Morgunblaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991 39 Segðu komdu - en ekki farðu eftir Hugo Þónsson Hinn árlegi tannverndardagur er þann 1. febrúar. í ár er hann helg- aður ábyrgð uppalenda á tönnum barna sinna. Það er ekki að ástæðu- lausu, að nauðsynlegt þykir að minna foreldra og aðra uppalendur á að huga að tannvernd barna sinna. Undirritaður sem hefur-starfað í fjölmörg ár með böm og með böm- um og foreldrum hefur hvað eftir annað rekið sig á, hvernig margir þættir í daglegu amstri, m.a. tann- burstun, getur orðið ásteytingar- steinn í samskiptum foreldra og barna. Foreldrar sem lenda í samskipta- erfiðleikum við börn sín, nefna oft háttatíma sem dæmi um dagleg samskipti sem erfitt er að fram- kvæma í sátt og samlyndi. „Það tekur yfirleitt 1-2 klukku- tíma frá því ég segi þeim fyrst að fara að bursta tennurnar, þangað til þau eru komin upp í rúm og ei- líft stagl og leiðindi þennan tíma. Svona gengur þetta kvöld eftir kvöld. “ Eitt af því í samskiptum foreldra og barna sem foreldrar þurfa að gera sér grein fyrir, er hve mikil- vægt er að kenna barninu að axla ábyrgð á eigin málum. Þetta er gildra sem margir foreldrar átta sig ekki á og lenda í því að bera ábyrgð á mörgu því sem réttilega ber að vera ábyrgð barna þeirra, svo sem að börnin borði, bursti tennur, læri, o.fl. „ Uppeldi“ er ekki það, að taka á sig ábyrgð barnanna, heldur að vera þeim til aðstoðar þannig að þau læri sjálf að axla ábyrgð, eftir því sem aldur og þroski gerir mögu- legt. Sú ábending að börnin læri að axla ábyrgð, þýðir ekki að foreldr- unum komi þessi mál ekki við. Mataræði, heimanám, tannburstun bamanna o.þ.h. kemur foreldrum í hæsta máta við. Ekki þó á _þann hátt að þeir eigi að bera ábyrgð á því, heldur að „kenna“ baminu að bera ábyrgð. A sumum heimilum getur atriði eins og tannburstun orðið tog- streituefni, ef barninu fínnst það vera að gera þetta fyrir foreldrana en ekki sjálft sig. Þá hljóma setn- ingar eins og „þá bursta ég ekkert í mér tennurnar“, sem hótun á for- eldrana. ■ PÚLSINN heldur síðustu tón- leika bandaríska blúslistamannsins Derrick Big Walker með KK- band föstudaginn og laugardaginn 1. og 2. febrúar. Derrick er nú á föram til Svíþjóðar þar sem hann er búsettur. Sérstakur gestur bæði kvöldin verður Ellen Kristjáns- dóttir söngkona. Mánudaginn 4. febrúar leikur dúettinn Ljúfling- arnir á Púlsinum en hann skipa; Sigurður Dagbjartsson söngvari og gítarleikari hinnar vinsælu hljómsveitar Upplyftingar og Kristján Óskarsson hljómborðs- leikari hljómsveitarinnar Flæking- arnir. Þriðjudaginn 5. febrúar leikur KGB djasstríóið. Tríóið skipa: Steingrímur Steingríms- son trommuleikari, Kristján Ing- ólfsson bassaleikari og Kristján Guðmundsson píanóleikari. Að- gangur er ókeypis bæði kvöldin. ■ / FEBRÚAR 1981 var ljós- myndaklúbburinn Hugmynd ’81 stofnaður. í tilefni 10 ára afmælis huggst Hugmynd ’81 að standa fyrir ýmsum uppákomum á árinu, svo sem ljósmyndasamkeppni, sýn- ingum á verkum félagsmanna og mörgu fleira. Starfsárið hefst með afmælisfagnaði er haldinn verður laugardaginn 2. febrúar nk. frá kl. 17.00-19.30 í húsnæði Hugmynd- ar ’81, Klapparstíg 26, 3. hæð til hægri. Öllum þeim sem áhuga hafa á ljósmyndun er velkomið að koma, þiggja veitingar og kynna sér starf- semi klúbbsins. (Fréttatilkynning) Hugo Þórisson „Það tekur styttri og ánægjulegri tíma að segja „komdu“ þegar háttatíminn er runninn upp.“ Tannburstun er einmitt gott dæmi um samspil á milli þess að sinna barninu sínu, án þess að bera ábyrgð á málum þess. Þar þurfa foreldrar að rata þann veg, að kenna barninu að bera ábyrgð en jafnframt að vera sá aðíli sem burst- ar tennurnar, a.m.k. á yngri börn- um. Foreldrar sem eru lentir í þeim vanda að m.a. tannburstun og háttatfmi dregst á langinn og þetta jafnvel orðinn misskilinn farvegur fyrir sjálfstæðisbaráttu barnanna, ættu að hafa í huga orð sem ég heyrði hjá merkum skólastjóra, að í uppeldi er oft betra að segja „komdu“ í stað „farðu". Þannig er reynsla margra foreldra sem eru lentir í daglegu þrasi við það að senda börnin í háttinn, að það tekur styttri og ánægjulegri tíma að segja „komdu“ þegar háttatíminn er ranninn upp. Höfundur er sálfræðingur við ráðgjafar- og sálfræðideild skóla í Reykjavík. WIKA Allar stæröir og gerðir Vesturgðtu 16 - Simar 14680-132» Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins I Reykjavík % Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 2. febrúar verða til viðtals Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar, í borgarráði, hafnarstjórn, stjórn sjúkrastofnana, stjórn Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins og bygginganefnd aldraðra, og Hulda Valtýsdóttir, formaður menningarmálanefndar. BYLTING! 386 SX FERÐÁTÖLVA A AÐEINS KR. 209.534™ Nýja HYUNDAI Super LT5 ferðatölvan er fullkomin 386 SX vél á verði sem á sér ekki hliðstæðu I Tæknilýsing: • 2 Mb innra minni (stækkanlegt í 6 Mb). • 40 eða 105 Mb harður diskur. • LCD hágæðaskjár með VGA upplausn. • Tengi fyrir VGA litaskjá og stórt lyklaborð. • Raðtengi og hliðtengi. • Vegur aðeins 5.2 kg. með rafhlöðu og Straumbreyti. * Staögreiðsluafsláttur er 10% MTÆKNIVAL SKEIFUNNI 17 • 108R. • S. 681665 - - ■ ■■ .. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.