Morgunblaðið - 30.12.1990, Qupperneq 39
MORGUNBMÐIÐ SUNNUDAGUR 30. PDBBMBí:R,1,990
anir háfa hljómað í marga áratugi.
Vissulega er hættan ekki minni nú
en áður. Eyðsluæði hins opinbera,
ríkisins og ekki síður sveitarfélag-
anna hefur haldið áfram á þessu
ári sem aldrei fyrr. Ef þessari ó-
ráðssíu hins opinbera í peningamál-
um linnir ekki, þá mun öll viðleitni
aðila vinnumarkaðarins til að koma
hér á stöðugleika í efnahagslífinu
verða að ösku. En ég held að það
sé von. Ég held að skilningur þjóð-
arinnar fari nú ört vaxandi - skiln-
ingur á því að ekki er hægt að
eyða sömu krónunni tvisvar. A
meðan samneyslan vex hraðar en
þjóðartekjurnar, þá fækkar þeim
krónum sem fólk hefur handa á
milli . Þetta er ekki flókið mál,
heldur sára, sáraeinfalt.
Margir stjórnmálamenn tala
reyndar eins og þeim sé ljóst að
stemma verði stigu við síþenslu hins
opinbera. Þetta er mikið fagnaðar-
efni. Hlutur stjórnarandstöðunnar á
hveijum tíma í tillöguflutningi um
ný ríkisútgjöld hefur löngum verið
hvað verstur. Nú bregður svo við
að helsta stjórnarandstöðuaflið,
Sjálfstæðisflokkurinn, setur sér það
markmið að flytja ekki nýjar tillög-
ur um ríkisútgjöld. Þetta er ný-
mæli og ekki minna fagnaðarefni.
Þrátt fyrir allt er ofurlítið ljós í
myrkrinu.
Plestir líta eflaust til nýs árs með
von um bættan hag og betri tíð.
Ég hef sagt það áður og skal endur-
taka það hér og nú að fátt er
íslenskum atvinnuvegum mikilvæg-
ara en að geta bætt starfskjör fólks
á varanlegan hátt. En hvort það
tekst á árinu 1991 - um það getur
enginn fullyrt eða lofað. Það er því
miður miklu meiri ástæða að vara
við bjartsýni heldur en hitt. Það
verður þungt fyrir fæti og erfitt að
halda þokkalegri þjóðarsátt á næsta
ári ef ekki tekst að bæta kjör fólks.
En því miður er mjög fátt sem bend-
ir til þess að kjör Islendinga batni
á árinu 1991. Að vekja tálvonir í
hugum efnalítils fólks er ekki gott.
Illskárra er að segja hveija sögu
eins og menn vita hana sannasta.
Við skulum samt ekki örvænta.
Góðærin hafa ekki gagnast okkur
heldur sem skyldi. Vonandi færir
forsjónin og eigin útsjónarsemi okk-
ur sígandi lukku á komandi ári.“
Ásmundur Stefánsson,
forseti Aljiýðusam-
bands Islands:
Tilraun sem
tókst
Fyrir ári var verðbólga yfir 20%,
kaupmáttur 12-15% lægri en tveim-
ur árum áður og sífellt fleiri sáu
fram á atvinnuleysi.
Kjarasamningarnir í byijuh febr-
úar 1990 tóku mið af þessari stöðu.
Fyrsta skrefið var að ná verðbólgu
niður, stöðva kaupmáttarhrapið,
koma á stöðugleika og auka at-
vinnuöryggi.
Markmiðin náðust
Þegar staðan er metin nú, um
það bil ári síðar,- má með réttu segja
að tilraunin bafi tekist. Verðbólga
er í meginatriðum sú sem gert var
ráð fyrir. Vik frá áætluninni, sem
var gerð í febrúar, má nánast alfar-
ið skýra með áhrifum olíukreppunn-
ar.
Kaupmáttur hefur verið stöðugur i
í ár. Kaupmáttur þessa árs víkur
innan við einn fjórða úr prósenti frá
því sem við áætluðum í febrúar.
Ekkert varð úr því allsherjarat-
vinnuleysi, sem við óttuðumst að
yrði. Þrátt fyrir að alvarleg vanda-
mál blasi við í einstökum byggðar-
lögum hefur atvinnuástand á
landinu almennt verið gott.
Ný von
Stuttu eftir samningana í febrúar
sýndu skoðanakannanir að fáir
trúðu því að tilraunin tækist. Flest-
ir voru þeirrar skoðunar að verð-
bólga næstu 12 mánaða yrði yfir
20%. Vantrúin á aðrar leiðir til þess
að bæta kjörin er líklegasta ástæð-
an fyrir því að fólk var tilbúið að
gera tilraunina. Einmitt þess vegna
hefur árangurinn gefið nýja von. í
nóvember sl. þegar kom að éndur-
skoðun kjarasamningsins áttum við
fundi með stjórnum stéttarfélag-
anna. Á þeim fundum kom fram
einhlít krafa: Höldum áfram á sömu
braut.
Samstaða skilaði árangri
Víðtæk samstaða náðist um gerð
samninganna í febrúar. Sú sam-
staða hefur haldist. Árangurinn er
afrakstur þeirrar samstöðu. ASI og
BSRB hafa unnið vel saman og
verkalýðsfélögin hafa veitt öflugt
aðhald gegn verðhækkunum. í
fyrsta sinn hafa samtök atvinnurek-
enda rekið áróður gagnvart fyrir-
tækjunum um aðhald að verðlagi.
Að þessu sinni hafa rauð strik ekki
verið notuð sem einfaldur mæli-
kvarði á verðbætur. Rauðu strikin
hafa fremur virkað sem aðhald
gegn verðhækkunum. Jákvæð af-
staða almennings og samstaða
þjóðarinnar um að fylgja markmið-
um samninganna eftir hefur ráðið
úrslitum. Vegna alls þessa hafa
samningarnir verið nefndir þjóðar-
sátt.
Tilraunin stendur enn
Þó náðst hafi betri árangur en
flestir bjuggust við er nauðsynlegt
að muna að tilraunin stendur enn.
Hvort árangur hennar verður var-
anlegur á eftir að koma í ljós. Enn-
þá er nauðsynlegt að fylgja mark-
miðum samninganna vel eftir og
veita aðhald. Tekst okkur að halda
samstöðunni á komandi ári?
Ég tel að við getum verið bjart-
sýn. Auðvitað veldur margt áhyggj-
um: Stríðshætta við Persaflóa, hall-
inn á ríkissjóði og óvissa um loðnu-
veiðar. En stöðugleikinn að undan-
föfnu hefur opnað nýja möguleika
sem má ekki vanmeta.
Fjárfestingar undanfarinna ára
hafa í of miklum mæli miðast við
sókn í verðbólgugróða fremur en
atvinnuuppbyggingu. Nú er fjárfest
af meiri yfii-vegun og víða unnið
að hagræðingu og bættum rekstri.
Næsta skrefið á að vera öflug at-
vinnuuppbygging. Nýtt álver dugar
skammt eitt sér. Við verðum að
sýna frumkvæði og framtak í at-
vinnulífinu almennt. Öflug álmenn
atvinnuuppbygging er líklegri til
að leysa vanda okkar í atvinnumál-
um til frambúðar en stór stökk á
afmörkuðum sviðum. Einmitt þess
vegna skiptir stöðugleikinn svo
miklu.
Láglaunafólk fái forgang
Þó við tölum um þjóðarsátt þýðir
það ekki að við séum sátt við
ástandið eins og það er.
Þótt kaupmáttur vaxi lítillega á
næsta ári er fjárhagsvandi heimil-
anna alvarlegur. Einn þriðji full-
vinnandi landverkafólks í ASÍ-
félögunum hefur innan við 75.000
krónur í mánaðartekjur samanlagt
fyrir dagvinnu, yfirvinnu og bónus.
Þetta ástand má ekki vera varan-
legt. í kjarasamningum næsta árs
verður að gefa þessum hópum for-
gang. Áframhaldið ræðst þá af því
hvernig tekst til.
Hálaunahópar, einnig þeir sem
tekja sig hafa dregist aftur úr öðr-
um hálaunahópum, verða að virða
þörf þeirra tekjulægstu. Sérstök
hækkun til láglaunafólks samtímis
sérstökum hækkunum til hátekju-
fólks er í reyndinni almenn kaup-
hækkun. Að sjálfsögðu þarf kaup
almennt að hækka en við verðum
að gera upp við okkur hveijir skuli
njóta forgangs í næstu samningum.
í mínum huga er ekki vafi: Lág-
launafólkið verður að fá for-
gang.
Arnar Sigurmundsson
formaður Samtaka
fiskvinnslustöðva:
Framtíðin
ræðst af
efnahags-
umhverfinu
Árið 1990 hefur verið íslenskri
fiskvinnslu á margan hátt hag-
stætt. Hækkandi verð á afurðum
okkar erlendis, raunhæfir kjara-
samningar, minnkandi verðbólga
39
og lækkun fj ármagnskostnaðar
skipta þar mestu máli.
I upphafí ársins urðu miklar
breytingar á rekstrarskilyrðum
fiskvinnslunnar. Gífurlegum halla-
rekstri, sem staðið hafði í tvö ár
og mætt hafði verið að verulegu
leyti með miklum skuldbreytingum
í gegnum Atvinnutryggingasjóð
útflutningsgreina og aðrar lána-
stofnanir, var ekki lokið. Verðbætur
á frystar afurðir sem námu 2,5%
haustið 1989 og útgreiðslur úr salt-
fiskdeild Verðjöfnunarsjóðs sem
námu 6% féllu út um áramót. Þá
hafði endurgreiddur uppsafnaður
söluskattur til fiskvinnslufyrirtækja
einnig farið lækkandi haustið 1989,
en hann féll niður með tilkomu virð-
isaukaskatts frá 1. janúar 1990.
Þá lá fyrir að frekari samdráttur
væri fyrirsjáanlegur í veiðum átN
þorski og grálúðu á þessu ári. Auk
þess voru kjarasamningar lausir um
áramót og fískverð í lok janúar.
Langvarandi rekstrarerfíðleikar
með tilheyrandi skuldasöfnun og
samdráttur í fiskvinnslu í landi,
vegna aflasamdráttar, aukins út-
flutnings á ferskum fiski og stærri
hiutdeild frystitogara í heildaraflan-
um gaf ekki tilefni til mikillar bjart-
sýni í ársbyrjun.
Kjaiasamningar sem marka
tímamót
Undirbúningur kjarasamninga
aðila vinnumarkaðarins hófst tölu-
vert áður en þeir runnu út um
síðustu áramót. Baráttan við verð-
bólguna var gerð að forgangsverk-
efni þessara viðræðna allt frá upp-
hafi. Samningamenn allra aðila
sýndu mikinn kjark og áræði í þess-
um kjarasamningum sem marka
tímamót hér á landi. Nú eru liðnir
11 mánuðir af tæplega 20 mánaða
samningstíma og verður ekki annað
sagt en að ótrúlega vel hafí tekist
til með framkvæmdina. Fólk hefur
vaknað til vitundar um gildi þess
að halda verðbólgu niðri og stöðugt
SJÁ NÆSTU SÍÐU
D AlMSSKOtl
BORN (yngst 4 ára) - UNGLINGAR
Samkvæmisdansar - Discodansar
FULLORÐSMIR (einstaklingar og pör)
Samkvæmisdansar - nýir og gamlir
ROCK’IM ROLL Sértímar í rokki og tjútti
HIP-HOP - SOCA DANCE
EINKATÍMAR
(einstaklingar, pör, smáhópar)
ASTVAIDSSONAR
Kennsla hefst föstudaginn 11. janúar.
Síðasti innritunardagur er miðvikudagur 9. janúar.
REYKJAVIK, Braútarholt4, Ársel, Foldaskóli, Ölduselsskóli.
HAFNARFJÖRDUR, MOSFELLSBÆR, HVERAGERDI
Innritun daglega frá kl. 13-19 í símum 91-74444 og 91-20345
KEFLAVÍK, GRINDAVÍK, GARDUR, SANDGERDI, NJARDVÍK
Innritun daglega frá kl. 20-21 í síma 68680.
INNRITUN HEFST