Morgunblaðið - 30.12.1990, Síða 13

Morgunblaðið - 30.12.1990, Síða 13
5 f )HOí MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990 hótað þingrofi og endurnýjaðri útgáfu bráðabirgða- laga. 011 þessi atburðarás hefur leitt til þess að mjög margir telja að ríkisstjórnin hafi vegið svo nærri undirstöðum stjórnskipunarinnar að. brýna nauðsyn beri nú til að afnema rétt til útgáfu bráðabirgðalaga. Ég er þeirrar skoðunar að þetta beri að gera enda vandséð þau tilvik í nútíma þjóðfélagi að ekki megi kalla löggjafarsamkomuna til fundar þegar mikið ber við. Framsókn í frí Kosningarnar á vori komanda munu öðrum þræði snúast um endurreisn trúnaðar og orðheldni og virð- ingar fyrir lögum og siðferðisvitund fólksins í landinu. Ljóst virðist að Framsóknarflokkurinn stefnir að því að endurreisa núverandi stjórnarsamstarf að kosning- um loknum. Þó að flest bendi til að stjórnarflokkarn- ir missi meirihlutann byggist ráðagerðin á því að fá Kvennalistann til þess að blása lífsanda í samstarfið þegar dánarvottorð Borgaraflokksins hefur verið gef- ið út. Fyrir nokkrum árum var mönnum ljóst pólitískt tilgangsleysi- Alþýðubandalagsins. Það hefur nú verið rækilega staðfest. Alþýðuflokkurinn, sem um tíma virtist ætla að kveða sér hljóðs sem keppinautur sjálf- stæðismanna um fijálslynd viðhorf, hefur nú leitað skjóls undir pilsfaldi framsóknar og sækist þar eftir liðhlaupum frá Alþýðubandalagi. Það hefur því dofn- að yfir flokknum og snerpan er horfin. Þeir sem sækja atkvæði til vinstri verða líka að horfa til vinstri. Höfuðátökin í kosningunum framundan munu því augljóslega standa milli sjálfstæðismanna og fram- sóknar. Það er fullkomlega óeðlilegt að minnihluta- flokkur með innan við fimmtung atkvæða skuli hafa óslitið í fulla tvo áratugi haft slíka oddaaðstöðu í ríkis- stjórn sem Framsóknarflokkurinn. Það er beinlínis lýðræðisleg nauðsyn að þar verði breyting á. Sú breyting er mikilvæg forsenda fyrir því að byggja megi upp á ný trúnaðartraust milli stjórnvalda og almennings. Hún er einnig nauðsynleg til þess að hefja megi framfarasókn á grundvelli fijálslyndra hugmynda. Hún er einnig óhjákvæmileg í þeim til- gangi að gera íslendinga að þátttakendum í þeirri alþjóðlegu efnahagssamvinnu sem nú er á döfinni um leið og varðstaðan um íslensk réttindi er efld. Oft og tíðum finnst kjósendum sem val þeirra skipti ekki öllu máli. En að þessu sinni eru kostirnir skýrari en áður og í ljósi þeirra öru og miklu breyt- inga sem framundan eru fer ekki milli mála að meiri hagsmunir eru í húfi í komandi kosningum en í ann- an tíma. Skattahækkunarstefnastjórnarflokkanna Ríkissjóður er nú skráður með fjögurra milljarða króna halla á næsta ári, eftir sextán milljarða króna skattahækkanir. I reynd er þessi halli um sjö milljarð- ar króna. Eru þá ekki teknar með í reikninginn óverð- settar heimildir í fjárlögum sem nema nokkrum mill- jörðum króna. Og utan við þennan reikning standa einnig bókhaldstilfærslur á milli A- og B-hluta fjár- laga. Afgreiðsla íjárlaga nú fyrir jólahátíðina var því í raun og veru samþykkt um mesta gengisfall stór- yrða um ljármálastjórn ríkisins sem um getur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki flutt tillögur til hækkunar útgjalda á undanförnum þremur þingum. Það ei- einsdæmi um stjórnarandstöðuflokk. Vandi ríkisijármálanna liggur ekki á teknahlið þeirrar voga- skálar. Hann liggur í útgjaldaskálinni. Núverandi ríkisstjórn hefur boðað áframhaldandi skattahækkánir. Á þingi Framsóknarflokksins sem haldið var í vetrarbyijun var því lýst yfír að skatta- hækkanir væru helsta stefnumál Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar á næsta kjörtímabili. Alþýðu- bandalagið hefur óhikað flutt þennan boðskap. Al- þýðuflokkurinn hefur verið hikandi en hefur þó ekki svarið hann af sér. Það er því ljóst hvað í vændum er ef jáðabruggið um endurlífgun þessarar stjórnar með Kvennalistanum verður að veruleika að kosningum loknum. Utreikningar sýna að framhald á skattastefnu ríkis- stjórnarinnar muni hækka skatta hverrar fjögurra manna fjölskyldu um íjögur hundruð þúsund krónur á næstu árum. Það jafngildir því að fyrirvinna verka- mannaljölskyldu þyrfti að leggja á sig fjögurra mán- aða vinnu til þess að standa undir þeim nýju sköttum sem Framsóknarflokkurinn ætlar að hafa forystu um fái ríkisstjórnin áframhaldandi umboð. Sjálfstæðismenn munu stöðva útgjaldaþenslu og skattahækkanir Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki vera með nein gylli- boð í þessum efnum. En hann mun hins vegar gefa skýr og ákveðin fyrirheit um að stöðva útgjaldaþensl- una og koma í veg fyrir frekari skattahækkanir og hefja með markvissum hætti aðhald og sparnað í ríkis- rekstrinum. í því efni verður byijað í æðstu stjórn ríkisins, ráðuneytunum sjálfum með samruna ráðu- neyta og minni yfirstjórnarkostnaði. í tíð Sjálfstæðisflokksins var komið á staðgreiðslu- kerfi í tekjusköttum einstaklinga, virðisaukaskattur var lögleiddur og tollskráin samræmd og lækkuð. Þannig var nýsköpun í tekjuöflunarkerfi ríkisins ákveðin. Með því var lagður grunnur að bættri fjár- málastjórn sem núverandi ríkisstjórn hefur ekki tek- ist að nýta. Enn þarf að leiðrétta ýmsa ágalla í skatt- kerfinu svo sem eins og óréttlátan eignaskatt af íbúð- arhúsnæði og samræma skattheimtu á sviði atvinnu- rekstrar. En sjálfstæðismenn hafna með öllu frekari hugmyndum um skattahækkanir. Þar hafa kjósendur skýra kosti á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins annars vegar og skattahækkunaráforma vinstri flokkanna hins vegar. Gott tækifæri misnotað Forystumenn launamanna og atvinnurekenda ákváðu í byijun þessa árs, sem nú er að líða, að gera tilraun til þess að taka fram fyrir hendurnar á ríkisstjórninni og gera kjarasamninga sem leiddu til lægri verðbólgu og minni kaupmáttarskerðingar en stjórnarstefnan boðaði. Þó að þessi tilraun ein og sér hafí ekki falið í sér lækningu á verðbólgumeinsemd- inni skapaði hún svigrúm til þess að takast á við þann vanda. Því miður hefur ríkisstjórnin lítið að- hafst til þess að tryggja að stöðugleikinn geti orðið til frambúðar. Sennilega hefur engin ríkisstjórn fengið jafn mikið upp í hendurnar á jafn skömmum tíma. Fiskverð hefur hækkað á erlendum mörkuðum á undanförnum tveimur árum meir en sögur fara af áður. í því efni gildir einu hvort litið er til Bandaríkjamarkaðar eða Evrópu. Á mikilvægasta markaðssvæðinu í JEvrópu hefur gengisþróunin verið einkar hagstæð. í kaup- bæti fékk ríkisstjórnin svo hógværustu kjarasamninga sem um getur. Allar þessar aðstæður hefðu átt að leiða til varan- legs bata í þjóðarbúskapnum. En þrátt fyrir þessi hagstæðu skilyrði stefna flestar hagtölur og línurit nú til verri vegar. Vaxandi skuldasöfnun og hækkandi raunvextir Okkur sjálfstæðismönnum tókst að lækka hlutfall erlendra skulda úr fímmtíu af hundraði landsfram- leiðslunnar niður í fjörutíu af hundraði. Núverandi ríkisstjórn hefur á hinn bóginn sett íslandsmet í söfn- un erlendra skulda tvö ár í röð og komið skuldahlut- fallinu upp í fimmtíu og þijá af hundraði landsfram- leiðslunnar. Árangur þeirra breytinga á fjármagnsmarkaði sem við sjálfstæðismenn beittum okkur fyrir á sínum tíma fór að skila sér í betra jafnvægi á lánamörkuðum og lægri vöxtum, strax á árinu 1988 áður en til stjórnar- skipta kom. Og sú þróun hélt áfram fram á þetta ár. En þrátt fyrir hagstæðustu skilyrði sem um getur og hógværa kjarasamninga hafa raunvextir hækkað verulega á nýjan leik og flest bendir til að þeir muni halda áfram að hækka á næsta ári. Væntanlegri kaupmáttaraukningu stolið fyrirfram Árangurinn af kjarasamningunum frá því í febrúar hefur skilað sér í lægri verðbólgu. En þrátt fyrir hógværa kjarasamninga gerir Seðlabankinn í nýút- kominni skýrslu um peningamál ráð fyrir vaxandi verðbólgu þegar á fyrstu mánuðum næsta árs. Pen- ingamagn í umferð hefur vaxið mun hraðar en al- mennar verðbreytingar. Það kyndir undir verðbólgu. Þrátt fyrir hátt afurðaverð og hagstæða gengisþró- un hefur viðskiptahalli farið vaxandi á þessu ári og horfur eru á að hann geti enn aukist á næsta ári. Þau áform folust í kjarasamningunum frá því í febrúar að á komandi ári gæti launafólk bætt kaup- mátt sinn um einn af hundraði. Þó að ríkisstjórnin hafí hvergi sýnt allar skattaklærnar nú í aðdraganda kosninganna þótti henni eigi að síður við hæfi að samþykkja nýja skatta sem fyrirfram tóku helminginn af ráðgerðri kaupmáttaraukningu til baka. Þannig er launafólkinu gefið langt nef í þakklætis-' skyni fyrir kjarasamninga sem kenndir hafa verið við þjóðarsátt. Á þá vísu ákvað ríkisstjórnin að heilsa nýju ári. Blaðinu snúið við með frjálslyndri efnahagfsstjórn Til þess að snúa við blaðinu hyggst Sjálfstæðis- flokkurinn beita ströngu aðhaldi og sparnaði í ríkisfj- ármálum og stöðva skattahækkunarskriðuna án taf- ar. Við viljum hverfa þegar í stað frá sértækum fyrir- greiðsluráðstöfunum til almennrar efnahagsstjórnar til þess að tryggja jafnvægi á lánamarkaði, treysta undirstöður atvinnugreina og koma í veg fyrir verð- bólgu. I þeim tilgangi að örva framleiðni og verðmæta- sköpun bæði í sjávarútvegi og landbúnaði er nauðsyn- legt að draga úr miðstýringu. Aðeins með því móti er hægt að treysta rekstrarundirstöður þessara at- vinnugreina og tryggja að hver króna sem fjárfest hefur verið skili meiri arði á komandi árum en hún hefur gert á undanförnum árum. Nýir möguleikar Við sjálfstæðismenn lögðum grundvöllinn að þeim samningum sem nú hafa verið á döfinni um nýtt ál- ver og nýjar stórvirkjanir fallvatna. Því miður hafa þessir samningar dregist á langinn í tíð núverandi stjórnar en þess er að vænta að þeim megi ljúka á viðunandi hátt í byijun nýs árs. Ný stórvirki á sviði orkufreks iðnaðar eru forsenda fyrir því að færa ís- land af braut stöðnunar yfir til hagvaxtar og framfara- sóknar. Við þurfum nú að beina augunum að nýjum mögu- leikum í orkusölu. Áður en langur tími líður kunna möguleikar að opnast á því að selja raforku um kapal til annarra landa. Það er ekki seinna vænna að fara að huga að nýjum kostum á þessu sviði eigi framfara- sóknin ekki að stöðvast. ísland og Evrópa Framundan eru mikilvægir samningar við Evrópu- bandalagið sem ráða munu miklu um framtíðar- hagsmuni þjóðarinnar og möguleika okkar til að bæta lífskjörin í landinu. I þeim samningum verðum við fyrst og fremst að gæta að íslenskum hagsmun- um. Við þurfum í því efni að tryggja okkur markaðs- aðild. Við þurfum að veija fískveiðilandhelgina. Og við þurfum að tengjast þeirri nýskipan í efnahags- og peningamálastjórn sem nú er að festa rætur í Evrópu. Við sjálfstæðismenn hvöttum fyrir meira en ári til tvíhliða viðræðna við Evrópubandalagið til þess að tryggja íslenska hagsmuni. Við höfðum ekki mikla trú á hugmyndinni um evrópska efnahagssvæðið. En segja má að enginn eðlismunur sé á aðild að evr- ópska efnahagssvæðinu eða Evrópubandalaginu. Þar á er aðeins stigsmunur. Nú er ljóst að samningar um það verða í besta falli bráðabirgðalausn á fullri aðild flestra EFTA-þjóðanna að Evrópubandalaginu. Þegar Svíar og Norðmenn og hugsanlega Finnar verða orðnir aðilar að Evrópubandalaginu innan fárra ára heyrir EFTA sögunni til. Norrænt samstarf verð- ur með öðrum hætti en fram til þessa. Að því er varðar efnahagsmál mun það fyrst og fremst snúast um hagsmunagæslu innan Evrópubandalagsins. Við hvorki viljum né megum einangrast í þessari stöðu, en það gæti þó gerst ef menn halda ekki vöku sinni. Við sjálfstæðismenn höfum hvatt til þess að umræðan um frambúðartengsl okkar við Evrópu- bandalagið verði opnari en verið hefur og snúist meir um íslenska hagsmuni en spurninguna um það hvort við eigum samleið með öðrum EFTA-þjóðum. Við höfum vissulega tapað tíma vegna þess að ekki hefur verið hlustað á þessi viðhorf. Enn er of snemmt að kveða upp úr um það hvers konar tengsl við Evrópubandalagið þjóna best íslensk- um hagsmunum en víst er að sú einangrunar- og afturhaldsstefna sem Framsóknarflokkurinn boðar getur ekki leitt til farsældar. Við sjálfstæðismenn höfum sett okkur skýr mark- mið með viðræðum við Evrópubandalagið og viljum síðan láta þær skera úr um hvernig við teljum hag okkar best borgið í samskiptum til frambúðar. Þar viljum við ekki láta afturhaldssjónarmið eða tilviljan- ir og því síður hagsmuni annarra þjóða ráða ferð. Víst er að kosningaúrslitin munu ráða miklu um framtíðarhagsmuni íslands að því er varðar þátttöku í þessu alþjóðlega samstarfí og hvernig staðið verður að samningum þar um á næstu misserum. Með trú á landið Á þessu ári vann Sjálfstæðisflokkurinn góðan sigur ' í sveitarstjórnarkosningum og stærsta sigur frá upp- hafi í Reykjavík. Þau úrslit eru vísbending um straum- ana í íslenskum stjórnmálum. Og sókninni verður nú haldið áfram með fullum þunga fyrir alþingiskosning- arnar á vordögum nýs árs. Fijálslynd viðhorf sjálfstæðismanna njóta nú meiri stuðnings en áður. Það er sannarlega verk að'vinna. Og með trú og ást á landinu og virðingu fyrir fólkinu sem það byggir getum við á grundvelli fijálslyndis og virðingar fyrir lögum og rétti hafið nýja framfara- sókn. Það er ósk mín til landsmanna allra við þessi ára- mót að við megum njóta Guðs blessunar til þess mikla starfs. Gleðilegt og gjöfult komandi ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.