Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 36
0661 H38MM3HfI .08 51Uí)AU:JMMU8 UIGAJHMUU5IOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990 HVAÐ SEGJA ÞEIR UM ÁRAMÓTIN ? Haukur Halldórsson formaður Stéttarsam- bands bænda: Þjóðin styð- ur eigin - landbúnað Arið 1990 hefur á margan hátt verið viðburðaríkt hvað landbúnað- inn varðar. Ber þar fyrst að nefna þann árangur sem náðst hefur í baráttu við verðbólguna og sem skiptir bændur gífurlega miklu máli eins og flesta aðra þjóðfélags- þegna. I öðru lagi skulu hér nefnd þau viðhorf sem landbúnaðurinn stendur frammi fyrir vegna vænt- anlegra samninga innan GATT um landbúnaðarmál og samningana milli EFTA og EB um evrópskt efnahagssvæði. Ef þær breytingar sem slíkum samningum munu fylgja verða að veruleika kunna þær að hafa meiri breytingar i för með sér fyrir landbúnaðinn en við höfum áður kynnst. Þjóðarsáttin og landbúnaðurinn Að líkindum hafa fáir atburðir á árinu á innlendum vettvangi verið mikilvægari ''en þjóðarsáttin um kjaramál sem undirrituð var 1. febr- úar sl. Þau markmið sem þar voru sett um hjöðnun verðbólgu hafa í flestum atriðum staðist. Til marks um það má benda á að verðlag búvöru hefur að heita má verið óbreytt sl. 12 mánuði, en það hefur ekki gerst um langan tíma. Fyrir atvinnulífið í landinu hefur þjóðar- sáttin í för með sér gjörbreytt rekstrarskilyrði. Þetta á ekki síst við um landbúnaðinn eins og ég hygg að koma muni í ljós er menn fara að huga að reikningsuppgjöri fyrir yfirstandandi ár. Fyrir landbúnaðinn er þjóðarsátt- in einnig ávinninur að þvi leyti, að bændur voru nú í fyrsta sinn þátt- takertdur í slíkri heildarlausn kjara- mála. Alltof oft hafa menn horft framhjá því að landbúnaðurinn er hluti af efnahagslífi þjóðarinnar og óhjákvæmilegt að taka tillit til þarfa „hans við lausn slíkra mála. Ný viðhorf Yfirstandandi áratugur hefur verið landbúnaðinum erfitt tímabil, ekki einasta hér á landi, heldur einnig í öllum nálægum löndum. Tækniframfarir og búfjárkynbætur 6. og 7. áratugarins stóijuku af- kastagetu landbúnaðarins svo að það leiddi til offramboðs á flestum búvörum. Því hefur orðið að draga saman framleiðsluna og fækka störfum í landbúnaði. Hér á landi var sú stefna að aðlaga búvöru- framleiðsluna þörfum markaðarins mörkuð með breytingu á fram- leiðsluráðslögunum árið 1979. Líkt og í flestum vestrænum löndum hafa íslenskir bændur valið þá leið að vinna með stjórnvöldum að að- lögun landbúnaðarins að þessum breyttu aðstæðum og hefur þetta verið mikill átakatími fyrir bændur og samtök þeirra. í stórum dráttum má segja að þau markmið um samdrátt í bú- vöruframleiðslunni sem menn settu sér á þessum áratug, m.a. með búvörusamningunum, hafí náðst. Þetta hefur hins vegar bitnað harkalega á efnahag bænda, heft möguleika þeirra til athafna og nýsköpunar og skapað hættu á at- gervisflótta úr stéttinni. Við svo búið má ekki lengur standa. Fram- undan eru því ný viðfangsefni við að skapa landbúnaðinum færi til nýrrar sóknar. Hinn vægðarlausi vilji markaðarins Eitt af því sem knýr á um nýja sókn í landbúnaðinum eru þær hræringar sem nú eru á alþjóðavett- vangi að því er varðar aukið frelsi í viðskiptum með búvörur. Þótt enn ríki óvissa um niðurstöður þeirra mála er ljóst að á næstu árum verða gerðar kröfur til íslensks landbún- aðar um aukna hagkvæmni og lækkun vöruverðs. Á móti hljóta bændur að krefjast þess að þeim verði sköpuð sem líkust rekstrar- skilyrði og bændur í nágrannalönd- unum njóta. I þessu sambandi skal minnst á skipan nefndar með fulltrúum frá landbúnaðarráðuneytinu, Stéttar- sambandi bænda og aðiíum vinnu- markaðarins til þess að setja fram tillögur um stefnumörkun er miði að því að innlend búvöruframleiðsla verði hagkvæmari og kostnaður lækki á öllum stigum framleiðsi-. unnar. Með þessari nefndarskipan tel ég að fallist hafi verið á það sjónarmið Stéttarsambands bænda að kanna þurfi hver séu í raun starfsskilyrði landbúnaðarins hér á landi, áður en hægt sé að gera raun- hæfan samanburð í verði búvöru hér og í nálægum löndum. Stöndum vörð um gæðin Eitt vandasamasta úrlausnarefni okkar íslendinga á næstu misserum er spumingin um það hvernig hátt- að verður tengslum okkar við fyrir- hugaðan sameiginlegan markað þjóða Vestur-Evrópu. Eitt af því sem ég tel brýnast að gæta í því sambandi eru gæðakröfur á sviði matvælaiðnaðar og neytendavernd- ar. Við gerum strangari kröfur til matvælaiðnaðar okkar en flestar aðrar þjóðir og alkunna er að í Evrópubandalaginu sem heild eru gæðakröfur og heilbrigðiskröfur á mörgum sviðum mun slakari en hér gerist. Það væri mikið óheillaspor ef gefið yrði eftir í þessum kröfum í væntanlegum samningum við EB og leyft að flytja til lajidsins vörur sem framleiddar eru við allt önnur og lakari skilyrði en hér er krafist •og þar sem leyfð er notkun horm- óna og ýmiskonar hjálparefna. Það er fagnaðarefni að síðustu mánuðina hefur ítrekað komið fram að sjónarmið talsmanna Neytenda- samtakanna og bænda virðast fara saman.í þessu efni — á gæðakröfun- um megum við ekki slaka. Það er trú mín að framtíð íslensks land- búnaðar sé fólgin í því að framleiða hér holla gæðavöru og að skilningur þjóðarinnar muni fara vaxandi á því. Kærkomin nýársgjöf í byijun desember voru birtar niðurstöður skoðanakönnunar Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla ís- lands um viðhorf íslendinga til land- búnaðarmála. Niðurstöður könnun- arinnar sýna að landbúnaðurinn nýtur mjög öflugs stuðnings meðal þjóðarinnar. Sem dæmi má nefna að 64% þjóðarinnar eru andvíg inn- flutningi á sambærilegum búvörum og framleiddar eru hér á landi. Þegar spurt er hver væri afstaða manna til innflutnings búvöru ef hann hefði í för með sér byggða- röskun og verulegan samdrátt í íslenskum landbúnaði reyndust 76,8% svarenda andvígir innflutn- ingi. Athyglisvert er einnig að að- eins 19% aðspurðra eru andvíg því að gerður verði nýr búvörusamning- ur milli hins opinbera og bænda. Niðúrstöður þessarar könnunar eru bændum kærkomin nýársgjöf og mikil uppörvun. Framundan eru mörg og vandasöm viðfangsefni og mikilvægt að vita hug þjóðarinnar þegar við þau er fengist. Hinu má hins vegar ekki gleyma að skoðanakönnunin leiðir einnig í ljós ýmis atriði sem aflaga hafa farið og spilla ímynd landbúnaðar- ins. Má þar'nefna beitarmálin og umferð búfjár meðfram þjóðvegum. Á þessum sviðum er vissulega brýn þörf úrbóta. Magnús Oddsson ferða- málastjóri: Metár - 140 þúsund erlendir ferðamenn Arið, sem nú er að kveðja, er metár í ferðaþjónustu hér á landi hvað snertir fjölda erlendra ferða- manna, dvalarlengd þeirra í landinu, heildartekjur af þjónustu við þá og síðast en ekki síst ferðir Islendinga um eigið land. Fjöldi erlendra ferðamanna verð- ur meiri en nokkru sinni fyrr eða rúmlega 140.000., sem er um 8% aukning frá fyrra ári. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af þessum ferðamönnum stefna nú í að verða nálægt 11 milljörðum króna eða að meðaltali yfir 30 millj- ónir á hvetjum degi allan ársins hring auk innlendrar verðmæta- sköpunar. Raunaukning gjaldeyristekna hefur orðið mikil á undanförnum árum. Miðað við áætlaðar tekjur 1990 er raunaukningin um 30% á síðustu 3 árum. Mér er til efs að nokkur atvinnugrein í laftdinu hafi skilað hlutfallslega meiri aukningu gjaldeyristekna á þessum tíma. Astæður þessa árangurs eru marg- ar og of langt mál að rekja þær allar hér. Hér er að skila sér árang- ur af því starfi einstaklinga og fyrir- tækja í ferðaþjónustu, sem unnið hafa af miklum dugnaði að upp- byggingu, landkynningu og mót- töku ferðamanna. En ég vil nefna annan þátt, sem vegur ekki síður þungt. Það er í mínum huga engin tilviljun að mesta aukning ferða- manna til íslands á síðustu árum er frá ýmsum löndum Evrópu, sem forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, hefur heimsótt síðastliðinn áratug. Ég held að almennt geri fólk sér ekki grein fyrir því hve ísland fær mikla kynningu vegna þessa. Kast- ljós fjölmiðla beinist í nokkra daga að okkur og milljónatugir fá fyrstu upplýsingar um landið, þjóðina, menningu hennar og sögu í sam- bandi við slíka umijöllun. Vakin er forvitni til frekari kynna. Á sama hátt eru margar ástæður fyrir því að um metár verður að ræða í ferðalögum íslendinga um eigið land. Hér tel ég þann aukna áhuga og jákvæða viðhorf sem hef- ur skapast til okkar eigin lands eiga verulegan þátt í aukningunni. Því er ekki að neita að oft og tíðum hefur mér þótt kveða við nokkuð neikvæðan tón, þegar rætt hefur verið um landið í íslenskum fjöimiðl- um, og oft hef ég rætt við fjölmiðla- menn um ábyrgð þeirra. Það ber enginn sérstaka virðingu fyrir „skerihu" og varla langar marga að ferðast um „klakann". En nú hafa orðið ánægjuleg umskipti. Ótrúlegur fjöldi íslenskra land- kynningarbóka hefur verið gerður undanfarið, og gætir þess sérstak- lega nú í jólabókaflóðinu, auk mik- illar umfjöllunar um ísland í öðrum fjölmiðlum. Landið er dásamað um leið og við erum minnt á það hlutverk okk- ar að skila því óskemmdu til næstu kynslóðar. Fólk langar til að skoða „perlur“ og það vill ganga vel um „draumalandið“. Það er von mín að þetta hafi varanleg áhrif á þá kynslóð, sem nú er að alast upp, og hún læri að meta landið, fái áhuga á að njóta þess og ferðast um það, með þeirri varfærni sem það krefst. Þrátt fyrir mikla aukningu í umsvifum ferðaþjónustu eru auðvit- að mörg vandamál, §em leysa þarf. Meðal stærstu vandamála hafa verið og eru stuttur ferðamannatími og of lítil dreifing ferðamanna um landið. Hér hefur þó á þessu ári þokast nokkuð í rétta átt. Aukning ferðamanna er hlut- fallslega meiri utan háannatímans, en í sumar. Nú á haustmánuðum er aukning erlendra ferðamanna um 14%, en eins og áður sagði er heildaraukning á árinu um 8%. Þá hafa stöðugt fleiri ferðamögu- leikar verið að opnast um landið. Slíkt er nauðsynlegt til að draga úr miklu álagi á sömu staðina ár eftir ár. Mjög ánægjulegt hefur verið að fylgjast með því frum- kvæði og þeim dugnaði, sem ýmsir hafa sýnt á landsbyggðinni við að skapa aðstöðu fyrir ferðamenn. Bæði til móttöku og afþreyingar. Um nokkuð langan tíma hafa ferða- menn sótt mest til Vestmannaeyja, Akureyraf og Mývatns utan Stór- Reykjavíkursvæðisins. En nú hefur verið byggð upp aðstaða á ýmsum stöðum, sem sam- hliða stórbættu vegakerfi dró til sín tugþúsundir ferðamanna í ár. Ég held ég móðgi engan þó ég nefni hér Stykkishólm, Hornafjörð og ísa- fjörð sem þá staði, sem mestum árangri náðu á árinu. Það er ánægjulegt að sjá að við samdrátt í hefðbundnum atvinnuvegum til sjávar og sveita skuli ferðaþjónusta vera nýr valkostur á ýmsum sjávar- . útvegsstöðum og í landbúnaðarhér- uðum. Ætla má að ársverkum, sem tengjast ferðaþjónustu beint eins og hún er skilgreind af Þjóðhags- stofnun, hafi fjölgað um nálægt 2.000 síðastliðinn áratug, eða um 60%. í framhaldi af miklum vexti ferðaþjónustu á tiltölulega stuttum tíma hefur skilningur almennings og ekki síður stjórnvalda aukist á mikilvægi þess að henni séu búin skilyrði til að vaxa og þróast sem þjóðhagslega mikilvæg og arðgæf atvinnugrein. Níu manna ferðamálanefnd sam- gönguráðuneytisins hefur nú starf- að á annað ár. Hlutverk nefndarinnar er m.a. endurskoðun á opinberri stefnu í ferðamálum og endurskoðun laga um ferðamál. Nefndin hefur unnið feikilega mikið starf og safnað upplýsingum og gögnum bæði innanlands og utan. Nú eru tvö mál til meðferðar á Alþingi, sem byggð eru á tillögum nefndarinnar. í vor var lögð fram þingsályktun- artillaga í nafni ríkisstjórnar um opinbera ferðamálastefnu. Skömmu fyrir jól var svo lagt fram stjómarfrumvarp til nýrra laga um ferðaþjónustu. Það er von mín að bæði þessi mál fái málefnalega meðferð, mót- uð verði opinber ferðamálstefna og atvinnugreinin fái lög, sem tryggja áframhaldandi þróun hennar á þann hátt, sem bæði ferðaþjónustan og stjórnvöld eru sátt við. í því sambandi skiptir miklu að hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu, atvinnugreinin sjálf, ekki síður en stómvöld, skilgreini sína hagsmuni og leitist við að samræma þá þann- ig að þróunarforsendur greinarinn- ar liggi sem skýrast fyrir. Við áramót er oft reynt að horfa til framtíðar. Þrátt fyrir að vel hafi gengið nú í ár er langt frá að það sé sjálfgefið að 1991 verði gott ár í ferðaþjónustu. Við eigum í rnikilli samkeppni á erlendum og innlendum markaði. Ýmsar ytri aðstæður ráðum við ekki við, eins og efnahagsástand á okkar markaðssyæðum, verðlags- þróun í samkeppnislöndum okkar, eldsneytisverð og fleira, sem getur skipt sköpum um afkomu atvinnu- greinarinnar. En innri aðstæðum ráðum við að miklu leyti sjálf. Nú er lag til að þróa'nánari samvinnu innan at- vinnugreinarinnar og milli hennar og stjómvalda. Nýtum það tækifæri árið 1991 til að gera ferðaþjónustuna enn mikilvægari atvinnuveg um leið og við verðum að finna leið til að skila landinu aftur hluta teknanna, sem það gefur okkur. Við verðum að tryggja að börn okkar geti sýnt börnum sínum sama land og við fengum að kynnast og vonandi grænna. Ég þakka öllum innan ferðaþjón- ustunnar, opinberum aðilum og öðr- um, sem með miklum dugnaði hafa gert árið 1990 að metári í ferða- þjónustu", einstaklega ánægjulegt samstarf. Gleðilegt og gæfuríkt ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.