Morgunblaðið - 30.12.1990, Page 6

Morgunblaðið - 30.12.1990, Page 6
16 FRETTIR/INNLENT MÖRGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR 30. DESEMBER 1990 Sækjum ekki værð í unna sigra - segir Hannes Þ. Hafstein forstjóri Slysavarnafélags íslands Hannes Þ. Hafstein forstjóri Slysavarnafélags íslands lengst til hægri á myndinni, með þremur forsetum SVFÍ sem hann hefur unnið með á rúmlega aldarfjórðungsstarfstíma sínum hjá félaginu. Næstur honum er Gunnar Friðriksson (forseti 1960-82), þá Haraldur Henrysson (1982-90) og lengst til vinstri er núverandi forseti SVFÍ, Orlygur Hálfdanarson. ÚTLIT er fyrir að álíka margir íslendingar látist af slysförum í ár og undanfarin ár, þegar þetta er skrifað hafa 57 farist. Árið 1988 fórust 49 íslendingar af slysförum en 62 árið 1989., Margir aðilar vinna að því að halda þessum tölum sem lægst- um. Sá aðili sem flestir líta til í þessu sambandi er Slysavarna- félag íslands. Það vinnur að mikilvægum málum, til dæmis uppbyggingu Slysavarnaskóla sjómanna og Tilkynningaskyldu íslenskra skipa. En Slysavarna- félagið „sækir ekki værð í unna sigra“, eins og Hannes Þ. Haf- stein, forstjóri félagsins, orðar það og á næsta ári og árum verður starfsemin aukin á þess- um sviðum og öðrum sem minna hefur verið hægt að sinna, svo sem slysavörnum í heimahúsum. Rætt var við Hannes um helstu verkefni félagsins. Hannes sagði að honum væri efst í huga að á árinu voru gefnar út reglur um skipulag og yfirstjóm leitar- og björgunar á hafinu og við strendur íslands. „Þar er það ákvarðað að stjórn leitar og björg- unaraðgerða er í höndum tveggja aðila, Landhelgisgæslunnar sem sér um úthafið og SVFÍ sem sér um ströndina og grunnslóð. í okk- ar huga eru mörkin þarna á milli við tólf mílurnar. Starfssvið þess- ara aðila skarast og því verður að vera góð samvinna á milli þeirra svo að vel megi til takast. Skipuð hefur verið þriggja manna yfir- stjórn, með fulltrúum frá Slysa- varnafélaginu, Landhelgisgæsl- unni og Pósti og síma, og vinnur hún að framkvæmd nýju regln- anna. Með þessu er stigið ákaflega mikilvægt skref í rétta átt, þó leit og björgun á hafinu og við strend- ur hafi hvílt á herðum þessara þriggja aðila og reglumar að því leyti staðfesting á því skipulagi sem verið hefur,“ sagði Hannes. Fjölgxin VHF-miðunarstöðva Slysavamafélagið er að vinna að fjölgun VHF-miðunarstöðva sem gegna því hlutverki að nema sendingar frá neyðarsendum gúmmíbjörgunarbáta og flugvéla og hinum hefðbundnu bátabylgj- um. Þær geta því verið mjög gagn- legar við leitar- og björgunarstörf. Árið 1988 gaf Vitanefnd Slysa- vamafélaginu fyrstu VHF-miðun- arstöðina og var hún sett upp í björgunarstöðinni á Garðskaga og fyrr á árinu fékk félagið aðra stöð að gjöf frá Kiwanisklúbbnum Esju í Reykjavík og var hún sett upp í Grímsey. Á fyrstu vikum næsta árs mun slysavarnadeildin Ey- kyndill í Vestmannaeyjum setja upp stöð á Stórhöfða. • „Það er mikilvægt að þessum stöðvum verði komið upp sem víðast og er áfram verið að vinna að því. Mikilvægi VHF-miðunar- stöðvanna hefur aukist vegna fjölgunar smábáta á undanförnum árum,“ sagði Hannes. Á vegum Slysavamafélagsins em nú tæplega 60 stjórnstöðvar með ströndinni og í sveitum lands- ins. Hannes sagði að rekstur stjómstöðvanna væri ákveðinn hlekkur í öryggiskeðjunni. Þær væm ekki aðeins félagsmiðstöðvar og tækjageymslur, heldur einnig stjómstöðvar við staðbundnar leitir og björgunarstörf. Slysavama- deildimar og björgunarsveitirnar hafa verið að fá björgunarbáta. „Reynslan hefur sýnt að harðbotna hraðbátarnir eru mikilvæg björg- unartæki og hafa hjálpað mörgum. Við þurfum því að fá fleiri og stærri báta.“ Tilkynningaskylda íslenskra skipa, sem hóf starfsemi sína 1968 og var lögfest 1977, hefur alltaf verið rekin á ábyrgð SVFÍ. Árið 1988 var lokið við að tölvuvæða hana og segir Hannes að hún sé öraggt og fljótvirkt öryggistæki þegar óhöpp henda. „Nú er verið að vinna að því að byggja upp sjálf- virka tilkynningaskyldu. Við þurf- um að vinna ötullega að þessu á næsíu ámm enda er þetta eitt mikilvægasta málið sem nú er unnið að í öryggismálum sjó- manna,“ sagði Hannes. Slysavarnafélagið einskorðar sig ekki við sjóinn og ströndina. „Því má ekki gleyma að SVFÍ hefur einnig á að skipa fjölmörgum sveitum sem sinna jafnframt leit- ar- og björgunarstörfum á landi og era skipaðar mönnum með góða þekkingu á staðháttum. Því má með sanni segja að félagið láti sig varða landið allt og miðin. í því sambandi má geta hinna fjölmörgu skipbrotsmanna- og fjallvegaskýla sem félagið starfrækir," sagði Hannes. Deildaskiptur slysavarnaskóli Slysavarnaskóli sjómanna var stofnaður 1985 en fyrsta námskeið skólans um borð í Sæbjörgu var árið 1986. Á þessum tíma hefur á sjötta þúsund manns sótt nám- skeið skólans, nær eingöngu sjó- menn, en einnig er nokkuð um að nemendur stýrimanna- og vél- skóla, lögreglumenn og fleiri fari á námskeiðin. Þá hafa þar verið haldin námskeið fyrir slökkviliðs- menn og björgunarsveitarmenn. Sæbjörg hefur siglt í kring um landið og komið við á mörgum stöðum og í vor verður slík ferð farin. Á næsta ári leggur skólinn áherslu á að ná til sem flestra manna með réttindi til að stjórna bátum allt að 30 tonnum. „Á þessum tíma hefur Slysa- varnaskólinn fest sig í sessi og við fögnum því að menn úr öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi háfa lagt fram framvarp til laga um Slysavarnaskóla sjómanna. Von- andi vex þessi starfsemi og dafnar á næstu árum. Forystumenn sjó- manna hafa rætt um að þörf sé á þjálfun nýliða, að menn sem eru að fara í fyrsta skipti til sjós séu undirbúnir fyrir starf sitt og hefur stjórn Slysavarnafélagsins ákveðið að stefna að því að koma á nýliða- fræðslu við skólann. Á síðasta ári var tilkynnt um 600 slys á sjó- mönnum og það eitt sýnir þörfína fyrir aukið starf á þessu sviði. Mín heitasta ósk er að hægt verði að skipta Slysavarnaskólanum í þrjár deildir. I fyrsta lagi nýliðadeild, þar sem sjómönnum yrðu kennd helstu handbrögð til sjós, það yrði nokkurs konar sjóvinnunámskeið. í öðra lagi björgunarnámskeið eins og nú eru í boði, þar sem mönnum er kennt á björgunartækin og að bjarga sér og öðrum þegar óhöpp henda. Og í þriðja lagi yrðu nám- ^ skeið í eldvörnum og slökkvistörf- ' um, þar sem méðal annars yrði kennd reykköfum." Slysavarnir í heimahúsum Slysavarnafélagið var í sumar með átak í slysavömum á vett- vangi umferðar og útivistar undir kjörorðinu „Komum heil heim“. Hannes sagði að þessu hefði verið vel tekið og átakið skilað frábær- um árangri. Á umferðarþingi, sem haldið var í haust, var SVFÍ veitt umferðarljósið,- og var það í fyrsta skipti sem sú viðurkenning var veitt. „Það var mjög kærkomið að fá þessa viðurkenningu og er hvatning til áframhaldandi starfs á þessum vettvangi," sagði Hann- es. Hann sagði að á umferðarþingi hefði einnig verið kynnt ákvörðun heilbrigðis- og ttyggingamálaráð- herra um að skipa slysavarnaráð og fagnaði Slysavarnafélagið því. Innan Slysavarnafélagsins hef- ur að undanförnu verið nokkur umræða um slysavarnir á breiðum vettvangi, m.a. staðbundin slys, slysaskráningu, vinnuslys, slys í heimahúsum og- slys á börnum. Hannes sagði að Slysavarnafélagið sinnti slysavörnum á sem flestum sviðum. Taldi hann að mikil þörf væri á að gera átak til að fækka slysum í heimahúsum og á börnum og væri félagið að undirbúa það. Hugmyndin væri að virkja kvenna- deildir félagsins, sem alls eru þrjátíu um allt land, sérstaklega til þessara verkefna. 1989 og 1990 metár í búferlaflutningum til Svíþjóðar: 5.294 íslendingar í Svíþjóð ÍSLENDINGAR búsettir í Svíþjóð eru samkvæmt þjóðskrá 5.294 þann 1. desember síðastliðinn. Það er álíka margt fólk og byggir Akranes. Þetta er um 800 fleira en í lok fyrra árs, þegar sænska hagstofan segir 4.490 íslenska ríldsborgara hafa búið í Svíþjóð. í fyrra fluttust þangað 909 fleiri íslendingar en þaðan komu og á þessu ári skráir Hagstofa Islands 783 íslendinga sem hafa flust þangað, umfram þá sem hafa flust heim. Nærri lætur að jafn margir hafi flust til Svíþjóðar umfram aðflutta þaðan á síðustu tveimur árum, sem eru metár að þessu leyti, og nemur heild- arfækkun vegna búferlaflutninga að og frá íslandi á sama tíma, eða um 1.800 manns. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Allt var á tjá og tundri eftir gleð- skap óboðinna gesta í íbúðarhús- inu í Ólafsvík. Skemmd- arverk unn- in í ölteiti BROTIST var inn í íbúðarhús að Grundarbraut 1 í Ólafsvík og nokkur spjöll unnin á húsinu. Lögreglan í Ólafsvík telur að hátt í 27 manns, mest fólk á ungl- ingsaldri, hafi verið í húsinu í leyfisleysi og slegið þar upp miklu ölteiti. Þegar iögreglan kom á vettvang höfðu unglingarnir yfirgefið húsið. Aðkoman var ófögur því unnin höfðu verið skemmdarverk innan- húss, rúður og hurðir brotnar og Ijós slitin úr lofti. _ Húsið er í eigu Ólafsvíkings sem hefur leigt það útlendingum sem hafa verið í vinnu í Ólafsvík. Aþessu ári sem er að ijúka hafa um 3.400 manns flust til landsins, samkvæmt upplýsing- um Hagstofu íslands. Um leið hafa um 4.100 manns flust á brott og eru fleiri á einu ári en að minnsta kosti undanfarinn ára- tug. Brottflutt- ir umfram að- flutta eru því um 700 manns á árinu, eða nærri jafn margir og allir íbúar Reyðarfjarðar. Á þessu ári hefur brottflutning- ur til Svíþjóðar þó verið meiri, Hagstofan skráir 1.344 flutta þangað og 561 heim aftur, sem þýðir að 783 hafa flust til Svíþjóð- ar umfram aðflutta þaðan. Sama þróun varð í fyrra, þegar tæplega 1.100 manns fluttust á brott umfram aðflutta, en til Svíþjóðar fóru um 900 manns umfram þá sem fluttu heim það- an. Á þessum tveimur árum, 1989 og 1990, hafa því farið í heild um 1.800 fleiri en komið hafa, eða litlu fleiri en sem nemur fjölgun íslend- inga í Svíþjóð. Fólksflutningar að og frá landinu síðustu tvö árin, að Svíþjóð einni undanskilinni, era því nokkurn veginn í jafnvægi, álíka margir koma og fara. Hins vegar fara nægilega margir til Svíþjóðar, til að útkoman verður fækkun um 1.800 manns á tveim- ur áram. Straumurinn til Svíþjóðar hófst ekki að ráði fyrr en 1984, ef marka má tölur sænsku hagstof- unnar. Á áttunda áratugnum höfðu 20 til 120 manns flust þang- að á ári, 1981 fluttust þangað 84 og svipaður fjöldi næstu tvö ár. 1984 fluttu til Svíþjóðar 182 ís- lendingar, 188 næsta ár, ’86 fóra 310, síðan 236 og 1988 fluttust 436 íslendingar til Svíþjóðar. Þá kom stóra stökkið: 1989 fóra ná- kvæmlega 1.181 og 1990 fóru 1.344. Einhverjir hafa flust heim á ný, en margir ílenst ytra, sem merkja má af því að í Svíþjóð eru núna skráðir 5.294 íslenskir ríkisborg- arar, samkvæmt Hagstofu Is- lands. Ef þetta fólk vildi nú skyndilega flytja allt samtímis heim á ný og setjast allt að á sama stað, þá þyrfti pláss á stærð við Akranesbæ til að koma því fyrir. Þess má geta að árið 1950, fyrir 40 árum, voru samkvæmt sænsku hagstofunni búsettir 98 íslenskir ríkisborgarar í Svíþjóð, þeir era því um 54 sinnum fleiri í dag. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort Svíþjóð heillar íslend- inga til búsetu í sama mæli næsta ár og undanfarið. Hjá sænska sendiráðinu í Reykjavík fengust þær upplýsingar að flestar fyrir- spurnir hefðu verið frá hausti 1989 fram á síðastliðið vor, síðan hefði dregið veralega úr þeim. Á hinn bóginn er ekki alfarið á slíku byggjandi, þar sem allnokkrir fara án þess að hafa samband við sendiráðið. Þar sem ekki er spáð byrlega í sænsku efnahagslífi á næstunni, er hugsanlegt að ekki þykijafn mörgum fýsilegt að flytj- ast þangað og fyrr. Þessir búferlaflutningar virðast ef til vill ekki velta þungu hlassi í þjóðarbúskapnum, en þó hljóta þeir að raska áætlunum töluvert. Eitt lítið dæmi: Átján hundruð manns sem fækkað hefur um hér á tveimur árum hefðu þurft 500 til 700 íbúðir að búa í. Nú skipta óseldar nýbyggðar íbúðir hundr- uðum. BAKSVIÐ eftir Þórhall Jósepsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.