Morgunblaðið - 30.12.1990, Side 43

Morgunblaðið - 30.12.1990, Side 43
Morgunblaðið/Sverrir Einar Egilsson MOKGUNBLAÐjD FOLK I FRbl lllM;SUNNIJDA<|UifgDi DESEMBER 199Q Hljómsveitin Islandica við afhendingu gullplatnanna. 43 TONLIST Afhending gullplötu Hljómsveitinni Islandicu var ný- lega afhent gullplata á Gauk á Stöng fyrir hljómplötu sína Rammíslensk. Hún kom út í haust og hefur nú þegar selst í yfir 3.000 eintökum. Þar var Jónatan Garðarsson frá Steinum hf. sem afhenti gullplötuna, en Steinar sjá um dreifingu. Á plötu þessari eru nokkur gömul þjóðlög, ungar alþýðuperlur og eitt frumsam- ið lag í rammíslenskum takti. Hljómsveitina skipa þau Gísli Helgason, Ingi Gunnar Jóhannsson,*" Herdís Hallvarðsdóttir og Eggert Pálsson, og þá rammíslensku má fá á plötu, geisladisk eða snældu. FELAGSSTARF Islensk forysta í listamannahjálp Sendiherrafrúr í Washington hafa lengi haft með sér félagsskap sem hefur það að markmiði að aðstoða fatlaða listamenn við að vinna verk sín og koma þeim í sölu. Þykir starf kvennanna hafa tekist afburðavel og margur listamaðurinn komist á réttan kjöl fyrir tilstilli þeirra. Síðustu fjögur árin hefur íslenska sendiherrafrúin, Hólmfríður G. Jónsdóttir, verið formaður félags- skaparins. Hólmfríður er eiginkona Ingva S. Ingvarssonar sendiherra íslands í Washington. Að sögn ívars Guðmundssonar fréttaritara Morgunblaðsins í Washington hefur Hólmfríður feng- ið eindregið lof starfssystra sinna í Washington fyrir ötult og óeigin- gjarnt starf í þágu málstaðarins. Að félagið hafi dafnað vel undir hennar stjórn. Er Hólmfríður hverf- ur úr formannsstóli, sest í hann eierinkona egypska sendiherrans. Frú Hólmfríður G. Jónsdóttir XJöfóar til 11 fólks 1 öllum starfsgreinum! i r V. Á MÖRKUM LÍFS OG DAUÐA ★ ★ ★ SV MBL. - ★ ★ ★ SV MBL. Þau voru ung, áhugasöm og eldklár og þeim lá ekkert á að deyja, en dauðinn var ómótstæðilegur. KIEFER SUTHERLAND, JULIA ROBERTS, KEVIN BACON, WILLIAM BALDWIN OG OLIVER PLATT í þessari mögnuðu, dularfullu og ögrandi mynd, sem grípur áhorfandann heljartökum. FYRSTA FLOKKS MYND MEÐ FYRSTA FLOKKS LEIKURUM Leikstjóri er Joel Schumacher (St. Elmos Fire). Sýnd í A-sal kl. 4.50, 6.55, 9 og 11.10. Bönnuð innan 14 ára. A STOKY OF FORBIDDEN LOVE. VETRARFOLKIÐ Kurt Russell og Kelly McGillis í aðalhlutverkum í stórbrotinni örlagasögu íjallafólks. Sýnd í B-sal kl. 5, 7, 9 og 11. KURT RUSSELL KELLY McGILLIS *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.