Morgunblaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D
tvgunÞIiiMfe
STOFNAÐ 1913
26. tbl. 79. árg.
FOSTUDAGUR 1. FEBRUAR 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Þúsundir íraskra hermanna stefna að landamærum Saudi-Arabíu:
Miklar loftárásir á liðs-
afla Iraka syðst í Kúveit
Fulltrúi íraka færir írönum orðsendingu frá Saddam Hussein - Bandamenn
ná landamærabænum Khafji og taka 160 íraska hermenn til fanga
Nikósíu. Saudi-Arakíu. London. Reuter.
BANDAMENN gerðu í gær miklar loftárásir á íraskt herlið í Kúveit
sem stefndi suður að landamærum Saudi-Arabíu. Af frásögnum flug-
manna mátti ráða að skriðdrekar og brynvagnar íraka, um 1.000 tals-
ins, væru auðveld skotmörk og tjón hlyti að vera mikið. Herir Saudi-
Arabíu og Quatar studdir af bandarískum landgönguliðum og flugher
náðu bænum Khafji 12 km sunnan landamæranna á sitt vald í gær
eftir 30 klukkustunda bardaga við íraka. Eilefu bandarískir landgöngu-
liðar féllu í átökum á landamærunum. Ekki hafa borist áreiðanlegar
fregnir af mannfalli í liði Iraka en heimildarmenn innan breska hers-
ins segja að ef til vill hafi hundruð fallið en 160 voru teknir höndum.
Tveggja bandarískra hermanna, konu og karlmanns, sem tóku þátt í
birgðaflutningum nærri landamærunum, er saknað. írakar segjast
hafa tekið nokkra hermenn til fanga í árásinni á Khafji.
voru í.gær staddir í Teheran. Frétta-
Bandarískir landgöngulið-
ar skjóta úr vélbyssu á
íraska hermenn í bænum
Khafji í Saudi-Arabíu í
gær. Bandamenn náðu
bænum á sitt vald í gær
en áfram var barist rétt
sunnan við landamæri
Kúveits og Saudi-Arabíu.
Jafnframt gerði fjölþjóða-
herinn loftárásir á véla-
herdeild íraka sem stefndi
suður á bóginn.
Irakar gerðu í gær eldflaugaárás
á ísrael eftir þriggja sólarhringa
hlé. Ein Scud-eldflaug hafnaði á
Vesturbakka Jórdan þar sem einkum
búa Palestínumenn og er ekki talið
að jiún hafi valdið tjóni.
Irakar gerðu í gær mikið úr
árangri sinna manna í viðureigninni
um Khafji. Norman Schwarzkopf,
yfirmaður fjölþjóðahersins, sagði
hins vegar að árás íraka á Khafji
hefði ekkert hernaðarlegt vægi og
líkti henni við að mýfluga settist á
fílsbak. Útvarpið í Bagdad sagði að
Saddam hefði heimsótt vígstöðvarn-
ar í fyrrakvöld, dvalist þar yfir nótt
og ráðgast við herforingja sína.
Dan Quayle, varaforseti Banda-
ríkjanna, sagði eftir viðræður við
John Major, forsætisráðherra Bret-
lands, í London að ekkert lægi á að
hefja landhernað gegn írökum. Bret-
ar heimiluðu Bandaríkjamönnum í
gær að fljúga bandarískum B-52-
sprengjuflugvélum frá bækistöðvum
í Bretlandi til árása á Lýðveldisvörð-
inn, úrvalssveitir íraka.
Bandaríkjamenn sögðu í gær að
C-130 „Herkúles“-flutningavélar
væri saknað eftir að hún flaug yfir
íraskt landsvæði. Talið er að allt að
tuttugu mann's hafi verið um borð í
henni en óljóst er hver tilgangur
flugs vélarinnar var.
Ali Akbar Velayati, utanríkisráð-
herra írans, gagnrýndi íraka í gær
fyrir að senda tugi herflugvéla til
írans og hét því að þær yrðu kyrr-
settar ásamt áhöfnum úns stríðinu
væri lokið. Háttsettir sendimenn frá
írak, Alsír, Frakklandi og Yemen
stofan IRNA hafði það eftir Saadou-
in Hamadi, aðstoðarforsætisráð-
herra íraks, að hann hefði meðferð-
is skilaboð frá Saddam Hussein til
Ali Akbars Rafsanjanis, forseta ír-
ans, sem fjölluðu um stríðið og
tvíhliða samskipti ríkjanna. íranar
hafa lýst yfir hlutleysi í Persa-
flóastríðinu en gagnrýnt báða
stríðsaðila. Þing landsins samþykkti
í gær ályktun þar sem segir að sak-
laus múslimaþjóð, írakar, hafi orðið
fyrir grimmilegum árásum hins
mikla Satans [þ.e. B'andaríkja-
manna].
Sjá fréttir á bls. 22-25.
Reuter
Evrópska efnahagssvæðið:
Stefnt að því að ljúka samn-
ingnin EFTA og EB í júní
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
FRANS Andriessen sem sæti á í
framkvæmdastjórn Evrópu-
bandalagsins sagði við blaðamenn
eftir fund með fulltrúum Fríversl-
unarbandalags Evrópu (EFTA) að
viðræðurnar um Evrópska efna-
hagssvæðið (EES) hefðu fram að
þessu farið fram undir heilla-
stjörnu, engin alvarleg ágrein-
ingsefni hefðu komið upp og allt
útlit væri fyrir að samningum
yrði lokið fyrir sumarið.
Wolfgang Schussel, viðskiptaráð-
herra Austurrlkis og núverandi for-
seti EFTA-ráðsins, tók í sama streng
og sagði það sinn ásetning að ljúka
Leiðtogar sex lýðvelda Júgóslavíu ræðast við:
Króatar ganga af fundi
Belgrad. Reuter.
LEIÐTOGAR Króatíu gengu í
gær af fundi æðstu valdhafa í
sex lýðveldum Júgóslavíu. Þeir
neita að taka varnarmálaráð-
herra Króatíu höndum eins og
herinn hefur krafist.
Franjo Tudjman, forseti Kró-
atíu, sagðist hafa yfirgefið fund-
inn í Belgrad vegna þess að hann
hefði augsýnilega verið tilgangs-
laus. Fundinum, sem á sér langan
aðdraganda, var ætlað að finna
leiðir til að halda Júgóslavíu sam-
an en Króatar og Slóvenar vilja
segja sig úr lögum við hin lýðveld-
in fjögur nema gengið verði að
kröfum þeirra um að Júgóslavía
verðj laustengt bandalag fullvalda
ríkja. Serbar með herinn sér við
hlið vilja öfluga miðstýringu i
Júgóslavíu. Tudjman gagnrýndi
yfirlýsingu varnarmálaráðuneytis
Júgóslavíu um stefnuna gagnvart
Króatíu sem birt var í gær og
sagði að hún sýndi að herinn vildi
ekki sleppa Króatíu og sæktist
eftir því að kommúnistar kæmust
þar aftur til valda.
Herinn gaf út Tyrirskipun á
miðvikudag um handtöku Martins
Spegelj, varnarmálaráðherra
Króatíu. Hann er sakaður um að
hafa skipulagt vopnaða uppreisn
í landinu. Yfirvöld í Króatíu neita
að framfylgja fyrirskipuninni.
samningunum á kjörtímabili Aust-
urríkismanna sem rennur út 1. júlí.
Að loknum fundi yfirsamninga-
nefnda EFTA og EB í síðustu viku
var lýst þeim ásetningi EFTA að
ganga frá samningnum óformlega í
lok apríl til þess að kleift yrði að
undirrita hann fyrir sumarleyfi.
Ljóst er að EFTA hefur fallið frá
þessum ásetningi og á sameiginleg-
um blaðamannafundi Andriessen og
Schussel kom fram að stefnt er að
því að samningamenn setji upphafs-
stafi sína við samninginn í júní en
það þýðir að samningurinn verður
ekki undirritaður fyrr en í haust.
Andriessen sagðist telja að möguleg
aðild nokkurra EFTA-ríkja að EB í
framtíðinni greiddi fyrir samningum
um erfiða þætti.
Samkvæmt heimildum í Brussel
fjallaði yfirsamninganefnd EFTA
um óformlegar tillögur EB um sam-
eiginlegan dómstól bandalaganna
innan EES. Heimildarmenn Morgun-
blaðsins telja að tillögurnar séu langt
frá því sem EFTA-ríkin geti sætt
sig við. Samkvæmt tillögunum ættu
EFTA-ríkin að skipa tvo dómara af
sjö í dómnum en EFTA hefur geng-
ið út frá því að sérhvert ríki ætti
fulltrúa í dómnum. Þá gerir hug-
mynd EB ráð fyrir að ekki geti aðr-
ir skotið málum til dómsins en sam-
starfsnefnd bandalaganna um fram-
kvæmd EES, en hlutverk dómsins
yrði að jafna ágreining en ekki að
fella dóma líkt og gerist með Evrópu-
dómstólinn.
Yaxtahækkun
í Þýskalandi
London. Reuter.
ÞYSKI seðlabankinn ákvað í gær
að hækka vexti um hálft prósent.
Þessi ákvörðun kom á óvart og
olli niiklu umróti á fjármálamörk-
uðum.
Vextir þýska seðlabankans til
viðskiptabanka voru hækkaðir úr
6,0% í 6,5%. Þetta .hafði þau áhrif
að gengi dollarans lækkaði niður í
1,4810 mörk í London og hefur
ekki verið lægra í mánuð. Því var
spáð að vaxtahækkunin kynni að
hafa víðtæk áhrif í Evrópu og tor-
velda Frökkum og Bretum að lækka
sína vexti.