Morgunblaðið - 30.12.1990, Síða 48

Morgunblaðið - 30.12.1990, Síða 48
KJÖRBÓK L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna MORGUNBLADIÐ, AÐALSTRÆTl 6. 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Þyrla Gæsl- unnar bilaði sjúkraflugi ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, bilaði á Þingeyri í fyrri- nótt, en þangað hafði hún verið send í sjúkraflug eftir manni, sem klemmst hafði á milli vörubíls og húss. Maðurinn var fluttur með varðskipi á sjúkrahúsið á Isafirði, og var komið með hann þangað um klukkan 9 í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar á Isafirði var maðurinn í fyrstu talinn alvarlega slasaður, en meiðsli hans reynd- ust þó ekki eins alvarleg og á horfði. Samfelld snjókoma var á Vestfjörðum i fyrrinótt, og að sögn lögreglunnar kom því aldrei _^til greina að senda sjúkrabíl eftir manninum, og eins þótti ekki fært að senda flugvél frá Isafirði. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslunnar barst ósk frá heilsugæslustöðinni á Þingeyri um sjúkraflug klukkan rúmlega eitt í fyrrinótt, og var þá ákveðið að senda varðskipið Ægi þangað, en það var statt við Isaíjarðardjúp. Hálftíma síðar var óskað eftir því frá Þing- eyri að sjúk stúlka yrði einnig flutt á sjúkrahús í sömu ferð. Laust fyrir < _«fjilukkan hálf þrjú var hætt að snjóa á Þingeyri, og var þyrla Gæslunnar þá send þangað, en þar lenti hún laust fyrir klukkan hálf fimm. Þegar þyrlan átti síðan að fara í loftið kom í ijós að dæla var biluð við annan hreyfilinn, og var þá ákveðið að senda varðskipið, sem komið var til hafnar á Þingeyri, með sjúklingana til Isaíjarðar. Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar héldu vestur til Þingeyrar í gær- morgun til að reyna viðgerð á þyrl- unni, en þeir varahlutir sem þarf eru að sögn Landhelgisgæslunnar ekki til í landinu, og því óvíst að þyrlan verði komin í gagnið fyrr en eftir áramót. Skautasvellið slær ígegn Morgunblaðið/RAX Nýja skautasvellið í Laugardalnum hefur slegið í gegn hjá yngstu kynslóðinni í höfuðborginni. Hefur verið mikil aðsókn að svellinu síðan það var opnað, bæði um miðjan dag og á kvöldin. Tilmæli utanríkisráðuneytisins: íslendingar fari brott af átakasvæðunum Ellefu íslendingar í Jórdaníu og tveir á Persaflóasvæðinu ÍSLENSKA utanríkisráðuneytið hefur beint þeim tilmælum til Islendinga sem búsettir eru við hugsanleg átakasvæði í Mið- Austurlöndum að þeir haldi á brott frá svæðinu fyrir 15. jan- úar. Flest ríki hafa gert svipaðar ráðstafanir, til dæmis hafa bandarísk stjórnvöld gert áætlun um brottflutning 30.000 banda- rískra þegna frá Mið-Austurlönd- um fyrir 15. janúar nk. en þann dag rennur sá frestur út, sem Irak- ar hafa til að hverfa með innrásar- lið sitt frá Kúvæt. Benedikt Ásgeirsson hjá ut- anríkisráðuneytinu sagði aðspurð- Hagvangur kannar áramótavenjur: Um 80% Islendinga kaupa flugelda fyrir áramótin MIKILL meirihluti íslendinga, eða tæplega 80%, kveður gamla árið og fagnar því nýja með því að kaupa og skjóta upp flugeldum. Þá ^fer um helmingur landsmanna á brennu á gamlárskvöld, flestir eft- ./ ir að hafa snætt kvöldverð heima hjá sér. Um áramótin strengja 10% landsmanna áramótaheit en einungis 17% fagna nýja árinu með því að fara á dansleik, helst þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta eru meðal annars niður- stöður í könnun Hagvangs þar sem tæplega 800 Islendingar svöruðu spurningum um áramótasiði. I ljós tkom að flestir hafa mjög fastmótað- ar venjur um áramót og þótt könn- unin væri gerð snemma í desember höfðu nær allir svör á reiðum hönd- um. í ljós kom að fólk minnkar flug- eldakaup og fækkar brennuferðum þegar börn þeirra vaxa úr grasi og á það við hvort sem fólk býr á höf- uðborgarsvæðinu eða úti á landi. Áramótavenjur fólks virðast raunar vera svipaðar hvar á landinu sem það býr, nema hvað landsbyggð- arbúar virðast frekar sækja ára- mótadansleiki en höfuðborgarbúar. Þá kom lítill munur fram á ára- mótavenjum miili kynja. Þó virðist sem konur strengi frekar áramóta- heit en karlmenn. Slíkum heit- strengingum virðist einnig fækka þegar aldurinn færist yfir. Sjá nánar bls. 30. ur um áform íslenskra stjórnvalda í þessum efnum að all nokkuð væri síðan send hefðu verið til- mæli til Islendinga á sjálfu Persa- flóasvæðinu um að halda á brott þaðan vegna styijaldarhættu. Væri nú einungis vitað um eina íslenska konu sem búsett væri í Qatar auk Steinars Bergs Björns- sonar en hann er staðsettur í Bagdad á vegum friðargæslu- sveita Sameinuðu þjóðanna. Á föstudag var einnig haft sam- band við Stefaníu Reinhardsdóttur Khalifeh, ræðismann íslands í Jórdaníu og þeim tilmælum beint til Islendinga þar að þeir hefðu sig á brott. Hún sagði að ekki væri nákvæmlega vitað hversu margir íslendingar væru staddir í Mið- Austurlöndum en í Jórdaníu væru nú ellefu íslendingar. Tveir væru nýfarnir í burtu. Þeir íslensku ríkisborgarar sem enn eru í Jórdáníu eru auk Stef- aníu og sonar hennar Amars Qa- is, Guðrún Guðfinnsdóttir Baara, Rami Baara eiginmaður hennar, sem nýlega fékk íslenskan ríkis- borgararétt og tvö börn þeirra Achmed og Tamara; Birna Hilm- arsdóttir Hassan, eiginmaður hennat' Samir Hassan og þtjú þeirra Amin Ægir, Amanda Kol- brún og Amal. Rýrnun krónunnar á árinu 1990. Rýrnun nýkrón- unnar á 10 árum, frá upphafi árs 1981. 9,8 aurar eftir af ný- krónunni MINNSTA rýrnun krónunnar frá því er hún var tekin í notkun í ársbyijun 1981, varð á árinu, sem er að líða, en rýrnunin er að þessu sinni aðeins 9,24%. Næstminnsta rýrnun krónunnar á þessu 10 ára tímabili varð á árinu 1986, en þá nain hún 14,7%. Mesta rýrnunin mun hins vegar hafa orðið á árinu 1983, er hún nam 35,5%. Utreikningar þessir eru gerð- ir á grundvelli byggingavísitölu, en hún hækkaði á árinu 1990 um 11,52%. í upphafi árs 1981 var tekin í notkun nýkróna, sem jafngilti 100 gömlum krónum. Á þessum 10 árum, sem nýkrónan hefur verið í notkun, hefur verð- bólgan leikið hana grátt og er hækkunin samkvæmt bygg- ingavísitölu 1.013,11%, sem þýðit' að krónan hefut' rýrnað um 90,2%. Eftir standa 9,8% nýkrónunnar. Með öðrum orðum má segja, að 90,2 aurar hafi glatazt, en eftir standi 9,8 aur- ar. Byggingavísitalan, sem nú er 173,2 stig, var í ársbytjun 1981 15,56 stig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.