Morgunblaðið - 30.12.1990, Side 14

Morgunblaðið - 30.12.1990, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990 Dauflegar myndir _________Leiklist____________ Súsanna Svavarsdóttir Þjóðleikhúsið Úr myndabók Jónasar Hall- grímssonar Leikgerð: Halidór Laxness Tónlist: Páll ísólfsson Leikstjóri: Guðrún Þ. Stephen- sen Tónlistarstjóri: Þuríður Páls- dóttir Leikmynd og búningar: Gunnar Bjarnason Dansahöfundur: Lára Stefáns- dóttir Dagskrá þessi, sem er kynnt sem jólaverkefni Þjóðleikhússins, var frumflutt í Trípólíbíói árið 1945, á hundrað ára ártíð Jónasar Hallgrímssonar. í júní síðastliðn- um hafði Þjóðleikhúsið tvær for- sýningar á þeirri uppfærslu sem hér um ræðir. Voru þær sýningar í tilefni Jónasarþings sem haldið var að Kjarvalsstöðum. Það er ekkert nema gott um samsetningu þessarar dagskrár að segja. Hún er tvískipt; fyrir hlé flytja leikarar ljóð Jónasar og eft- ir hlé er stutt leikrit sem er snyrti- lega hugsað, þar sem Piltur og Stúlka fara á grasafjall og Piltur- inn fer að segja Stúlkunni sögur. Sögurnar lifna á sviðinu; leggur og skel og drottningin af Englandi heimsækir konungshjónin í Frakklandi ásamt karli sínum, unga stúlkan frá sjávarþorpinu lendir í turni skrímslisins sem ætlar að þjarma að henni þar til hún játar nóttunni og hennar öfl- um hollustu sína. Inn í þessar sög- ur fléttast dansatriði og tónlist. Tónlistin skipar veigamikinn sess í dagskránni. Hún er skemmtilega samsett og ágætlega vel leikin af strengjasveit sem er skipuð Hlíf Siguijónsdóttur, fiðlu- leikara, Lilju Hjaltadóttur, sem einnig leikur á fiðlu, Sesselju Hall- dórsdóttur, lágfiðluleikara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur, sem leikur á knéfiðlu, og bassafiðlu- leikaranum Krzystof Panus. Katrín Sigurðardóttir söng einnig nokkur af ljóðum Jónasar. Tem- pruð rödd hennar átti vel við og „Nú andar suðrið" var gullfallegt í flutningi hennar. Þeir leikarar sem tóku þátt í ljóðaflutningi voru Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Jón Símon Gunnarsson, Þóra Friðriksdóttir, Gunnar Eyjólfsson og Guðrún Þ. Stephensen. Því miður var þessi hluti sýningarinnar æði þreytandi. Flutningurinn var aHur svo yfír- þyrmandi og þrunginn áherslum að það var engu líkara en leikar- arnir treystu ekki tilfinningu ljóð- anna. Það var eins og verið væri að flytja aldamótaræður, þannig að hlýjan, gleðin, sársaukinn og tómleikinn fóru fyrir ofan garð og neðan. Leikararnir urðu ljóðunum hreinlega ofviða — allt þar til gest- ir kvöldsins, þau Herdís Þorvalds- dóttir og Róbert Amfínnsson komu fram. Þau Herdís og Róbert fluttu ljóð að eigin vali. Herdís flutti Sólset- ursljóð og það verður að segjast eins og er að sjaldan hef ég heyrt fallegri ljóðaflutning; látlausan og skýran. Róbert flutti ljóðið „Gunn- arshólmi" og, eins og Herdís, lét hann ljóðið njóta sín og af öllum þeim Ijóðum sem lesin voru upp, voru þetta þau einu sem heilluðu. í seinni hlutanum léku þau Torfí F. Ólafsson og Katrín Sigurðar- dóttir pilt og stúlku. Þau voru bæði skýrmælt og gerðu hlutverk- unum ágæt skil á sinn hátt, en leikur þeirra var því miður ekki mjög faglegur — enda ekki hægt að ætlast til þess og er óskiljan- legt að ekki skyldu vera „leikarar" í þessum hlutverkum. Ekki þar fyrir, að öll vinna leikhópsins var mjög ófagleg, ýkt og tilgerðarleg — dansatriðin í þessu þrönga rými, sem litli salur Þjóðleikhússins er, nutu sín engan veginn og eini karldansarinn, Sigurður Gunnars- son, var eins og fíll í postulínsbúð. Það er engan veginn hægt að gera sér grein fyrir því hvort dans- ararmr voru góðir eða slæmir, því það var einfaldlega ekki pláss fyr- ir þá. Þetta var fremur leiðinleg kvöldstund, þrátt fyrir ljósu punkt- ana, sem voru tónlistin og lestur þeirra Herdísar og Róberts. Úr Myndabók Jónasar Hallgrímssonar. Slæm kynning Föstudaginn 28. desember birtist í Morgunblaðinu, bls. 6B, kynning þáttar sem nefnist Blómatíð í bókaey og er á dagskrá Sjónvarpsins að kvöldi nýársdags, kl. 20.35. Kynn- ingin er afar slæm sem mér þykir verra því að ég hef samið handrit þáttarins, haft umsjón með gerð hans og flyt allan texta. Ekki veit ég um uppruna umræddrar kynning- ar, tel þó líklegt að hún sé að öllu leyti á ábyrgð Sjónvarpsins. Hitt veit ég hins vegar fyrir víst að hún er morandi í villum og full óná- kvæmni. Bið ég þá sem blaðinu stýra að birta eftirfarandi leiðréttingar. 1) Svo er að skilja að þátturinn §alli um tímaskeiðið 1822-1850 en hið rétta er að hann íjallar einkum um menningarlíf í Flatey á bilinu 1840-60 og forsendur þess, eins og ég segi sjálfur í þættinum. Árið 1822 er að vísu nefnt í framhjáhlaupi í BLÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opiö alía daga frá kl. 9-22. . Sími 689070. tengslum við smíði þilskips í eynni en markar ekki nein tímamót og er ekki haft sem upphafsár. Er því al- gjörlega úr lausu lofti gripið að nota þetta ár sem tímaviðmiðun í kynning- unni. 2) Þá segir að eyjan hafí verið „byggð stórhuga athafnamönnum sem ekkert létu sér fyrir bijósti brenna“. Hér finnst mér fast að orði kveðið, flestir voru þeir öðlingar og mikil Ijúfmenni. 3) Til leiks er nefndur Brynjólfur Bjarnason meðal athafnamannanna en á að vera Brynjólfur Benediktsen. (Stundum ritað Brynjúlfur Benedict- sen.) 4) Annar maður er nefndur í sömu andrá og Brynjólfur, Ólafur Sívert- sen, og eru þeir-Brynjólfur kallaðir útvegsbændur. Ólafur var prestur og síðar prófastur og er ankannalegt að nefna hann útvegsbónda en Brynj- ólfur er vanalega titlaður kaupmað- ur. 5) Næst segir að þeir Ólafur og Brynjólfur hafí flutt hús sín tilhöggv- in frá Noregi. Ekki kannast ég við þetta. Brynjólfur reisti sér að vísu hús í Flatey en ekki er mér kunnugt hvaðan hann fékk viðina. Árni Thorlacius í Stykkishólmi flutti hins vegar viði á eigin skipi frá Björgvin í Noregi og smíðaði úr þeim hús í Hólminum og er um það talað í þættinum en það er allt annað mál. 6) Þá segir að þeir Ólafur og Brynjólfur hafí látið „smíða för i eynni sem höfð voru til millilandasigl- inga“. Ég kannast ekkert við þetta, Ólafur átti að vísu þilskip sem hann gerði út til veiða en það mun hafa verið smíðað annars staðar. Brynjólf- ur gerði líka út þilskip til veiða og hafði skip í förum til Kaupmanna- hafnar. Hins vegar kemur 'ekkert fram í þættinum um það að hann hafi látið smíða í eynni skip sem haft hafí verið til slíkra siglinga. 7) Nefndir eru menn sem „gott þáðu af hendi þeirra" Ólafs og Brynj- ólfs, meðal þeirra Gísli Brynjólfsson. Þetta á að vera Gísli Konráðsson. Ekki er þó rétt að nefna hann í sömu andrá og fátæka efnispilta sem hafí verið „stýrktir til dáða“. Gísli var roskinn þegar hann kom í eyna og var ráðinn til fræðistarfa. 8) Þess er getið að þeir Ólafur og Brynjólfur hafí styrkt Sigurð málara. Um þetta veit ég ekki fyrir víst, nema hvað hann teiknaði Ólaf og málaði Brynjólf og þeir hafa væntan- lega launað honum. Það var reyndar Þuríður Kúld f Flatey sem safnaði fé þar vestra til styrktar Sigurði, eftir því sem fullyrt er, og má giska á að þeir Ólafur og Brynjólfur hafí látið eitthvað af hendi rakna en ekki segir neitt um það í þættinum, að- eins sagt almennt að Flateyingar hafí styrkt Sigurð til náms. 9) Þá segir í kynningunni að í Flatey hafi risið fyrsta hérlenda menntastofnun fyrir sjómenn. Þetta er alrangt en ruglingi mun hafa vald- ið að í þættinum er vitnaði til frá- sagnar um að margir sjómenn hafi lært til starfa á þilskipum sem gerð voru út í Flatey og síðan verið ráðn- ir til starfa á þilskip annars staðar, sumir sem yfírmenn, og þess vegna megi segja að verið hafí eins konar sjómannaskóli í Flatey. En mennta- stofnun er ekki nefnd í því sambandi. 10) Loks má nefna að ekkert seg- ir um það í kynningunni hver hafí staðið að gerð þáttarins og get ég kannski verið feginn því. Öllum þeim villum og ónákvæmni sem hér hafa verið tíunduð í lið 1-9 er komið fyrir f ellefu línum og er það afrek út af fyrir sig en ber ekki að heiðra sérstaklega. Margir þekkja vel til sögu Flateyjar og ýmsir þeirra kunna að hafa lesið kynninguna og haft ama af. Ég vona að þeim verði rórra eftir þessar leiðréttingar. Helgi Þorláksson Flaututónleikar Tónlist Jón Asgeirsson Hallfríður Ólafsdóttir flautu- leikari og David Knowles píanó- leikari héldu tónleika sl. föstu- dag í Norræna húsinu. Á efnis- skránni voru verk eftir C.P.E. Bach, Faure, Martin, Hindemith og Fr. Doppler. Fyrsta viðfangs- efni tónleikanna var einleikssón- ata í a-moll eftir C.P.E. Bach. Flutningur Hallfríðar var mjög stílhreinn og allar tónhendingar skýrlega afmarkaðar, svo að Hallfríður nánast lék form verksins. Hægi kaflinn var gæddur sérkennilegri einmana- kennd, eins og vera ber í trega- fullum einleik „hjarðmannsins" og lokakaflinn var leikandi létt- ur. Flautufantasían vinsæla er Faure samdi sem prófverkefni, var næst á efnisskránni. Fall- egur inngangur verksins var mjög vel leikinn og sömuleiðis hraði kaflinn, þar sem Faure leikur með syngjandi tón flaut- unnar til skiptis við hraðar tónlínur, sem aðeins frönsk tón- skáld kunna að flétta saman og Hallfríður flutti af glæsileik. Þriðja verkið var Ballaða eftir Frank Martin. Hallfríður lék mjög fallega með sterkar and- stæður verksins, frá mjúktóna fíngerðum tónlínum til átaka- mikilla hápunkta. Eftir hlé var viðfangsefnið sónata eftir Hindemith. Tónlist þessa merka tónskálds er mjög fast mótuð í formi og tónferli og hafa því verk hans oft verið sögð byggð á fræðilegri „spek- úlasjón". Sama var sagt um Brahms en nú eru verk Hindem- iths smám saman að vinna sér sess að nýju, því það eru innri gildi verkanna og hin tónræna tilfinningatjáning sem skiptir máli, þegar streymi tímans hef- ur skolað af sér tískur og tímans pijál. Þessi fallega sónata eftir Hindemith var í heild mjög vel leikin en sérlega þó hægi kaflinn. Samleikurinn hjá Hall- fríði og David Knowles var mjög góður og töluvert jafnræði er með hljóðfærunum er í þessu ágæta verki. Síðasta verkið á efnisskránni var glæsiverk fýrir flautu eftir flautusnillinginn Franz Doppler. Þar sýndi Hallfríður að hún er á góðum vegi með að verða frá- bær flautuleikari og það sem mest er um vert að hún hefur sterka tilfinningu fyrir tónbygg- ingu verkanna, leikur fallega með ýmis tilbrigði í styrk og tónblæ. Þá er leikur hennar oft þrunginn af íhugun, eins og heyra mátti í hæga þætti Bach- sónötunnar, víða í fantasíunni eftir Fauré og þó sérstaklega í fyrsta og öðrum þætti sónötunn- ar eftir Hindemith, en slíka íhugun getur ekki oft að heyra hjá ungum tónflytjendum. Þökkum viöskiptin á árinu 1990 og minnum áaö 1991 höldum viö áfram aö prenta ódýru límmiöana. SírnT' 64Í2444?’ Faí 74243 LÍMMIÐINN SEGIR ALLT SEM SEGJA ÞARF Á VEL MERKTRI VÖRU , . . ________!__1___________1--------------------------------------------- --------------------------------------------------

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.