Morgunblaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 1. FEBRUAR 1991 FYRIR BQTNI PERSAFLOA Reuter Særður Jórdani á sjúkrahúsi í Amman í gær. Hann sagði að herþot- ur fjölþjóðahersins hefðu varpað sprengju skammt frá heimili hans, sem hefðu orðið tveimur dætrum hans og bróður að bana. Árásir á jórdanska vöru- o g tankbíla Ruweished í Jórdaníu. Reuter. JORDANSKIR bílstjórar sögðu í gær að herþotur fjölþjóða- hersins hefðu gert árásir á vö- rubifreiðar með hveiti og olíut- ankbíla á helsta þjóðveginum milli Bagdad og Amman, að því er virtist til að koma í veg fyr- ir brot á viðskiptabanni Sam- einuðu þjóðanna á íraka. Utanríkisráðherra Jórdaníu sagði á miðvikudag að fjórir Jórd- anir og Egypti hefðu beðið bana og níu tankbílar verið eyðilagðir í árásum bandamanna á þriðjudag og miðvikudag. Bílstjórar, sem komu til Jórdaníu í gær, sögðu að tankbílar yrðu enn fyrir árás- um. Þijár sjúkrabifreiðar Rauða krossins komu með illa brunnin lík fórnarlambanna yfir landamærin. Tankbílstjóramir sögðu að árás- irnar beindust einnig gegn vörubíl- um sem flytja hveiti til íraks. Embættismenn Sameinuðu þjóðanna telja að jórdönsk stjóm- völd fari eftir viðskiptabanni stofn- unarinnar á íraka. Mudar Badran, forsætisráðherra Jórdaníu, sagði hins vegar á þinginu í desember að þúsundum tonna af niður- greiddu hveiti hefði verið smyglað til íraks. Jórdönum hefur verið heimilað að flytja inn olíu frá írak og litið er á það sem endur- greiðslu skuldar íraka við þá frá Persaflóastríðinu. Sprengjureg'n úr B-52 vélum dynur linnulaust á sveitum Lýðveldisvarðar Saddams: Úrvalslið með fullkom- in vopn og gnægð vista The Daily Telegraph. Reuter. SADDAM Hussein íraksforseti er talinn hafa um milljón manna undir vopnum en þorri liðsins er lítt þjálfaður og illa vopnum búinn. Kjarni landhersins og jafnframt grundvöllur valda Saddams er 130.000-150.000 manna úrvalslið, Lýðveldisvörðurinn, sem var í fylkingarbijósti þegar ráðist var inn í Kúveit 2. ágúst sl. en hélt síðan aftur til íraks. Vörðurinn hefur frá upphafi átakanna við fjölþjóðaherinn haldið kyrru fyrir í búðum sínum í suðurhluta íraks, við landamærin að Kúveit og í grennd við stórborgina Basra. Hermennirnir hafast við í byrgjum, vörðum sandpokum, skriðdrek- ar og annar búnaður eru einnig grafin í sandinn eða þakin felunet- um. B-52 sprengjuþotur Bandaríkjamanna og aðrar flugvélar band- amanna hafa haldið uppi nær linnulausum árásum á sveitir varðar- ins frá 17. janúar en erfitt er að meta hve árangurinn er mikill. Það kemur vart í ljós fyrr en landbardagar hefjast. Aður en til þess kemur hyggjast bandamenn skaða eða eyðileggja eftir mætti birgðastöðvar, aðdráttarleiðir og stjórnstöðvar liðsins. Hermálas- érfræðingar álíta að takist bandamönnum að koma verðinum á kné muni baráttuþrek annarra íraskra hermanna fjúka út í veð- urog vind. Ónefndur heimildarmaður úr röðum breskra leyniþjónustu- manna sagði um síðustu helgi að fram til þessa hefðu Ioftárásirnar á Lýðveldisvörðinn aðeins haft það markmið að „halda fyrir þeim vöku. Sjálf ógnarhríðin er enn eft- ir.“ Hann lýsti því hvaða erfiðleik- um úrvalssveitirnar ættu eftir að lenda í og hvernig þær reyndu að veijast loftárásunum. „írösku skriðdrekarnir verða bókstaflega búnir að grafa sig niður í sandöld- urnar með því að aka fram og aftur í sömu beltaförunum. Her- mennirnir moka sandi upp að þeim en skilja eftir útgönguleið að aft- an. Skriðbeltaför eru afmáð til að koma ekki upp um hvar drekarnir eru. Fótgönguliðið og áhafnir dre- kanna hafast við í traustlega byggðum byrgjum í sandinum, allt að 12 feta djúpum, og margiy þeirra munu lifa árásirnar af. Á hinn bóginn geta þeir ekki komið í veg fyrir að vörubílarnir, sem gera fótgönguliðinu kleift að sækja hratt fram eða hörfa, verði eyðilagðir." Bendingar í stað rafeindatækni Heimildarmaðurinn sagði að brynvörðu sveitirnar gætu senni- lega barist áfram þótt nýtískuleg- ur fj arskiptabúnaður þeirra yrði að miklu leyti eyðilagður eða send- ingar truflaðar. Þær gætu notað hefðbundnar símalínur á jörðu niðri, þótt það yrði þungt í vöfum, einnig gætu sendiboðar komið skipunum æðstu herstjórnar á framfæri og fámennir herflokkar gætu jafnvel skipst á upplýsingum með merkjabendingum. Hvernig sem Lýðveldisverðinum reiðir af í loftárásunum er ljóst að vígstaða véla- og brynvagnahersveitanna við Basra er mjög heppileg til varnar og sóknar, hvort sem band- amenn gera árás af landi og hafí á Kúveit-borg eða reyna sókn upp Tígris-Efratdalinn í átt til Bagdad. Nýtískulegt vopnabúr Vopnabúnaður Lýðveldi- svarðarins er af nýjustu og full- komnustu gerð. Skriðdrekamir eru taldir vera um 500, sovésk- smíðaðir, af gerðinni T-72. Einnig ræður vörðurinn yfir fjölda bryn- varinna farartækja, í vandlega földum vopnabúrunum eru sprengjuvörpur og einhveijar nýt- ískulegustu fallbyssur sem fram- leiddar eru í heiminum. Sveitirnar hafa sér til varnar fullkomnar loft- varnabyssur og eldflaugar en þessi búnaður hefur þó ekki dugað gegn B-52 vélunum. Vegna feluneta og lélegs skyggnis hefur bandamönnum gengið illa að átta sig á því hve miklu tjóni loftárásirnar hafa vald- ið. Manfred Rietsch ofursti, sem er fæddur í Þýskalandi en stjórnar flugvélasveitum á vegum land- gönguliða Bandaríkjahers, segir að einhveijum skriðdrekum hafi með vissu verið tortímt en ekki sé vitað hve mörgum. „Þeir bíða átekta, fela sig í drekunum. Þegar þeir hafa sig af stað svo að hægt verður að koma auga á þá getum við eyðilagt þá í hrönnum.“ Ri- etsch sagði að stanslausar loftár- ásimar hefðu að líkindum slæm áhrif á baráttuvilja hermannanna. „Ég veit ekki hvernig þeim líður eftir að hafa orðið að þola sprengj- uregn í 24 stundir á sólarhring um langa hríð.“ Ofurstinn sagði B-52 vélamar og aðrar sprengju- flugvélar einkum nota svonefndai- klasaprengjur gegn liðinu en slíkar sprengjur dreifast yfir mörg hundruð fermetra svæði. Önnur gerðin er 225 kg, hin 450 kg. Hvernig gengur nemendunum? Hernaðarsérfræðingar í breska herskólanum Sandhurst og Frunze-herskólanum í Moskvu munu fylgjast vandlega með því hvernig Lýðveldisvörðurinn stend- ur sig í bardögum; margir liðsfor- Jórdanía: Stofna sveitir sjálfboða- liða til stuðnings Saddam Amman. The Daily Telegraph. SADDAM Hussein íraksforseti nýtur mikilla vinsælda á meðal því sem næst allra þjóðfélagshópa í Jórdaniu. Margar hreyfingar í landinu eru að stofna sveitir sjálfboðaliða sem ráðgert er að senda til'íraks ef Saddam fer fram á það. Þær segja það engu máli skipta hvort jórd- önsk stjórnvöld heimila slíka aðstoð ERLENT Efnt hefur verið til fjöldafunda í Amman á undanfömum dögum til stuðnings Saddam. Stærstu ung- mennasamtök landsins hafa efnt til mótmæla gegn loftárásum banda- manna í stríðinu, námsmenn snið- gengið kennslu og jórdanskar konur gengið um götur borgarinnar til að hvetja fólk til að taka þátt í heilögu stríði gegn Bandaríkjamönnum. Alsagna er að áhrifamesta stjóm- málahreyfing Jórdaníu, Bræðralag múslima, flokkur heittrúaðra mú- slima sem fékk flest þingsæti í kosn- ingunum 1989, sé að þjálfa stuðn- ingsmenn sína í notkun léttra vopna. „Við eigum nú í stríði og allt er leyfi- iegt,“ sagði einn þeirra , Ziad Ábu Ghanimeh. „Þúsundum tonna af _ sprengiefni hefur verið varpað á írak og okkur er fullkomlega heimilt að segja umheiminum stríð á hendur. Þetta er stríð gegn öllum aröbum og þjóðum íslams og sérhver múslimi er hermaður í íraska hernum." Bræðralag múslima hefur lengi sætt ofsóknum Saddams Husseins í írak, en það kemur þó ekki í veg fyrir að flokkurinn í Jórdaníu bindi vonir sínar við hann. „Við höfum ekki stutt Saddam Hussein til þessa en það skiptir ekki máli þegar vest- rænt innrásarlið býr sig undir að tor- tíma írak. Okkur ber skylda til að koma írökum til varnar, bæði pólit- ískt og hernaðarlega, vegna trúar okkar," sagði Ahmad al-Azaidah, leiðtogi þingflokks Bræðralags mú- slima. „Jafnvel íranir eru farnir að gleyma fyrri fjandskap við íraka, fólkið og trúarleiðtogar hvetja til heilags stríðs gegn Bandaríkjamönn- um.“ Vaxandi þrýstingur á stjórnvöld Þeir eru orðnir fáir í Jórdaníu sem ekki styðja Saddam Hussein og ákall hans um að múslimar sameinist gegn fjölþjóðahemum við Persaflóa. „Þrýstingurinn á stjómvold í Sýrl- andi, íran og Egyptalandi um að styðja Saddam eykst með degi hveij- um,“ segir Mohammed Atiyeh, jór- Reuter Verslunarmaður í Amman, höf- uðborg Jórdaníu, sýnir lítil líkön af Scud-eldflaugum.' danskur kvikmyndagerðarmaður. „Aðeins einræðisríkin - Egyptaland, Sýrland og ríkin við Persaflóa - styðja Bandaríkjamenn. í þeim ara- baríkjum, þar sem einhvers konar lýðræði ríkir, svo sem Jórdaníu og Norður-Afríkuríkjunum, er fólkið al- gjörlega andvígt þeirn." Sjá má myndir af Saddam á leigu- bílum og í verslunum og í einni versl- un ijúka líkön af Scud-eldflaugum út eins og heitar lummur. Fáir hafa samúð með Kúveitum. „Þetta var slæmt fólk,“ sagði Mansour Murad, leiðtogi Ungmennasambands Jórdan- íu. „Kúveitar voru haldnir fégræðgi, drukku viskí og sváfu hjá evrópskum konum á sama tíma og tugir milljóna arabískra bræðra þeirra bjuggu við fátækt. Þeir voru strengjabrúður Bandaríkjamanna.“ „Bandaríkjamenn kunna að fara með sigur af hólmi í stríðinu en þeir átta sig ekki á hatrinu sem þeir skapa. Allar einræðisstjórnirnar sem styðja þá falla. Arabar fyrirgefa ekki þessum svikurum. Þeir hafa smánað sig fyrir dollara. Hryðjuverk verða framin á öllu svæðinu. Stríð eftir stríð, blóð í stað olíu,“ segir Murad. Stjórnvöld í Jórdaníu segjast hlut- laus í stríðinu, reyna eftir megni að framfylgja viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á íraka en fordæma um leið hernaðaraðgerðir fjölþjóðahers- ins og hafa reynt án árangurs að hafa milligöngu um frið. Ólíklegt er að þau geti sniðgengið öllu lengur hinar miklu vinsældir Saddams á meðal þjóðarinnar, einkum ef hann biður um hjálp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.