Morgunblaðið - 30.12.1990, Page 19

Morgunblaðið - 30.12.1990, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990 19 Óskum landsmönnum öllum t farsældar á nýju ári t o g þökkum viðskiptin Stefán Valgeirsson alþingismaður, formaður Samtaka um jafnrétti og félagshyggju: Fjármunir ríkis- ins tryggi fullkom- ið velferðarkerfi FLUGLEIÐIR BÍLALEIGA 1. Það kann að vera að á ýmsum sviðum sé hægt að draga úr fjár- veitingum. Ef það dregur ekki úr velferð þeirra sem lakara eru sett- ir hvað laun og lífsaðstöðu snertir er sjálfsagt og skylt að meta það í hveijií tilviki. En viljum við ekki öll halda uppi fullu velferðarríki og halda uppi fullri atvinnu um allt land, bæta erfíð skilyrði barna og þar með aðstöðu uppalenda þeirra? Bæta og auka umönnun og aðstöðu aldraðra, fatlaðra og sjúkra og jafna lífskjör milli stétta og landshluta. Er hugsanlegt að ná slíkum markmiðum með því að draga úr ríkisútgjöldum? Ríkissjóður verður að ná til sín þeim íjármunum sem þarf til að ná þessum markmiðum, ef meiri- hluti þeirra sem sæti eiga á Al- þingi tileinka sér þessa stefnu. Þessa staðreynd verða allir þeir, sem á einhvern hátt hafa orðið undir í þjóðfélaginu að átta sig á og bregðast við á þann veg, að líklegt sé að með atkvæði sínu séu þeir að krefjast réttar síns til raun- verulegs jafnréttis. Hvernig á a ná nægu fjármagni til að halda uppi fullkomnu velferðarríki eru skiptar skoðanir um. Mitt viðhorf í því efni er að hver eigi að greiða til samfélagsins eftir efnum og ástæðum og þar með talinn tekju- skattur af vaxtatekjum sambæri- legan og af öðrum tekjum. 2. Ég tel að útgáfa bráðabirgða- laga um BHMR hafí orðið til þess að gjörbreyta afstöðu fólks til slíkra heimilda. Mig minnir áð gamalt máltæki segi: „Þeir sem ekki kunna að fara með vald, sem þeim hefur verið trúað fyrir, munu missa það.“ Ég tel að nú eigi að fella þessa heimild úr gildi, en hins vegar að koma þinghaldinu þannig fyrir, að hægt sé að kalla það saman með eins sólarhrings fyrirvara og hægt sé að taka á því vandamáli eða vandamálum sem eru fyrir hendi hveiju sinni, án tafar. Það kann að vera örðugt reynist að koma slíku fyrir öðruv- ísi en að formlega séð verði þing- ið að sitja allt árið, en þá verður bara svo að vera. 3. Sé það rétt að ráðherrar og alþingismenn fái dagpeninga í utanlandsferðum og einnig sé greiddur fyrir þá allur hótelkostn- aður (bæði gisting og fæði), þá liggur það í hlutarins eðli að dag- peningarnir eru tekjuauki. Séu ráðherrar og alþingismenn í utan- landsferðum á vegum ríkisins og í þess þágu eiga þeir að fá allan kostnað því samfara greiddan samkvæmt reikningi en enga dag- peninga. Sé hvort tveggja greitt er verið að borga tvisvarfyrir það sama. Eigi að velja á milli þess að halda slíkum greiðslum áfram eða greiða hærri laun, þá er það engin spurning að frekar á að hækka launin. 4. Ég veit ekki til þess að Svíar séu búnir að sækja um aðild að Stefán Valgeirsson EB. Hins vegar hefur þingið sam- þykkt að heimila ríkisstjórninni að sækja um aðild og má því gera ráð fyrir að líði ekki langur tími þar til að frá slíkri umsókn verði gengið. Hins vegar er líklegt að muni líða 5 ár a.m.k. þar til Svíar fá þar inngöngu, ef þeir þá vilja að- ild þegar til kastanna kemur. Það er því ekki líklegt að umsókn Svía hafi fyrst í stað áhrif á sam- starf Norðurlandanna eða Fríverslunarbandalag Evrópu, hvað sem síðar verður. Annars sýnist allt óráðið hver niðurstaðan verður á milli EFTA og EB. í Noregi er t.d. vaxandi andstaða gegn aðild og mjög skiptar skoð- anir um samningana sem nú fara fram um evrópskt efnahagssvæði. Margir Norðmenn telja að ef samningar náist á þeim nótum sem nú er rætt um, þá sé búið að stíga tvö skref af þremur inn í EB. Ekki er að heyra á íslenskum ráðamönnum að þeir átti sig á þessari staðreynd. Það er því kom- inn tími til að almenningur hér á landi fari í vaxandi mæli að gera sér grein fyrir hvað það getur þýtt ef við verðum aðilar að evr- ópsku efnahagssvæði, hvað þá að EB. Dómgreind okkar ráðamanna hefur ekki alltaf verið upp á tíu, eins og fram hefur komið síðustu mánuðina, enda hollast fyrir hvem og einn að treysta fyrst og fremst á eigin dómgreind. 5. Þetta er erfið spurning, þar sem mig skortir kunnugleika á ástand- inu þar og viðhorfum leiðandi manna í hinum ýmsu ríkjum Sovétríkjanna og ekki síst yfir- manna hersins. Mér þykir líklegt að Eystrasaltsríkin verði örðin sjálfstæð ríki fyrir árslok 1991, nema Gorbatsjov beiti hernum gegn þeim, sem ég vil ekki trúa að hann geri. Mér þykir líklegt að önnur ríki Sovétríkjanna öðlist í verulegum mæli sjálfsstjórn, en verði í sameiginlegu ríkjasam- bandi. Hins vegar má segja að ástandið virðist vera þannig að allt geti gerst í þessum heims- hluta. KEFLAVIK Flugstöö Leifs Eirikssonar S: (92) 50200 REVKJAVÍK Aöalskrifstofa Flugvallarvegi S: (91)-690500 AKUREYRI Aku royrarf lugvöllur S: (90-11005 EGILSSTAÐIR Egilsstaöaflugvöllur S. (971-11210 HOFN Hornatjaröartlugvöl S: (97) 81250 VESTMANNAEYJAR VestmannaGyjafiugvöllur STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Kœru viðskiptavinir! Guð gefi ykkur blessunarrikt ár. Þökkum viðskiptin á liðnu ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.