Morgunblaðið - 30.12.1990, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 30.12.1990, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐffi SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1-990 41 Engan veginn er séð fyrir endann á atburðum í Austur-Evrópu og þó sérstaklega í Sovétríkjunum. Fréttir um að Rauði herinn sé farinn að ókyrrast eru áminning um að ekk- ert er gefið um framvinduna. Hins- vegar er ljóst hvert stefnir. Spurnin- in snýst um það eitt hve hratt sú þróun muni eiga sér stað að samfé- lög í austurvegi verði opnari og lýðræðislegri. Hver áhrif þetta mun hafa á Vesturlöndum er verðugt umhugs- unarefni. Mér er það minnisstætt þegar ég fór sem fréttamaður Sjón- varps í för með Steingrími Her- mannssyni, forsætisráðherra, til Moskvu í byijun árs 1987. í viðræð- um sínum við Gorbatsjov kvaðst íslenski forsætisráðherrann hafa spurt Sovétleiðtogann hvort þær hömlur á ferðafrelsi sem væru við lýði í Sovétríkjunum og bandalags- ríkjum þeirra samrýmdust glasnosi og perestrojku-stefnu hans Gorb- atsjov kvað svo ekki vera og ef hlut- irnir gengju fyrir sig eins og hann gerði ráð fyrir þá væri ferðafrelsi orðið meira austan megin en vestan eftir fjögur til fimm ár. Og þetta útskýrði hann nánar. Það kunna að verða reistir múrar, sagði hann, það kunna að verða settar hömlur á ferðir manna, og þá sérstaklega atvinnu- og búsetuleyfi, en þá múra reisum við ekki. Af þessum meiði eru án efa áhyggjur margra vestrænna leið- toga um þessar mundir. Þeir óttast að þróunin í Austur-Evrópu verði of ör og ógni þeirra hag. Hjá sum- um þeirra hefur jafnvel örlað á óþoli gagnvart þeim öflum austan megin sem harðast hafa knúið á um breytingar. Annars eru pólitískar afleiðingar af hruni valdakerfísins í Austur- Evrópu hvergi nærri komnar fram. í vinstri hreyfingum á Vesturlönd- um hafa þær birst í uppgjöri og endurmati og bendir margt til þess að nú sé komið að hægri væng stjórnmálanna. Það er alkunna að á Vesturlöndum hafa stórir hægri flokkar reist tilveru síná á kenning- unni um hinn fjandsamlega komm- únisma. Nú hafa hægri flokkarnir hinsvegar misst fjanda sinn og í framhaldinu hljóta hægri menn að spyrja sig líka hver er ég og hvað vil ég — að minnsta kosti hljóta kjósendur þessara flokka að spyija þessarar spumingar. Annars eru hugtökin hægri og vinstri óljósari en fýrir fáeinum árum — allt er í heiminum breytingum undirorpið. Ég er þeirrar skoðunar að jafn- framt því sem menn hætta að dýrka gamlar leiðir og hefðbundnar og snúa sér að nýju að því að ræða um markmið og gildi þá muni öll þjóðfélagsumræða taka á sig nýja mynd. Að vissu marki er þetta þeg- ar að gerast. Fyrir fáeinum dögum var marg- umtöluð þjóðarsátt til umfjöllunar í útvarpsþætti. Ungur hagfræðing- ur lýsti þar áhyggjum sínum og sagði í því sambandi að ískyggilegt væri að menn væru farnir að tala um verðhækkanir á grundvelli gild- ismats, hugtök á borð við réttlæti og ranglæti heyrðust sífellt oftar þegar verðhækkanir bæri á góma. Verðlag, áréttaði hann, stjórnast af lögmálum um framboð og eftir- spurn og kemur réttlæti og rang- læti ekkert við. Þetta kann að vera rétt svo langt sem það nær. Engu að síður kemur fram í þessu viðhorfi ofurtrú á efna- hagsleg Iögmál, óháð mannlegum vilja. Og í því liggur misskilningur, meira að segja grundvallarmisskiln- ingur. Kjarasamningarnir sem gerðir voru í vetur eru merkilegir fyrir ýmissa hluta sakir. Þar sam- einuðust stærstu launamannasam- tök landsins, bændasamtökin og viðsemjendur þessara aðila um þau meginmarkmið að festa í samninga kaupmáttartryggingar, koma í veg fyrir fyrirsjáanlegt kaupmáttarhrap og sporna gegn atvinnuleysi sem gengdarlaust fjármagnsokur um nokkurra ára skeið virtist vera að kalla yfir þjóðina. En samningarnir voru einnig annað og meira en þetta. Þeir voru og eru krafa um breytingar á íslensku þjóðfélagi. Krafa um breytta tekjuskiptingu og félagslegt réttlæti. Launafólk var orðið langþreytt á því að semja um óverðtryggðar kauphækkanir. Frá því verðtrygg- ing á laun var afnumin vorið 1983 hafa hlutirnir gengið þannig fyrir sig að jafnvel áður en blekið var þornað á samningum skömmtuðu sjálfsafgreiðsluhópar þessa þjóðfé- lags sér hlutfallslega sömu hækkun' og taxtavinnufólkið hafði samið um og iðulega gott betur. Þegar upp var staðið hafði því oft minna áunn- ist en efni stóðu til. Þetta hefur haft það í för með sér að tekjumun- ur hefur aukist jafnt og þétt í íslensku þjóðfélagi á undanfömum árum. Með þjóðarsáttarsamningunum snemma á þessu ári er gerð tilraun til þess að snúa þessari óheillaþróun við. Nú á öll viðleitni að beinast í þá átt að skera á velgengi sjálfsaf- greiðsluhópanna sem hafa komið sér fyrir á baki almenns launafólks. Þjóðarsáttin snýst fyrst og fremst um verðlag. Verð á vöru, þjónustu, peningum og að sjálfsöðu einnig vinnu. í nokkra mánuði er sæst á að verðlag fyrir vinnu hækki tiltölu- lega lítið í þeirri von að takast megi að ná verðlagi á hinum þáttun- um verulega niður, þannig að þegar upp verður staðið hafi kaupmáttur launa aukist. Samhliða þessu þarf tvennt að gerast. Þörf er á að breyta og umskapa, hagræða og lagfæra í öllum greinum atvinnulífsins. Ekki verður um það deilt að til slíks hafa nú verið skapaðar forsendur. Verðbólga er nú komin niður á það stig sem gerist best með grannþjóð- um okkar og stöðugleiki eftir því. í annan stað þarf að færa til ijár- magn í þjóðfélaginu í gegnum skattakerfið. Sækja þarf peninga til ijármagnseigenda og stórfyrir- tækja sem nú mörg hver hagnast sem aldrei fyrr og nota þá fjármuni til að létta skattabyrði af almennu launafólki og bæta velferðarkerfið. Enn á eftir að koma í ljós hver árangur verður af þjóðarsáttar- samningunum. Enda þótt forsendur hafi verið skapaðar fyrir breytingar þá verður að segjast eins og er að raunverulegur árangur er lítill enn sem komið er. Vaxtahækkanir að undanfömu segja sína sögu. Það er óhugnanleg staðreynd að fjár- magnskerfið sem rakað hefur sam- an milljörðum í gróða á síðustu ámm og mánuðum skuli vera gírugra en nokkm sinni fyrr, stór- fyrirtækin, nú síðast tryggingafyr- irtækin, harðari í ásókn eftir hækk- un á gjöldum en áður, og það þrátt fyrir gróða sem skiptir milljörðum. Það er í þessu samhengi sem fólk talar um ranglátar verðhækk- anir. Það er í þessu samhengi sem fólk notar hugtök á borð við rétt- læti og ranglæti, ábyrgð og ábyrgð- arleysi þegar fjallað er um verð- lagningu á vöm og þjónustu. Verð- hækkun á einum stað þýðir kjarar- ýrnun á öðmm. Um það snýst mál- ið, tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu og réttlætið eða ranglætið sem þar býr að baki. Og ef það reynist svo þegar upp verður staðið að þeir sem hafa mesta peningalega burði í þessu þjóðfélagi koma til með að stainda utan þjóðarsáttar og leggja ekkert af mörkum þá kemur vita- skuld að því að viðhorf hinna breyt- ist. Að því þarf enginn að ganga gmflandi á komandi ári. Á þetta á eftir að reyna. Það er von mín að á næsta ári takist að bæta lífskjör heimilanna og draga úr því misrétti sem viðgengst hér á landi í allt of ríkum mæli. Átak í þessa vem yrði landi og þjóð til mikilla heilla. Engin ástæða er til annars en fagna nýbyijuðu ári með bjartsýni. __ Ögmundur Jónasson. mýtt símanúmer AUGLÝSINGADEIIDAR^ onn Nýársfagnaðnr á Breiðvangi Borðapantanir á Breiðvangi í dag, 30/12, frá kl. 13-18 og á morgun, 31/12, frá kl. 13-16, í síma 77500. ui n vvsli i í Hll l l e Fjórréttaður hátíðarmatseðill ásamt úrvals fordrykk Matseðill Forréttur: Svanamelodía Milliréttur: Reykt nautalund með graslaukssósu Aðalréttur: Kampavínssoðnir humarhalar með appelsínumintsósu og grœnum aspas Eftirréttur: Hdtíðarterta Breiðvangs Kaffi og konfekt Rautt og hvítt sérinnflutt eðalvín verður borið fram með hátíðarverðinum Stórkostlegt nýárskvöld á Breiðvangi þar sem sérstaklega verður vandað til og mun allt verða gert til að gera þetta að einni veglegustu veislu ársins. Frábærir skemmtikraftar munu heiðra gesti Breiðvangs með nærveru sinni. Flosi Ólafsson flytur ræðu kvöldsins Garðar Cortes syngur létt lög Jóhannes Kristjánsson fer með gamanmál Danspör frá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar sýna dans. Svo er eitt atriði í viðbót sem verður rúsína í pylsuendanum. Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar, ásamt söngvurunum Helgu Möller og Eyjólfi Kristjánssyni mun sjá um fjörið fram á rauða nótt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.