkjunnar í víðri veröld. Nýi erkibiskupinn verður George Carey, sem tekur við í mars á næsta ári. Carey verður að líkindum öðru- vísi trúarleiðtogi en Runcie, sem hefur þótt fremur litlaus og hik- andi. í ræðum, sem Carey hélt fyr- ir nokkru, segir hann kirkjuna hafa misst sjónar á alvöru syndarinnar. í þessum ræðum fer hann yfir mörg efni trúarinnar, sem hafa verið umdeild á síðustu árum. Hann segir um upprisuna, að hún hafi verið raunveruleg. Líkami Krists hafi risið upp frá dauðum og við munum rísa h'kamlega upp frá dauðum til nýs lífs í Guði. Sömuleið- is segir hann, að Kristur sé ekki einn kostur af mörgum í trúmálum heldur sé hann vegurinn til sálu- hjálpar. Frakkland: Stjórnmála- o g embættismenn eru taldir vanhæfir og spilltir FRAKKAR hafa kannski aldrei haft mikið álit á embættis- og þingmönnum en nýleg skoðanakönnun Sofres/Nouvel Observate- ur sýnir svart á hvítu að þeir telja þessar starfsstéttir vinna þjóð- inni lítið meira gagn en gleðikonur. Skækjurnar lentu í neðsta sæti í röð yfir gagnlegustu starfshópa þjóðfélagsins og þingmenn og embættismenn í næst og þriðja neðsta sæti. Hjúkrunarfræðing- ar, verkamenn og læknar hlutu hins vegar þrjú efstu sætin á undan kennurum, bændum og verkfræðingum. Stjórnmálamenn mega sjálfum sér um kenna. Þeir tefla valdatafl með augastað á forsetaembættinu, sem Francois Mitterrand víkur úr eftir fimm ár, á meðan hneykslismálum er sópað nndir teppið og augljós vandamál eru látin afskiptalaus þangað til upp úr sýður og þeir komast ekki lengur hjá að bregðast við þeim. Fjánnál flokkanna hafa vakið furðu margra. Sósíalista flokkurinn aflar sér meðal annars fjár í gegnum kerfi sem kallað er Urba. Það rekur „skipulags- skrifstofur“ vítt og breitt um landið og verktökum er útveguð opinber verkefni í gegnum þær þar sem flokkurinn er í bæjar- stjóm. í þessum þæjum er svo til vonlaust að fá verkefni nema í gegnum skrifstofur Urba. Verk- takarnir greiða fyrir þjónustuna og 60% af tekjum Urba renna í sjóð sósíalista. Fyrir nokkra kom upp að Urba hefði greitt 24,6 milljónir franka, um 265 milljónir ISK, í kosningasjóð Mitterrands 1988 án þess að það hefði verið gefið upp. Stjórnarandstaðan heimtaði opinbera rannsókn en málið hefur lognast út af án þess að dómsmálaráðherrann, Henri Nallet, sem var fjármálastjóri kosningabaráttu Mitterrands, hafi aðhafst nokkuð í málinu. Hægri- mönnum þótti rétt að láta það kyrrt liggja eftir að stjórnin ýjaði að því að allt væri ekki með felldu í sambandi við reikningsskil Jac- ques Chiracs eftir forsetaframboð hans og það gæti verið fróðlegt að líta nánar á þau. Athafnir alríkislögreglunnar (Renseignements généraux) hafa einnig vakið furðu og vantraust margra. í sumar kom til dæmis í ljós að starfsmenn hennar stóðu í vopnasölu á milli Beirút og París- ar og í síðasta mánuði tóku fimm sérþjálfaðir lögreglumenn í vörn- um gegn pen- ingaránum þátt í spellvirkjum óaldarflokks í Lyon. Innanrík- isráðherrann hefur nú látið ástandið innan lög- reglunnar til sín taka en þó ekki fyrr en almenningur hefur misst álit á henni og efast um að hægt sé að uppræta spillinguna sem hefur viðgengist. Ástandið í úthverfum þar sem innflytjendur frá Afríku búa við hroðalegar aðstæður er annað mál sem stjómvöld hafa látið sitja á hakanum þangað til þau voru knúin til aðgerða. Uppþot í Vaulx- en-Velin við Lyon í byrjun októ- ber, þegar unglingar gengu ber- serksgang, brutu og brömluðu, rændu úr búðum og börðust við lögregluna í þijár nætur, vakti athygli á ástandinu. Ófriðarseggir létu aftur til sín taka síðar í mán- uðnum þegar þeir tóku þátt í fjöl- mennum mótmælum nemenda í París og ollu usla. Forseti landsins og ríkisstjórn ákváðu þá að tími væri kom- inn til að bæta aðstöðuna í inn- flytjendahverf- unuiii, ouiu wu 400 talsins, og það á að vera búið að hreinsa til í þeim árið 1995. Stjórnmálamenn allra flokka era sammála um að skólamál landsins séu í ólestri og mótmælin í haust hafi átt rétt á sér. Þó hefur menntamálaráðuneytið úr meiru fé að moða en nokkurt annað ráðuneyti og ríkisstjórnin lagt höfuðáherslu á mikilvægi kennslumála. Þetta sannfærir fólk um vangetu stjórnmála- og emb- ættismanna og álitið á starfi þeirra er í samræmi við það. Senn era tíu ár liðin síðan Mitt- errand kom til valda. Leiðtogar njóta ekki oft vinsælda miklu lengur en það. Margaret Thatcher var bolað frá eftir ellefu ár, Bandaríkjamenn settu átta ár sem hámarks embættisárafjölda eftir að Franklin Roosevelt var forseti í 12 ár og stúdentar gerðu upp- reisn í París eftir að Charles de Gaulle hafði verið við völd í 10 ár. En Mitterrand nýtur enn vin- sælda í skoðanakönnunum. Eng- inn augljós arftaki er í sjónmáli eftir hann. Sjálfur vill hann að Laurent Fabius, fv. forsætisráð- herra, feti í fótspor sín en,Michel Rocard, nv. forsætisráðherra, og Lionel Jospin, menntamálaráð- herra, eru metnaðarfullir menn og vilja líka setjast að í Elysée- höll. Hægrimenn hafa enn engin ný andlit upp á að bjóða. Valéry Giscard d’Estaing og Jacques Chirac vilja báðir bjóða sig fram aftur og ráðabrugg yngri manna til að koma í veg fyrir það hefur enn ekki borið tilætlaðan árangur. Flokkarnir hafa ekkert nýtt og spennandi upp á að bjóða. Álits- leysi almennings á embættis- og stjórnmálamönnum hefur auk þess dregið úr áhuga fólks á þjóð- málum og trausti á stjórnmála- mönnum yfirleitt. Þetta hefur endurspeglast í frekar dræmri þátttöku í sveita- og borgarstjórn- akosningum. Flokkarnir hafa þijú ár til að bæta úr þessu ástandi fyrir næstu þingkosningar. BAKSVID eftir Önnu Bjamadóttur Francois Mitterrand Frakklandsforseti (t.v tekur í hönd Jaques Chirac, þáverandi forsætisráðherra er seinni umferð forsetakosn- inganna fór fram í maímánuði 1988. Báðir þóttu þeir fjármagna kosningabaráttuna með vafasömum hætti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.